Dagur - 15.04.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 15.04.1988, Blaðsíða 8
8-DAQUR -15. apríl 1988 AKUREYRARB/ÍR - Unglingavinna Flokksstjóri óskast til starfa í sumar. Æskilegt er aö umsækjandi hafi náö 20 ára aldri og hafi reynslu af verkstjórn. Skriflegar umsóknir sendist til starfsmannastjóra Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 602 Akureyri eða til garðyrkjudeild- ar Akureyrar, pósthólf 881, 602 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 29. apríl 1988. Upplýsingar um starfiö eru veittar hjá starfs- mannastjóra í síma 21000 eöa á skrifstofu garö- yrkjudeildar í síma 25600. Garðyrkjustjóri. AKUREYRARB/ER - Unglingavinna Verkstjóri óskast til starfa í sumar. Æskilegt er aö umsækjandi hefi reynslu í garö- yrkjustörfum og verkstjórn. Skriflegar umsóknir sendist til starfsmannastjóra Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 602 Akureyri eða til garöyrkjudeild- ar Akureyrar, pósthólf 881, 602 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 29. apríl 1988. Upplýsingar um starfiö eru veittar hjá starfs- mannastjóra í síma 21000 eöa á skrifstofu garö- yrkjudeildar í síma 25600. Garðyrkjustjóri. AKUREYRARBÆR Dvalarheimilið Hlíð óskar að ráða Hjúkrunarfræðinga á aiiar vaktir og tii sumarafleysinga. Sjúkraliða á dagvistun, morgunvaktir virka daga. Iðjuþjálfa. Starfsmann til tómstundastarfa. Upplýsingar um störfin gefur hjúkrunarforstjóri í síma 23174 eöa 21640. Upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmanna- stjóri í síma 21000. Atvinna I skhmaiðnadi Okkur vantar nú þegar hresst og duglegt starfsfólk á dagvakt og kvöldvakt vi5 ýmis störf. Unnið er eftir bónuskerfi. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 21900 (222). /SIÐNAÐARDEILD 9 SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900 Byssan hélt lífinu . . . Vargfuglaeyðing - Enginn vandi að halda þessum fugli niðri I tíu ár hefur Árni Logi séð um eyðingu vargfugls á Húsavík og nágrenni. Dagur skrapp með honum á vettvang. Sunnan við bæinn hafði Árni sett svefnmeðal í kjötúrgang og þar rétt hjá lágu þrír hrafnar hálfsofandi. Árni skaut hrafnana svo ekki er hætta á að þeir gerist óvelkomnir gestir í fiskhjöllum við bæinn frekar en 48 félagar þeirra sem Árni náði í sömu vikunni. „Árið l977kom Sveinn heitinn Einarsson veiðistjóri til Húsavík- ur og setti mig inn í þetta starf, vargfuglaeyðingu, en í dag vinn ég á vegum heilbrigðiseftirlitsins. Nú er ég búinn að starfa við þetta reglubundið í tíu ár. Mikið var af fugli fyrstu fjögur árin en það sýndi sig að talan á fugli sem ég eyddi fór alltaf lækkandi. Síðustu 4-5 árin hefur varla sést hrafn á Húsavík eða nágrenni og lítið hefur verið um annan vargfugl. Þetta sýnir það og sannar að það er enginn vandi að halda þessum fugli niðri. Fyrir áramót fór ég strandlengj- una frá Húsavík til Raufarhafnar og skaut þar á fjórða þúsund fugla á hálfum mánuði. Það voru mest svartbakar og veiðibjöllur. Fuglafræðingar segja að þetta hafi enga þýðingu en ég hefði gaman af að vita hvað þeir telja fljótvirkara en einmitt svona aðgerðir. Það er ekki sama hvernig þetta er gert og það þarf að vinna á þann hátt að öðrum dýrum stafi ekki hætta af. Menn hafa brennt sig á því að missa bæði hunda og friðaða fugla í ætið og það er vegna þess að óvarlega er farið með efnið. Það þarf að bera efnið þannig út að fuglinn vilji borða það. Svartbaknum þarf að gefa sérfæði, því hann étur ekki það sem hrafninn étur. Fyrst byrja ég á því að laða fuglinn að með óeitruðu efni, set það á ákveðinn stað þar sem ekki stafar hætta af og gef fuglinum þar í fimm til sjö daga. Ég safna íuglinum þarna saman og hreinsa síðan ætið upp og set í staðinn æti sem ég hef blandað svefnlyfjum í. Það hefur ekkert staðið á því að fuglinn hefur komið, étið og sofnað á staðnum. Ef þetta er gert rétt og á réttum stöðum þá er þetta eng- inn vandi og ekki er neitt drepið nema það sem á að drepa. Ég skýt síðan fuglana, finnst það fljótvirkara og hreinlegra en að rota þá.“ Vargfuglar geta valdið óbætanlegu tjóni - Ef aðrir fuglar sem ekki á að eyða komast í ætið, vakna þeir þá aftur og verður ekki meint af? „Þeir sofna og vakna síðan aftur, þetta er háð því hvað mað- ur er með skammtinn sterkan og eftir því sent kaldara er í veðri þarf maður að vera með skammt- inn veikari. Ég hef verið að prufa mig áfram með hvað fuglinn vill borða. Svarbakurinn vill fiskmeti en hrafninn vill kjöt og fitu og ef hellt er blóði yfir ætið stenst liann engar freistingar. Þetta lærir maður inn á og árangurinn verð- ur eftir því." - Ef vel er staðið að vargfugla- eyðingu á svæðinu koma þá alltaf nýir fuglar að frá öðrum stöðum? „Já, þeir gera það. Það er staðreynd að þeir koma frá ná- grannabyggðum, fuglar sem ég hef náð hafa verið merktir bæði á Akureyri og inn í Fnjóskadal. Hrafninn er félagslyndur fugl og hann kemur í flokkum. Fugla- fræðingar halda því fram að þetta hafi ekki þýðingu þar sem það sé geldfugl sem ég er að drepa en náttúrlega verður geldfuglinn kynþroska fugl og allt það sem er drepið af geldfugli kemur í veg fyrir fjöigun." - Ef hrafni og mávfugli er ekki haldið í skefjum hvaða tjóni valda þeir þá? „Hrafninn olli stórtjóni hér á Húsavík. Fiskiðjusamlagið er nteð skreið í hjöllum og upphaf- lega var byrjað að eyða hrafnin- um vegna þess mikla tjóns sem hann olli þar. Það var Fiskiðju- samlagið sem var brautryðjandi í því að farið var að eyða hrafni og svartbak á skipulegan hátt og fjármagnaði eyðinguna alfarið fyrstu árin. Hvað mávfuglinn varðar er fyrst og fremst um salmonellas- ýkingu að ræða. Fuglinn losar sig við úrgang við fiskvinnslustöðv- ar, síðan koma tæki sem keyra inn fiskinum, sýking getur borist í fiskinn og menn smitast. Þessir fuglar geta valdið óbætanlegu tjóni“. Kalla þetta ekki veiðimennsku - Hvaða veiðimennsku stundar þú helst? „Ég hef mikið stundað selveið- ar, ég hef veitt höfrung og rjúpu veiði ég mér til matar. Áður fyrr veiddi ég rjúpu og seldi í verslan- ir en er hættur því. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að sem flestir fái rjúpu í matinn en finnst viðkunnanlegra að rjúpnaskyttur fari á veiðar fyrst og fremst sér til ánægju en ekki til að drepa og drepa. Svo er ekki gott ef menn ntissa frá sér bilaða fugla. Mest hef ég stundað rjúpna- skytteríi en ég skýt líka talsvert af svartfugli og veiði mink. Hluti af minni atvinnu er þessi mein- dýraeyöing en ég lít ekki á þetta sem sport því það er oft á tíðum liálf sóðalegt. Ég aflífa heimilis- lausa ketti fyrir Húsavíkurbæ og það er enginn öfundsverður af að þurfa að gera það. Mér er mjög minnisstætt að fyrir tveimur árum síðan hringdi í ntig kona frá kattavinafélaginu. Hún spurði hvort mikið væri af heimilislausum köttum hér á Húsavík en ég sagði að svo væri ekki því þeim hefði verið haldið niðri. Eftir þetta skrifaði hún öll- um bæjarstjórnum bréf þar sem hún fór þess á leit að bæjaryfir- völd létu eyða öllum heimilislaus- um köttum. í framhaldi af því var gerð hér herferð fyrir rúmu ári, þetta var auglýst og kattaeigend- ur beðnir að merkja og halda köttum sínum inni. Mig minnir aö 56 heimilislausir kettir hafi náðst í fyrsta skiptið og það var talsvert meira en ég átti von á. Þetta kalla ég ekki veiðimennsku þó reynslan nýtist manni við að ná þessum dýrum.“ Settust alveg í dauðafæri - Hvernig væri að ljúka þessu spjalli með einni góðri veiðisögu? „Ég skal segja þér eina gæsa- veiðisögu. Ég fór að heiman á haustkvöldi rétt fyrir ljósaskipt- in. Ég hef mikið stundað gæsa- veiðar í Laxamýrarlandi og þang- að hélt ég, keyrði á móts við flug- völlinn og labbaði norður í hraunið á móts við Mýrarsel sem er gamalt eyðibýli. Ég kom mér þarna fyrir með gæru yfir mér en það hef ég oft gert til að villa um fyrir gæsunum. Þetta kvöld var mjög gott veður, það bærðist ekki hár á höfði og landslagið speglaðist í ánni. Ég var búinn að liggja þarna skamma stund þegar fyrstu hóparnir komu. Þarna voru smátjarnir og gæsirnar sett- ust alveg í dauðafæri, ég beið alveg grafkyrr með byssuna klára eftir að fleiri kæmu. Það dimmdi meir og meir en samt var bjart af tunglskini. Ég lá þarna 15-20 mínútur og alltaf komu fleiri hópar af gæsum sem settust. Ég ákvað að rísa nú upp og fara að hleypa af, sá að gæsirnar báru svona fallega saman og ætlaði að reyna að fá sem flestar í skoti, var með fimm skota byssu og hafði möguleika á að fá marga fugla. Ég hóf skothríðina, hreins- aði þrjú skot úr byssunni en skildi ekkert í því að það lá ekki einn einasti fugl. Ég gekk yfir á stað- inn og þar var ekki ein gæs, ég var alveg ráðþrota yfir hvernig staðið gæti á þessu. Ég varð nú hálf lúpulegur, lagðist niður aftur og fór að hugsa málið. Svo leiö og beið og það komu fleiri hópar þarna en santa sagan endurtók sig, það lá engin einasta gæs. Ég fór að hugsa um að það gæti ekki annað verið en hlaupið á byss- unni hefði bognað fyrst ég hitti ekki tuglana. Seinna áttaði ég mig á hvað gerst hafði, gæsirnar settust á austurbarminn á tjörn- inni, spegluðust allar í vatninu og ég skaut bara á spegilinn af þeirn. En ég hélt að gæsirnar væru á vesturbakkanum og að ég væri að skjóta á þær þegar allt fór í vatnið. Ég var svo svekktur þegar ég kom gæsalaus heim að ég fór að hugsa um að maður ætti margt ólaprt við gæsaveiðiskapinn. Eg sagði ekki frá þessu fyrr en löngu, löngu seinna. Einu sinni þegar ég fór á gæsa- veiðar við svipaðar aðstæður og skammt þarna frá korn ég heim með 17 gæsir eftir klukkutíma. Þá hefði ég getað skotið rniklu fleiri en vissi að þetta var alveg nógur burður fyrir ntig. Gæsa- veiðiskapur er rnjög skemmtileg- ur í góðu veðri. Það er virkilega gaman að njóta þess að vera í kyrrðinni úti í náttúrinni og liggja fyrir fugli, ref eða mink.“ IM Einn svartfuglaveiðidagur. Myndir: im

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.