Dagur - 26.07.1988, Page 6
6 - DAGUR - 26. júlí 1988
Gamla kempan Jón á Sölvabakka er úti á túninu þótt hann sé orðinn 95 ára. Hér fær hann sér duglega í nefið.
Þeir eru baggafærir Sturluhólsbræður.
Engihlíðarhreppur:
Hejjað á uppgræddum melum
- í ótakmarkaðri samvinnu
Áratugurinn 1970 til 1980 var
mikill uppgangstími hjá
bændum. Á þeim áratug voru
miklar framkvæmdir til sveita,
jafnt í byggingum og ræktun.
Þá voru engar hömlur á fram-
leiðslu búvara og stjórnvöld
hvöttu bændur til að auka
framleiðsluna. Nú er öldin
önnur og eins og flestum er
kunnugt hefur framleiðslurétt-
ur bænda verið stórlega skert-
ur og margir bændur hafa horf-
ið frá hefðbundnum búgrein-
um og farið yfir í loðdýrabú-
skap. Fjöldi bænda hefur
hreinlega brugðið búi á síðustu
árum og síðast en ekki síst hef-
ur niðurskurður vegna riðu-
veiki höggvið stór skörð í sauð-
fjárhjarðir bænda og mjög
óvíst að þau skörð verði nokk-
urn tímann fyllt.
Árið 1979 voru bændur í Engi-
hlíðarhreppi enn bjartsýnir á
framtíð landbúnaðarins og
ákváðu að tryggja heyfeng sinn
með því að koma á fót félags-
ræktun.
Búnaðarfélag Engihlíðar-
hrepps tók land á leigu og tíu
bændur í sveitinni tóku að sér að
girða landið og rækta og fengu þá
um leið forleigurétt á hinni vænt-
anlegu ræktun.
Á því ári var landið girt og sáð
í 58 ha sem voru slegnir ári síðar
og skiluðu þá strax ágætum hey-
feng.
Á árinu 1983 var sáð í það land
sem fram til þess hafði verið
óræktað innan girðingarinnar og
var ræktunin þá komin í liðlega
80 ha. Það er ekki víða sem sjá
má slíka víðáttu af rennisléttu og
ræktuðu túni.
Fyrir utan það að tryggja hey-
feng sinn með þessum hætti hafa
bændurnir, með þessu sameigin-
lega átaki, unnið mikið Iand-
græðslustarf með því að breyta
gróðursnauðum melum í grasgef-
ið tún, enda sá Landgræðsla
ríkisins ástæðu til að styrkja
framkvæmdina með því að leggja
til grasfræ og áburð á ræktunarár-
inu.
Þegar þessar framkvæmdir
fóru í gang var Árni Jónsson,
bóndi á Sölvabakka, formaður
Búnaðarfélags Engihlíðarhrepps
og hann lagði einnig til landið
undir ræktunina. Helsti hvata-
Heyskaparfólkið í afslöppun í garðinum á Fremstagili, eftir að hafa étið
lambið upp til agna. Myndir: fh
það hugmyndir að staðið væri að
þessum heyskap með sérstæðum
hætti og ákvað að kynna sér það
nánar.
Þegar blaðamanninn bar að í
glaðasólskini og brakandi þurrki
var allt heyið orðið þurrt og verið
að binda það og flytja í hlöður.
Þá voru á svæðinu um 30
manns og mikill fjöldi af dráttar-
vélum og margs konar heyvinnu-
tækjum. Það má kannski segja að
það hafi ekki allir verið í harðri
vinnu en sá elsti sem var á svæð-
inu var hin aldna kempa Jón
Guðmundsson á Sölvabakka sem
er orðinn 95 ára. Yngsta mann-
eskjan sem þar var er langafa-
barn Jóns, Ásdís Björg sem er
aðeins tveggja ára gömul, svo
það má segja það allir hafi mætt
sem vettlingi geta valdið.
Það gengur glatt þegar þremur bindivélum hefur verið raðað á teiginn.
maður þess að ráðist var í þetta
mikla átak var Valgarður Hilm-
arsson, bóndi á Fremstagili og
var hann formaður þeirrar nefnd-
ar sem kosin var til að sjá um
framkvæmdina.
Breyttar aðstæður
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan melarnir hjá Sölvabakka
urðu að túni og samdrátturinn í
Guðmundur, kokkur í grillveislunni
reynir að koma síðasta bitanum af
lambinu út.
landbúnaðinum hefur sett svip
sinn á heyskapinn þar eins og
víða annars staðar. Sumir þeirra
bænda sem að ræktuninni stóðu
hafa brugðið búi og aðrir þurft að
draga úr framleiðslu sinni.
Vegna þess var þetta mikla tún
ekki nytjað til fulls nema fram til
ársins 1985.
Nú í sumar voru það aðeins sex
bændur sem nýttu sér heyöflun á
félagsræktuninni og var aðeins
um helmingur túnsins nytjaður.
Túnið var heyjað í síðustu viku
og fóru aðeins fimm dagar í hey-
skapinn, frá því að farið var að
slá, þar til heyið var komið í
hlöður.
Blaðamaður Dags hafði um
Allt unnið í samvinnu
En þama er unnið að heyskapn-
um með mjög sérstæðum hætti,
sem hefur reynst alveg sérstak-
lega vel að sögn bændanna. Þeir
eru með sameiginlegan reikning
og er hann notaður til kaupa á
áburði, heybindigarni og olíu.
Bændurnir koma svo saman á
vorin og bera á allt túnið í einu
og er því ekki skipt neitt niður á
milli manna.
Þegar kemur að heyskapnum
mæta þeir þarna aftur og þá með
allan tiltækan mannskap og hey-
vinnuvélar. Túnið er slegið allt í
einu og síðan er hjálpast við að
þurrka heyið og hirða. Þetta er
allt gert í samvinnu og ekki um
það rætt þótt einn bóndinn leggi til
meira af mannskap og tækjum en
annar.
Heyið er allt vélbundið og er
því skipt á milli manna með þeim
hætti að baggarnir eru taldir á
flutningatækin. Sumrir bændurn-
ir vinna við heybindinguna og
aðrir við að flytj a heyið heim í
hlöðurnar. Menn eru ekki að
flytja hver sitt hey heim til sín
heldur er þetta unnið í algjörri
samvinnu eins og annað sem gert
er í þessum félagsskap og ekki
hætt fyrr en öllu heyinu hefur
verið komið fyrir.
Það er dálítið sérstakt að horfa
á jafn verkleg vinnubrögð við
heyskap eins og þarna var að sjá.
Þrjár bindivélar voru í gangi í
einu en ekki var reynt að kasta
tölu á önnur heyvinnutæki sem á
túninu voru.
Það eitt er dálítið sérstætt að
aldrei hefur komið til ágreinings
þegar þurft hefur að ákveða
hvenær ætti að bera á túnið eða
hefja þar heyskap og allir sem að
þessu standa eru sammála um að
heyskapartíminn á félagsrækt-
unni sé einn skemmtilegasti tími
heyskaparins.
Endað með átveislu
Með því að láta sjá sig á túninu
varð blaðamaður Dags sér úti um
boð í átveislu eina mikla sem
haldin var þegar túnið hafði ver-
ið hirt.
Veislan var haldin í garðinum
á Fremstagili á sunnudagskvöld-
ið. Þar kom í ljós að fleiri en
bændur og búalið höfðu komið
nærri heyskapnum en allir voru
boðnir til veislunnar sem komið
höfðu nærri heyskapnum að
þessu sinni. Meðal þeirra voru
nokkrir Blöndósingar sem
höfðu tekið þátt í ævintýrinu sér
til ánægju og heilsubótar. Þar á
meðal var Guðmundur Ingi
Leifsson, fræðslustjóri í Norður-
landsumdæmi vestra. Hann var
munstraður sem kokkur og lék
sér að því að grilla lambsskrokk í
heilu lagi hvað þá annað. Ekki
fara sögur af vænleika lambsins
en það var uppétið áður en veisl-
unni lauk.
Vonandi kemur ekki til þess að
búskapur dragist svo sarnan að
heyskaparævintýrin á túninu sem
áður voru Sölvabakkamelarnir
fari að heyra fortíðinni til. fh