Dagur - 07.07.1988, Side 8
8 - DAGUR - 7. júlí 1988
Heimavinnandi húsfaðir
og alveg eitur........
- Nú komst þú heim um áramót-
in. Hvað tók við þá?
„Þegar ég kom heim þá settist
ég að á Blönduósi, þar sem kon-
an mín, Sigríður Sigurjónsdóttir
sálfræðingur, hefur starfað á
Fræðsluskrifstofu Norðurlands
vestra. Ég hef notað starfsheitið
heimavinnandi húsfaðir og er eit-
urhress með það. Við Sigríður
eigum þrjú börn á fæti og eitt í
kviði, eins og þeir segja fyrir
austan, en fyrir á ég einn son.“
- Hvað varð til þess að þú
keyptir Læknishúsið?
„Aðdragandinn er sá að fyrir
tveimur árum að sumri til, þegar
ég var hérna heima, sat ég inni á
kaffihúsi með bróður mínum og
mágkonu. Þá fórum við að tala
um Læknishúsið, sem þá var
komið á núverandi stað. Síðan
hugsaði maður málið ekkert í
neinni alvöru, en svo undir lokin,
þegar hundruð manna höfðu haft
augastað á þessu húsi, fór maður
að gefa því gaum. Salan á húsinu
var þá í höndum Ottós Michel-
sen, en ég þekki son hans sem býr
í Kaupmannahöfn. Það var eigin-
lega þar, rétt áður en ég flutti
heim, sem málið fór að rúlla eftir
að ég hitti hann í hófi. Síðan kem
ég heim og eitt það fyrsta sem ég
geri er að skoða húsið og mér
Á svölunum ásamt foreldrum Guðmundar, Ingólfi Guðmundssyni oe Fiólu Þorleifsdóttur. Jóhann bróðir Guðmundar og Hrönn Pétursdóttir kona hans
lengst til vinstri.
- rætt við Guðmund Ingólfsson líffræðing,
nýjan eiganda að Læknishúsinu á Sauðárkróki
Læknishúsið á Sauðárkróki á
sér langa og merkilega sögu.
Það var byggt 1901 og var fyrst
um sinn læknisbústaður, eins
og nafnið gefur til kynna, og
lyijabúð. Þar bjuggu héraðs-
læknar fram til 1955, síðast
Torfi Bjarnason og þar á und-
an Jónas Kristjánsson. Fyrstur
héraðslækna bjó Sigurður
Pálsson í húsinu, fram til 1910
þegar hann lést, og tók Jónas
við af honum.
að það verði fjarlægt af lóðinni.
Það var gert og tekið af grunni á
Suðurgötu 1 og fært á Skógar-
götuna, þar sem það er í dag.
Tilefni þessara skrifa um
Læknishúsið er það að nýr aðili
hefur keypt það og ætlar að gera
það upp. Það er Guðmundur Ing-
ólfsson líffræðingur, sem er
fæddur og uppalinn Sauðkræk-
ingur, fæddur 1952, að vísu á
Blönduósi, en fluttist 3ja vikna
gamall til Sauðárkróks.
kenndi ég á Eskifirði í þrjú ár, til
1980. Á Eskifirði bjó ég í húsi
sem hét Framkaupstaður, og var
byggt 1870. Svo, 1980, þegar ég
fór til náms í Kaupmannahafnar-
háskóla í líffræði, bjó ég í Krist-
jánshöfn í húsi sem var a.m.k.
200 ára gamalt. Ég var í cand.
scient-námi í Kaupmannahöfn til
loka síðasta árs, eða 14. desem-
ber 1987. Þá kláraði ég ritgerð
mína, sem fjallar um orkubúskap
hjá seiðum og ungfiski af salt-
vatnstegundinni „Sparus auratus“,
eða gullbrami á íslensku. Sá fisk-
ur finnst í Miðjarðarhafi."
Árið 1956 kaupir Steingrímur
Arason Læknishúsið og ásamt
því að búa í því rak hann þar
Húsgagnaverslun Sauðárkróks
fram til 1968. Þá leigja hjónin
Guðrún Svanbergsdóttir og Ólaf-
ur Gíslason húsið og taka við
rekstri verslunarinnar. Reka þau
hana áfram, ásamt því að leigja
loftið til ýmissa aðila. Árið 1971
kaupir Kaupfélag Skagfirðinga
húsið og leigir það Guðrúnu og
Ólafi í Húsgagnaversluninni í
nokkur ár frá því. Þá fer kaupfé-
lagið að nota það sem verbúð fyr-
ir starfsmenn þess í sláturhúsinu
á haustin og á loftinu bjuggu
ýmsir aðilar, síðust hjónin Guð-
mundur Halldórsson og Svala
Lárusdóttir.
Læknishúsið var staðsett við
Suðurgötu 1, þar sem stjórnsýslu-
húsið rís núna og Bókabúð
Brynjars er til húsa. Þegar kaup-
félagið hættir að nota húsið
kaupa Brynjar Pálsson bóksali og
Páll Ragnarsson tannlæknir það
1984. Aform voru uppi um að
rífa húsið en á ættarmóti Heiða-
ættarinnar sumarið ’84 var
ákveðið að bjarga húsinu og
stofnuð voru samtök um friðun
Læknishússins. Um haustið sama
ár gefa þeir Brynjar og Páll húsið
til samtakanna, með því skilyrði
Bjtiggti í 200 ára gömlu
húsi í Kaupmannahöfn
Blaðamaður Dags hitti Guð-
mund að máli á dögunum þar
sem hann var að vinna í Læknis-
húsinu, smiðir voru á fleygiferð í
kjallara hússins að setja glugga í
og rétta húsið af. Þegar húsið var
fært af sínum upprunalega stað á
Suðurgötunni á Skógargötuna,
var steyptur kjallari undir húsið,
þannig að núna er það orðið tvær
hæðir með risi.
Guðmundur vildi endilega fá
blaðamann með sér í kaffi til
bróður síns, þar sem hann dvelur
með fjölskyldu sína þar til flutt
verður í húsið. Þegar búið var að
svolgra í sig kaffi og kökur og
Guðmundur, eða Gúndi eins og
hann er kallaður, búinn að fá sér
í pípuna, spurði ég hann fyrst um
uppvöxt og skólagöngu.
„Ég bjó á Sauðárkróki frá 3ja
vikna aldri, fyrst í Prestshúsinu
til 8 ára aldurs og síðan á Hóla-
veginum eins og fleiri góðir
menn. Fór í Menntaskólann á
Akureyri og útskrifaðist þaðan
sem stúdent ’73. Vann svo í eitt
og hálft ár á togurum hérna. 1974
til ’77 var ég í Kennaraháskólan-
um og þegar ég kláraði hann
Læknishúsið á nýja staðnum við Skógargötu.
„Ég skil ekki að það
hafi átt að rífa húsið“