Dagur - 18.05.1988, Síða 14

Dagur - 18.05.1988, Síða 14
14 - DAGUR - 18. maí 1988 Hús til sölu Óska eftir kaupanda að íbúðarhúsinu Ásvegi 14, sem er einnar íbúðar hús á tveimur hæðum með innbyggðri bílageymslu. Húsið er byggt ’59-’60. Upplýsingar í síma 23780 kl. 17-19. Ofiiæmi og aukaefiii í matvæhim Fræðslu- og kynningarfundur í Alþýðuhúsinu 23. maí (annan í hvítasunnu) kl. 14-18. Frummælendur: Davíð Gíslason ofnæmissjúkdómalæknir, talar um ofnæmi og aukaefni í matvælum. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur og forseti NLFI, talar um almenna hollustu matvæla. Fundargestum boðið að bragða á margs konar heilsufæði. Náttúrulækningafélag Akureyrar, Náttúrulækningafélag Islands. Lögtaksúrskurður eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir eftirtöldum gjöldum, gjald- föllnum, en ógreiddum: Söluskattur fyrir janúar, febrúar og mars 1988 svo og viðbótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila. Ennfremur fyrir þinggjaldahækkunum vegna fyrri ára og skipulagsgjaldi af nýbyggingum. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. 16. maí 1988. Vöruþróun - Markaðssókn Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. gengst fyrir námskeiði í vöruþróun - markaðssókn. Námskeið þetta er einkum ætlað stjórnendum er bera ábyrgð á: Framkvæmdastjórn. Hönnun og þróun. Framleiðslustjórn. Markaðsmálum. Staður: Verkmenntaskólinn á Akureyri. Stund: 3. og 4. júní 1988 kl. 9.00 til 17.00 báða daga. Markmið: Kynna kerfisbundin vinnubrögð við vöruþróun frá hugmynd til markaðar. Efnisatriði: Aðferðir til að leiða fram hugmyndir. Aðferðirtil að bera saman og meta hugmyndir. Aðferðirtil að meta markaðs- aðstæður. Aðferðir við gerð framkvæmda- áætlunar. Leið til fjármögnunar vöruþróunar. Leiðbeinendur: Haukur Alfreðsson, rekstrarverk- fræðingur ITÍ, Ásgeir Páll Júlíusson, viðskipta- fræðingur ITÍ. Upplýsingar/ Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf., innritun: sími 96-26200, fyrir 27. maí. Bfllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐA FERÐ! yujKKOW Minning: T Einar Einarsson Egilsstöðum Fæddur 10. desember 1896 - Dáinn 8. maí 1988 Við lát Einars Einarssonar á Egilsstöðum féll frá síðasta barn af níu börnum Einars Sölvasonar frá Víkingsstöðum í Vallahreppi í Suður-Múlasýslu. Pað fyrsta þeirra, Ingibjörg Ragnheiður, var barn fyrri konu hans, sem bar sama nafn. Hún lést 3. september 1952. Einar Sölvason hóf sinn fyrsta sjálfstæða búskap með síðari konu sinni, Bergljótu Guðlaugu Einarsdóttur, að Ósi í Hjalta- staðaþinghá árið 1893. Þau eign- uðust átta börn. Þau voru: Sig- ríður, fædd 24. nóvember 1889, Margrét, fædd 25. nóvember 1891, Sölvi, fæddur 26. júlí 1894, dáinn 29. mars 1901, Einar, fæddur 10. desember 1896, Vigfús, fæddur 24. september 1900, Halldóra Margrét, fædd 22. nóvember 1901, Sólveig, fædd 22. nóvember 1901, dáin 12. des- ember 1902 og Sólveig, fædd 29. ágúst 1905. Sú yngsta, móðir þess, er þetta ritar, lést í Reykja- vík í maí 1976. Eins og fram kemur, létust tvö barnanna í æsku, en hin sjö öðluðust það hlutskipti að fá að lifa og starfa í blóma lífs síns, hvert á sínum vettvangi og þar með mestu þjóðfélagsbyltingu í sögu landsins. Systkinin öll, að móður okkar undantekinni, lifðu lífi sínu að mestu og kvöddu það í austfirsk- um átthögum, ýmist á Héraði eða niður á fjörðum og eiga þar sína hvílu. Við lát Einars móðurbróður okkar rifjast upp margar minn- ingar. Þær fyrstu eru frá æsku- heimilinu á Akureyrarbrekku. Það gleymist okkur seint, þegar eitthvert frændsystkinanna að austan, Einar, Vigfús og systurn- ar Margrét og Halldóra, komu í heimsókn. Sigríður fluttist norð- ur síðar og varð búföst á Akur- eyri eftir langa dvöl á Seyðisfirði. Öll báru þau sama viðmótið og lýstu sömu skaphöfninni, gjaf- mildi, fórnfýsi og hjartagæsku, með þeirri einlægni andans, sem stækkar þá, sem slíkt bera. Ætíð síðan þá fengu austfirsku heitin gæskur og gæska sérstakan sess í huga lítt mótaðra akureyrskra barna og unglinga og eru þar enn í fullu gildi. Verða þau ef til vill enn hlýrri með árunum og um leið hluti af ljúfri sögu æskuár- anna. Borgarbíó Miðvikud. 18. maí Kl. 9.00 og 11.00 Wall Street Úrvalsmyndin Wall Street er komin. David Denby hjá NY Magazine segir um Wall Street: „Frábær skemmtun, skemmti- legasta mynd ársins". Aðalhlutverk: Michael Douglas, Charlie Sheen, Daryl Hannah og Martin Sheen. Leikstjóri: Oliver Stone. Kl. 9.10 og 11.10 Allt á fullu í Beverly Hills Splunkuný og mjög mögnuð mynd um lifn- aðarhætti unglinga í Beverly Hills og hvernig hægt er að lenda í miður góðum fólagsskap þar. Margar breytingar hafa orðið með þjóð og í heimi síðan Einar Einarsson fæddist austur í Hjaltastaðaþinghá árið 1896. Ég hygg þó, að þau skapgerðarein- kenni, sem áreiðanlega mótuðu hann í æsku eftir síðari kynnum og frásögnum að dæma, hafi lítið breyst á löngum ferli. Þeirra gætti skýrt á fyrstu Akureyrarárunum, við endurnýjuð kynni á átthögum hans og þegar leiðir lágu suður til Reykjavíkur á síðara æviskeiði. Éinar var maður, sem beinlínis geislaði af góðleika og í öllum skiptum við samferðamennina var hann miklu fremur veitandi en þiggjandi. Sú skaphöfn, sem mótaðist að Ósi, var hlý og gjöful, hvort sem var í heimsókn- unum austur eða nýjum kynnum í öðru umhverfi hér syðra. Einar var aldrei allra, en vinum sínum var hann trölltryggur uns yfir lauk. Margt af því er persónu- bundið og verður ekki rakið hér, en ég veit, að þeir sem báru gæfu til að eignast vináttu hans, þekkja þá tryggð af eigin raun. Hún var byggð bjargi jafn sterku og hin fögru Dyrfjöll, sem gnæfa til himins skammt frá æskuheim- ili hans að Ósi. í dag, þegar Einar er borinn til jarðneskrar hvílu sinnar við Egilsstaðaásinn, andar hlýju frá þeim mörgu, sem nutu þessara kynna við hann á langri og farsælli ævi. Þegar hugurinn reikar til Ak- ureyraráranna er ofarlega í huga, að Einar og frændur hans nutu þess að ferðast vítt um íslenska náttúru. Það glampaði oft á stolt og opin augu okkar norðan- krakkanna, þegar okkur veittist sú ánægja að kynnast austfirskum sveitum og sjá með eigin augum lönd forfeðranna í fylgd með frændliði. Undantekningarlítið var Einar þar fremstur í flokki. Það var ógleymanlegt, þegar U- bílarnir komu óvænt af Möðru- dalsöræfum og áttu dvöl að sumarlagi á Norðurlandi. Ef til vill sköpuðu þessi tengsl ein- hverja óviðráðanlega hvöt til þess að kynnast íslenskri náttúru og til þess að nema það óþekkta á þeim árum, þegar landamærin að vestan voru á Vatnsskarði og að austan við Lagarfljót. Allt á upp- runa sinn einhvers staðar og áreiðanlega er ein rótin þarna. Einar heitinn var ætíð bundinn átthögunum órofaböndum þó að lífssýn hans næði langt út fyrir þá. Það var algengt, að hann legði land undir fót oft fyrirvara- og orðalaust. Þá var haldið á vit náttúru, upp á öræfi Austurlands á hreindýra- og veiðislóðir. Eitt sinn var farið á Grænlandsgrund í hópi glaðra Austfirðinga og var margs að minnast úr þeirri för. Eins og títt mun vera um ýmsa sterka stofna af Vefarakyni var engu Iíkara en allt færi vel í höndum Einars, enda var mikið til hans leitað. Þrátt fyrir hand- snilld völundarins á Egilsstöðum voru það þó aðrir eiginleikar, sem enn frekar settu mark sitt á þennan gæskuríka mann. Rík- ustu þættirnir voru hógværð, góðvild, fórnfýsi og umhyggja fyrir öðrum. Þessum eiginleikum deildi hann ekki sist með yngri kynslóðinni, sem hann fylgdist vel með, þó að úr fjarlægð væri og átti hann hug hennar allan þó að samskiptin væru takmörkuð vegna annarrar búsetu. Þau frændsystkini, er bjuggu syðra og nyrðra, dáðu mjög hinn síglaða, bjarta frænda sinn að austan. Þetta fágæta andlega og líkam- lega atgervi, er hér hefur verið reynt að lýsa, hefur áreiðanlega reynst vel, þegar stór hluti hinna austfirsku niðja Einars Sölvason- ar gerðust eins konar landnáms- menn í Egilsstaðalandi og mynd- uðu vísinn að þeirri myndarlegu byggð, sem nú er risin. En lífið var ekki alltaf þrauta- laust hjá hinum austfirska frænd- garði. Á þrettándanum 1963 barst sú harmafregn, að alvarlegt bifreiðaslys hefði orðið á Fagradal. Þar létu lífið systkinin Halldóra og Vigfús, en Einar komst af í hinni miklu raun. Er vafasamt, að Ein- ar hafi nokkru sinni raunverulega náð fyrri styrk eftir þennan válega atburð. Hann bar harm sinn í hljóði og fleiri sorgarat- burði sem síðar urðu. Þegar saga Egilsstaða verður skráð, verður rakinn þáttur af- komenda bóndans frá Víkings- stöðum. Ætt hans hefur verið myndarlega rakin í nýlegri ættar- skrá ritaðri af Bjarna Vilhjálms- syni fyrir forgöngu nýlátinnar náfrænku, Rögnu Jónsdóttur, kennara. Það hlýtur að hafa þurft mikinn kjark á þessum árum til að bregða búi og efna til land- náms á nýjum slóðum. Þeir höfðu þann kjark, er til þurfti, og þess er minnst í dag, þegar einn frumbýlinganna er lagður til hinstu hvílu. Bjarni Vilhjálmsson lýkur ættarskrá sinni með þessum orðum: „Ég held, að það verði ekki talið ofmælt eftir samantekt þessa, að það séu traustir ætt- stofnar, sem standa að Einari Sölvasyni frá Víkingsstöðum og báðum konum hans.“ Minnisstætt er eitt atvik frá síðari árum, sem þakka skal fyrir. Vorið 1985 var alvörustund í lífi fjölskyldunnar. Frændur og vinir komu saman til að kveðja, þakka og styðja. Án þess að gera boð á undan sér var Einar Ein- arsson, rétt við nírætt, kominn í Bústaðakirkju til að eiga hlut- deild í þessari stundu. Þessu gleymum við aldrei sem nutum og erum eilíflega þakklát fyrir. Nú, þegar birtir af vori í Skriðdal og við Ós, er síðasti meiðurinn af sterkum stofni kvaddur með virðingu og þökk. Lífi, sem mótað var af fágætri hógværð og lítillæti, er lokið. Sterkast lýsir þó hugarþelið og innri mildi, sem svo ríkulega miðlaði þeim, er fengu að njóta. Þegar enn birtir yfir austfirskum byggðum á þessu vori, lýsir þetta þel og verður þeim ógleyman- legt, sem nutu. Blessuð sé minning systkin- anna níu, sem nú eru öll horfin yfir það fljót, er skilur. Blessuð sé minning Einars Ein- arssonar, sem í dag sameinast þeirri mold er ól hann. Heimir Hannessun.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.