Dagur - 02.07.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 02.07.1988, Blaðsíða 6
Y - RUöAQ - 686f ilúi .£ 6-DAGUR-2. júlí 1988 Á miðjum sjöunda tug 19. aldar komu nokkrir skólapiltar að Grímsstöðum og gistu þar. Um kvöldið hafði einn úr hópnum orðið allmjög drukkinn og þegar hann vaknaði næsta morgun hafði hann týnt hesti sínum, hnakki og höfuðfati. Leit þá út fyrir að hann yrði viðskila við samferðarmenn sína og bar hann sig að vonum aumiega. Lagðist hann aftur fyrir og stundi: „Á mér þá alltaf að líða illa?“ Þessi ungi maður var Kristján Jónsson á ferð með skólafélögum úr Latínuskólanum. Hann var þá þegar orðinn þekktur af skáldskap sínum eins og berlega kemur í ljós þarna á Grímsstöðum. Þegar hús- freyjan heyrir kveinstafi hans lætur hún vinnumennina leita að hesti, hnakki og höfuðfati piltsins og þeg- ar hún færir honum þau tíðindi að eigur hans séu komnar í leitirnar bregst hann glaður við en kveðst ekki vita hvernig hann geti launað henni. Húsfreyjan segir þá að hann hafi gert það fyrir löngu með kvæð- um sínum. Ekki er hægt að segja til um það með vissu hvaða kvæði hins dapur- lega skólapilts höfðu náð huga hús- freyjunnar en kannski hefur henni dottið í hug kvæðið Haust sem hafði birst í norðanblaði, Kristján þá 19 ára: Allt fram strevmir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. Fölna grös, en blikna blóm, af björkum laufin detta; dauðalegum drynur óm dröfn við fjarðar kletta. Allt er kalt og allt er dautt, eilífur ríkir vetur. Berst mér negg í brjósti snautt, en brostið ekki getur. Viðkvæmur og örgeðja piltur Örlögin sáu til þess að Kristjáni leið illa. Kristján fjallaskáld var óhemju bölsýnn maður og líf hans lá óumflýjanlega niður á við án þess að það ferli yrði stöðvað. Sumir kunna að spyrja: Hvers vegna reif maðurinn sig ekki upp úr þessu volæði? Ekki er auðvelt að svara en einhvern veginn finnst manni að það hafi snemma legið fyrir honum deyja ungur og óham- ingjusamur. Kristján Jónsson fæddist að Krossdal í Kelduhverfi 13. júní lt>42. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson hreppstjóri og Guðný Sveinsdóttir. Jón var góður maður og guðhræddur og Guðný vel gefin og hagmælt. Þegar Kristján var fjögurra ára fluttu foreldrar hans að Áuðbjargarstöðum í Kelduhverfi og ári seinna missti hann föður sinn. Móðir hans giftist aftur manni er hét Helgi Sigurðsson. Sögur herma að hann hafi verið harðlyndur, þóttafullur og hrottafenginn, en Kristján var viðkvæmur og örgeðja. Sætti hann oft barsmíðum og misþyrmingum af hendi stjúpa síns, en móðir hans gat ekkert aðhafst, af ótta við mann sinn. Kristján þoldi illa að vera órétti beittur og kunni þá ekki alltaf að hemja skapsmuni sína. Kristján var bráðþroska, gekk og talaði ársgamall og þegar hann var fimm eða sex ára var hann all- vel læs og kunni mikið af sögum, vísum og versum. Átta ára var hann jafnstór og sterkur og tíu til tólf ára drengir og andlegur þroski hans litlu minni, enda var hann þá þegar farinn að yrkja. Uppfræðslu fékk hann litla sem enga eftir að stjúpi hans kom til sögunnar, en hann fékk lánaðar allar þær sögur og rímur sem hann komst yfir. í sögubrot Frá 12 ára aldri hraktist Kristján fjallaskáld í vinnumennsku úr ein- um stað á annan eftir að móðir hans og stjúpi höfðu slitið samvist- ir. Upp úr fermingu fara menn að leita til hans um erfiljóð og jafnvel heldri menn í öðrum héruðum telja sig fullsæmda af slíkri fyrirgreiðslu frá hendi fátæks vinnupilts norður á Fjöllum. * Astsælt skáld um tvítugt Þrátt fyrir andlegt atgervi Kristjáns og þá staðreynd að áður en hann verður tvítugur eru ljóð hans á hvers manns vörum þá virðist eng- inn hafa rænu á því að greiða götu hans til meiri menntunar. Loks eft- ir að blaðið íslendingur í Reykja- vík birtir tvö kvæði eftir hann og Páll Melsteð sagnfræðingur vekur athygli á skáldinu og kjörum þess fara hjólin að snúast. Kristján legg- ur af stað til Reykjavíkur vorið 1863 og verður samferða frænda sínum, Jóni Sigurðssyni alþingis- manni á Gautlöndum. Þeir fara Sprengisand og telja menn fullvíst að þá hafi í fyrsta sinn heyrst sú vísa sem síðan hefur verið sungin og höfð yfir oftar en nokkur önnur hér á landi: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Kristján býr sig undir skóla- göngu með aðstoð góðra manna næsta vetur og um vorið tekur hann inntökupróf í Latínuskól- ann og var hann síðan viðloðandi skólann næstu fjóra vetur. Þar var hann vinsæll og eignaðist „Á mér þá alltcif að líöa illa?“ —- spyr Kristján Jónsson ljallaskáld gooa vim a ooro vio vaiaimar Briem, Björn Jónsson, síðar rit- stjóri og ráðherra, Kristján Eld- járn Þórarinsson, Björn M. Ólsen, Indriða Einarsson o.fl. Ofdrykkjan teymir skáldið í glötun Vorið 1868 segir Kristján sig úr skóla og fetar veginn til óhamingj- unnar af meiri staðfestu en fyrr. Indriði Einarsson lýsir síðasta kvöldi Kristjáns í Latínuskólanum í minningabók sinni Séð og lifað. Hann segir að Kristján hafi komið seint heim um kvöldið, drukkinn, og umsjónarmaðurinn hafi sagt að nú fengi hann nótu. „Ég sat hjá honum uppi við efsta borðið í bekknum allt kvöldið. Ég hefði viljað hugga hann, en þess var ekki kostur. Hann orti um kvöldið kvæðið Ekki er allt sem sýnist, en ég las það úr pennanum. Hann strikaði lítið út. Það er eitt af miklu Ijóðunum hans, er yfirkomið af heimsþjáningu (Weltschmerz). Morguninn eftir, þegar við gengum frá bænum kl. 8, hneig hann niður í dyrum Alþingissalsins, hann sagði að sér hefði sýnzt maður stinga sig í hjartað. Hann var borinn í rúm sitt og fór síðar um daginn niður í bæ til að segja sig úr skóla." Ofdrykkjan varð fjallaskáldinu að falli. Hann var þegar orðinn niikill drykkjumaður er hann kom til Reykjavíkur og að sögn skóla- bróður meiri drykkjumaður en svo að ástríða hans mundi læknast. Kristján var frægt skáld og sómi skólans út á við þannig að ekki var honum veitt aðhald í Latínu- skólanum, auk þess sem bindindis- semi var ekki í hávegum höfð um þær mundir. Kristján Jónsson. Teikning Sigurðar Guðmundssonar eftir Ijósmynd. Talið er að Tryggvi Gunnarsson hafl tekið þessa mynd af skáldinu skömmu fyrir andlát þess. Almenningur sætti sig ekki við að skýra lánleysi hans með jafn hversdagslegum hlut og ofdrykkju. Hann vildi finna örvæntingu Krist- jáns verðugt innihald, honum er ekkert harmsefni of gott. Fólkið kýs honum eftirlætissorg sína; tær- andi og banvænan ástarharm. Átján ára gamall varð Kristján ástfanginn af glæsilegri stúlku norður á Hólsfjöllum, Jóhönnu Jóhannesdóttur. Hún réðist síðar að Brú í Jökuldal, giftist syni bónd- ans og flutti með honum til Amer- íku. Lítið er um þessa ást hans að finna í Ijóðum hans, kannski helst í Bálför gamals unnustubréfs. Dærni: Brenndu, hverfðu, grimmri vafið gleymsku, gef ég eldi fals og ástatál. Grimmilega geld ég minnar heimsku, gremju vekur löngu slokkið bál. „Einmana dey við kaldan stein“ Ekki er þó nokkur ástæða til að ætla ástamálum úrslitaþýðingu í örlögum Kristjáns. Trúverðugustu kvæði hans eru þau sem túlka örvæntingu hans og bölhyggju á algildan hátt, án sambands við ákveðið tilefni. Lífsskoðun hans virðist heldur ekki hafa tekið veru- legum breytingum með árunum: Örmæddur flyt ég andlátskvein, einmana dey við kaldan stein, segir hann kornungur og í kvæði því sem hann orti síðasta kvöld sitt í skóla, ári áður en hann dó, er tónninn sá sami: Lífið allt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyrr en á aldurtilastund. Tár og grátur, þau orð sem einna tíðust eru í kvæðum hans, koma engu sjaldnar fyrir í fyrstu Ijóðum hans en þeim síðustu og „hin myrka, þögla gröf“, fyrir- heitið um eilífan og draumlausan svefn, er ávallt nærri. Um ljóð Kristjáns verður ekki fjallað í þessu sögubroti, þau eru sérstakur kapítuli, en tvítugur orti hann: Einn ég harma, einn ég styn, einn ég tárin þerra, og hann dó einn, síðla vors árið 1869, tuttugu og sex ára gamall. SS (Heimild: Tómas Guðmundsson: Fjalla- skáldið, Minnisverðir menn, íslenskir örlagaþættir, Rvík. 1968)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.