Dagur - 02.07.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 02.07.1988, Blaðsíða 16
William Herbert Wallace var ósköp venjulegur, óskemmti- legur, litlaus maður, sem lifði ósköp venjulegu, óskemmtilegu og tilbreytingalausu lífi. Hann vann mikið, var samhaldssam- ur, hægur og nokkuð ánægður með sig, gekk vel til fara og var mjög virðingarverður. Hug- myndir hans um kvöldskemmt- un með félögunum voru að fara aðra hverja viku eina kvöld- stund á kaffihús til að taka þátt í bæjarkeppni í skák. Hávaða- samasta skemmtunin heima fyrir, ásamt hæglátri eiginkon- unni, Julia, var samleikur á píanó og fiðlu. Hógvær framkoma Herberts var vel metin af vinnuveitanda hans, traustu og vel metnu tryggingafélagi, þar sem hann var innheimtu- og sölumaður. Á fimmtán ára starfsferli hjá félaginu hafði Herbert sýnt og sannað, að honum var sérlega vel treystandi. Hann var ósér- hlífinn, en sóttist ekki eftir met- orðum. Sína virðingarverðu eigin- leika átti Herbert sameiginlega með hlédrægri eiginkonu sinni. Þau voru hinir fullkomnu ná- grannar í snyrtilegu raðhúsa- hverfinu við Wolverton Street í Anfield hverfi í Liverpool. Og aldrei hafði neinn orðið vitni að nokkrum skapofsa hjá Herbert. Reyndin varð samt sú, að við réttarhöldin gegn Herbert Wall- ace komst kviðdómurinn að þeirri niðurstöðu, að hann byggi yfir öllum þeim eiginleik- um, sem einkenna hrottalegan morðingja, haldinn kvalalosta. Eiginkona Herberts var slegin til bana af slíku offorsi, að heil- inn lá að mestu dreifður um gólfið. Hún varð fórnarlamb morðingja, sem mjög yfirvegað skildi eftir „sönnunargögn“ til að leiða lögregiuna í villu í rannsóknarstarfinu. Það voru engin raunveruleg sönnunargögn fyrir því, að Her- bert væri sekur um morðið á konu sinni. I reynd hafði hann fullkomna fjarvistarsönnun. En, og það kom á móti, að Her- bert var maður, sem vanur var að skipuleggja líf sitt út í ystu æsar. Hann var einfaldlega maður, sem vildi hafa allt í röð og reglu. Niðurstaða kviðdóms- ins virtist vera sú, að Wallace væri svo sérlega hversdagslegur, að hann hlyti að búa yfir gífur- legri mannvonsku. Prátt fyrir ruglingslegar hugmyndir lög- reglunnar, þrátt fyrir fullkomna vöntun á tilgangi og þrátt fyrir það að dómarinn fast að því bað kviðdóminn að sýkna Herbert Wallace, var hann fundinn sek- ur um morðið á eiginkonu sinni. Hann sat á sakbornings- bekknum á svipinn eins og hon- um kæmi málið ekki við þegar kviðdómurinn kynnti niður- stöðu sina. Sama afskiptaleysi hafði hann sýnt þar frá byrjun. „Ég er saklaus. Annað hef ég ekki að segja,“ hvíslaði hann sorgmæddri röddu, þegar dóm- arinn bjó sig undir að tilkynna dóminn. Dómarinn, Robert Alderson Wright, virtist þjást meira en sá dæmdi. En lagabók- stafurinn bjó ekki yfir neinni miskunn. Niðurbrotinn af afstöðu kviðdómsins setti hann á sig svarta hattinn og tilkynnti þann eina dóm, sem lögin leyfðu: Hengingu. Sá dularfulli maður, sem myrt hafði Julia Wallace, gat andað léttar. Hon- um hafði tekist að fremja full- komið morð. Fyrsta vísbendingin um að líf Herberts Wallace yrði lagt í rúst, kom klukkan 15 mínútur yfir sjö síðdegis mánudaginn 19. janúar 1931. Þá hringdi ókunnur maður í City Café á North John Street í Liverpool, en þangað var Herbert Wallace væntanlegur til að sýna skák- hæfileika, sem ekki voru meiri en almennt gerist og gengur. Hann var þátttakandi í keppni með nafn við hæfi: Meistara- keppni miðlungsmanna. Það var spurt eftir Herbert, en hann var ekki kominn. Ein þjónustustúlknanna svaraði, en rétti símann til Samuel Beattie, formanns skákklúbbsins, sem sagði, að Herbert væri ekki kominn. Sá ókunni bað um skilaboð til Wallace. Hann kynnti sig sem „R.M. Qualtrough" og bað Beattie að mælast til þess við Wallace, að hann heimsækti sig á Menlove Gardens East kvöld- ið eftir til að ræða tryggingar, sem hann ætlaði sér að kaupa. Beattie skrifaði skilaboðin aftan á umslag. Um það bil samtímis þessu fór Herbert Wallace heiman að frá sér til að ná sporvagninum niður í bæ á skákmótið. Wallacehjónin höfðu verið gift í 18 ár, en þau höfðu búið saman sem trúlofuð í tvö ár í Harrogate í Yorkshire áður en þau giftust. Þar var Herbert illa launaður skrifstofumaður hjá félagsdeild Frjálslynda flokksins. Þegar lélegar tekjur flokksins hrukku ekki lengur til fyrir laununum, fluttu þau til Ánfield, rólegs úthverfis í Liverpool. Julia, sem var fimm árum yngri en maður hennar gekkst upp í því að gera nýja heimilið jafn snyrtilegt og hið fyrra. Hún hafði sem ung stúlka lært að spila á píanó og verið í mynd- Iistarskóla og nú fékk píanóið heiðurssessinn í velhirtri stofu raðhússins. Þegar Herbert hafði fengið þokkalega launað starf hjá Prudential tryggingafélag- inu gátu þessi barnlausu hjón leyft sér svolítinn íburð og vörðu 80 pundum tíl að kaupa smásjá. Herbert kallaði sjálfan sig tómstundavísindamann og var stoltur af. Hann stundaði jafn- vel kennslu við tækniskólann í Liverpool og það gerðist oft að þau Julia eyddu saman kvöld- unum á litlu rannsóknarstof- unni, sem þau höfðu innréttað við hliðina á baðherberginu, við að skoða ýmsa hluti í smá- sjánni. Kominn að fimmtugu hafði Herbert þar að auki lært að spila á fiðlu og þau hjónin spiluðu oft saman. Launin voru 250 pund á ári og þau hjónin lifðu í samræmi við tekjurnar. Herbert átti 152 pund á bankabók og Julia hafði sparað saman 90 pund á eigin bók. Eða eins og Herbert Wallace skrifaði í dagbók sína: „Við erum vel sjálfbjarga og ég tel að við njótum jafnmikillar gleði og ánægju í lífinu og flestir aðrir.“ Einu skiptin, sem hann skildi Julia eftir eina, var þegar hann fór að tefla eða kenna við tækniskólann. Þetta kvöld voru einhver ónot í honum þegar hann steig inn í strætisvagninn. Nokkur innbrot höfðu verið framin í hverfinu undanfarnar vikur og Wallace hafði stundum undir höndum þó nokkrar pen- ingaupphæðir heima eftir inn- heimtuferðir fyrir tryggingafé- lagið. „Opnaðu nú ekki, elskan mín, fyrir neinum, sem þú þekkir ekki, meðan ég er í burtu,“ áminnti hann Julia þeg- ar hann fór. Samuel Beattie sá ekki hve- nær Herbert kom á kaffihúsið, en stuttu eftir símtalið sá hann, að Herbert sat að tafli og lét hann fá skilaboðin fá Qualtro- ugh. Wallace virtist hissa. Hann þekkti engan með þessu nafni. Heimilisfangið var utan við Liverpool og langt utan hans venjulega svæðis. Áður en hann fór heim um kvöldið, spurði hann nokkra klúbbfélaga sína, hvort þeir vissu hvar gata þessi var. Hvaða sporvagn ætti hann að taka þangað? Var þetta langt? Næsta dag fór Wallace jafn reglubundið og vanalega um athafnasvæði sitt í Anfield, fékk borguð nokkur pund hér og greiddi nokkur pund í bætur þar. Hann kom heim á mínút- unni klukkan tvö til að borða, fór til síðdegisstarfanna og kom heim að afloknu dagsverki nákvæmlega klukkan sex að kvöldi eins og hann var vanur. Á meðan Julia tók til te og meðlæti, fór hann upp á loft, þvoði sér, hafði fataskipti, tók með sér nokkra bæklinga og verðlista yfir tryggingar og stakk í jakkavasann. Klukkan hálf sjö höfðu þau lokið tedrykkjunni. Þá var bar- ið að dyrum. Julia fór og opnaði fyrir mjólkurpóstinum, fjórtán ára gömlum pilti, Alan Close. Hann rétti frú Wallace mjólk- urkönnu, sem hún fór með fram í eldhús og hellti úr í eigin könnu. Síðan fór hún aftur fram og afhenti drengnum könnu mjólkurbúsins. Pað var það síð- asta sem sást til hennar á lífi. Um það bil 15 mínútum síðar fór Herbert Wallace að heiman. Hann gekk nokkur hundruð metra til að taka sporvagn í fyrsta áfanga ferðalagsins til þessa dularfulla herra Qualtro- ugh. Eftir tvo kílómetra skipti hann um sporvagn á Lodge Lane. Og Herbert, sem venju- lega var ákaflega yfirvegaður, hegðaði sér ekki eins og venju- lega. Hann sagði miðasölu- manninum, Tom Phillips, glað- lega frá því, að hann vonaðist til að geta selt háa tryggingu þetta kvöld. Fimmtán mínútum yfir sjö fór hann úr vagninum á Penny Lane þar sem hann tók þriðja sporvagninn á þessari sjö kílómetra löngu kvöldferð. Hann bað um að sér yrði hleypt út á þeirri stoppistöð, sein næst væri Menlove Gardens East. „Pá götu kannast ég ekki við,“ sagði miðasölumaðurinn Arthur Thompson, „en það er stoppistöð á Menlove Avenue. Þú verður að spyrjast til vegar þaðan. Þessi gata hlýtur að vera þar í nágrenninu.“ Wallace notaði næsta hálf- tíma í að ráfa um götur. Hann fann Menlove Gardens North, Menlove Gardens West og Menlove Gardens South, en enga, sem hét Menlove Gard- ens East. Hann knúði dyra hjá frú Katie Mather í Menlove Gardens West 25 og hún sagði honum að það væri engin gata með því nafni, sem hann ætlaði til. Þá datt honum í hug að yfir- maður hans á tryggingafélag- inu, Joseph Crewe bjó þarna í grenndinni. Hann fann hús Hús Wallace hjónanna. Crewes og bankaði, en enginn svaraði. Á Allerton Road, þarna í grenndinni hitti hann lögreglu- þjón á eftirlitsferð í hverfi sínu. Lögregluþjóninn, James Sarg- ent, ráðlagði honum að fara á hverfispósthúsið og leita að nafni Qualtroughs í götu- skránni. Wallace féllst á, að það væri góð hugmynd, en áttaði sig svo á að það væri orðið fram- orðið. „Já, klukkan er ekki nema átta,“ sagði lögregluþjónninn. Það var engin götuskrá á pósthúsinu, en Wallace fann blaðasölu. Þar gaf eigandinn, frú Lilly Pinches, honum leyfi til að yfirfara áskrifendalistann. Wallace útskýrði tilgang farar- innar vandlega fyrir henni. Hún staðfesti illan grun. Það var ekki til nein gata, sem hét Menlove Gardens East. Þá gafst Herbert Wallace upp við að leita og héit heimleiðis. Rétt um níuleytið kom hann heim og næstu grannar, hjónin Florence og John Johnston sáu,, að hann átti í erfiðleikum með að opna bakdyrnar. Að lokum heppnaðist það og hann fór inn. Stuttu síðar kom Wall- ace út aftur og bað Johnston- hjónin rólega að koma með sér yfir. „Það er út af Julia.“ útskýrði hann hvtslandi. „Kom- ið og sjáið, hún hefur verið myrt.“ Nokkrum mínútum síðar kom lögreglan. Julia Wallace var látin. Hún hafði verið slegin tíu sinnum í höfuðið. Hvert og eitt högganna hefði nægt til að ganga af henni dauðri. Það var blóð út um allt. Það vantaði fjögur pund í lítinn peninga- kassa í eldhússkáp. Samkvæmt niðurstöðum réttarfarssérfræð- inga hafði hún látist milli klukk- an hálf sjö og átta um kvöldið. Herbert Wallace virtist óhrærður af að sjá eiginkonuna látna. Síðar um kvöldið yfirgaf hann húsið og flutti til bróður síns og fjölskyldu hans í nokk- urra kílómetra fjarlægð. Á meðan lagði lögreglan undir sig húsið á Wolverton Street 29. Og kjaftagangurinn fór á fullt meðal grannanna. Hvers vegna var Herbert Wallace svo í mun að tala um viðskipti sín við miðasölumenn í sporvögnum og aðra, sem hann þekkti bókstaflega ekki neitt meðan á leitinni að Men- love Gardens East stóð? Hafði hann vitandi vits vakið athygli lögregluþjónsins á því, hvað klukkan var? Og hver var herra Qualtrough, sem hafði hringt þetta örlagaþrungna símtal, sem gabbaði Wallace að heim- an? Væri heimilisfangið, sem gefið var upp ekki til, gat þá ekki verið, að herra Qualtrough væri það ekki heldur? Þann annan febrúar 1931, viku eftir að Julia Wallace var jarð- sett í Anfieldkirkjugarðinum, var Herbert Wallace ákærður fyrir morðið á eiginkonu sinni. Lögreglan varaði hann við því, að allt, sem hann segði, mætti nota gegn honum, en Herbert Wallace lét sér nægja að segja sorgmæddri röddu: „Hvað get ég annað sagt mér til varnar, en það, að ég er algjörlega sak- laus.“ Þegar réttarhöldin hófust, sjö vikum seinna, voru blaðaskrifin orðin í þvílíkum æsistíl, að ekki einu sinni saksóknarinn mót- mælti beiðni verjandans um að enginn Liverpoolbúi fengi sæti í kviðdómnum. Saksóknarinn lagði þunga áhersla á aðalatriði sannana- keðjunnar. Það hafði tekist að rekja, hvaðan símtal herra Qualtroughs hafði komið. Af hreinni hendingu hafði símtalið verið tengt gegnum mannað skiptiborð vegna þess að sjálf- virka peningamóttakan í sjálf- salanum var biluð. Bæði símtal- ið og bilunin voru skráð á stöð- inni. Samtalið kom úr símaklefa í 400 metra fjarlægð frá heimili Wallace hjónanna. „Auðvitað gat Wallace ekki verið á kaffihúsinu til að svara,“ sagði saksóknarinn, Edward Hemmerde sigri hrósandi. „Og af sömu ástæðu gat „Qualtro- ugh“ ekki hringt aftur þegar Wallace væri kominn, því Her- bert Wallace og herra „Qualtro- ugh" eru einn og sami maður- inn.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.