Dagur - 21.06.1988, Síða 3

Dagur - 21.06.1988, Síða 3
21. júní 1988 - DAGUR - 3 íbúar við Brúnagcrði hafa farið þess á leit við bæjaryfirvöld að gatnagerðarfrainkvæmdum verði frcstað um eitt til tvö ár. Húsavík: Vilja ekki malbik í sumar! Bæjarráð Húsavíkur hefur samþykkt að fresta gatnagerðarframkvæmdum sem fyrir- hugaðar voru við Brúnagerði og er það gert vegna beiðni íbúðareigenda við götuna. Við Brúnagerði eru 13 hús og til stóð aö leggja bundið slitlag á götuna í sumar. Áætlaður kostn- aður vegna framkvæmdanna hefði orðið um 200 þúsund krónttr fyrir hvern húsciganda. Átta íbúðareigendur við götuna fóru þess á leit við bæjaryfirvöld að framkvæmdunum yrði frestað um eitt til tvö ár. vegna erfiðra fjárhagsástæðna flestra þeirra og þar sem um meirihluta fasteigna- eigenda var að ræöa samþykkti bæjarráð erindið. IM Afnám forkaupsréttar hluthafa í Slippstöðinni: Úrslitin ráðast í dag á fundi bæjarstjómar Bæjarstjórn Akureyrar mun í dag fjalla um tillögu fjármála- ráðherra varðandi breytingu á samþykktum Slippstöðvarinn- ar hf. þess efnis að niður falli ákvæði um að hluthafar eigi forkaupsrétt að hlutabréfum sem til sölu eru. Bæjarráð Akureyrar ræddi fundarboð frá stjórn Slippstöðv- arinnar á fundi sínum 14. júní, en fyrirhugað er að halda hluthafa- fund í Slippstöðinni hf. 29. júní. Þá var tekin fyrir tillaga sem fram kom á bæjarstjórnarfundi 7. júní um að bæjarstjórn mótaði afstöðu til ofangreindrar tillögu fjármálaráðherra, en bæjarstjóri fer með atkvæði Akureyrarbæjar á hluthafafundinum. Meirihluti bæjarráðs, þ.e. þau Freyr Ófeigsson, Bergljót Rafnar og Sigurður J. Sigurðsson, leggur til að bæjarstjóra Akureyrar veröi falið að styðja lillöguna um afnám forkaupsréttarins. Minni- hluti bæjarráð, þau Sigurður Jóhannesson og Sigríður Stefáns- dóttir, leggja til að bæjarstjóri greiði atkvæði gegn tillögunni. Sigurður J. Sigurðsson tók sæti Gunnars Ragnars á meðan bæjarráð fjallaði um málið þar Aukaefni í matvælum: Skaðlaus í réttum skömmtum - segir Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi Ný reglugerð um merkingu neytendaumbúða fyrir matvæli og aðrar neysluvörur hefur verið lögð fram og mun hún ganga í gildi 1. júlí 1988. Á sama tíma tekur gildi ný reglu- gerð um aukaefni í matvælum og öðrum neysluvörum, en framleiðendur og inntlytjend- ur fá 6 mánaða frest til að laga sig að breyttum regluin. Ekki er hægt að greina frá því í stuttu máli hvaða breytingar hér er um aö ræða því þær eru mjög víðtækar, m.a. er lagður fram nýr aukaefnalisti. Nokkrar umræður hafa verið unt áhrif aukaefna en að sögn Valdimars Brynjólfsson- ar heilbrigðisfulltrúa eru leyfileg aukaefni algjörlega skaðlaus í réttum skömmtum. Valdimar upplýsti að einhvern veginn hefði franskur aukaet'na- listi komist í umferð hér á landi en hann bað fólk um að taka ekki mark á honum, enda ætti hann sem Gunnar er framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar hf. Ríkissjóður á 54% hlutafjár í Slippstööinni en Akureyrarbær um 36%. Fulltrúi Akureyrarbæj- ar á hluthafafundinum, Sigfús Jónsson bæjarstjóri, verður því að samþykkja tillögu fjármála- ráðherra til að hún nái fram að gatiga. Mjög skiptar skoðanir eru í bæjarstjórn milli meiri- og minnihluta vegna þessa ntáls en úrslit þess ráðast á fundi bæjar- stjórnar í dag, eins og fyrr sagði. EHB Vinningstölur 18. júní 1988. Heildarvinningsupphæð kr. 4.216.943.- 1. vinningur kr. 2.109.276.- Skiptist á milli 2ja vinningshafa kr. 1.054.838.- 2. vinningur kr. 632.367.- Skiptist á milli 211 vinningshafa kr. 2.997,- 3. vinningur kr. 1.474.900.- Skiptist á milli 6.020 vinningshafa sem fá 245 kr. hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 ekki við um ísland. Á nýja listan- um er aukaefnum fækkað nokk- uð, t.a.m. eru ýmis litarefni tekin út. Hann sagði jafnframt að því miður væri ákveðinn hópur fólks á þcirri skoðun að aukaefni væru öll af hinu illa og að þau söfnuð- ust bara fyrir í líkamanum. Þetta væri ekki rétt því t.d. væru sunt rotvarnarefni eðlilegur þáttur í líkamsstarfseminni. „Það er síðan hlutverk okkar eftirlitsaðilanna að fylgjast með því að framleiðendur noti aðeins leyfileg aukaefni og í réttu magni, en því miður vantar okk- ur rannsóknaraðstöðu. í lögum um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit sem samþykkt voru á Alþingi er kveöið á urn að það verði komið upp slíkri rannsókn- araðstöðu en fjárveitingavaldið verður þá að leggja fram fé til hennar svo við getum framfylgt lögunum," sagði Valdimar. SS Þessar vinsælu, vönduðu, ódým finnsku hillusamstæður em komnar aftur Verð aðeins í\jSI t1 Ur GR 7/FI ctnr HÚSGAGNAVERSLUN Af ■ UOm / UUa " ölyla TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.