Dagur - 07.07.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 07.07.1988, Blaðsíða 3
7. júlí 1988 - DAGUR - 3 Ólafsíjörður: Ný bæjarmála- samþykkt - áfengisvarnanefnd lögð niður Ný bæjarmálasamþykkt var staöfest á fundi bæjarstjórnar Ólafsfjarðar fyrr í vor. Með staðfestingu hennar breyttist nefndaskipan bæjarins m.a. á þá lund að áfengisvarnanefnd bæjarins var lögð niður. Verksvið áfengisvarnanefndar heyrir nú undir félagsmálaráð, sem svo heitir nú. Félagsmálaráð tók við af félagsmálanefnd og fer með verkefni áfengisvarnanefnd- ar og barnaverndarnefndar. Félagsmálaráð Ólafsfjarðarbaejar er skipað 5 mönnum. JÖH Ragnheiður Erla prestur á Raufarhöfh Raufarhafnarbúar hafa verið prestlausir í tvö ár, en úr því mun rætast nú á næstunni þeg- ar sr. Ragnheiður Erla Bjarna- dóttir kemur til starfa. Bjarni Rögnvaldsson þjónaði Raufar- hafnarprestakalli síðast, en frá því hann fór hefur enginn prestur setið prestakallið. Ragnheiður Erla var vígð til prests síðasta sunnudag og held- ur hún til Raufarhafnar á næst- unni. Ragnheiður Erla er lands- mönnum að góðu kunn, en hún var í sigurliði Reykvíkinga í spurningaþáttum Ómars Ragn- arssonar „Hvað heldurðu?“ sem sýndir voru í Sjónvarpinu í vetur. Einnig örfáa L-200 Pickup 1988 frá kr. 500.000.- Þau nutu sólarinnar á Ráðhústorgi í gær. Mynd: GB Vinsælu Pajero jepparnir til afgreiðslu strax á verði mitsubishi fyrir gengisfellingu „Svartnætti framundan hjá þeim sem skulda“ éaS nöldursl sýningarsalur. Tryggvabraut 10. Símar 27015 - 27385 - 21715. „Mín persónulega skoðun er sú að stórkostlegt misræmi sé að skapast á milli launa annars vegar og verðbólgu og láns- kjaravísitölu hins vegar. Bankar, verðbréfafyrirtæki og fjármögnunarleigur eru að hirða bæði fyrirtæki og eigur einstaklinga,“ sagði Björn Snæbjörnsson, varaformaður verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, þegar hann var spurður álits á þróun peninga- mála, launa og verðlags í land- inu. Björn sagði að ekkert nema hyldýpi væri framundan fyrir þá sem hefðu staðið í íbúðakaupum eða byggingum eða hefðu á ann- an hátt fjárfest með verðtryggð- um lánum ef ekkert yrði að gert. „Það er svartnætti framundan hjá þessu fólki ef ekki verður gripið til aðgerða en margur maðurinn var rétt að ná sér upp úr erfið- leikatímanum vegna misgengis- ins um og eftir 1983. Maður hlýt- ur að velta því fyrir sér hvort forrétturinn hafi verið 1983 og ábætirinn núna,“ sagði hann. Björn sagði að það gengi ekki að binda launin en láta vexti og vísitölu dingla lausa og æða upp á við. Kjaraskerðing væri augljós- lega mikil með samninga bundna við 12-14% hækkun en verðbólgu upp á tugi prósenta. Stærsta kjarabótin fyrir þá sem skulduðu var þegar verðbólgan lækkaði en því væri ekki að heilsa lengur. „Steingrímur Hermannsson upp- lýsti að það hefðu verið mikil mistök að festa kaupgjald en ekki lánskjaravísitölu á sínum tíma. Ég er honum sammála og vona að hann gangi fram í því núna að láta þetta ekki gerast aftur,“ sagði Björn Snæbjörnsson. EHB Eigum útleysta Diesel og Turbo Diesel jeppa - bæði lengri og styttri gerð Verð frá 1168 þúsund krónum. ★ Hagkvæmir greiðsluskilmálar Karlakorinn Heimir: Vel heppnuð söng- för tll ísraels - einnig sungið í Egyptalandi Fyrir nokkru kom Karlakórinn Heimir í Skagafirði úr vel heppnaðri söngför til Israels. Ferðin stóð í rúmar 2 vikur og var sungið á 6 stöðum, fimm sinnum í ísrael og einu sinni í Egyptalandi. Ekki hefur íslenskur kór áður sungið í Egyptalandi. Alls fóru um 90 manns í ferðina og að sögn Þorvaldar Óskarssonar for- manns kórsins tókst hún með afbrigðum vel og var kórnum vel tekið hvar sem hann kom. Ferð Heimis var í boði menn- ingarmálaráðuneytis ísraels í tilefni 40 ára afmælis Ísraelsríkis og efndu ísraelar til mikillar há tíðar þá daga sem kórinn var staddur úti. Undirleikari í ferð- inni var Kathrine L. Seedell og stjórnandi Stefán Gíslason. Tveir gestasöngvarar voru með í för, þau Sigurður Björnsson og Sieg- linde Kahmann óperusöngvarar. „Þetta var, og verður, alveg ógleymanleg ferð. Það var ótrú- legt hvað fólk þoldi hitann þarna, sérstaklega þegar við sungum. Oft fór hitinn yfir 40 gráður. Við skoðuðum helstu sögustaði í ísra- el, m.a. slóðir frelsarans og það var ógleymanlegt að sjá staðina sem maður las um í biblíusögun- um sem strákur. í Egyptalandi vorum við í 4 daga og skoðuðum m.a. pýramídana," sagði Þor- valdur. Meðal þeirra staða sem kórinn söng á voru Friðarbjöllugarður- inn í Jerúsalem, á stóru torgi í borginni Natalíu og í 1000 manna samkomusal á samyrkjubúi í ísrael. -bjb SkagaQörður: Bílvelta í Norðurárdal Langur Land-Rover jeppi með 9 Hollendinga innanborðs valt út af veginum í Norðurárdal, gegnt Egilsá, sl. mánudag. Bíllinn fór nokkrar veltur niður, alls um 8 metra fall. Betur fór en á horfðist, þrír fengu minniháttar meiðsl en aðrir sluppu. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Að sögn lögreglunnar var veg- ur grófur sökum vegafram- kvæmda þarna og grunur leikur á að Hollendingarnir hafi ekki ekið eftir aðstæðum. Aftan í löngum jeppanum var kerra og hefur hún haft sitt að segja í þessari veltu. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.