Dagur - 05.08.1988, Page 6
6 - DAGUR - 5. ágúst 1988
Krógaból:
Börnin skemmtu sér vel viö dans og söng.
Mynd: GB
Itf ogjfjör á
Jurðufataballi
Dagheimilið Krógaból á Akur-
eyri, sem rekið er af foreldrum
barna sem þar dvelja, hefur nú
hafíð sitt þriðja starfsár. Þar
eru alls 20 dagvistarrými, 15
börn dvelja allan daginn og 10
hálfan daginn. Á dögunum var
haldið furðufataball fyrir börn-
in og var mikið Ijör á staðnum
þegar blaðamenn komu þar
við.
Forstöðumaður heimilisins er
Aðalheiður Hreiðarsdóttir og
sagði hún að undirbúningur fyrir
ballið hafi byrjað daginn áður
með því að börnin útbjuggu og
lituðu grímurnar sjálf. „Það var
búið að vera svo leiðinlegt veður
og þegar svo stendur á, reynum
við að iífga upp á tilveruna með
því að gera eitthvað sérstaklega
skemmtilegt inni. Auk þess,
erum við alltaf með eitthvað sér-
stakt á föstudögum fyrir þau,“
sagði hún.
Börnin voru klædd á ýmsa
vegu, eins og vera ber á
Aðalheiður Hreiðarsdóttir forstöðumaður t.v. og Odda Margrét yfirfóstra á
Krógabóli. Mynd: GB
*&■
\ t»'
furðufataballi og skemmtu sér
hið besta með söng og dansi. Þau
kunnu greinilega vel að meta
þetta framtak.
Á sumrin er starfsemin ekki í
mjög föstum skorðum því þá eru
börnin að fara í sumarfrí á mis-
munandi tímum, en Krógaból er
önnur tveggja dagvista á Akur-
eyri sem ekki er lokuð á sumrin.
Á veturna tekur við mun skipu-
lagðari starfsemi. Alltaf er böku-
nardagur einu sinni í viku og leik-
fimi jafn oft.
Aðspurð sagði Aðalheiður
rekstur heimilisins hafa gengið
nokkuð vel. Þó væri nú komin
upp sú staða, að laus rými væru
fyrir 3 börn á fjórða ári allan
daginn. Eins og stendur er lítill
biðtími eftir dagvistarrými í bæn-
um og því gætu þeir foreldrar
sem áhuga hefðu á að ganga í for-
eldrafélagið og fá rými fyrir börn
sín, haft samband við sig á staðn-
um og fengið nánari upplýsingar.
Dagvistin er til heimilis að
Löngumýri 16 og er hin vistleg-
asta. Nýlega var vinnudagur hjá
foreldrum, þar sem tekið var til
hendinni bæði innanhúss sem
utan. VG
Bóna, bóna, bóna
- Hjólbarðaþjónusta Heiðars heimsótt
Þeir eru víst ófáir bíleigend-
urnir sem þykir ekki gaman að
þvo og bóna bílana sína. Hér
áður fyrr urðu menn þó að láta
sig hafa það ef enginn vinur
eða ættingi var svo góður að
taka þetta leiðindaverk að sér.
I dag aftur á móti er þetta lítið
mál. Það eina sem þarf að gera
er að hringja og panta tíma fyr-
ir bílinn, fara með hann og
sækja hann síðan tandurhreinan
og spegilgljáandi.
Eitt þeirra fyrirtækja á Akur-
eyri sem tekur að sér að þvo og
bóna bíla er Hjólbarðaþjónusta
Heiðars. Þar höfðu tveir starfs-
menn nýlokið við þvott og bónun
á bíl og gaf annar þeirra sér tíma
í smá spjall.
„Fólk getur komið hingað til
þess að láta taka bílinn allan í
gegn eða þá bara einstaka hluta
hans svo sem mótor, sæti, teppi
og svoleiðis," sagði Sævar Árna-
son sem ásamt félaga sínum Árna
Bjarman sér um að þrífa og
bóna bílana.
„Þetta er mjög mikið notað og
við tökum 6-7 bíla í gegn á hverj-
um degi. Hingað kemur alls kon-
ar fólk með alls konar bíla og við
eigum núna nokkra fasta við-
skiptavini. Bílasölurnar koma
líka oft með bíla hingað,“ sagði
Sævar.
Honum finnst Akureyringar
hugsa alveg þokkalega um bílana
sína en stundum kæmi fyrir að
þeir fengju frekar skítuga og
sóðalega bíla til sín.
Hann sagðist ekki halda að
þetta væri dýr þjónusta því þvott-
ur og bón á fólksbílum kostaði
um 2200 kr. „Það hefur enginn
kvartað yfir því svo ég viti,“ sagði
hann.
„Ef þvo á bílinn að utan og
innan og bóna líka þá hjálpumst
við yfirleitt tveir að. Fyrst er bíll-
inn þveginn, þurrkaður og felg-
urnar skrúbbaðar. Síðan þvær
annar hann að innan en hinn
bónar. Við erum ekki nema ca.
klukkutíma að þessu,“ sagði
Sævar bónari að lokum. KR
Þá var víst komið að því að þrífa
hann að innan.
Bíllinn spegilgljáandi að lokinni meðferðinni og eigandinn vonandi ánægður.
Sævar bónari með bíl sem á að taka í allsherjar hreingerningu.