Dagur - 05.08.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 5. ágúst 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON,
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Skólabúðir
að Reykjum
Reykjaskóli í Hrútafirði fær nýtt hlutverk í haust en
þá hefst þar tilraun með skólabúðir fyrir 11 til 15
ára nemendur. Þarna gefst krökkunum tækifæri til
að dvelja í viku við leik og störf. Markmiðið með
þessum búðum er einkum að gefa nemendunum,
sem flestir munu koma úr þéttbýli, kost á að kynn-
ast nýju umhverfi. Þeir koma til með að vinna að
fjölbreyttum verkefnum meðan á dvölinni stendur
- fara í náttúruskoðunarferðir og þeim verður
kynnt byggðasafnið og munu grafa sig í fönn ef
snjóar. Raunar má telja næsta víst að hið síðast-
nefnda verði gert því sjaldnast skortir snjó í Hrúta-
firði á veturna.
Þarna er á ferðinni gagnmerk tilraun sem von-
andi tekst vel. Skólabúðir eru nýjung hér á landi en
eru vel þekktar á hinum Norðurlöndunum. Oft er
talað um að nemendur í þéttbýli komist ekki nægj-
anlega í snertingu við náttúruna og atvinnulífið -
og því miður er allt of mikið til í því. Dvöl í skóla-
búðum eins og þeim sem menntamálaráðuneytið
er að koma á laggirnar í Reykjaskóla getur glætt
áhuga unglinga fyrir umhverfi sínu, sögu lands og
þjóðar auk þess sem það hefur uppeldis- og félags-
legt gildi að búa í heimavist - þótt dvölin sé ekki
löng.
Gluggamun lokað
Að öllum líkindum eru dagar Gallerí Gluggans
taldir. Starfsemin hófst síðastliðið haust og var
hugmyndin að gera tilraun með reksturinn í eitt ár.
Ef rekstri sýningarsalarins verður haldið áfram
verður það í ódýrara húsnæði. Það mátti skilja á
viðmælendum Dags að ein aðalástæðan fyrir því að
hætta verður við myndlistarsal í núverandi hús-
næði sé sú að fjölmiðlar hafi ekki fjallað nógu mikið
um sýningar í Glugganum. Hér verðum við aðeins
að stinga niður fæti. Það skal fúslega viðurkennt
að t.d. Dagur birtir ekki gagnrýni á borð við þá sem
lesa má í Reykjavíkurblöðunum - enda ekki um
auðugan garð að gresja þegar kemur að vel-
menntuðum - hlutlausum - gagnrýnendum á
Akureyri sem ekki eru nú þegar á kafi í myndlist.
Sú spurning vaknar hvort ástæðan fyrir lokun
sýningarsalarins við Glerárgötu sé sú að ekki hafi
verið fjárhagslegur grundvöllur fyrir starfseminni,
hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir mun hærri styrkj-
um frá Akureyrarbæ - og hvort sala á myndverk-
um og öðrum þeim listaverkum sem sýnd voru í
Glugganum hafi ekki verið mun minni en vonir
stóðu til. Með öðrum orðum er spurt hvort
aðstandendur Gluggans hafi í upphafi sniðið sér
stakk eftir vexti. ÁÞ.
„Ánœgjulegt að fá
svona viðurkenninguu
- segir Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi sem
nýlega fékk verðlaun frá Ferðamálaráði
Örlygur Hálfdánarson með Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs.
Örlygur Hálfdánarson bóka-
útgefandi fékk fyrir skömmu
Fjölmiðlabikar Ferðamála-
ráðs. Þessi verðlaun eru veitt
þeim aðila sem ötullega hefur
unnið að því að kynna Island
fyrir bæði innlendum og erlend-
um ferðamönnum. Dagur kom
við á skrifstofu Örlygs fyrir
skömmu og ræddi við hann um
viðurkenninguna og bóka-
útgáfu almennt.
„Þessi viðurkenning er mikils
virði bæði fyrir mig persónulega
og svo fyrirtækið í heild,“ sagði
Örlygur þegar hann var spurður
um gildi svona verðlauna. „Örn
& Örlygur mörkuðu sér ákveðinn
reit í útgáfustarfsemi í upphafi
starfsemi sinnar með útgáfu
Ferðahandbókarinnar og síðar
Vegahandbókarinnar. Við höf-
um reynt að halda sérstöðu
íslands með því að gefa út bækur
sem opna, bæði íslendingum og
útlendingum, sýn fyrir sérkenn-
um lands og þjóðar. Það er því
ánægjulegt að opinberir aðilar
telji að fyrirtækinu hafi heppnast
í þessari viðleitni sinni.“
- Hver var ástæðan fyrir því
að þú fórst út í bókaútgáfu?
„Það voru viss tímamót í lífi
mínu fyrir rúmum tuttugu árum.
Ég hafði þá starfað sem erindreki
fyrir Sambandið í tíu ár og fannst
vera kominn tími til að breyta til.
Ég hafði fengið nasaþefinn af
útgáfustarfsemi, m.a. verið
blaðamaður á Samvinnunni, rit-
stjóri Hlyns og séð um útgáfu
Ferðahandbókarinnar fyrir Sam-
bandið.
Ég lét því slag standa og setti á
stofn þetta fyrirtæki. Fyrsta ritið
sem við gáfum út var endurskoð-
uð útgáfa af Ferðahandbókinni.
Þar á eftir kom Landið þitt,
ísland. Þessi rit gengu mjög vel
og mörkuðu stefnuna sem Örn &
Örlygur hafa ætíð fylgt síðan,
þ.e. að gefa út vandaðar bækur
um ísland; náttúru, sögu og sér-
kenni landsins."
Orðabókin reið fyrirtækinu
næstum að fullu
- Nú gáfuð þið út stóra ensk-
ísienska orðabók fyrir nokkrum
árum. Hver var ástæðan fyrir því
að ráðist var í það þrekvirki?
„Það var tilfinnanlegur skortur
á góðri ensk-íslenskri orðabók.
Það voru því árið 1979 að við
ákváðum að gefa út slíka bók.
Það urðu mörg ljón á veginum og
útgáfan reyndist mun dýrari en
við gerðum ráð fyrir. Bókin kom
síðan út árið 1984 og því er ekki
að leyna að þá hrikti í undirstöð-
um fyrirtækisins. Við gátum eng-
an veginn selt bókina á kostnað-
arverði, því fólk hefði ekki keypt
hana á því verði. Fyrirtækið tap-
aði því mikið á útgáfunni og það
er fyrst núna að við erum farnir
að fá einhvern pening til baka af
bókinni.
Við erum líka búnir að gefa út
ensk-íslenska skólaorðabók, sér-
samda fyrir skólafólk, og var það
líka mikið átak fyrir okkur.
Skólakerfið tók í fyrstu hægt við
sér, vegna þeirrar afstöðu sumra
kennara að vísa á ensk-enskar
orðabækur. Sem betur fer er
þessi afstaða að breytast og salan
á bókinni að glæðast svo um
munar.“
- Hvað er framundan hjá
fyrirtækinu?
„Það sem hæst ber er útgáfa
fyrstu alfræðiorðabókarinnar á
íslensku. Hún er unnin í sam-
vinnu við Gyldendal-útgáfuna í
Danmörku og við stefnum að því
að bókin komi út árið 1990.
Það eru um 80 sérfræðingar að
störfum við að þýða bókina. Við
teljum að full þörf sé að svona
bók og teljum hana mikilvæga
fyrir þróun íslenskrar tungu. Það
hefur vantað íslensk orð yfir heiti
í ýmsum fræðigreinum og það
hefur verið nauðaráð hjá mörg-
um að nota þá erlendu heitin.
Það er von mín að þessi bók geti
komið þar til hjálpar með því að
íslenska þessi fræðiheiti.
Þess má geta að Svíar hafa haft
miklar áhyggjur af þróun tungu
sinnar. Sænska ríkið og sænskt
útgáfufyrirtæki hafa því tekið
höndum saman um úgáfu alfræði-
orðabókar. Það er skoðun for-
ráðamanna útgáfunnar þar að
með þessu samstarfi sé stigið
mikilvægt skref í varðveislu
sænskrar tungu. Við vonum að
sjálfsögðu að íslenska alfræði-
orðabókin muni einnig í framtíð-
inni verða mikilvægur útvörður
íslenskrar tungu og menningar.
Meðal annarra bóka sem von
er frá útgáfunni er 3. bindi Sögu
Reykjavíkur eftir Pál Líndal, rit-
stjóri er Einar Arndalds. Þess má
geta að við eigum bók um sögu
Akureyrar í handriti. Það er
Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um sem hefur skráð þá bók. Við
erum enn að leita að ljósmyndum
og málverkum af Akureyri fyrri
tíma, þannig að ef einhverjir eiga
gamlar myndir eða málverk af
Akureyri, væri það vel þegið ef
þeir hefðu samband við okkur.
Svo má ekki gleyma að Vega-
handbókin er nýkomin út í
endurbættri útgáfu og er hún
ómissandi félagi á ferðalagi um
landið. Fyrir Norðlendinga er
vert að geta þess að 4. og síðasta
bindi æviminninga Huldu Á.
Stefánsdóttur á Möðruvöllum
kemur út í haust.“
- Hver er framtíð íslenskrar
bókaútgáfu?
„Ég er nú lítill spámaður og
það er erfitt að segja til um
hvernig þetta á eftir að þróast.
Lestur og lestrarvenjur þjóðar-
innar eiga eftir að breytast mikið
og mjög líklegt að tímaritin eigi
eftir að ryðja sér enn meira til
rúms en nú er. Þau munu taka
yfir einhvern hluta af þeim mark-
aði sem bókaútgáfurnar hafa nú,
en ég er þess fullviss að bóka-
útgáfur sem leggja metnað sinn í
vandaðar og góðar bækur eiga
framtíðina fyrir sér,“ sagði Örlyg-
ur Hálfdánarson bókaútgefandi
að lokum. AP