Dagur - 26.07.1988, Side 10
10 - DAGUR - 26. júlí 1988
Laus staða
Laus er til umsóknar hálf staða lektors í hjúkrunar-
fræði við námsbraut í hjúkrunarfræði í læknadeild
Háskóla íslands. Aðalkennslugrein er heilbrigðis-
fræðsla. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna til
tveggja ára.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt ítarlegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir á sviði hjúkr-
unarfræði, svo og námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykja-
vík, fyrir 17. ágúst nk.
Laus staða
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í íslenskri
málfræði við íslenska málstöð. Verkefni einkum á
sviði hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og
fræðsla og ritstjórnarstörf. Til sérfræðings verða
gerðar sams konar kröfur um menntun og til lektors
í íslenskri málfræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 18. ágúst nk.
Menntamálaráðuneytið,
18. júlí 1988.
Menntamálaráðuneytið,
19. júlí 1988.
---— iJ'- nnco Oldliun
Dodge Aries 2ra dyra
fHRYSLER
Skábfellsf. s*°»»
Draupnisgötu 4 • Pósthólf 635 • 603 Akureyri
Sími 22255 • Kennitala 630181-0389
Le Baron GTS
Á NÝJUM BÍLUM ÁRGERÐ 1988
Já, við hjá Skálafelli sf. kynnum nýjung í bílaviðskiptum,
þar sem hægt er að spara sér meiri upphæðir en áður hef-
ur þekkst. Þú sérð um að þrífa bílinn og þú sórð um að
skrá hann. í staðinn færð þú bílinn á verksmiðjuverði með
tolli og söluskatti, en án álagningar og meira að segja
með verksmiðjuafslætti í sumum tilfellum!
Við erum þekktir fyrir að kalla hlutina sínum róttu nöfnum
og viljum losna við eftirtalda bíla af '88 árgerðinni áður en
’89 árgerðin kemur (75 Chrysler, og 100 Skoda).
Eftirtaldar tegundir eru á útsölunni:
Verðáður ÚtsöluverðAfsláttur
Dodge Aries 2ra dyra 769.700,- 699.700,- 70.000,-
Dodge Aries 4ra dyra 797.300,- 727.300,- 70.000,-
Dodge Aries station 847.400,- 762.400,- 85.000,-
Le Baron GTS 998.700,- 896.600,- 102.100,-
Skoda105 L 193.300,- 148.600,- 44.700,-
Skoda 120 L 224.400,- 173.300,- 51.100,-
Skoda130 GL 273.800,- 233.100,- 40.700,-
Skoda Rapid 293.100,- 217.500,- 75.600,-
P.S.
Ef þú treystir þór ekki til að þrífa og fara með bílinn til
skráningar, tökum við það að okkur gegn vægu gjaldi kr.
8.500,-
Greiðslukjör t.d. 25% út, eftirstöðvar á allt að 2V2 ári
Hrísey:
Mikil vinna
- í frystihúsinu
Mikill afli hefur borist á Iand i
Hrísey að undanförnu og því
verið mjög mikið að gera í
frystihúsinu. Að sögn Jóhanns
Þórs Halldórssonar útibús-
stjóra KEA er þó ekkert
óvenjulegt við það, þar sem
alltaf er mikið að gera á þess-
um árstíma.
Sunnutindur frá Djúpavogi
landaði 110 tonnum í Hrísey í síð-
ustu viku og einnig landaði Sól-
fellið 60 tonnum og Snæfellið 90
tonnum. Þá eru gerðar út á milli
10 og 20 trillur frá eynni og hefur
afli þeirra verið nokkuð góður
síðustu vikur. Megnið af aflanum
sem borist hefur á land að undan-
förnu er þorskur en einnig dálítið
af ýsu.
„Það var frekar rólegt hjá okk-
ur í júnímánuði en síðan kom
kippur strax í júlí og ég á von á
að þetta haldist út ágústmánuð,“
sagði Jóhann. í frystihúsinu
vinna núna á milli 50 og 60 manns
og er unnið frá kl. 6 á morgnana
til kl. 5 á daginn. -KK
N.-Þingeyjarsýsla:
Erlendum
ferðamönnum
ekki fækkað
Haft var samband við þrjá
gististaði í N.-Þingeyjarsýslu
og grennslast fyrir um hvernig
gengið hefði í sumar. í Skúla-
garði og Lundi í Öxarfirði var
heldur minna um ferðamenn
en í fyrra en í Ásbyrgi var
ástandið betra.
Magnea Einarsdóttir er hótel-
stjóri í Skúlagarði sem á veturna
er félagsheimili og barnaskóli.
Þar er boðið upp á gistingu í upp-
búnum herbergjum og einnig
svefnpokaplássi.
„Mér finnst þetta hafa gengið
þokkalega í sumar þó að heldur
minna sé um ferðamenn. Það
koma eyður inn á milli en t.d. um
helgar þá hef ég oft þurft að vísa
fólki frá.“
Magnea sagði að útlendingar
og þá aðallega Þjóðverjar væru
stærsti hluti gestanna en íslend-
ingum hefði fækkað.
í Ásbyrgi er Sigrún Barkar-
dóttir landvörður og að hennar
sögn hefur verið alveg heilmikið
um ferðamenn í sumar. „Ég held
að hingað hafi komið fleira fólk í
sumar en í fyrra. Það var a.m.k.
aukning í júní. Núna er svo aðal
umferðartíminn að byrja og mik-
ið hefur verið að gera þessa vik-
una.“
Sigrún taldi að svipaður fjöldi
eriendra ferðamanna hefði kom-
ið í Ásbyrgi í sumar og áður.
Staðið er fyrir stuttum og löng-
um gönguferðum um nágrenni
Ásbyrgis og Hljóðakletta einnig
er mikið af stikuðum leiðum sem
fólk getur gengið eftir.
í Lundi í Öxarfirði er rekið
sumarhótel og er hótelstjóri þar
Björg Dagbjartsdóttir. Hún sagði
að nokkuð hefði verið um hópa í
sumar en ákaflega lítið um ferða-
menn á einkabílum og mun það
vera óvenjulegt.
„Mér finnst það nokkuð órétt-
látt að ferðaskrifstofur annars
staðar af landinu selji ferðir hing-
að í N.-Þingeyjarsýslu án þess að
við höfum nokkuð upp úr því.
Ferðamennirnir gista og kaupa
mat og annað utan sýslunnar en
koma svo hingað til að skoða.
Þetta fólk skilur ekkert eftir hér.
Þetta finnst mér vera ósanngjarnt
því ekki hefur verið kannað
hvaða þjónustu við höfum upp á
að bjóða hér,“ sagði Björg. KR