Dagur - 12.04.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 12.04.1988, Blaðsíða 15
12. apríl 1988 - DAGUR - 15 Áttræðisafmæli: Margrét Thorlacius frá Öxnafelli Margrét Jónsdóttir Thorlacius frá Öxnafelli er áttræð í dag, 12. apríl. Þau voru tíu systkinin í Öxnafelli, er upp konrust, börn Jóns Thorlacíusar Þorsteinssonar og Puríðar Jónsdóttur, er þar bjuggu lengi, bæði af eyfirskum ættum. Pað átti fyrir Margréti að liggja að verða þjóðkunn ung að árum, vegna dulrænna hæfileika sinna og nú hefur þessi kona stundað dulrænar lækningar í 70 ár og munu ekki aðrir landar okkar eiga slíkan starfsdag að baki. Innan tíu ára aldurs kynntist hún Friðriki huldulækni, sem svo er nefndur og bað hann að hjálpa sjúkri móður sinni. Hann lofaði að reyna það og batinn lét ekki á sér standa. Telpan vissi ekki þá, að Friðrik var löngu látinn maður, en með þessu atviki hófst ævilöng samvinna þeirra við að lækna sjúka, lina þjáningar og hugga, endurgjaldslaust. Pví fór þó fjarri að hann væri fyrstur framliðinna, sem Margrét kynnt- ist því hún var ákaflega skyggn strax á barnsárum og sá daglega menn og dýr, sem ekki voru leng- ur í tölu lifenda. Nágrannar Margrétar í Öxna- felli vissu snemma um dulrænar gáfur hennar og lækningamáttur hennar barst fljótt um hérað og síðan um landsbyggðina alla. Og gagnstætt því að enginn er talinn spámaður í sínu föðurlandi, átti konan óskorað traust sveitunga sinna og sýslubúa og þar hefur aldrei skugga borið á. Konan í Öxnafelli varð brátt umsetin, því fjöldi manns reyndi dag hvern að ná fundi hennar ýmist símleiðis eða bréflega, eða þá með því að heimsækja hana og bera upp vandkvæði sín. Þannig hefur þetta gengið langa ævi, hvar sem hún hefur dvalið og engann vill hún láta synjandi frá sér fara, enda þótt árangur oft með þeim ólíkindum, að við ekk- ert varð saman jafnað nema kraftaverk. Margrét frá Öxnafelli fór aldrei dult með að, hún nyti aðstoðar Friðriks huldulæknis. Um það sagði hún fyrir nokkrum árum: „Mér finnst því líkast að alltaf sé símasamband á milli okkar, eða eitthvað því líkt. Ég þarf að skrifa niður nöfn þeirra, sem biðja um hjálp, en ekki þarf ég þess þó Friðriks vegna, heldur skrifa ég þau niður fyrir sjálfa mig. Ég finn það alltaf að Friðrik veit hvers hann er beðinn þegar mér er skrifað eða til mín er hringt. Ég sé hann daglega og oft á dag og þetta samband hefur staðið frá því ég sá hann fyrst. Ég bæði sé hann og heyri. Ég þekki röddina hans og þarf ekki að sjá hann þegar ég heyri til hans. Margir aðrir hafa séð Friðrik, alveg fjöldi manns. Vinkona mín ein fyrir sunnan sagði mér frá því þegar systir hennar, sem var fár- veik og til mín leitaði vegna þess, sá Friðrik koma inn til sín hvít- klæddan með tösku í hendi. Hún sá hann mjög greinilega og einnig töskuna. Framhald þessarar heimsóknar var svo ör og örugg- ur bati, að varla þótti eðlilegt." Margrét Thorlacius sér daglega margt af framliðnu fólki og á kvöldin átti hún stundum í erfið- leikum með að sofna vegna þess hve margt fólk var þá í kringum hana. Mað árununt lærðist henni smátt og smátt að loka sínum innri augum, svo sem hún sjálf kallar það, til þcss að loka sig frá hinum framliðnu þegar henni finnst þörf á. En það er líka á kvöldin sem hún sér hina feg- urstu liti, svo allt ljómar af litum og birtu, þótt öðrum sýnist myrk- ur. Konan frá Öxnaíelli er ekki í nokkrum vafa um, að breytni manna hér á jörð hefur áhrif á framhaldslífið. Hún segir að það leyni sér ekki á fólki hvernig því líður, þegar það er komið yfir landamærin og að ávallt sé mikil birta umhverfis það fólk, sem lát- ið hafi gott af sér leiða hérna megin grafar. Um framhaldslíf efast hún ekki eitt andartak, segir að svo mikið hafi hún heyrt og séð, er sanni það fyrir sér. „Ég fæ margar sannanir fyrir því á dag, að framhaldslíf er til“, sagði hún einhverju sinni. „Allir komast að raun um það, annað hvort lífs eða liðnir og fáu lýkur við dauða“, segir hún. Sem ungur maður heyrði ég mikið talað um Margréti frá Öxnafelli. Þeir sögðu mér frá er höfðu náð símasambandi við hana eða skrifað henni, eða þá heimsótt hana og rætt við hana í eigin persónu, hlédræga, orðvara og milda. Um árangurinn höfðu þeir einnig margt að segja, mjög oft ótrúlega mikinn og skjótan, en um það fjalla bækurnar tvær um störf hennar, sem Eiríkur Sigurðsson skólastjóri tók saman og nefndi „Skyggna konan“. Ætíð vakti Margrét traust og virðingu og aldrei þóttu henni störf sín of mikil, þótt oft kæmu tugir manna til hennar á einum degi og bæðu um aðstoð fyrir sig eða sína og það þótti jafnvel ekki fyrrum fæddur 25. maí 1905 - Ég sat heima í stofu er mér barst sú sorgarfregn, þann 21. febrúar að þú hafðir látist elsku afi minn. Settist ég niður og hugsaði um liðna tíma. Ofarlega í huga mér var þegar ég hringdi að sunnan, til þín á afmæli þínu í maí. Þú varst hissa og glaður og það gladdi ntig mikið. Og það eina sem komst fyrir í huga mínum þegar ég sendi þér bréfin, afmælis- gjöfina og hringdi í þig var það að gleðja þig eins og þú áttir skil- ið af mér því þú hefur alla tíð reynst mér og okkur barnabörn- unum góður afi. Aldrei var það svo er maður kom til þín í heim- sókn að maður fékk ekki góðu molana þína afi minn og sýnir kennari dáinn 21. febrúar 1988 það að þú gleymdir manni aldrei. Þú áttir 9 börn sem öll eru lifandi og búsett á Dalvík og í Svarfað- ardal nema eitt sem búsett er í Reykjavík. Þau eru: Stefán, Gunnar, Jón, Helgi, Filippía, Gerður, Kristján, Svanfríður og Hanna Soffía. Mikil vinátta og tryggð er með þessum systkinum og stundum hafa verið rifjaðar minningar frá Böggvisstöðum og hafa það verið góðar minningar enda hlutu þessi systkini gott uppeldi frá þér og ömmu. Svo kom að því að þú veiktist alvarlega og þurftir að fara á sjúkrahús, og er mér það minn- isstætt er ég stóð við rúm þitt og þú sagðir að þú værir ríkur mað- tíðindum sæta, svona var þetta bara, hvort sem hún dvaldi í Öxnafelli, á Akureyri eða í Reykjavík. Margir undruðust þrek hennar og hugleiddu hvað- an henni kæmi allur sá kraftur, sem hún bjó yfir og frá henni stafaði. Unt það sagði hún sjálf við þann sem þetta ritar: „Ég hef oft spurt sjálfa mig hvaðan ég hafi kraft til að gefa Friðriki. Ég held að svarið sé ekki nægilega einfalt til að allir skilji það. 'En það eru duldir kraftar alls staðar. Ég þarf sjálf ekki annað en rétta fram lófana ef ég er þreytt, til að öðlast þrek á ný, rétta fram hendur mínar, snúa lófunum upp og biðja um þrek. Kraftarnir streyma þá til mín á örlítilli stundu og ég verð sem endurnærð á fáum mínútum. Auðvitað þarf rétt hugarfar til að ná kraftinum og einhverja hæfi- leika kannski til viðbótar. Og yfirleitt þarf nú að biðja urn kraftinn til þess að öðlast hann." Margrét frá Öxnafelli hlaut mikla náðargáfu í vöggugjöf, þar sem hinir einstæðu hæfileikar, kenndir við hin dulrænu svið og hún átti því láni að fagna að geta notað þá í þágu samferða- fólksins um margra áratuga skeið. Hún bar alla ævi ást í brjósti til allra bágstaddra og hafði svo miklu að miðla, að vart verður skýrt og hún lét líknar- störfin sitja fyrir öllu öðru. Einhverjum þættu nú launin hennar létt í vasa. En hún ávann sér þökk og virðingu á langri, sér- stæðri ævigöngu og nýtur ástar þúsundanna á ævikvöldi. Hið áttræða afmælisbarn, Mar- grét Thorlacius frá Öxnafelli., hefur mörg síðustu árin dvalið á Akureyri. Þótt hún sé þrotin að kröftum leitar fólk enn á hennar fund þegar aðrar leiðir virðast lokaðar. Hlýjar árnaðaróskir streyma til hennar í dag og þakkir fyrir ein- stakt ævistarf. Sjálfur sendi ég henni hugheilar afmæliskveðjur og þakkir fyrir eldri og yngri kynni. Erlingur Davíðsson. ur með öll þessi börn sem þú ættir, þetta var í síðasta skipti sem ég sá þig. Ég var við jarðar- förina og sá ég þá hve marga vini þú áttir enda þekktur sem bæði kennari og skólastjóri. Og hér með kveð ég þig í hinsta sinn og ég votta öllum afkomendum þínum, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megir þú hvíla í friði elsku afi minn, ég ntun ætíð minnast þín í framtíðinni. Þitt barnabarn Sigríður Erla Sveinbjörnsdóttir. Laus staða Staða lektors í íslensku máli fyrir erlenda stúdenta við heim- spekideild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 7. maí 1988. Menntamálaráðuneytið. 7. apríl 1988. Atvinna í sklrniaidnadi Okkur vantar nú þegar hresst og duglegt starfsfólk á dagvakt og kvöldvakt við ýmis störf. Unnið er eftir bónuskerfi. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 21900 (222). XSIÐNAÐARDEILD 5Ö SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900 SVÆÐISSTJÓRN MALEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Vistheimilið Sc i Wv/7 Enn vantar í sumarafleysingar á íbúðardeildir í 20-60% stöður. Möguleiki á að semja um vinnutíma. Einnig vantar í afleysingar fyrir næturvaktir. Upplýsingar í síma 21755 milli kl. 9 og 16. Forstöðumaður. Hf. Eimskipafélag íslands óskar eftir starfskrafti á skrifstofu félagsins. Haldgóð þekking á skrifstofustörfum áskilin. Umsóknareyðublöð afhent á skrifstofu félagsins, Oddeyraskála v/Strandgötu á skrifstofutíma. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1988. Vantar lyftaramann sem allra fyrst. Allar nánari upplýsingar hjá Guðmundi í síma 96-81111 á Þórshöfn. Hraðfrystistöð Þórshafnar. Innilegar þakkir fyrir vináttu ykkar og góðvild sem mundu áttræðisafmæli mitt þann 5. apríl sl. Sérstakar kveðjur þó til samstarfsfólks míns í Ljósavatnssókn í söng og starfi um liðin nær 50 ár og þá páskamessu sem við nutum og mér eins og sakramenti ellinnar hin gjafmilda afmælis sælukaka. Ég bið öllum farsældar eins og unnið er til og gleðilegs sumars. JÓN JÓNSSON, í Fremstafelli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.