Dagur - 20.05.1988, Síða 17

Dagur - 20.05.1988, Síða 17
20. maí 1988 - DAGUR - 17 Frá opnun verslunarinnar á Akureyri. Frá vinstri: Birgir Skaptason annar eigenda, Arni Þorvaldsson verslunarstjóri og Vignir Jón Jónasson deildar- stjóri verslananna. Mynd: KK Japis Akureyri: „Erum á besta stað í bænum" - segir Árni Þorvaldsson verslunarstjóri Laugardaginn 15. maí sl. var opnuð ný verslun á Akureyri með pompi og prakt. Hér er um að ræða verslunina Japis Akureyri, en verslanir Japis eru vel þekktar í Reykjavík og Keflavík. I tilefni dagsins stukku þrír fallhlífarstökkvarar úr flugvél og lentu þeir í mið- bænum. Einn þeirra var með videomyndavél frá Japis og myndaði hann stökkið, sem tókst mjög vel. Verslunarstjóri Japis Akureyri er Árni Þorvaldsson og sagði hann í samtali við Dag að versl- uninni hefði verið tekið mjög vel. „Það hefur verið hér stöðugur straumur fólks og mikil verslun. f*á erum við mjög vel staðsettir hér við Skipagötuna og tel ég jafnvel að við séum á besta stað í bænum. Það er nefnilega hægt að aka framhjá versluninni og tel ég það mjög mikilvægt atriði.“ Japis Akureyri er í 150 fer- metra húsnæði að Skipagötu 1, þar af er verslunin sjálf um 90 fermetrar. Á boðstólum eru aðal- lega hljómflutningstæki, sjón- vörp og myndbandstæki auk heimilistækja. Þeir eru umboðs- aðilar fyrir Sony, Tecnics, Pana- sonic og Samsung. Aðspurður sagði Árni þá verða með viðgerðarþjónustuna sem til staðar er í Reykjavík. Þá verða þeir aðilar sem fyrir seldu vörur á Akureyri fyrir Japis, áfram með sín umboð, nýja verslunin væri hrein viðbót á þjónustuna. „Það eru mjög góð greiðslukjör á viðskiptum hjá okkur og ætlum við að veita eins góða þjónustu hér og völ er á,“ sagði Árni að lokum. VG Dalvík: Sveins-mótið í skák 1988 Bæjarfélög, verktakar, vinnuskólar Minnkið fjámiagnskostnaðinn Bjóðum til leigu í styttri eða lengri tíma, sterka og góða Land Rover jeppa, 7 og 10 manna, sendi- bíla og 9 sæta (mini bus). Einnig aftaníkerrur af mörgum stærðum. Upplýsingar hjá næsta umboðsmanni. ÍR Bílaleiga Akureyrar Tryggvabraut 12 • Símar: 21715 og 23515. HOTEL KEA Föstudagur 20. maí Dansleikur Hin frábæra stuðhljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi til kl. 03.00 Hið árlega Sveins-mót í skák til minningar um Svein Jóhannsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, verður haldið í Víkurröst á Dal- vík dagana 28. og 29. maí nk. Tefldar verða í opnum flokki, 9 umferðir eftir Monradkerfi. Umhugsunartími er 30 mínútur á keppanda til að ljúka skákinni. Fyrsta umferð hefst kl. 13.30 laugardaginn 28. maí. Heildarupphæð verðlauna er kr. 45.000 sem skiptist þannig: 1. verðlaun kr. 10.000 2. verðlaun kr. 8.000 3. verðlaun kr. 7.000 4. verðlaun kr. 6.000 5. verðlaun kr. 5.000 6. verðlaun kr. 4.000 7. verðlaun kr. 3.000 8. verðlaun kr. 2.000 Þeir unglingar (fæddir 1972 eða síðar) sem bestum árangri ná á mótinu hljóta bókaverðlaun. Keppendum er boðin ókeypis gisting í heimavist Dalvíkur- skóla. Þátttöku ber að tilkynna sem fyrst til Ingimars Jónssonar í síma 61370. Á mótinu fer fram sérstakt hraðskákmót laugardaginn 28. maí og hefst það kl. 21.00. Tefld- ar verða 9 umferðir eftir Monrad- kerfi. Heildarupphæð verðlauna er kr. 5.000 sem skiptist þannig: 1. verðlaun kr. 2.000 2. verðlaun kr. 1.500 3. verðlaun kr. 1.000 4. verðlaun kr. 500 ★ ★ ATH! Enginn dansleikur laugardagskvöld Símar 24119 og 24170, Mazda 323 GLX 1500 sedan, sjálfsk., árg. '88.Ek. 6 þús. Verð 600.000,- Subaru Statinn Turbo, sjálfsk. m/öllu, árg. ’87. Ek. 50 þús. Verð 1.050.000,- Mercury Topas LS, sjálfsk. m/rafm., árg. ’87. Ek. 2 þús. Verft 800.000,- MMC Galant GL1600,5 glra m/vökvast., árg. ’87. Ek. 4 þús. Verð 670.000,- Audi 100 CC, 5 gíra, árg. ’86. Ek. 120 þús. Verft 850.000,- BMW 520i, sjálfskiptur, árg. ’86. Ek. 13 þús. Verð 950.000. Range Rover, sjálfsk., 2ja dyra, árg. '85. Ek. 15 þús. Verft 1.280.000,- Erum með kaupendur aft Subaru stat- ion 4X4 árg. ’85 fyrir mjög góðar greiislur og Subaru Justy J-10 eia J-12 árg. ’88 fyrir staigreiðslu. Einnig vantar allar tegundir nýlegra bíla á skrá og sýningarsvæði. Athugið: Greiðslukjör við allra hæfi |fiÍSAUH|l SímatTAi_

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.