Dagur - 21.04.1988, Blaðsíða 15
21. apríl 1988 - DAGUR - 15
hvað er að gerast?
Skákþing
Norðlendinga
ætt í dag
Skákþing Norðlendinga
verður sett í Víkurröst á
Dalvík kl. 13.30 í dag.
Fyrsta umferð í öllum flokk-
um hefst kl. 14.00. Teflt
verður í þremur flokkum
þ.e. opnum flokki, ungl-
ingaflokki 13-16 ára og
barnaflokki 12 og yngri. I
opnum flokki hafa 30 kepp-
endur skráð sig en 17 kepp-
endur verða í hinum flokk-
unum tveimur. Tefldar
verða 7 umferðir á skák-
þinginu og lýkur síðustu
umferð um hádegi á sunnu-
dag. Strax að keppni lokinni
á sunnudag fer fram Hrað-
skákmót Norðlendinga,
einnig í Víkurröst.
Skákáhugamenn ættu að
leggja leið sína í Víkurröst á
Dalvík næstu dagana og
fylgjast með skemmtilegu
móti.
Listmunir:
Sýning í
Gamla Lundi
Kynningar- og sölusýningin
í Gamla Lundi á Akureyri
stendur nú sem hæst, en
vegna fjölda áskorana var
ákveðið að framlengja sýn-
inguna um eina viku. í dag,
sumardaginn fyrsta, er opið
í Gamla Lundi frá kl. 14.00-
21.00, og sami opnunartími
er á föstudag, laugardag og
sunnudag.
Pörey Eyþórsdóttir stend-
ur fyrir þessari sýningu, en
þar eru gripir eftir ýmsa
þekktustu listamenn lands-
ins á sviði silfurmuna, skúlp-
túra, myndvefnaðar, leir-
munagerðar, grafíklistar,
skartgripagerðar o.fl, list-
greina. Er fólk eindregið
hvatt til að koma á sýning-
una og missa ekki af þessu
sérstaka tækifæri til að
kynnast listaverkunum og
skoða þau.
Þórey Eyþórsdóttir hefur
verið brautryðjandi á sviði
listkynningar á Akureyri,
einkum nytjalistar.
Messur á Akur-
eyri í dag
í dag kl. 10.00 ætla skátar á
Akureyri að safnast saman
við Skarðshlíð, norðan Þórs-
vallar og ganga þaðan í
Glerárkirkju, þar sem verð-
ur árleg skátamessa. Messan
hefst kl. 11.00 og mun sr.
Pálmi Matthíasson þjóna
fyrir altari, en predikun flyt-
ur Þorsteinn Pétursson.
Skátar hvetja alla til að
mæta í gönguna og til kirkju
í tilefni sumardagsins fyrsta.
Klukkan 11.00 í dag hefst
önnur messa, en það er fjöl-
skylduguðsþjónusta í Akur-
eyrarkirkju. Þótt skátamess-
an verði í Glerárkirkju að
þessu sinni, þótti ekki ástæða
til annars en að fagna sumri
með helgri stund í Akureyr-
arkirkju. Fólk er hvatt til að
mæta til kirkju og foreldrar
til að taka böm sín með.
Ungt fólk aðstoðar við
messuna og blokkflautusveit
barna úr Tónlistarskólanum
leikur, undir stjórn Lilju
Hallgrímsdóttur.
Kaffisala
Zontakvenna
Þann 24. apríl nk., fyrsta
sunnudag í sumri, ætla kon-
ur í Zontaklúbbi Akureyrar
að vera með kaffisölu og
skyndihappdrætti í Zonta-
húsinu, Aðalstræti 54. Opið
verður frá kl. 15-17. Á boð-
stólum verða ýmsar þjóðleg-
ar veitingar.
Pétur Gautur
ogtextílsýning
Norræna upplýsingaskrif-
stofan á Akureyri verður
formlega opnuð laugardag-
inn 23. apríl nk. í tilefni af
opnuninni efnir Matthías Á.
Mathiesen, samstarfsráð-
herra Norðurlandaráðs, til
móttöku í Glugganum Gler-
árgötu 34 kl. 16-19. Þuríður
Baldursdóttir mun syngja
nokkur norræn lög. Jafn-
framt verður opnuð sýning-
in „Swedish textile art“,
sænsk textíllist. Þetta er
yfirlitssýning á textílverkum
sem unnin eru hjá Hand-
arbetets vanner í Stokk-
hólmi á árunum 1900-1987.
Þessi sýning var á mcnning-
arkynningunni „Scandinavia
today“ sem haldin var í Jap-
an á síðastliðnu ári. Hér á
landi skiptist sýningin milli
Gluggans, Kjarvalsstaða og
Listasafns ÁSÍ. Sýningin
verður opin alla virka daga
kl. 14-18 en um helgar kl.
14-21. Sýningunni á Akur-
eyri lýkur þann 1. maí.
Sunnudaginn 24. apríl kl.
15 verða fluttir þættir úr
„Pétri Gaut“ eftir Ibsen í
Alþýðuhúsinu Skipagötu
14. Þættina flytja leikararnir
Gunnar Eyjóífsson, Baldvin
Halldórsson og Guðrún
Stephensen, ásamt tveimur
leiklistarnemum. Forstjóri
Norræna hússins, Knut
Ödegaard, mun flytja inn-
gangsorð og tengja þættina
saman.
„Pétur Gautur" eftir
Henrik Ibsen er þjóðar-
leikrit Norðmanna og flest-
um íslendingum vel þekkt í
snilldarþýðingu Einars Bene-
diktssonar frá árinu 1901,
þar sem formið er samgróið
efninu sem svörður holdi.
„Þjóðkjör vor og skyldleiki
við Austmenn frá fornu
virðast og hljóta að mynda
jarðveg hér hjá oss yfirleitt
fyrir margt sem þaðan
kemur,“ segir Einar í for-
mála þýðingarinnar. Ekki
síst þess vegna virðist „Pét-
ur Gautur“ hafa verið eins
vinsæll meðal íslendinga og
meðal Norðmanna.
Starfsmaður Norrænu
upplýsingaskrifstofunnar á
Akureyri er Bergljót Jónas-
dóttir. Skrifstofan er til húsa
að Hafnarstræti 81 b og er
opin kl. 9-12 daglega.
Opið hús fyrir
kvenfélagskonur
Laugardaginn 23. apríl nk.
mun Héraðssamband ey-
firskra kvenna standa fyrir
opnu húsi í húsnæði sínu í
Laugalandsskóla, norður-
enda frá kl. 13.00-17.00.
Tilefnið er að leyfa konum í
kvenfélögum Hrafnagils-,
Saurbæjar-, Öngulsstaða-
og Svalbarðshrepps að
skoða húsnæðið. Heitt kaffi
verður á könnunni og eru
konurnar hvattar til að
mæta.
Leikfélag Akureyrar:
Vika í
Fiðlarann
Fiðlarinn á þakinu verður
frumsýndur hjá Leikfélagi
Akureyrar föstudaginn 29.
apríl kl. 20.30, ekki næst-
komandi föstudag eins og
ráðgert hafði verið. Forsala
aðgöngumiða er nú í fullum
gangi og er uppselt á frum-
sýninguna.
Fiðlarinn verður sýndur
ört í maímánuði, 2. sýning
er laugardaginn 30. apríl og
síðan koma sýningarnar koll
af kolli: Sunnudaginn 1.
maí, fimmtudaginn 5. maí,
föstudaginn 6. maí, laugar-
daginn 7. maí, sunnudaginn
8. maí, miðvikudaginn 11.
maí, fimmtudaginn 12. maí,
föstudaginn 13. maí, laugar-
daginn 14. maí, sunnudag-
inn 15. maí o.s.frv.
Sýningar hefjast kl. 20.30
nema laugardaginn 30. apríl
og á sunnudögum en þá
hefjast sýningar kl. 16.
Sannarlega törn framundan
hjá Leikfélagi Akureyrar.
Bridds:
Alþýðu-
bankamót
á laugardag
Alþýðubankamótið í bridds
verður haldið í Alþýðuhús-
inu á Akureyri laugardaginn
23. apríl n.k. Um er að ræða
tvímenningsmót með Mitc-
hell-fyrirkomulagi. Alls
verða spiluð 52 spil í tveim-
ur lotum, 26 spil í hvorri.
Mótið hefst kl. 9.30 árdegis
og lýkur um kvöldmat.
Það er Bridgefélag Akur-
eyrar og Bridgedeild Ung-
mennasambands Eyjafjarð-:
ar sem standa að þessu
móti í samvinnu við Alþýðu-
bankann á Akureyri, en öll
verðlaun í mótinu eru gefin
af Alþýðubankanum. Keppt
verður um veglegan farand-
bikar en auk þess fá pörin í
þremur efstu sætunum eign-
arbikara að launum.
Þátttökugjald er 750
krónur á manninn. Þeir sem
þess óska geta fengið mat í
Alþýðuhúsinu í hádeginu en
auk þess verður kaffi á
staðnum meðan á keppni
stendur. Mótið er opið öllu
spilafólki á Norðurlandi og
geta menn látið skrá sig á
mótsstað á laugardagsmorg-
un.
Hótel Blönduós:
Myndlistasýning
Þann 16. þ.m. opnaði Mar-
grét Björnsdóttir frá Sauð-
árkróki sýningu á grafik-
myndum á Hótel Blönduósi.
Á sýningunni, sem er jafn-
framt sölusýning, eru 55
myndir.
Margrét stundaði nám í
Myndlista- og handíða-
skólanum á árunum 1977-
1978 og var við framhalds-
nám í grafik í Kaupmanna-
höfn á árunum 1979-1984.
Hún tók þátt í samsýningum
í Kaupmannahöfn en þetta
er önnur einkasýning henn-
ar hér heima. Sýningin verð-
ur opin til 24. apríl.
Blaðamaður Dags var á
staðnum þegar sýningin var
opnuð og hafði þar tal af
listakonunni. Um 50 manns
voru við opnun sýningarinn-
ar og 13 myndir seldust á
fyrsta degi.
Að sögn Margrétar er sú
aðferð sem hún notar við
sína listsköpun nefnd
Þurrnál.
Það er unnið þannig að
mynstrið er rispað með nál í
kopar- eða álplötur. Síðan
er borin á það sverta og þeg-
ar hún er þurrkuð af plöt-
unni situr hún eftir í raufun-
um. Platan er síðan hituð og
pappír af sérstakri tegund
bleyttur og lagður yfir plöt-
una. Að því loknu er þetta
pressað í grafikpressu.
Þetta mun vera mjög
gömul aðferð sem hefur ver-
ið að þróast smátt og smátt.
Venjulega er þetta unnið
í svarthvítu, en Margrét
mun vera eini listamaðurinn
hérlendis, sem notar lit við
þessa myndgerð.
Hún kvaðst þrykkja 5 til
20 eintök af hverri mynd og
væru þær merktar hvar þær
væru í þeirri röð.
Margrét er með verkstæði
í gamla kaupfélagshúsinu,
Gránu, á Sauðárkróki.
Húnavaka
Seinni hálfleikur Húna-
vökunnar hófst í gær með
kvikmyndasýningu kl. 17.00
í Blönduósbíói. Kl. 20.00
hófst svo Vökudraumurinn í
Félagsheimilinu með borð-
haldi og veislustjóri var hinn
landskunni hagyrðingur séra
Hjálmar Jónsson. Flosi
Ólafsson hélt hátíðarræðu
og þar á eftir kom ýmislegt
glens og gaman. Vöku-
draumurinn endaði með
Rock-showi Grunnskólans á
Blönduósi með undirleik
hljómsveitarinnar Árbands-
ins. Árbandið lék svo á
dansleik um kvöldið og var
veturinn kvaddur með reisn.
Dagskráin í dag hefst með
skátamessu kl. 11.00 og kl.
14.(M) hefst hin árlega
sumarskemmtun grunnskól-
ans. Að henni lokinni verð-
ur barnaball sem stendur til
kl. 18.1K) og þar er aðgangur
ókeypis.
Söngskemmtun Rökkur-
kórsins úr Skagafirði hefst í
Félagsheimilinu kl. 21.00
Hótel Blönduós verður
opið fyrir matargesti frá kl.
18.00, eins og reyndar öll
kvöld Húnavökunnar, en að
kvöldi sumardagsins fyrsta
leika Þórir og félagar þar
fyrir gömlu dönsunum frá
kl. 22.00 til 01.00.
Á föstudaginn sýnir Leik-
hópurinn á Hvammstanga,
leikritið Jóa eftir Kjartan
Ragnarsson, kl. 21.00, leik-
stjóri er Þröstur Guðbjarts-
son.
Hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar leikur á dans-
leiknum um kvöldið.
Samkórinn Björk og Sam-
kór Hvanneyrar halda sam-
eiginlega söngskemmtun kl.
16.00 á laugardaginn.
Söngstjórar eru Sigurður
Daníelsson og Bjarni Guð-
ráðsson, undirleikarar eru
Elínborg Sigurgeirsdóttir og
Steinunn Árnadóttir. Þar
koma fram einsöngvarar og
efnisskráin er fjölbreytt.
Hljómsveitin Lexía leikur
fyrir dansi á lokadansieik
um kvöldið.
Síðasta atriði Húnavök-
unnar verður svo kvik-
myndasýning kl. 15.00 á
sunnudaginn.
Afmælistónleikar
um Norðurland
Fjörutíu manna hópur
nemenda og kennara við
Nýja Tónlistarskólann í
Reykjavík verður á tón-
leikaferðalagi um Norður-
land dagana 21.-24. apríl, í’
tilefni af 10 ára afmæli
skólans.
Haldnir verða tónleikar á
Hvammstanga sumardaginn
fyrsta. Föstudaginn 22. leika
þau í Hafralækjarskóla.
Laugardaginn 23. kl. 17 í
Akureyrarkirkju.
Á tónleikunum verða
flutt einleiks-, samleiks- og
hljómsveitarverk og á efn-
isskránni verða m.a. Vi-
valdikonsert, Mozart-
kvartett, tilbrigði fyrir selló
eftir Beethoven, einsöngs-
lög eftir Árna Harðarson,
Sinfónía í A-dúr KV 201
eftir Mozart.
Stjórnendur hljómsveita
eru ])eir: Ragnar Bjömsson
og Árni Arinbjarnarson.
Aðgangur að tónleikun-
um er ókeypis.
Ijósvakorýni
Lesum fréttir með gagnrýnu hugarfari
Þegar þessar línur eru ritaðar
stefnir í verkfall hjá verslunar-
mönnum um land allt. Undan-
þágubeiðnir streyma til verkfalls-
nefnda en fæstar þeirra hljóta
náð fyrir augum þeirra. Skrif-
-stofufólk á fjölmiðlunum er flest
meðlimir í verslunarmannafélög-
um og ef það fólk hefði farið í
verkfall hefðu engir fjölmiðlar
starfað. En verkfallsnefndirnar
telja starfsemi blaða og útvarps
það mikilvæga að undanþágu-
beiðni frá þeim hefur verið
samþykkt.
Rökin fyrir undanþágunni eru
þau að mikilvægt sé fyrir verk-
fallsfólk að fylgjast með þróun
mála um leið og þau gerast.
Þetta á að sjálfsögðu fyrst og
fremst við Ijósvakafjölmiðlana en
við á dagblöðunum njótum góðs
af þessu líka.
Þetta leiðir hugann að hinu
mikla upplýsingahlutverki sem
fjölmiðlar nútímans veita. Gerir
fólk sér yfirleitt grein fyrir því hve
miklar fréttir og upplýsingar fólk
fær í gegnum fjölmiðlana? Ef við
tökum bara einföldustu upplýsing-
arnar t.d. sjónvarps- og útvarps-
dagskrána, símanúmer heilsu-
gæslustöðva, gengisskráningu
o.fl., þá er þetta allt í Degi. Mörg-
um myndi finnast hálf tómlegt að
geta ekki lesið Dag með morgun-
kaffinu og fengið ferskar fréttir af
innlendum atburðum.
Af þessu leiðir að fjölmiðlar
hafa gífurleg áhrif á skoðana-
mótun einstaklinga. Þetta er mik-
ið vald sem blaða- og fréttamenn
hafa og því mikilvægt að þeir noti
það rétt. En valdið er ekki bara
það að skrifa á vissan hátt um
atburði heldur miklu frekar það
að velja þá atburði sem skrifað er
um. Það er auðvitað skylda hvers
blaðamanns að reyna að skýra
hlutlaust frá þeim atburðum sem
gerast. En í raunveruleikanum er
ekkert til sem heitir hlutleysi í
fréttaflutningi. Á hverjum degi eru
hundruð atburða að gerast og
hver er kominn til að segja að
einn atburður sé merkilegri en
annar? Fréttamatið mótast af því
umhverfi og uppeldi sem blaða-
maðurinn hefur fengið að njóta.
Ef t.d. kinverskur blaðamaður
myndi hefja störf á Degi myndu
fréttir frá honum verða töluvert
öðruvísi en frá okkur frónversku
blaðamönnunum.
Það er því mikilvægt fyrir fólk
að lesa og hlusta á fréttir með
gagnrýnu hugarfari því þetta er
jú bara sú hlið málsins sem
fréttamanninum finnst vera
merkilegust hverju sinni.
Andrés Pétursson.