Dagur - 26.07.1988, Side 5

Dagur - 26.07.1988, Side 5
26. júlí 1988 - DAGUR - 5 „Slæm staða mála á húsnæðismarkaði á Akureyri kemur hreinlega í veg fyrir að fólk flytji í bæinn.“ Mynd: Páll A. Pálsson. ur koma hægt og á löngum tíma. Næstu ár sjáum við því fram á að ef við ætlum að byggja íbúðir samkvæmt þessu kerfi og láta kerfið jafnframt verða viðbót við það sem fyrir er, þá verður bær- inn að vera tilbúinn til að leggja fram mun meira fé til húsnæðis- mála." - Hvernig líst þér á framtíð kaupleiguíbúða miðað við erfiða fjárhagsstöðu Bæjarsjóðs Akur- eyrar? „Ég óttast auðvitað að bærinn hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa að þessu eins og þyrfti og að þessi mál verði ekki sett í þá forgangsröð sem nauðsyn ber til. Slæm staða mála á húsnæðis- markaði á Akureyri kemur hrein- lega í veg fyrir að fólk flytji í bæinn. Það væri auðvitað æski- legt að sveitarfélögin gætu sinnt þessum mikilvæga málaflokki eins og þörf er á. Þó vil ég benda á að mér finnst skjóta nokkuð skökku við að á sama tíma og ríkisvaldið er að þrengja að sveit- arfélögunum sé svo stórum verk- efnum sem kaupleiguíbúðir eru velt yfir á þau.“ - Því hefur verið haldið fram af Alþýðuflokknum að hér væri unt mjög merka nýjung á sviði húsnæðismála að ræða. Er það þá ekki rétt? „Ég tel að þetta geti verið mjög merkilegt og gagnlegt kerfi fyrir þá sem eiga að nota það og fyrir það fólk er hér um mjög kærkomna viðbót að ræða við húsnæðiskerfið í landinu. Kaup- leiguíbúðir ættu að auka mögu- leikana á að fólk geti eignast íbúð, og á ég þar við aðila sem ekki hafa ráð á að leggja út það byrjunarfjármagn sem þarf til að kaupa í verkamannabústöðum. Bærinn gæti einnig notað þær kaupleiguíbúðir, sem verða utan félagslega kerfisins, til að bjóða kennurum, fóstrum og fleira fólki, sem fengur þætti að fá t' bæinn.“ - Hvaða reglur gilda um fólk, sem hefur gert samning um kaup- leiguíbúð en vill síðan flytja úr íbúðinni aftur, t.d. eftir eitt eða tvö ár? „Þetta er alveg eins og í kerfi verkamannabústaða því endur- kaupskylda hvílir á framkvæmda- aðila, sem er í langflestum tilvik- um sveitarfélagið. f þessu sam- bandi vil ég taka fram að um- sækjendur um félagslegar kaup- leiguíbúðir þurfa að uppfylla sömu skilyrði og umsækjendur um verkamannabústaði." - Er þá nokkur munur á félagslegum kaupleiguíbúðum og verkamannabústöðum nema nafnið eitt? „Munurinn er sá að í verka- mannabústað þarf kaupand- inn að leggja sjálfur fram 15 prós- ent íbúðarverðs en það er svo stór biti að sumir geta það ekki. í kaupleigukerfinu er ekki um ann- að að ræða en jafnar greiðslur á mánuði en viðkomandi hefur fimm ár til að ákveða hvort hann ætlar að kaupa íbúðina eða leigja f hana. Mánaðarleg leiga verður aftur á móti að vera nokkuð há til að standa undir öllum kostnaði, og því er ljóst að áfram verður til hópur sem varla ræður við þann húsnæðiskostnað. Þess vegna verður áfram að bjóða fram leiguíbúðir á vegum bæjarins. Langt er í land að á því sviði sé hægt að uppfylla brýnustu þörf.“ - Er þá ekki ástæða til að ótt- ast að fólk vilji ekkert nema kaupleiguíbúðir, ef það getur t.d. ávaxtað það fé á verðtryggðum hávaxtareikningum sem hefði þurft að leggja fram sem upp- hafsgreiðslu í verkamannabú- staðakerfinu? „Ég tel að þessi mál þurfi að kanna mjög vel. í kaupleigukerf- inu eru ákvæði um að á ákveðnu árabili þurfi að endurskoða tekj- ur fólks sem hefur fengið slíkar íbúðir. í verkamannabústaða- kerfinu fær fólk lán á mjög lágum vöxtum og er kerfi afborgana óbreytanlegt. í kerfi kaupleigu- íbúða er sá möguleiki fyrir hendi, ef tekjur fólks hækka umtalsvert á 5 eða 10 árum, að lánin breytist í almenn húsnæðisstofnunarlán. Af þessu sést að nauðsyn ber til að bæjarstjórn kanni þessi mál nákvæmlega því þetta er ekkert sem stökkva má út í umhugsun- 1 arlaust.“ EHB Raðhús við Dalsgerði 130 fm raðhús á tveimur hæðum til sölu. Laust fljótlega. Fasteignatorgið Geistagötu 12, Sími: 21967 Sölustiórí Bjom Kristjánsson, heimasími: 21776 Sætaferðir Akureyri - Atlavík. Um verslunarmannahelgina. Föstudag kl. 8.15 og 17.00. Laugardag kl. 8.15. Upplýsingar og farpantanir á Umferðarmiðstöðinni Hafnarstræti 82. Sími 24442. Sérleyfisbílar Akureyrar. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu- stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Egilsstöðum, veitt frá 1. september 1988. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Ólafsvík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Selfossi. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsúgæslustöð- ina á Þórshöfn. 6. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Fossvogi, Reykjavík, frá 1. október 1988 til 1. mars 1989. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina í Fossvogi. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 9. Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 10. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina á Selfossi. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 115, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 18. júlí 1988. Verið er að koma fyrir nýju grindverki í kringum Sundlaug Sauðárkróks. Mynd: bjb þcir væru að byggja undirstöður fvrir vatnsrcnnibraut scnt kæmi utan á sundlaugina í svcigjunt og bcygjum. cn draumórar þcirra verða vart að verulcika á næst- unni. Ætli hcitu pottarnir vcröi ckki látnir ganga fyrir. En þcir mcga svo sannarlcga láta hugann reika þcir Pétur og Hilmar. cnda leiðindaveður þcgar þcir voru að koma fyrir járnum og bindivír í mótin. Þcir kvörtuðu yfir h\að lítið væri um fagra kroppa sent lctu sjá sig í sundlauginni þcgar þeir væru að vinna þar. en vonuðust til að úr rættist með batnandi veðri og rneiri sól. -bjb Allt í útileguna afelátbmmMpr '"ÍS aföllum viðlegu- ® ^ búnaoi, garð- og sólhúsgögnum fram að verslunarmannahelgi

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.