Dagur - 20.05.1988, Blaðsíða 22

Dagur - 20.05.1988, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - 20. maí 1988 Leikfélag Siglufjarðar: vísnaþátfur Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka orti næstu vísurnar. Undarlegt er eðli manns, í því liggur svona, það fer allt til andskotans efmenn hætta að vona. Meyjan sig á ballið bjó, byrjaði dans í salnum. Augljóst var, hún að sér dró unga sveina í dalnum. Par voru mestu ósköp af ávöxtum á borðum eins og þeim sem Eva gaf unnustanum forðum. Guðsmaðurinn gifti hjón, gekk það af í spretti, ellefu stundum eftir nón á þau klafann setti. Sveinn frá Elívogum heyrði álengd- ar að menn ræddu um hann. Hann kvað: Sök má spjalla sanna og Iogna sérhvern galla snuðra kring, ég skal falla, en aldrei bogna eða halla sannfæring. Sveinn leit yfir farinn veg og kvað: Flest hef ég gleypt, en fáu leift, fengið skreipt úr mörgu hlaði, selt og keypt og stömpum steypt, stundum hleypt á tæpu vaði. Tvo höfunda hef ég heyrt nefnda að næstu vísu, sem ort var um kven- skörung. Inn um bæinn eins og skass er sú góða kona. Það hafa fleiri fætur og rass og flíka því ekki svona. Gleymdur er mér höfundur næstu vísu. Bendir hún til kaldrar mága- ástar: Séra Baldvin mágur minn mér ei skrifar línu. Kannski hann horfi í kostnaðinn, hver vill halda á sínu. Næstu vísurnar eru heimagerðar. Andi minn er ennþá hress, ekki mikið breyttur. Víst ég mátti vænta þess hann væri orðinn þreyttur. Ævin líður, kemur kvöld kveður holdið andann. Eftir vetrarveður köld vorar fyrir handan. Pétur B. Jónsson frá Eskifirði kvað næstu vísur um svipað efni. Nætur lengjast, lækkar sól, lífsins vonir fúna. Fokið er í flestöll skjól fyrir Pétri núna. Finn ég þrátt mig þrýtur mátt, þrotin brátt er glfma. Guð, mig láttu sofna í sátt, sígur að háttatíma. Sigurður Breiðfjörð kvað: (Úr rímu.) Léku sunnuljós um brár Ijósra unna þinna. Til þín runnu allar ár æskubrunna minna. Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri kvað til dóttur sinnar ungrar. Sigga góða hættu að hljóða, heyrðu Ijóðasvörin mín. Hún er að sjóða í salnum hlóða silkitróðan, móðir þín. Grunur lék á að næsta vísa væri einnig eftir Þorleif. Bárður minn er bústólpi, bjargvættur í sveitinni, hjálpar oft um harðæti honum gamla Þorleifi. Næstu vísurnar eru eftir Bjarna Jónsson frá Gröf, úrsmið á Akur- eyri. Til Húnaþinga ég horfi dátt, hugurinn vill þar sveima. Greyið hefur aldrei átt annars staðar heima. Fyrir kosningar. Kosningarnar koma senn, kurteisina bæta, nú heilsa allir heldri menn hverjum sem þeir mæta. Tamningamaður. Kíghósta fékk konan hans, kannski ekki þýðan. Setið hefur hann með glans hesta alla síðan. Piparmey. Aldrei færðu ástarhót, alltaf máttu vona. Undarlega ertu Ijói, ekki stærri kona. Galdrakarlinn í Oz Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Kristján Benediktsson kvað næstu vísurnar tvær. Fyrir óð minn engan hróður enn hjá þjóð ég fengið hef. Visinn gróður vesælt fóður virðist Ijóða minna stef. Brennivínsleysi. í mér þynna þyrfti blóð, þarfirglöggt ég sýni. Einhver mætti lítið Ijóð launa í brennivíni. Þá kemur aidargömul skagfirsk vísa um ævintýri, (en ekki á gönguför). Fjósamoldin moðs í bás mikla þoldi pínu, þar sem foldin fingrasnjás fórnaði holdi sínu. Þorbergur Þorsteinsson frá Gilhaga kvað: Heldur versnar viðhorfið, viðbragðshraðinn dvínar. Ég er enn að eltast við æskusyndir mínar. Byggingavörur Lónsbakka Sími 96-21400 - Frumsýning föstudaginn 20. maí Urvalið á gólfið er hjá okkur Leikfélag Siglufjarðar frum- sýnir föstudaginn 20. maí leikritiö Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum. Þetta er stærsta sýning sem leikfélagið hefur sett upp á undanförnum árum. Leikstjóri er Carmen Bonitch. Carmen Bonitch hefur einnig hannað leikmynd, búninga, förðun, svo og lýsingu í samráði við Ingvar Björnsson, ljósameist- ara hjá Leikfélagi Akureyrar. Tónlistin er í höndum Sturlaugs Kristjánssonar. Leikendur eru 35 og meðal þeirra eru 12 börn, en milli 50 og 60 manns standa að sýningunni. ■ Aðalhlutverk eru í höndum Jónu Báru Hauksdóttur sem leikur Dóróteu, Kolbeins Engilberts- sonar sem leikur fuglahræðuna, Jóhanns Sigþórssonar sem leikur pjáturkarlinn og Halldórs Guð- jónssonar sem leikur Ijónið. Frumsýningin verður í Nýja bíói föstudaginn 20. maí kl. 17, en næstu sýningar verða laugar- daginn 21. og sunnudaginn 22. maí kl. 17 og 20.30. Síðasta sýn- ing veröur mánudaginn 23. maí kl. 15. Galdrakarlinn í Oz er leikrit fyrir alla fjölskylduna. Sjónvarp- ið sýnir um þessar mundir teikni- myndaflokk eftir þessu ævintýri og fylgjast börnin bergnumin með ferðalagi Dóróteu, frá því hvirfilbylurinn feykti húsinu hennar inn í furðuveröld og þar til hún hittir sjálfan galdrakarlinn í Oz. Hún lendir í spennandi ævintýrum á leiðinni, en fugla- hræðan, pjáturkarlinn og ljónið slást í för með henni. Eflaust munu jafnt börn sem íullorðnir hafa gaman af uppfærslu Leik- félags Siglufjarðar á Galdrakarl- inum í Oz. SS Jóna Bára Hauksdóttir í hlutverki Dóróteu spjallar hér við Hinrik frænda. Kolbeinn Engilbertsson í hlutverki fuglahræðunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.