Dagur - 15.04.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 15.04.1988, Blaðsíða 7
15. apríl 1988- DAGUR-7 prófa eitthvað nýtt á því sviði og fikra sig áfram með allskonar prufur. Ég hef einnig annast við- gerðir á byssum. Pað byrjaði með því að ég fór að hjálpa mönnum að koma byssunum sínum í stand og þróaðist út í að ég tók að mér þjónustu á þessu sviði og það hlóð utan á sig. Það er líklega hvergi á landinu önnur eins byssueign á mann og hér í Þing- eyjarsýslu.“ - Hver er skýringin á því? - „Menn lifðu við að bjarga sér og skutu sér mikið til matar. Það eru til sögur af því að menn fóru niður fyrir bakkann og út með fjörum til að skjóta fugla, æðar- fugl eða hvað sem var ef þá vant- aði í matinn. Menn voru ekki með frystikistur heldur sóttu þetta þegar þeir þurftu á því að halda. Menn höfðu einnig góðar tekjur af að veiða sel og það bjargaði mörgum fjölskyldum. í dag gera menn sér ekki grein fyr- ir þessu, þeir geta hlaupið út í búð og keypt alla skapaða hluti. Þetta var ekki fyrir hendi í gamla daga, byssan var það sem hélt lífi í mönnum. Skotvopnin voru þýð- ingarmikil fyrir fjölskylduna og það var mikils virði fyrir menn sem fóru með skotvopn að eiga góð skotvopn. Enn í dag er til fólk sem man þessa tíma en það er einnig til fólk sem hefur lítinn skilning á þessu. Það er til fólk sem segir að byssur eigi ekki að vera til. Ég veit að fólk hefur orð- ið hvekkt á byssum og hefur margra hluta vegna andstyggð á skotvopnum. Skotvopn geta ver- ið hættuleg í höndum manna sem kunna ekkert með þau að fara. Þeir sem fremja ódæði í skyndi- brjálæði og ölvun eru eins og svo oft áður þeir sem setja stimpilinn á. Leyfisveiting fyrir skotvopni á að vera einstaklingsbundin og þar á að fara í manngreinarálit. Menn sem eru veifandi byssum undir áhrifum áfengis eða ann- arra vímuefna eða eru haldnir Árni með skammbyssur úr safni sínu. einhverju rugli og ofbeldishneigð eiga ekki að fá að hafa byssur.“ Aldrei falin fyrir mér byssa - Hvemig hefur þér gengið að fá leyfi fyrir öllum þessum byssum og hvernig geymir þú þær? „Ég þarf ekki að kvarta, mér hefur yfirleitt alltaf gengið vel að fá leyfi fyrir byssum. Það er kannski fyrir það að ég hef aldrei haft vín um hönd og einnig lærði ég sem krakki að umgangast skotvopn á mínu heimili. Þó ég væri smágutti var aldrei falin fyrir mér byssa. Hún var ýmist geymd á háaloftinu eða í búrinu og skot- færin voru ekki við hliðina. Ég tók byssuna oft niður til að skoða hana en það hvarflaði ekki að Gamlir rifflar. mér að fikta við hana eða reyna að setja í hana skot því búið var að brýna fyrir mér að skotin ættu aldrei að fara í byssuna nema þegar hana ætti að nota til veiða. Byssur sem hanga uppi á vegg eru ekkert hættulegar ef skotfær- in eru ekki nærri. Ég er með byssur hangandi uppi á vegg hjá mér, mínir krakkar hafa alist upp við þetta og eru aldrei fiktandi. Byssurnar vekja ekki frekar for- vitni þeirra en blómavasi á borði. Þegar aðkomukrakkar koma tek- ur maður eftir því að þau fýsir að líta á þetta og skoða, en meðan skotfæri eru ekki nærri eru byss- urnar þeim ekki hættulegar. Skotvopn er falleg mubla upp á vegg og enginn vandi er að taka ákveðna hluti úr byssunum þann- ig að ekki sé möguleiki að skjóta úr þeim.“ * Isbirnirnir börðu sig inn í húsin - Síðustu vikurnar hefur mikið verið rætt um dráp á ísbjarnar- hún sem skotinn var við Haga- nesvík. Hvert er þitt álit á því máli? „Það er lagabókstafur fyrir því að ísbjörn skuli vera réttdræpur hvar sem til hans næst og ég er því alveg sammála. Ég held að menn viti það ekki fyrirfram í hvaða ástandi ísbjörn er. Það grípur menn einhver ótti og viss spenningur þegar fréttist af bjarndýri svo menn rjúka til, ná sér í skotvopn og ætla sér að ná dýrinu. Hugsanlega hefði verið hægt að ná húninum lifandi í þessu tilviki, ég var ekki við- staddur þarna og get eiginlega ekki sett mig í spor mannanna, ég hef aldrei á minni lífsleið horft á ísbjörn nema í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Ég hugsa að mín viðbrögð og margra annarra hefðu orðið sú að aflífa dýrið og það á sem mannúðlegastan hátt.“ - Ef hringt væri í þig og sagt að ísbjörn væri genginn á land rétt utan við bæinn, hvað mund- irðu gera? „Ég mundi fá menn með mér því ég held að æskilegt sé að fleiri séu til frásagnar ef eitthvað kem- ur uppá. Fyrst mundi ég að sjálf- sögðu hafa samráð við sýslumann og óska eftir að lögreglumenn væru með í förinni. Eg tæki með mér verkfæri af stærstu gerð sem ég teldi fullkomlega nógu öflugt miðað við að ég væri að fara að drepa fullorðinn ísbjörn." - Þér finnst sem sagt að ísbjörn sé réttdræpur svona nálægt byggð? „Ég held að ekki sé nokkur vafi á því. Maður veit ekki í hvernig ástandi björninn er, hann getur verið svangur og að leita sér að æti. Það eru til mýmargar sögur af ísbjörnum, skráðar hér í Þingeyjarsýslu, þeir hafa ekkert verið að spyrja að því hvort bráð þeirra væri dýr eða menn. Þetta eru grimmar skepnur að eðlisfari og mjög öflugar, í gamla daga voru hér torfbæir og léleg húsa- kynni og þeir hreinlega börðu sig inn í húsin til að verða sér úti um mat. Það eru margar frásagnir til af þessu og margt ógeðslegt hefur átt sér stað. Ég er alls ekki sammála að rangt hafi verið að skjóta húninn og mér finnst hræðilegt hvernig skrifað er um þetta. Leikmenn sem ekki umgangast þessi dýr dags daglega gerðu sér ekki grein fyrir hve stór dýr var um að ræða. Éf ísbirnir eru að flækjast í eyði- byggðum má hugsa málið betur en ef dýr eru nálægt byggð held ég að maður væri ekkert að hringja suður til Náttúrufræði- stofnunar eða annarra til að spyrja hvort eigi að drepa það.“ Skamnibyssur úr safni Árna Loga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.