Dagur - 21.04.1988, Blaðsíða 28
Akureyri, fimmtudagur 21. apríl 1988
Allt fyrir bílimi
Látið yfirfara bílinn fyrir sumarið.
Vandið valið. Við vöndum verkin.
Gleðilegt sumar.
Þórswmarhf.
Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700
Birgt upp fyrir verkfall:
Sumir með mánaðar-
birgðir af sykri
„Þetta hefur verið eins og
gerist mest á Þorláksmessu,“
sagði Björg Þórsdóttir versl-
unarstjóri hjá KEA í Hrísa-
lundi í samtali við Dag í gær,
en snemma í gærmorgun fór
fólk af stað í meiriháttar mat-
arinnkaup vegna fyrirhugaðs
verkfalls. Það virtist alls stað-
ar vera það sama uppi á ten-
ingnum og var t.a.m. farið að
bera á skorti á ýmsum teg-
undum matvöru þegar líða
tók á daginn.
„Það er mest keypt af brauði,
mjólk og mjólkurafurðum, og
smjör og smjörlíki rýkur út. Þá
finnst mér óeðlilega mikið
keypt af hveiti og sérstaklega
sykri. Sumir fara hér út með á
að giska mánaðarbirgðir af
sykri," sagði Björg. Hún sagði
hafa verið meira að gera en hún
bjóst við og hefði þetta sömu-
leiðis byrjað fyrr. „Fólk var
greinilega komið af stað á
mánudaginn var,“ sagði hún að
lokum.
I Hagkaup var sömu sögu að
segja, því um kl. 10.00 voru
raðir á öllum kössum fram í
miðja verslun. Þórhalla Þór-
hallsdóttir verslunarstjóri sagði
að í fyrradag hafi farið viku-
birgðir af sumum vörutegund-
um. „Það fer mest af hreinum
ávaxtasafa og djúsi, kexi og
kjöti og svo fer mjög mikið af
barnamat og bleium.“ Hún
sagði að ösin væri líkt og gerðist
fyrir páska.
Beiðnir um undanþágu vegna
verkfallsins voru afgreiddar hjá
Félagi verslunar- og skrifstofu-
fólks í gær, en nokkuð hafði
borist af þeim til félagsins. Lík-
legt var talið að t.d. Dagur fengi
undanþágu eins og fjölmiðlar á
Reykjavíkursvæðinu hafa
fengið.
í dag verður sáttafundur með
deiluaðilum hjá sáttasemjara
ríkisins en það ríkir ekki mikil
bjartsýni um að sá fundur verði
árangursríkur. Þá er nokkuð
mikið talað um að lög verði sett
til höfuðs verkfallinu, en eins og
Jóna Steinbergsdóttir sagði:
„Ég get ekki ímyndað mér að
það gerist og vil ekki trúa því
fyrr en í lengstu lög." VG
Ófáir notuðu tækifærið til að hamstra í Kjörmarkaði KEA í Hrísalundi í
gær. Mynd: TLV
Hafnar Húsnæðisstofnun umsóknum um framkvæmdalán?
Yrði dauöadómur yfir mörgum
veridakafyriitælqum á landsbyggðinni
Loksins
raðhús á
einni hæð
- verða fyrstu húsin
við Ekrusíðu
Á fundi bygginganefndar síð-
astliðinn þriðjudag var sam-
þykkt að heimila byggingu
fimm raðhúsaíbúða á einni
hæð við Ekrusíðu. Lóðirnar
sem um ræðir töldust áður til
Stapasíðu en eftir að skipulags-
nefnd og íbúar nærliggjandi
húsa höfðu lýst sig fylgjandi
breytingunni var hún ákveðin.
Byggingarsvæðið er á milli
Bugðusíðu og Stapasíðu. Gert
var ráð fyrir að hús númer 21 við
Stapasíðu myndi lengjast til
vesturs, en vestan húss númer 17
yrði byggt hús númer 19. Nýja
fyrirkomulagið gerir hins vegar
ráð fyrir einu raðhúsi með fimm
íbúðum og verður það fyrsta og
eina húsið sem telst til Ekrusíðu.
Það er Trésmíðaverkstæði
Sveins H. Jónssonar sem fær leyfi
til að byggja á lóðinni. Fyrirtækið
hafði ítrekað sótt um lóðir fyrir
einnar hæðar raðhús, en án árang-
urs. „Ég er auðvitað mjög
ánægður með þessa úthlutun.
Það er mikil eftirspurn eftir þess-
um húsum," sagði Sveinn í sam-
tali við Dag. Vinna við jarðvegs-
skipti hefst á næstu dögum og
lokið við húsin í sumar. ET
Eins og skýrt var frá í blaöinu
19. þ.m. fól stjóm veitustofnana
Akureyrarbæjar bæjarlög-
manni að svara bréfi lögmanns
Þorkels St. Ellertssonar þar
sem farið var fram á skaðabæt-
ur vegna skömmtunar á heitu
vatni til jarðarinnar Bjarkar í
Öngulsstaðahreppi. Hreinn
Pálsson, bæjarlögmaður á
Akureyri segir að ekki sé um
það deilt lengur að jörðin eigi
að fá ókeypis vatnsmagn
þ.e.a.s. ef sýnt sé fram á þörf
fyrir vatnið.
Stjórn Húsnæðisstofnunar hef-
ur að undanförnu rætt hvaða
leiðir séu færar til að leysa fjár-
hagsvanda stofnunarinnar.
„Þorkell St. Ellertsson bjó
mjög stuttan tíma á jörðinni og
kom ylrækt sinni aldrei af stað
svo við vitum til. Þess vegna telj-
um við að hann hafi alls ekki sýnt
fram á þörf fyrir allt þetta vatn.
Við teljum ekki að Þorkell hafi
sýnt fram á að hann eigi eftir að
fá neitt í sinn hlut frekar en orðið
er,“ segir Hreinn Pálsson bæjar-
lögmaður.
Eftir að dómur féll í Hæstarétti
var núverandi eiganda Bjarkar
endurgreidd sú upphæð sem
hann var búinn að greiða fyrir
heitt vatn og vexti að auki. í máli
Meðal þess sem rætt hefur ver-
ið er að fella niður öll svoköll-
uð framkvæmdalán, en þau
hafa verið veitt byggingar-
Hreins kom fram að sú skoðun sé
hjá stjórn veitustofnana bæjarins
að fyrrverandi eigandi Bjarkar
hljóti að þurfa að sýna fram á
tjón áður en hægt sé að fara fram
á skaðabætur. „Við teljum að
þegar búið er að bæta jörðinni
með þessum hætti þá hafi í sjálfu
sér verið bætt fyrir það tjón sem
hugsanlegt var,“ segir Hreinn.
Þegar er búið að senda lög-
fræðingi Þorkels Ellertssonar
bókun stjórnar veitustofnana og
ekkert gerist í málinu nema
Þorkell vísi því til dómstóla.
JÓH
verktökum á landsbyggðinni.
Niðurfelling þessara lána gæti
haft mjög alvarlegar afleiðing-
ar fyrir verktaka og sveitarfélög
á landsbyggðinni.
Framkvæmdalánunum er ætl-
að að brúa það gífurlega bil sem
er á milli fjölda umsókna um
húsnæðislán frá suðvesturhorni
landsins annars vegar og lands-
byggðinni hins vegar. Vegna þess
forskots sem íbúar í Reykjavík
og nágrenni féngu þegar kerfið
var opnað að nýju árið 1986, hafa
lánsloforð nær eingöngu farið til
þeirra.
Þeir verktakar sem fengið hafa
framkvæmdalán, hafa með því
móti getað hafið byggingu íbúða
þó svo að lánsloforð til kaupenda
lægju ekki fyrir. Þannig hafa
íbúðirnar komist í gagnið fyrr en
annars hefði verið. Víða úti á
landi stendur húsnæðisskortur
annarri uppbyggingu verulega
fyrir þrifum og því gæti það haft
mjög alvarlegar afleiðingar ef
þessi lán verða ekki veitt.
Á fundi stjórnarinnar í síðustu
viku var lagt til að verktökum
yrði sent bréf og umsóknum
þeirra um lánin hafnað. Fulltrú-
um Framsóknarflokksins í stjórn-
inni, tókst þó að afstýra þessu og
var ákvörðun um málið frestað
fram á vor.
„Þetta er spurning um forgangs-
röð verkefna hjá stofnuninni.
Valið stendur á milli þess að
seinka öllum umsóknum um ein-
hverja daga og geta þannig veitt
þessi lán, eða bókstaflega að
ganga af þessum verktökum
dauðum næstu tvö árin. Ég mun
aldrei gefa mig í þessu máli og
hætti ekki fyrr en þessi lán verða
afgreidd," sagði Hákon Hákon-
arson, annar fulltrúanna í samtali
við Dag.
Hákon sagðist telja að þessi
lán þyrfti að veita á þessu ári og
því næsta, en þá ætti áðurnefndur
aðstöðumunur að hafa jafnast. ET
Drengur
fyrir bíl
Um klukkan 11 í gærmorgun
varð 10 ára gamall drengur fyr-
ir bíl í Kaupvangsstræti, á móts
við Billiardstofuna.
Drengurinn meiddist lítillega
og var fluttur á slysadeild en fékk
að fara heim að lokinni skoðun.
Drengurinn var á leið yfir götuna
og hljóp þá í veg fyrir bíl á leið
niður gilið. Lúmsk hálka var þeg-
ar óhappið varð. ET
Heitavatnsmál á Björk:
„Sýndi aldrei fram á
þörf fyrir meira vatn“
- segir Hreinn Pálsson bæjarlögmaður