Dagur - 12.05.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 12.05.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, fímmtudagur 12. máí 1988 90. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdaegurs GULLSMKMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Allt fé svæft og urðað vegna ríðu - óvenjulegt að slíkt sé gert eftir að sauðburður er hafinn Síðastliðinn mánudag var allt fé á bænum Kasthvammi í Laxárdal svæft vegna þess að riða hafði fundist í hjörðinni. Á bænum voru um 230 ær auk þess sem nokkur lömb voru svæfð en sauðburður var nýlega hafinn. Ekki er algengt að niðurskurður vegna riðu fari fram svo seint á vorin en þess eru þó dæmi t.d. í Eyja- firði fyrir nokkuð mörgum árum. „Ég held að ég reyni ekki að lýsa því fyrir mönnum hvernig til- finning það er að sjá á eftir öllum bústofninum sama daginn. Pað skilur enginn sem ekki hefur lent í slíku sjálfur," sagði Bergsteinn Gunnarsson bóndi í Kasthvammi í samtali við Dag. Bergsteinn sagði að niðurskurður þessi hefði farið fram með fullkomnu sam- þykki hans enda hefðu bændur á svæðinu verið búnir að undirrita D kemur næst út mánudaginn 16. maí samning þess efnis að niður- skurður færi fram um leið og smit fyndist. Aðgerð þessi var gerð með miklu hraði og kappkostað að ljúka henni áður en sauðburður væri kominn langt. Eftir að grun- ur vaknaði voru hausar af tveim- ur ám sendir suður til rannsókna en vegna verkfalls verslunar- manna og truflana í flugi þurfti að hafa nokkrar tilfæringar við flutning hausanna. Við rannsókn kom síðan mjög greinilega fram að þarna væri um riðu að ræða. Riða hefur komið upp á mörg- um bæjum í nágrenni Kast- hvamms. Fyrir tæpum tveimur árum var öllu fé slátrað á næsta bæ, Árhvammi og raunar eru aðeins tveir bæir eftir austan Laxár, í Laxárdal og Aðaldal, þar sem enn er fé. Vestan við ána hefur ekkert fé verið fellt ennþá. „Það kom mér í rauninni ekki mikið á óvart að svona skyldi fara,“ sagði Bergsteinn. Hann sagðist ekki ætla að hefja búskap með sauðfé að nýju en honum er það þó heimilt eftir tvö ár. Skepnurnar voru svæfðar af dýralækni en síðan var skrokkun- um ekið til Húsavíkur og þeir urðaðir á sama stað og úrgangur frá sláturhúsinu er losaður. ET Kasthvammur í Laxárdal: árinu 19§8 og er lánafyrirgreiðslu heitið úr Byggingarsjóði verka- manna. Bæjarráð hefur falið fé- lagsmálastjóra að kanna þetta mál nánar. «» SS Félagsmálastofnun: Skortur á íbúðum - 83 umsóknir um 10 íbúðir Á fundi Bæjarráðs Akureyrar fyrr í þessum mánuði var lagt fram bréf frá Jóni Björnssyni félagsmálastjóra þar sem hann fjallar um ályktun félagsmála- ráðs um nauðsyn þess að fjölga leiguíbúðum á vegum Félags- málastofnunar. Fjöldi þeirra er í engu samræmi við fjölda umsókna eins og sést á því að á síðasta ári losnuðu 10 íbúðir til almennrar leigu og bárust um þær 83 umsóknir. Leiguíbúðir á vegum Félags- málastofnunar eru alls 78. Fjórar þeirra eru leigðar kennurum, tvær hafa verið teknar undir starfsskóla en í þremur eru sam- býli. Aðrar íbúðir eru leigðar einstaklingum eða fjölskyldum sem búið hafa við gjörsamlega ófullnægjandi aðstæður. Nánast allar umsóknirnar á síðasta ári, 83 að tölu, komu frá fjölskyldum á hrakhólum og því ljóst að þörf- in er brýn. Á fundi bæjarráðs var einnig lagt fram bréf frá Húsnæðisstofn- un ríkisins þar sem bæjarstjórn Akureyrar er veitt heimild til að hefja byggingu og/eða kaup á 10 íbúðum, er verði leiguíbúðir, á Gunnar H. Jónsson gítarkennari. Myndin er tekin á kanrmertónleikum í íþróttaskemmunni síðastliðinn sunnudag. Mynd: TLV Reykárbyggö vlð Hrafnagil: Nýjasta úthverfi Akureyrar? - nýjar lóðir nær uppseldar Reykárbyggð, byggðakjarninn við Hrafnagil í Eyjafírði, 'virð- ist á góðri leið með að verða nýjasta úthverfi Akureyrar. Lóðir við Hrafnagil hafa rokið út í vetur og sem stendur eru þær nær uppseldar. Nú eru 9 hús í þessum byggðakjarna en í vetur hefur verið úthlutað 7 lóðum til viðbótar og verður byrjað að byggja þessi hús í sumar. „Það kom allt í einu kippur í eftirspurnina eftir lóðum síðast- liðið haust»“ segir Haraldur Hannesson oddviti Hrafnagiís- hrepps. „Ég veit ekki hvað það er sem töfrar menn en að vísu er að koma á þessu ári nýr, malbikaður vegur hingað auk þess sem við erum að leggja hitaveitu hérna í húsin og það hefur sitt að segja. Menn urðu líka bjartsýnni á tímabili þegar atvinnuástandið batnaði á Akureyri, vilja fara út í byggingar og virðist langa til að byggja hér í dreifbýlinu. Þeim finnst sjálfsagt léttara að anda hérna.“ Haraldur segir að ekki sé ólíklegt að huga verði að nán- ara skipuiagi fyrir þéssa byggð innan tíðar þó að ekkert hafi verið ákveðið um siíkt enn. Helsta vandamálið við frekari uppbygg- ingu á þessum stað er að lítið land er sem stendur iaust til bygg- ingar. Þeir sem sækja um lóðir í Reykárbyggð eru flestir Akur- eyringar og fólk úr sveitinni og virðast flestir ætla sér að sækja vinnu á Akureyri, enda ekki nema um 8 km út í miðbæ Akur- eyrar. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.