Dagur - 18.05.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 18.05.1988, Blaðsíða 7
18. maí 1988 - DAGUR -7' Gagnfræðingar ’63 Hittumst í KA-heimilinu fimmtudaginn 19. maí kl. 20.30. Mætum öll. Bœndur Boða- rafgirðingar Allt efni til rafgirðinga Kynnið ykkur nýjungar Boði hf. Hafnarfirði * Díselverk Draupnisgötu 3 Kristján Jónsson afhendir Jónasi Franklín ávísunina, en með þeim á myndinni eru fulltrúar verkstjóra og Krabba- meinsfélagsins. Mynd: GB Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis: Fékk hálfa milljón frá verkstjómm - brjóstmyndatökutækið komið til landsins Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur fengið veg- lega peningagjöf frá Verk- stjórasambandi íslands, vegna kaupa félagsins á brjóstmynda- tökutæki til krabbameinsleit- ar. Á fundi fulltrúa Krabba- meinsfélagsins og verkstjóra- sambandsins á dögunum var peningunum veitt viðtaka. Það var Kristján Jónsson forseti verkstjórasambandsins sem afhenti Jónasi Franklín, for- manni félagsins ávísun að upp- hæð 500.000 krónur. Kristján hélt tölu við þetta tækifæri og sagði tilefni gjafarinnar vera 50 ára afmæli Verkstjórasambands íslands þann 10. apríl sl. Ákveð- ið var að gefa 1,5 milljónir króna til líknarmála og skiptist gjöfin á þrjá aðila. Þeir eru Hjartavernd í Reykjavík, Sjúkrahús Francisku- systra í Stykkishólmi og Krabba- meinsfélag Akureyrar og nágrenn- is. Eins og fleiri verkalýðs- samtök, fær Verkstjórasamband íslands 1% launa í sjúkrasjóð félaga, en þeir hafa rétt til 18 mánaða leyfis á launum vegna veikinda. í þennan sjóð er ekki safnað endalaust, heldur er hann nýttur og eru gjafapeningarnir fengnir úr þessum sjóði. Verkstjórasamband íslands er samband 13 verkstjórafélaga um land allt. Meðlimir þess eru alls 1700 og þegar tilkynnt var, að tvær af peningagjöfunum færu út á land, mæltist það vel fyrir meðal félaga. Kristján sagði það fulltrúum Akureyringa í stjórn sambandsins að þakka, að Krabbameinsfélagið hlyti þessa gjöf, þar sem þeir hefðu verið dyggir málsvarar þess. Jónas Franklín tók til máls á eftir Kristjáni og þakkaði fulltrú- unum fyrir hönd Krabbameins- félags Akureyrar og nágrennis. Hann sagði þá afar þakkláta og að þessi gjöf gerði að verkum, að nú sæist fyrir endann á verkefni sem hafist hafi um áramótin. Par átti hann við söfnunina fyrir brjóstmyndatökutækinu, en það Passíukórinn á Akureyri: Tónleikar annan í hvítasunnu 16. starfsári Passíukórsins á Akureyri lýkur með tónleikum í Akureyrarkirkju 23. maí á annan í hvítasunnu kl. 17. Á efnisskránni eru tvö verk. Requiem (sálumessa) eftir Gabriel Fauré og kantatan „Jauchzet ihr Himmel“ (Fagn- ið þér himnar) eftir Georg P. Telemann. Flytjendur auk Passíukórsins eru einsöngvar- arnir Margrét Bóasdóttir, Michael J. Clarke og Þuríður Baldursdóttir. Björn St. Sól- bergsson orgelleikari, Monika Abendroth hörpuleikari ásamt nokkrum fleiri hljóðfæra- leikurum. Tónverkin tvö sem flutt verða eru mjög ólík, enda skilja nærri tvær aldir þau að. G. P. Telemann var Pjóðverji. Hann var samtímamaður J. S. Bach og því fulltrúi barokk tón- listarinnar. Hann var mjög af- kastamikið tónskáld. Eftir hann liggja nokkrir tugir af óperum, óratoríum og passíum, fjöldinn allur af kantötum auk verka fyrir ýmis hljóðfæri og hljómsveitar- verk. Frakkinn Gabriel Fauré (1845- 1924) samdi sín verk í anda síð- rómantísku stefnunnar. Hann hóf að semja Requiem árið 1887, og að hans eigin sögn gerði hann það sér til ánægju. Verkið var svo frunrflutt í janúar 1888 og á það því aldarafmæli í ár. Passíukórinn hefur starfað af krafti í vetur sem endranær. Aðalnrarkmiðið með stofnun kórsins var „að flytja meiriháttar verk tónbókmenntanna“ svo vitnað sé í lög kórsins. Kórinn hefur þegar flutt mörg stærstu og þekktustu verk tónbókmennt- anna en af nógu er að taka. Oft hefur reynst erfitt að fá fjárhagslega dæmið til þess að ganga upp við flutning stórra verka. Stofnandi kórsins og stjórnandi, Roar Kvam, hel'ur þó ekki látið deigan síga og á hverju starfsári eru tekin fyrir ný og spennandi viðfangsefni. Segja má að kórinn hafi núna seinni árin starfað sem kammer- kór. Hafa verkefni verið valin í samræmi við það og hvergi verið slakað á listrænum kröfum. Fólk er hvatt til að láta tónleik- ■ ana á annan í hvítasunnu ekki fram hjá sér fara. Þeir eru sem fyrr segir í Akureyrarkirkju og hefjast kl. 17. Stjórnandi er Roar Kvam. er nú komið til landsins og á aðeins eftir að fá tollafgreiðslu. Jónas tók það sömuleiðis fram, að það væri ekki algengt að landssamtök tækju sig til og gæfu félögum sem þessum stórar gjafir en í þetta sinn hafi það svo sann- arlega runnið til góðs málefnis. VG Núeriektartími... Við framleiðum ruslapokana... Fást í öllum helstu verslunum bœjarins. PIAST ÓSEYRI 4 602 AKUREYRI P.O. BOX 610 SÍMI96-22211 VÖRUKYNNING í VÉLADEILD K.Þ. HÚSAVÍK FIMMTUDAGINN 19. MAÍ. !^rlj flf f ' ri \ ■i .•••- * rSSÍr* !§§ % r \ 1 Kynnum öryggis- & hlífðarvörur, Gerni hreinsitæki, rafsuðuvélar, rafstöðvar, dælur o.fl. Skeifan 3h - Sími 82670

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.