Dagur - 21.06.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 21.06.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 21. júní 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Forsetakosn- ingamar Þegar núverandi forseti íslenska lýðveldis- ins, frú Vigdís Finnbogadóttir, ákvað að gefa kost á sér í embættið þriðja kjörtímabilið í röð, töldu menn víst að hún yrði sjálfkjörin. Frú Vigdís nýtur fullkominnar virðingar með þjóð sinni. Hún hefur gegnt embætti sínu af einstakri reisn og virðingu og aukið hróður lands og þjóðar í hvívetna. Þess vegna fagn- aði þjóðin af heilum hug þeirri ákvörðun frú Vigdísar að gefa kost á sér til setu á Bessa- stöðum næstu fjögur ár. Þegar sá orðrómur komst á kreik nokkru síðar, að húsmóðir úr Vestmannaeyjum, Sig- rún Þorsteinsdóttir að nafni, hygðist etja kappi við frú Vigdísi um embættið, héldu menn fyrst að um gamansögu væri að ræða. Þegar orðrómurinn var staðfestur með fréttatilkynningu setti þjóðina hljóða. Marg- ir brugðust reiðir við: í fyrsta lagi vegna þess að með mótfram- boðinu er verið að rjúfa hefð, jafngamla lýð- veldinu. Aldrei í sögu þess hefur sitjandi for- seti þurft að etja kappi við aðra í forseta- kjöri. í öðru lagi vegna þess að mótframboðið er með öllu vonlaust og í raun ekki til annars fallið en freista þess að rjúfa þá fullkomnu einingu sem ríkt hefur um embætti forseta íslands. í þriðja lagi vegna þess að áætlað er að forsetakosningar kosti þjóðina um 30 millj- ónir króna. Þeim peningum hefði verið betur varið til annarra hluta. En auðvitað er ekkert við þessu taktlausa framboði að segja. Sigrún Þorsteinsdóttir hefur lýðræðislegan rétt til að bjóða sig fram. Hún hefur fullan rétt til að hafa aðra skoðun en þorri þjóðarinnar á því með hvaða hætti forseti landsins skuli gegna embætti sínu. Hins vegar hefði verið mun smekk- legra af Sigrúnu að vekja athygli á þeim skoðunum á öðrum vettvangi. Að einu leyti má þó segja að forsetakosn- ingarnar 25. júní geti orðið til góðs, úr því sem komið er. í þeim fær þjóðin tækifæri til að láta álit sitt á Vigdísi forseta í ljós, vilja sinn til að hún gegni forsetaembættinu áfram. Um úrslit kosninganna efast enginn. Þau eru þegar ráðin. En enginn má þó sitja heima á kjördag á þeim forsendum að kosn- ingarnar séu formsatriði. Það er mjög mikil- vægt að þjóðin sýni álit sitt í verki. BB. Mynd þessi var tekin fyrir 18 árum, þegar bifreiðin var afhent vinningshöfum. Á henni er Haraldur Oddsson ásamt eiginkonu sinni, Fanneyju Eggertsdóttur sem nú er látin. „Það er okkar að vera á flottasta bflnum“ - Haraldur Oddsson, Jaguar-eigandi I Degi 7. janúar 1970 birtist auglýsing frá Happdrætti SÍBS þar sem aukavinningur ársins var 180 hestafla Jaguar XJ6 de Luxe bifreið. Síðar, þegar dregið var, kom vinningurinn á miða Haraldar Oddssonar á Akureyri. Vakti þetta mikla athygli, því slíkir glæsibílar voru sjaldséðir á Islandi. Okk- ur lék forvitni á að ná tali af Haraldi og forvitnast nánar um afdrif bílsins. Þegar komið er að húsi Harald- ar, stendur Jagúar bifreiðin fyrir utan húsið, enn sem ný. Við báð- um Harald að rifja upp daginn sem hann fékk tilkynningu um vinninginn. „Ég var trillukarl þá og var að mála úti í Slipp. Þá kemur sonur minn þar í bíl með móður sinni og þau segja mér það, að hringt hafi verið úr Reykjavík og spurt hvort við ættum ekki númer sem dregið hafi verið út. Ég var með veskið í vasanum, leit á miðann og það passaði, svo það var ekki um það að efast að ég hafði hlot- ið þennan vinning. Ég var auðvit- að svolítið spenntur og það fyrsta sem ég gerði var að fara upp á bifreiðaeftirlit til þess að fá á hann númer. Þau sem til voru fannst mér heldur leiðinleg og ekki passa á svona fínan bíl. Ég spurði þá hvort þeir ættu ekki von á nýjum númerum og vildi þannig til, að þau voru væntanleg eftir um viku tíma. Mér var ráð- lagt að fara til Reykjavíkur og líta á númerin sem ég gerði. Þar fékk ég númerið sem hefur verið á bílnum alveg síðan, A-3535 sem er aldeilis flott númer. Nú ég hafði upp á umboðs- manni happdrættisins, fór heim til hans og þar tók á móti mér drengsnáði og spurði ég hann si svona, hvort hann væri farinn að hjóla. „Ég á ekkert hjól,“ sagði hann. Þarna var þá kominn drengurinn sem dró út númerið mitt svo ég fór með hann í versl- unina Fálkann og gaf honum reiðhjól." - Hvarflaði aldrei annað að þér en eiga bílinn? „Nei, ekki til þess að fá pen- inga fyrir hann. Þegar ég fékk hann var hann um 840 þúsund króna virði en venjulegur bíll kostaði þá um 100 þúsund krónur.“ - Nú hlýtur þú að hafa vakið athygli þegar þú ókst um á svona fínum bíl. „Já, já því slíkur bíll hafði ekki sést fvrr á Norðurlandi. Ég kann dálítið skemmtilega sögu um þetta. Það kannast flestir hér í bæ við Vilhelm „Kennedy" Ágústs- son og Gunnar „Sót“ Ragnars- son, en þeir vildu endilega kaupa bílinn fljótlega eftir að ég fékk hann. Þeir sögðu: „Það er okkar að vera á flottasta bílnum.“ Þetta gekk á milli nokkurn tíma og Gunni var heldur ákveðnari. Hann hringdi til mín eitt sinn og sagði: „Halli minn! Ef Villi ætlar að gefa þetta, þá getur Gunni alltaf bætt ofan á.“ Um þetta leyti var mikið hringt til mín, alls staðar af landinu. Frá Reykjavík, Austfjörðum, Kefla- vík og eitt sinn hringdi til mín flugmaður af „Vellinum“ og spyr mig hvort ég vilji ekki selja bílinn. Ég sagðist ekki hafa hugs- að mér það, nema verulega gott tilboð kæmi. Hann vildi fá að koma norður og sjá bílinn, sem hann og gerði. Hann skoðaði bíl- inn mjög vel, skreið meira að segja undir hann og hittist þannig á að þetta var um kvöldmatar- leytið og við ætluðum að fara að borða. Eg bauð honum snarl, en þetta endaði með því að ég ók honum inn á flugvöll aftur því ekkert varð af kaupunum." - Hvernig hefur bíllinn reynst þér? „Hann hefur reynst mjög vel og aldrei bilað utan eitt skipti. í viðtali dagsins Það var tveimur árum eftir að ég fékk hann að fór einhver gormur, sem ég gat keypt úr Chevrolet bifreið og kostaði þá 96 krónur. í gegnum árin hef ég auðvitað skipt um dekk, púströr og slíkt, annað ekki.“ - Hefur þú fari víða á bílnum? „Nokkrum sinnum til Reykja- víkur, um Vestfirðina en ég er ættaður þaðan og svo um Aust- firði. í dag er hann keyrður um 55 þúsund kílómetra, sem er ekki mikið á 18 árum.“ - Var þetta eini bíllinn sinnar tegundar á íslandi á þessum tíma? „Nei, það var einn fyrir því Nóbelsskáldið okkar, Halldór Laxness átti fyrsta bílinn, en sá var miklu eldri. Svo vissi ég um annan og það kom þannig til, að ég var að koma innan af flugvelli og á eftir mér kemur bíll. Ég tók ekkert sérstaklega eftir honum, nema ég sá að hann var með R-númeri. Leið mín lá inn í Slippstöð og hann er alltaf á eftir mér og ég hugsaði með mér hvað maðurinn meinti eiginlega með því að vera að elta mig. Þá var hann á sömu tegund bifreiðar og vildi ná tali af mér til þess að spyrja hvernig bíllinn hafi reynst og slíkt.“ - Að lokuin Haraldur, ertu nokkuð á leiðinni að láta bílinn frá þér? „Nei það held ég ekki. Ég á nú barnabörn sem stundum eru að líta á hann og er viðbúið að þau hafi áhuga á honum.“ VG Haraldur við bifreið sína eins og hún er í dag, en hún er enn sem ný. Mynd: GB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.