Dagur - 05.08.1988, Page 3

Dagur - 05.08.1988, Page 3
5. ágúst 1988 - DAGUR - 3 ----------------------\ Myndlistarsýnine í Ólafsfirði - Þorvaldur Porsteinsson sýnir vatnslitamyndir í Gagnfræðaskólanum Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður, opnar sýn- ingu í Gagnfræðaskólanum í Álagning á Austurlandi: Kaupfélag Austur- Skaftfellinga greiðir mest - um 9500 einstaklingar greiða 103 milljónir Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga á Höfn í Hornafirði er hæsti gjaldandi opinberra gjalda á Austurlandi og nema gjöld félagsins tæpum 22 millj- ónum króna. Alagningarskráin var lögð fram fyrir helgi og er heildarálagningin upp á tæpar 336 milljónir króna. Rúmlega 500 félögum er gert að greiða um 233 milljónir og 240 þúsund krónur í gjöld á árinu. Næst á eftir Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga kemur Síldarvinnsl- an í Neskaupstað sem greiðir tæpar 19 milljónir króna í skatta og í þriðja sætinu yfir hæstu greiðendur á Austurlandi er Kaupfélag Héraðsbúa á Egils- stöðum sem greiðir tæplega 15 milljónir króna. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar greiðir rúmlega 13 milljónir og Hraðfrystihús Eskifjarðar rúmar 11 milljónir króna. Um 9500 einstaklingar greiða tæplega 103 milljónir króna í gjöld á árinu, en ef ekki hefði komið til niðurfelling vegna skattlausa ársins hefðu gjöld ein- staklinga á Austurlandi hijóðað upp á rétt rúmlega einn milljarð. mþþ Ólafsfirði á sunnudaginn. Á sýningunni verða allmargar vatnslitamyndir, allar málaðar á þessu ári. Málverkasýningar í Ólafsfirði eru ekki hversdagslegur viðburð- ur en ástæða þess að Þorvaldur heldur sýningu á verkum sínum á þessum stað er að hann á föður- ætt sína að rekja til Ólafsfjarðar. Þorvaldur Þorsteinsson er fæddur á Akureyri árið 1960. Hann útskrifaðist úr nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands fyrra og hélt sl. haust til Hollands í framhaldsnám í myndlist. Hann stundar nú nám í Jan van Eyck listaakademíunni í borginni Maastricht. Þorvaldur sýnir að þessu sinni eingöngu vatnslitamyndir en hann hefur áður haldið þrjár einkasýningar, síðast í Nýlista- safninu í Reykjavík, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Þorvaldur sýndi Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistar- maður. m.a. á sýningunni UM 83, þ.e. Ungir myndlistarmenn á Kjar- valsstöðum 1983, og á IBM sýn- ingunni á Kjarvalsstöðum, sem haldin var í fyrra. Sýning Þor- valdar í Ólafsfirði nú er athygl- isvert frantlag og nota Ólafsfirð- ingar eflaust tækifærið til að sjá verk hans. Sýningin verður opin frá kl. 14.00 til 20.00 á sunnudag, frá mánudegi til föstudags milli kl. 20.00 og 22.00. Laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. ágúst verður sýningin opin milli kl. 14.00 og 17.00, en þá lýkur henni. EHB Þessi vatnslitamynd er meðal verka á sýningunni. Fiskeldisstöðvar fá lán r Sumarnámskeið í fimleikum verður dagana 8.-17. ágúst í íþróttahúsi Glerárskóla. Upplýsingar og innritun er í síma 23021 mánudaginn 8. ágúst og í íþróttahúsi Glerárskola frá kl. 6-6.30. Verð kr. 1.200,- Fimleikaráð. V____________________________________________/ RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK 88010 MVA aflspennir. Opnunardagur: Þriðjudagur 20. september 1988 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun- artíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 4. ágúst 1988 og kosta kr. 300 hvert ein- tak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík. HOTEL KEA Laugardagurinn 6. ágúst Kristján Guðmundsson leikur fyrir matargesti Dansleikur - enginn peningur í nýjar stöðvar Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum 16. júní sl. að veita á þessu ári allt að 300 milljóna króna lántökuheimildir til fisk- eldisfyrirtækja eða lánastofn- ana þeirra. Sérstök nefnd var Hólahátíð ekld í sumar Vegna viðgerða á Hóladóm- kirkju fellur Hólahátíð niður í sumar. Að venju er Hólahátíð í 17. sumarviku og ætti því að vera 14. ágúst. Áætlað er að viðgerð kirkjunnar ljúki í október í haust, verður þá hátíðarguðs- þjónusta. Prestafélag Hólastiftis verður 90 ára á þessu ári. Það er elsta prestafélag landsins. Ákveðið er að minnast afmælisins 24. og 25. september í haust. Félagið var stofnað á Sauðárkróki og þar mun afmælisfundur og fagnaður verða. (Fréttatilkynning). skipuð til að gera tillögur um nánari framkvæmd þessa mál. Þessi nefnd hefur nú skilað áliti og eru helstu tillögur hennar þær að lánsheimildum ársins í ár verði varið til að stækka stöðvar sem þegar hafa hafið rekstur. Sé þannig á málum haldið má gera ráð fyrir, að þekking og reynsla sem og búnaður sem þegar eru fyrir hendi í fiskeldisstöðvum nýtist best. Jafnframt bendir nefndin á að brýnt sé að stöðvar nái sem fyrst hagkvæmri stærð til að samkeppnisstaða þeirra á alþjóðlegum markaði sé sem styrkust. Framkvæmdasjóður og Byggða- stofnun hafa með sér samkomu- lag um skiptingu lánveitinga til fiskeldisfyrirtækja eftir landshlut- um. Framkvæmdasjóður lánar fyrst og fremst til stöðva sunnan- lands og vestan, en á því svæði eru stærstu fiskeldisstöðvarnar. Byggðastofnun lánar til stöðva í öðrum landshlutum, en þar er fiskeldi yfirleitt smærra í sniðum. Nefndin leggur til að Fram- kvæmdasjóður fái 125 milljóna króna lánsheimild, Byggðastofn- un 75 milljóna, Fiskveiðisjóður 50 miljóna og Iðnþróunarsjóður einnig 50 milljóna króna láns- heimild. Nefndin leggur megináherslu á, að ákvarðanir um lánveitingar til fjárfestinga í fiskeldi séu tekn- ar á grundvelli arðsemis- og við- skiptasjónarmiða. í því felst m.a. að gera verður kröfur um eigin- fjármögnun framkvæmda a.m.k. að þriðjungi framkvæmdakostn- aðar eins og sjóðir hafa krafist að undanförnu, fullnægjandi veð og tryggingar fyrir lánum, og að eldisstöð hafi tryggt sér viðun- andi rekstrarlánafyrirgreiðslu í viðskiptabanka. Á þessu stigi telur nefndin tæp- ast ráðlegt að njörva lánsheimild- ir niður um of enda kynnu síðar að koma fram mál sem væru fýsi- legri en þau sem nú liggja fyrir. Nefndin telur ekki í sínum verka- hring að fjalla um málefni ein- stakra fiskeldisstöðva, enda á slík umfjöllun með réttu heima á vettvangi stjórna fjárfestinga- lánasjóða og annarra fjármála- stofnana sem leggja stöðvunum til stofnfé. AP Hljómsveitin Helena fagra leikur fyrir dansi Matseðill 6/8 1988 Humarspjót á kryddhrísgrjónum kr. 940 Piparlegið hangikjöt kr. 560 Laxasúpa að hætti veiðimannsins kr. 240 Sherrylöguð villisveppasúpa kr. 380 Smjörsteikt stórlúða m/vínþrúgusósu kr. 920 Heilsteiktur nautahryggvöðvi m/eggjasósu kr. 1740 Sumarlamb m/túnfíflasósu kr. 1490 Döðlufylltur grísavöðvi kr. 1650 Smjördeigskoddi fylltur m/hindberjum kr. 540 Rabarbaramarengs með vanilluís kr. 490 Borðapantanir hjá veitingastjóra í síma 22200 Hótel KEA Bordapantanir í síma 22200

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.