Dagur - 26.07.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 26.07.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 26. júlí 1988 26. júlí 1988-DAGUR-9 Knattspyrna 4. deild: Stórsigur Æskuimar áEfflngu Æskan sigraði Eflingu þegar liðin mætt- ust í 9. umferð D-riðils 4. deildar íslands- mótsins í knattspyrnu um helgina. Loka- tölurnar urðu 5:1 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 2:1. Hálfleikstölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins því Efling var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Peir voru meira með boltann en áttu erfitt með að skapa sér færi og það var Æskan sem náði forystunni gegn gangi leiksins á 20. mínútu með marki Bjarna Áskelssonar. Elvar Grétarsson jafn- aði fyrir Eflingu úr vítaspyrnu 10 mínútum síðar og Bjarni náði aftur forystunni fyrir Æskuna skömmu fyrir leikhlé. { síðari hálfleik áttu leikmenn Eflingar sér ekki viðreisnar von og Æskan náði að bæta við þremur mörkum. Þar voru á ferðinni þeir Bjarni Áskelsson með sitt þriðja mark, Baldvin Hallgrímsson og Arnar Kristinsson. JHB Jafnt hjá UMSE-b UMSE-b og Vaskur skíldu jöfn þegar lið- in mættust á Laugalandsvelli á laugardag. Leikurinn fór fram í töluverðum vindí og urðu lokatölumar 1:1. UMSE-b lék undan vindi í fyrri hálfleikn- um og átti þá öllu meira í leiknum þrátt fyrir að leikmenn Vasks fengju ágæt tækifæri. UMSE-b skoraði eina mark hálfleiksins og þar var að verki Þröstur Guðmundsson. I síðari hálfleiknum snérist dæmið við. Vaskur lék undan vindinum og átti meira í leiknum, Gunnar Berg náði að jafna leikinn og úrslitin því sanngjarnt jafntefli þegar á heildina er litið. JHB Þrjú mörk / /X • í siðan hálfleik - tryggðu HSÞ-b sigur á Neista HSÞ-b sigraði Neista með þremur mörk- um gegn einu þegar liðin mættust á Krossmúlavelli á laugardag. Staðan í leik- hléi var 1:0 fyrir Neista. Neisti náði forystunni fljótlega í leiknum með marki Jóns Halls Ingólfssonar. Síðan var nokkurt jafnræði með liðunum og fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. HSÞ-b náði að jafna fljótlega í síðari hálf- leik með marki Einars Jónssonar. HSÞ-b var sterkari aðilinn meiri hlutann af síðari hálf- leik en Neistamenn náðu þó ágætum sprett- um og fengu sín færi. Þeir náðu þó ekki að skora en HSÞ-b bætti við tveimur mörkum fyrir leikslok. Það voru þeir Halldór Áma- son og Jóhann Pálsson sem skoruðu þau mörk. JHB SL-deildin: Fram sigraði Þór 1:0 á Laugar- dalsvellinum á sunnudaginn. Mark Framara gerði Guð- mundur Steinsson með gullfal- legu skoti í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að Þórsarar léku einum fleiri næstum allan síðari hálf- leik tókst þeim ekki að koma boltanum í mark þeirra blá- klæddu. Þótt aðeins eitt mark hefði ver- ið skorað í þessum leik var þetta hin besta skemmtun fyrir áhorf- endur, enda allar aðstæður til knattspyrnuiðkunar hinar bestu. Leikurinn byrjaði frekar rólega og virtust bæði liðin vera að þreifa fyrir sér. Fyrsta færið fékk Þórsarinn Kristján Kristjánsson, en hann missti boltann of langt frá sér og Birkir markvörður hirti tuðruna af honum. Framarar skoruðu mark sitt á 23. mín. og var það stórglæsilegt. Steinn Guðjónsson gaf þá háa sendingu inn að vítateig Þórsara, þar framlengdi Arnljótur Davíðsson boltann með góðum skalla og Guðmundur Steinsson þrumaði honum síðan viðstöðu- laust í markið, algjörlega óverj- andi fyrir Baldvin markvörð norðanmanna. Þórsarar gáfust ekki upp og skömmu síðar voru þeir ekki langt frá því að jafna leikinn. Kristján Kristjánsson renndi sér þá upp kantinn og gaf góða send- ingu á fjærhornið. Þar kom Hall- dór Áskelsson og fallegur skalli hans straukst yfir Frammarkið. Skömmu eftir leikhlé voru Þórsarar heppnir að fá ekki ann- að mark á sig. Pétur Ormslev átti háa sendingu fyrir markið og þar kom Guðmundur Steinsson og skallaði að marki. Nói Bjömsson var þá rétt staðsettur og bjargaði á marklínu og var þetta ekki í seinasta skipti sem hann bjargaði liði sínu í leiknum. Skömmu síðar fékk Ómar Torfason sitt annað gula spjald fyrir þann klaufalega verknað að sparka boltanum í burt eftir að dómarinn hafði flautað. Þetta þýddi að Ómar varð að fara af leikvelli og missir því af næsta leik liðsins gegn sínum gömlu félögum í Víkingi. Áhorfendur töldu nú víst að þetta myndi hleypa fersku blóði í þá rauðklæddu því sóknarleikur- inn var farinn að daprast til muna. En það reyndist eitthvað annað - Framararnir tvíefldust og voru mun nær því að bæta við öðru marki en Þórsarar að skora. Einkum var það „gamli“ Þórsar- inn Arnljótur Davíðsson sem var sínum gömlu félögum erfiður. Með hraða sínum og leikni setti hann vörnina oft í mikinn bobba. Eftir eina slíka rispu var hanr felldur rétt fyrir utan vítateiginn og aukaspyrna Péturs Ormslevs fór rétt yfir. Skömmu síðar átti Viðar Þorkelsson fastan skalla en rétt yfir markið. Undir lok leiksins þyngdist sókn Þórsara og tvisvar varð Birkir að taka á stóra sínum. Annað skiptið eftir skot Kristjáns Kristjánssonar og í hitt skiptið sýndi hann markvörslu á heims- mælikvarða er hann varði þrumu- skot Nóa Björnsson. En besta færið átti þó Arnljótur Davíðs- son hinumegin eftir að allir leík- menn Þórs voru farnir í sóknina. Þá fékk Pétur Ormslev boltann á miðju vallarins og renndi honum síðan á Arnljót. Hann var hins vegar of seinn og Nói komst fyrir skot hans. Bestur Þórsara í þessum leik var Nói Bjömsson og kom hann í veg fyrir stærri sigur Framara. Sóknarleikur Þórsara var fálm- kenndur í þessum leik og verða þeir að bæta um betur ef þeir ætla sér í toppsæti í deildinni. Hjá Fram var Viðar Þorkelsson best- ur í vörninni og í sókninni var Arnljótur Davíðsson ætíð ógn- andi. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Birgir Skúlason, Siguróli Kristjánsson, Nói Björnsson, Kristján Kristjánsson, Einar Arason (Axel Vatnsdal 75. mín.), Halldór Áskelsson, Júlíus Tryggvason, Jónas Róbertsson, Valdimar Pálsson, Guðmundur Valur Sigurðsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Jón Sveinsson (Kristján Jónsson 35. mín.), Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn Jónsson, Pétur Am- þórsson, Guðmundur Steinsson (Helgi Bjarna- son 75. mín.), Steinn Guðjónsson, Arnljótur Davíðsson, Ormarr örlygsson, Ómar Torfason. Dómari: Eyjólfur Ólafsson og átti hann ágæt- an leik. AP Valdimar Pálsson sést hér í einvígi við Pétur Arnþórsson. Pétur hafði betur að þessu sinni og það höfðu Framarar líka í leiknum. Ekkert bítur á Fram SL-deildin: Enn eitt tap Völsungs - óheppnin elti liðið á röndum er það tapaði 2:1 á Akranesi Heppnin var ekki með Völs- ungum þegar þeir léku gegn ÍA á Akranesi á sunnudags- kvöldið. Eftir að hafa náð að jafna Ieikinn í síðari hálfleik tóku Húsvíkingarnir leikinn nánast alveg í sínar hendur og fengu ágæt tækifæri til gera út um leikinn en færin nýttust ekki. Þess í stað náðu Skaga- menn að skora annað mark og Húsvíkingarnir máttu enn einu sinni horfa á eftir þremur stig- um út í buskann. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar á meðan þau þreifuðu fyrir sér. Minnstu mun- aði að Völsungar næðu foryst- unni eftir u.þ.b. stundarfjórðung er Guðmundur Guðmundsson átti gott skot að marki ÍA en boltinn fór í stöngina og rann þaðan fyrir markið án þess að nokkur Völsungur næði að reka í hann tána. Eftir þetta hresstust Skaga- menn nokkuð og náðu nú undir- tökunum. Þeir náðu svo foryst- unni um miðjan hálfleikinn. Tek- in var stutt hornspyrna og Karl Þórðarson skaut föstu skoti úr utanverðum vítateig, Þorfinnur hálfvarði boltann en missti hann aftur fyrir sig, á milli fóta Unnars og í netið. Skagamenn sóttu áfram mun meira og skömmu eftir markið áttu þeir hörkuskot í stöng Völsungsmarksins utan af velli. Skömmu fyrir leikhlé fengu Völsungar þó dauðafæri þegar Grétar Jónasson skaut frá mark- teig og yfir opið markið eftir langt innkast. Staðan í leikhléi var 1:0. Jónas Hallgrímsson og félagar voru óheppnir á Akranesi. Völsungar náðu fljótlega upp pressu í síðari hálfleik og hún bar árangur um miðjan hálfleik þegar Jónas Hallgrímsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Helga Helgasyni. Eftir markið tóku Völsungar nánast öll völd í sínar hendur og héldu þeim nær alveg til loka. Stefán Viðarsson fékk tvívegis gullin marktækifæri en Ólafur Gottskálksson varði mjög vel í bæði skiptin. Völsungar sóttu áfram stíft en þegar tvær mínútur voru til leiksloka komust Skaga- menn í eina sókn og skoruðu. Það var varnarmaðurinn Sigurð- ur B. Jónsson sem brá sér í sókn- ina, fékk boltann við fjærstöng og skoraði af öryggi. Úrslitin 2:1, sárgrætilegt fyrir Völsunga sem höfðu alla möguleika á sigri í þessum leik. „Við áttum að gera út um þetta. Við höfðum leikinn alger- lega í okkar höndum eftir að við skoruðum en það nægði því mið- ur ekki,“ sagði Helgi Helgason, leikmaður Völsungs eftir leikinn. Völsungsliðið barðist vel í þessum leik og hefði átt skilið a.m.k. eitt stig. Liðið verður þó að nýta færin til þess að fá stig en það hefur gengið illa til þessa. Erfitt er að taka nokkurn út úr sem besta mann. Skagaliðið var heppið að hirða öll stigin en það nýtti færin betur en Húsvíkingarnir. Ólafur Gott- skálksson og Guðbjörn Tryggva- son voru bestu menn liðsins í þessum leik. JHB 1. deild Úrslit í 4 fyrstu leikjum 11. umferðar: ÍA - Völsungur 2:1 KA - Víkingur 2:1 Fram - Þór 1:0 Valur - Leiftur 1:0 Fram U 10-1-0 23: 2 31 ÍA 11 6-3-2 18:12 21 Valur 11 6-2-316:10 20 KR 10 5-1-4 13:12 16 KA 11 5-1-5 17:20 16 Þór 11 3-5-3 13:13 14 ÍBK 10 2-4-4 13:17 10 Víkingur 11 2-3-6 9:17 9 Leiftur 11 1-4-6 7:14 7 Völsungur 11 1-2-8 6:18 5 Markahæstir: Guðmundur Steinsson Fram 10 Pétur Ormslev Fram 6 Gunnar Jónsson í A 4 Haildór Áskelsson Þór 4 Trausti Ómarsson Víkingi 4 fþróttir Axel Stefánsson, Sigurður Sigurðsson og Sigurpáll Árni Aðalsteinsson. Mynd: ET Blóðtaka hjá Þórsurum: Axel og Sigurpáll í KA - fimm fastamenn farnir frá liðinu Handknattleiksmennirnir Sigur- páll Árni Aðalsteinsson og Axel Stefánsson úr Þór hafa gengið frá félagaskiptum yfir í KA. Frá þessu var gengið á laugardaginn. Þeir Sigurpáll og Axel voru bestu menn Þórsliðsins síðasta vetur. Báðir eiga þeir að baki leiki með unglingalandsliði íslands og því er ljóst að hér er um gífurlega blóðtöku að ræða fyrir Þórsliðið. Fimm fastamenn úr Þórsliðinu hafa nú farið frá félaginu frá þvf í fyrra. Sigurður Pálsson er geng- inn til liðs við Hauka, Jóhann Samúelsson er farinn til Víkings og á undan þeim Axel og Sigur- páli hafði Ólafur Hilmarsson gengið í raðir KA-manna. Það er því Ijóst að framundan er þungur róður hjá handknatt- leiksliði Þórs. Liðið féll sem kunnugt er í aðra deild síðastlið- inn vetur með aðeins eitt stig. Birgir Björnsson hefur verið ráð- inn þjálfari fyrir næsta vetur og verður fróðlegt að sjá hvað hann nær að gera með þann mannskap sem eftir er. ET Nú héldu Dalvíkingar haus Dalvíkingar fóru vel af stað á nýjum og glæsilegum grasvelli sínum þegar þeir mættu Magna frá Grenivík á föstu- dagskvöldið. Dalvíkingamir sigraðu með tveimur mörkum gegn einu eftir að staðan í leik- hléi hafði verið 1:0 fyrir Dalvík. Magnamenn áttu öllu meira í leiknum framan af en það voru þó Dalvíkingar sem náðu foryst- unni á 15. mínútu. Örvar Eiríks- son átti þá gott skot að marki Magna, markvörðurinn varði en hélt ekki boltanum og Ingólfur Kristjánsson fylgdi vel á eftir og skoraði. Magnamenn sóttu öllu meira næstu mínúturnar eftir markið en Dalvíkingar komu síðan meira inn í leikinn og áttu sinn besta kafla síðasta hlutann af fyrri hálf- leik. Magnamenn hófu síðari hálf- leikinn af krafti og áttu fljótlega skalla rétt framhjá Dalvíkur- markinu. Þeir voru síðan mun meira með boltann og áttu mikið af skotum en gekk illa að skapa - sigruðu Magna 2:1 sér opin færi fyrr en 12 mínútur voru til leiksloka. Reimar Helga- son fékk þá góða sendingu inn í vítateig Dalvíkinga og skoraði af öryggi með föstu skoti. Staðan 2. deild: Þór burstaði Selfoss Þórsstúlkuraar áttu ekki í vandræðum með Selfoss þegar liðin mættust í 2. deild kvenna á laugardag. Leikurinn fór fram á Þórsvellinum á Akur- eyri og lauk honum með stór- sigri Þórs, 7:0 Staðan í leikhléi var 2:0. Kolbrún Jónsdóttir, Ingigerður Júlíusdóttir og Anna Hermína Gunnarsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Þór og Steinunn Jóns- dóttir skoraði eitt mark. JHB orðinn 1:1. Dalvíkingar náðu forystunni aðeins tveimur mínútum síðar. Einn varnarmaður Magna braut þá mjög klaufalega af sér rétt utan vítateigs og dæmd var auka- spyrna auk þess sem hann fékk að sjá gula spjaldið. Sendur var góður bolti inn í teig þar sem Albert Ágústsson skutlaði sér fram og skallaði glæsilega í netið. Magnamenn sóttu síðan það sem eftir var en Dalvíkingar vörðust vel og stóðu uppi sem sigurvegarar. Þegar skammt var til leiksloka fékk Albert Ágústs- son mikið högg í andlitið og varð að yfirgefa leikvöllinn. í gær var ekki orðið ljóst hver meiðsli hans voru en óttast var að hann væri nefbrotinn. Markvörður Dalvíkinga, Sigurvin Jónsson, átti góðan leik og var valinn maður leiksins af áhorfendum. Magnaliðið átti ágætan leik og var óheppið að fá ekki stig úr þessari viðureign. Jón Illugason átti góðan leik fyrir Magna og þá var Hringur Hreins- son hættulegur frammi. JHB i Knattspyrna 3. deild: Reynir sigraði Þrótt Reynir sigraði Þrótt frá Nes- kaupstað þegar liðin mættust í 9. umferð B-riðils 3. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu. Eins og kunnugt er átti þessi leikur að vera heimaleikur Reynis en var dæmdur af þeim og færður á Laugavöll. Honum lauk með sigri Reynis, 1:0. Staðan í leikhléi var 0:0. Reynismenn mættu ákveðnir til leiks og náðu strax undir- tökunum í leiknum. Þeir fengu nokkur ágætis tækifæri sem ekki tókst að nýta. Besta færið fengu þeir um miðjan hálfleikinn þegar dæmd var vítaspyrna á Þrótt en markvörður Þróttar varði slaka spymu Valþórs Brynjarssonar. Reynismenn vom mun ákveðn- ari framan af síðari hálfleik en tókst ekki að skapa sér nein afgerandi færi og Þróttarar komu smám saman meira inn í leikinn. Þeir vora betri aðilinn um miðbik síðari hálfleiks en Reynismenn náðu aftur undirtökunum undir lokin og pressuðu þá stíft. Það bar árangur þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Grét- ar Karlsson fékk þá sendingu inn í vítateig Þróttar, snéri af sér einn varnarmann og skaut á markið. Markvörður Þróttar hálf- varði skotið en það dugði ekki til, boltinn fór inn fyrir línuna og Reynismenn fögnuðu sigri. Sigur Reynismanna var sann- gjarn enda var liðið betri aðilinn lengst af. Flestir leikmanna liðs- ins áttu ágætan dag en Þróttarar hafa oft leikið betur. Dómari var Magnús Jónatansson og var hann mjög góður. JHB Knattspyrna 2. deild: Sanngjam sigur Tindastóls á KS - 2:0 sigur hefði getað orðið stærri Erkifjendurnir Tindastóll og KS áttust við á Sauðárkróks- velli sl. föstudagskvöld í 2. deildinni í knattspyrnu. Fjöl- margir áhorfendur í kalsaveðri sáu Tindastól vinna Siglfírð- inga með tveim mörkum gegn engu. Sigur Tindastóls má telj- ast fyllilega sanngjarn miðað við gang leiksins, og hefði hæglega getað orðið stærri. í hálfleik var staðan 1:0. Leikurinn byrjaði rólega og jafnræði var með liðunum. Tindastóll átti þó fyrstu mark- tækifærin þegar Ólafur Adolfs- son átti skot rétt framhjá marki KS á 6. mínútu, og stuttu seinna átti hann skalla rétt yfir markið. Næstu 20 mínútur voru tíðinda- litlar, en hart var barist. Á 26. mínútu komst Eyjólfur Sverris- son í gegnum vörn KS og átti skot í stöng, sem barst út í hend- ur Magnúsar Jónssonar mark- manns KS. Sex mínútum síðar skoruðu Siglfirðingar mark, sem var dæmt af vegna þess að dóm- arinn var búinn að dæma auka- spyrnu. Á 39. mínútu kom fyrra mark Tindastóls. Eysteinn Kristinsson óð upp hægri kantinn frá eigin vallarhelmingi upp að endamörk- um, gaf fyrir markið og þar kom Guðbrandur Guðbrandsson aðvífandi og sendi knöttinn í marknet KS-inga. Guðbrandur var aftur á ferðinni rétt fyrir leikhlé þegar hann vippaði bolt- anum yfir markvörð KS, en hann fór rétt framhjá. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og vora Siglfirðingar ákveðnari fyrstu mínúturnar. Á 54. mínútu átti Róbert Haralds- son gott skot sem fór rétt yfir markslá Tindastóls. En eftir þetta má segja að Tindastóli hafi tekið leikinn f sínar hendur. Hvert dauðafærið rak á eftir öðra og var Guðbrandur sérlega óheppinn að skora ekki mörk. Einnig átti Eyjólfur gott færi þeg- ar hann skallaði rétt yfir. Fimm mínútum fyrir leikslok kom seinna mark Tindastóls. Ólafur Adolfsson skallaði knöttinn firna fast í netið hjá Magnúsi mark- verði KS, eftir fyrirgjöf frá Árna Ólasyni úr aukaspyrnu. Staðan orðin 2:0 og hélst þannig til leiks- loka. Fyllilega sanngjörn úrslit. Bestu menn Tindastóls í þess- um leik voru Guðbrandur, Ólaf- ur, Eysteinn og Guðbjartur Haraldsson, en lið Tindastóls var í heild gott. Siglfirðingar áttu ekki góðan leik að þessu sinni. Þeir léku án Paul Friar, sem var í leikbanni, en landi hans Steve Rutter var bestur KS-inga í þess- um leik, auk þess sem Róbert Haraldsson var góður. Dómari leiksins var Guðmund- ur Sigurðsson og átti hann ágæt- an leik. -bjb Knattspyrna 3. deild: Jafntefli hiá Hvöt og Hugin Hvöt og Huginn skildu jöfn þegar liðin mættust á Blöndu- ósi á laugardag. Lokatölurnar urðu 0:0 í frekar döprum leik. Leikurinn var kaflaskiptur og 2. deild kvenna: KSburst- aöiFH KS vann stórsigur á FH þegar liðin mættust I 2. deild kvenna um síðustu helgi. Leikurinn fór fram í Hafnarfirði og þegar upp var staðið höfðu KS-stúlk- urnar skorað átta mörk en FH- stúlkurnar ekkert. Daginn eftir lék KS við UBK og lauk þeim leik með jafntefli, 2:2. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir KS miklir í leikn- um gegn FH. Linda Gylfadóttir skoraði fjögur mörk fyrir KS í leiknum, Ásta Katrín Helgadótt- ir tvö og Sigurbjörg Elíasdóttir og Margrét Sigurðardóttir eitt hvor. Leikurinn gegn UBK var mjög spennandi og mikil barátta var í honum. Það var Ásta Katrín Helgadóttir sem skoraði bæði mörk KS í þeim leik. JHB Iiðin skiptust á að hafa undirtök- in. Hvatarmenn byrjuðu betur og áttu nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Eftir um 20 mínút- ur snérist leikurinn við og Hug- inn náði undirtökunum en tókst ekki betur að nýta færin sín. Hvatarmenn voru sprækari fyrstu 10 mínútumar af síðari hálfleik en leikmenn Hugins komu síðan meira inn í leikinn og voru betri aðilinn það sem eftir var. Eins og fyrr segir var leikur þessi í daufara lagi. Bæði liðin fengu þó talsvert af færum en þau fóru öll forgörðum og úrslitin því 0:0.________________JHB Mjólkurbikarinn: Leiftm* mætir ÍBK Á Iaugardag var dregið um það hvaða lið mætast í undanúrslit- um Mjólkurbikarkeppninnar. Segja má að lið Leifturs frá Ólafsfírði hafí dottið í lukku- pottinn því það fær heimaleik gegn ÍBK. I hinum leiknum mætast Vík- ingur og Valur í Fossvoginum. Leikirnir fara fram miðvikudag- inn 10. ágúst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.