Dagur - 07.07.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 07.07.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, fímmtudagur 7. júlí 1988 125. tölublað Fiskihöfn á Akureyri: Framkvæmdir komnar vel af stað Hafísinn úti fyrir Norðurlandi: Meiri en í meðalári „Um síðustu mánaðamót var gerð mjög góð hafískönnum á öllum jaðrinum úti fyrir Norð- vesturlandi og Norðurlandi og samkvæmt henni er ísinn næst landi um 25-30 sjómílur frá landi,“ sagði Þór Jakobsson hjá Veðurstofunni í samtali við Dag. „Isinn er vel fyrir innan mið- línu á öllu svæðinu og það er meira af honum heldur en í með- alári en hann bráðnar mjög ört. ísinn er á rækjumiðum t.d. við Dorfbanka og úti fyrir Kolbeins- ey en þó að hann se fyrir á mið- um, eru allar siglingaleiðir færar.“ Þór sagði að þéttleiki hafíssins væri mestur langt norður af Langanesi en væri allt niður í dreifar fyrir utan sjálfan hafís- jaðarinn. „Það er reynt að fylgj- ast vel með þessu og einnig er hægt að ráða af veðurkortum hvernig ísinn hreyfist," sagði Þór ennfremur. -KK Siglufjörður: Einn vill smíða lögreglustöð Eitt tilboð barst í smíði lög- reglustöðvar og aðseturs bæjarfógeta á Siglufírði. Það var frá Byggingafélaginu Berg hf. á Siglufírði. Kostnaðar- áætlun vegna verksins hljóðaði upp á tæplega 29 milljónir króna, en nú er verið að yfír- fara eina tilboðið sem barst. Húsið verður 400 fermetrar að stærð á tveimur hæðum eða 200 fermetrar hver hæð. Á neðri hæð verður lögreglustöðin með aðset- ur og þar verða fimm fangaklef- ar, gæsluvarðhaldsklefi, bílskúr fyrir tvo bíla og skrifstofa yfirlög- regluþjóns og varðstjóra, auk móttöku. Bæjarfógetaembættið verður á efri hæð hússins, en það hefur hingað til verið í leiguhúsnæði. Erlingur Óskarsson bæjarfógeti á Siglufirði sagði að nýja húsnæðið myndi bæta úr brýnni þörf, eink- um hvað lögregluna varðar. Framkvæmdir við húsið áttu að vera hafnar fyrir nokkru en það hefur dregist. „Það hefði helst þurft að byrja í dag,“ sagði Erling- ur í samtali við blaðið. Sagðist hann hafa pappíra upp á að hús- inu ætti að vera lokið í október á næsta ári og „við erum sátt við það,“ sagði bæjarfógeti. mþþ Sólarsamba. Mynd: GB viku Framkvæmdir við fiskihöfn- ina hófust í fyrrasumar en þá var gerð 4 ára áætlun um fram- kvæmdir við höfnina. Verkið hófst á því að viðlegukanturinn við Slippstöðina var lengdur um 23 m og auk þess sem svokallað- ur brúsi var settur á enda hans en forsenda þess að fiskihöfnin veiti gott skjól er að norðanald- an berist ekki inn í hana. í ár er stefnt að því að vinnu við stál- þilið ljúki en á næsta ári verður höfnin dýpkuð og steyptur 210 m kantur á stálþilið og þá ætti að vera hægt að byrja að nýta kantinn. Árið 1990 verður síðan unnið við lagnir, lýsingu og mal- bikun svæðisins. Skipaflotinn hefur stækkað mikið síðustu ár og þörfin fyrir fiskihöfn er brýnust fyrir þau 4 skip sem Samherji gerir út, loðnuskipin tvö og togara Útgerðarfélags Akureyringa sem eru orðnir 6 að tölu. Auk þess sem skip Samherja koma til með að nýta sér aðstöðuna við fiskihöfnina, hefur fyrirtæk- ið fengið vilyrði hafnaryfirvalda um lóð við höfnina fyrir starf- semi sína. -KK Skóverksmiðja Sambandsins: Nýir eigendur taka við um næstu mánaðamót - vinna við að reka niður stálþilið hefst í næstu Framkvæmdir við fískihöfn- ina á Akureyri eru komnar vel af stað og hafa staðist áætlun fram til þessa. Vinnu við sjálfan grjótgarðinn er lokið og í næstu viku er stefnt að því að hefja vinnu við að reka niður stálþii innan grjót- garðsins, samtals 209 m að lengd. Hafnarstjórn hefur sótt um rúmlega 25 milljóna króna lán úr Framkvæmdasjóði íslands, sem þarf til að ljúka við fram- kvæmdir á árinu. Umsóknin þarf að fara fyrir ríkisstjórnar- fund en hafnarstjórn vonast eft- ir jákvæðu svari mjög fljótlega. Akureyri um næstu mánaða- mót. Um miðjan maí keyptu sex cinstaklingar á Akureyri skóverksmiðju Sambandsins og stofnuðu hlutafélagið Strikið. Tíminn síðan hefur verið notaður til að skipu- leggja reksturinn. „Hvað varðar starfsmanna- fjölda þá breytist hann ekki, við reynum að byrja í lágmarki og vinna að þessu markvisst. Það er margt sem við komum til með að breyta og laga þannig að hugar- farið innan fyrirtækisins verður allt annað,“ segir Haukur. Öllum starfsmönnum skóverk- smiðju Sambandsins var boðið að halda áfram störfum hjá hinu nýja fyrirtæki og hafa allir verið endurráðnir sem halda vildu áfram störfum. Segir Haukur að meirihluti starfsfólksins verði áfram en alls koma 35 manns til með að vinna í verksmiðjunni. í kaupsamningi kveður á um að Strikið kaupi það sem nýtilegt er af hráefni og fullunninni vöru. Einnig kaupir hlutafélagið vélar og tæki, viðskiptasambönd og vörumerki. Haukur segir að ekki verði um að ræða breytingar í vélabúnaði verksmiðjunnar fyrst um sinn. „í samanburði við skóverksmiðjur víða um heim þá er þessi verk- smiðja í góðum „klassa". Auðvit- að eru til betri verksmiðjur en það eru líka til mun verri verk- smiðjur. Síðan er náttúrlega fólk hér með mikla reynslu og það er sennilega eitt það dýrmæt- asta sem við fáum með þessari verksmiðju,“ segir Haukur. JÓH Framkvæmdir við fiskihöfnina á Akureyri eru komnar vel af stað og vinnu við grjótgarðinn er lokið. í næstu viku verður hafist handa við að reka niður stálþil innan grjótgarðsins og því verki lokið á árinu. „Okkur líst mjög vel á þetta. i að ganga í gegn,“ segir Haukur Við erum þessa dagana að Ármannsson framkvæmda- vinna við talningu og annað stjóri Skóverksmiðjunnar slíkt þannig að umskiptin eru | Striksins sem tekur til starfa á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.