Dagur - 21.04.1988, Side 3
21. apríl 1988 - DAGUR - 3
Akureyri:
Stefnumótun í
öldrunarmálum
Starfshópur um stefnumótun í
öldrunarmálum hefur skilað
inn frumdrögum að tillögum í
framtíðarstefnumótun í öldr-
unarmálum. Bæjarfulltrúar á
Akureyri hafa fengið tillögur
starfshópsins í hendur, en ekki
hefur verið fjallað um þær í
bæjarstjórn því bæjarráð frest-
aði umfjöllun um máliö
skömmu fyrir síðasta bæjar-
stjórnarfund.
Starfshópinn skipa þau Jón
Björnsson, Cecil Haraldsson,
Anna Guðrún Jónsdóttir, Rann-
veig Traustadóttir, Halldór Ha!l-
dórsson yfirlæknir, Edda Bolla-
dóttir, Hclga Fríniannsdóttir
Varaflugvallar-
nefnd hefur
lokið störfum
„Starfsnefndin sem á síðasta
ári fékk það verkefni að velja
varaHugvelli fyrir millilanda-
flng stað hefur lokið störfum.
Niðurstaða nefndarinnar hefur
verið lögð fram til kynningar hjá
flugráði. Er búist við að flug-
ráð taki málið sérstaklcga fyrir
í byrjun næsta mánaðar og að
fengnu áliti flugráðs muni stað-
arvalsnefndin síðan skila
niðurstöðum til samgöngu-
ráðuneytis.
Sex staðir voru undir smásjá
nefndarinnar; Blönduós, bæði
Blönduósflugvöllur og Þingeyra-
sandur, Sauðárkrókur, Akureyri,
Aðaldalsflugvöllur við Húsavík,
Egilsstaðir og Hornafjörður. Við
valið hafði nefndin fjögur megin-
atriði í huga; aðflugsskilyrði,
veðurfar, aðstöðu tii mannvirkja-
gerðar á hverjum stað fyrir sig,
þá með tilliti til landrýmis sem
talinn er mjög veigamikill þáttur
og einnig umhverfismál. Niður-
staða nefndarinnar var tvíþætt,
þar sem hún gekk annars vegar út
frá gerð alþjóðlegs varaflugvallar
og hins vegar minni velli sem
aðeins þjónaði farþegaflugi hing-
að til lands, að sögn formanns
starfshópsins Jóhanns H. Jóns-
sonar hjá Flugmálastjórn. Að
öðru leyti varðist hann allra
frétta og sagði að ekki yrði neitt
gefið upp um niðurstöðu nefnd-
arinnar fyrr en hún endanlega
skilaði af sér til ráðuneytis. Málið
væri mjög viðkvæmt og pólitískt
á tvennan hátt. Annars vegar
vegna hugsanlegrar þátttöku
NATO í gerð alþjóðlega vara-
flugvallarins og hins vegar
blandaðist hreppapólitík í málið.
Auk Jóhanns eru í starfshópn-
um, Hörður Sveinsson einnig frá
Flugmálastjórn, Þóroddur Þór-
oddsson frá Náttúruverndarráði,
Gunnlaugur Helgason flugstjóri
hjá Flugleiðum og Pétur Stefáns-
son verkfræðingur frá Almennu
verkfræðistofunni. -þá
DAGJIR
Blönduósi
S 954070
Norðlenskt dagblað
ásanrt heilsugæsluyfirlækni,
Hjálmari Freysteinssyni.
„Almennt séð er mikil þörf fyr-
ir framtíðarstefnumótun í öldr-
unarmálum, því við stöndum á
miklum tímamótum í öldrunar-
málum, að mínu áliti. Ég tel að
öðruvísi verði staðið að málefn-
um aldraðra í framtfðinni en hef-
ur verið gert til þessa. Margt nýtt
er að koma í ljós í þessum
málum; verið er að byggja þjón-
ustuíbúðir fyrir aldraða og fólk
sem þarf á stofnanavist að halda
þarf yfirleitt að komast á hjúkr-
unarheimili, en ekki á dvalar-
heimili eins og áður var. Stefnu-
mótun er því nauðsynleg um
hvernig bregðast skuli við þess-
um þáttum. En ég vil ekki fjalla
nánar urn efnisatriði tillagna
starfshópsins opinberlega að svo
stöddu, þær eru fáar en nokkuð
róttækar," sagði Jón Björnsson.
EHB
Oskarsstöðin og bryggjan á Raufarhöfn veröa riFin á næstunni og eru þaö síðustu niinjar frá síidarárunum sem áætl-
að er að fjarlægja um sinn. Undanfarin ár hafa mörg úr sér gcngin niannvirki frá þessu eftirminnilega tíinabili verið
rifin og nú á það sama fyrir Oskarsstöðinni að liggja.
' ■
I®
smonnum og
ttm
gteðikgt sumar
með þöf&fyrir veturimu