Dagur - 05.08.1988, Page 7

Dagur - 05.08.1988, Page 7
5. ágúst 1988 - DAGUR - 7 tMinning: Guðný Anna Pétursdóttir Jensen húsfreyja Fædd 8. mars 1911 - Dáin 30. júlí 1988 Kveðja frá börnum. Yfir tindum öllum er ró, friður á fjöllum. fugl í tó hljóðnaður hver; það bærist ei blær eða kliður. Einnig þinn friður framundan er. (J.W. Goethe) Elskuleg móðir okkar hefur lokið dagsverki sínu. Það verk var mik- ið og fallega unnið. Þar hjálpuð- ust að umhyggja, alúð, viska og kærleikur. Raustin kæra er þögnuð, en enginn getur máð út minninguna um mjúkar hendur, blíð orð og brosandi augu. Æðru- leysi hennar, lifandi trú og sá mannkærleikur er hún hafði tii að bera mun verða okkur að leiðar- ljósi. Við vitum að hún á góða heimkomu á æðra tilverustigi. Veri hjartkær móðir okkar guði falin. Við þökkum fyrir allt og allt. Guðný Anna, Hlíf, Valur og Gauti. Þegar mér barst til eyrna lát þess- arar merkiskonu, þá komst ég ekki hjá því að minnast æskuár- anna á Eskifirði. Sem drengur á Eskifirði hafði ég það hlutverk að vera kúasmali, en á þeim tíma reyndu flestir að eiga kú. Þessum 11 til 15 kúm var smalað saman á leiðinni út úr bænum. Einn þeirra sem ég rak kú fyrir var 'Arnþór Jensen. Það féll í hlutverk eigin- konunnar að afhenda mér kúna á hverjum morgni. Og þótt liðinn sé langur tími eru mér enn ljóslif- andi kynni mín af húsmóðurinni sem ávallt var viðbúin komu minni, ávallt svo hlý og góð við fátæka strákinn sem var bara kúasmali. í hvert skipti sem ég kom afhenti hún mér kexköku, hún taldi það svo sjálfsagt og mér fannst að betra kex væri ekki til i 'heiminum. Enn í dag blessa ég minningu þessarar konu sem jafnvel mundi eftir fátæka kúasmalanuin, og þakkaði ávallt fyrir þegar kúnni var skilað að kvöldi. Og þegar greiða skyldi mánaðargjaldið var hún alltaf fyrst til. Árin liðu, ég flutti til Akureyr- ar 1939 en árin á Eskifirði gleymdust ekki. Þessi höfðings- kona hlaut líka rnikla blessun af hálfu skaparans og gaf hann þeim hjónum dætur og syni sem hafa orðið íslensku þjóðlífi ómetanleg blessun. En það er svo merkilegt að sú blessun sem ég varð fyrir af kynnum mínum við hana sem barn hélt áfram og nú naut ég þess á efri árum að þekkja báða synina, þá Val og Gauta sem ávallt hafa verið reiðubúnir að hjálpa mér, í hvert sinn sem ég hef til þeirra leitað. Leiðir okkar lágu saman að lokum hér á Akureyri en þegar ég heyrði að nú lægi leiðin suður á bóginn fór ég og átti góða kvöldstund á heimilinu á Akur- eyri. Þetta var kveðjustund, ég tók þarna í síðasta sinn í hönd þeirrar konu sem sýndi mér þá hlýju sem gleymdist ekki þótt árin liðu. Ég votta öllum aðstandendum dýpstu samúð mína og bið Guð að styrkja ykkur og blessa. Bogi Pétursson. Dúnhárs kvæði Hagstofan: Gunnar H. HaQ ráðinn skrifstofustjóri Gunnar H. Hall hefur verið ráð- inn skrifstofustjóri á Hagstofu íslands og staðgengill hagstofu- stjóra frá 1. ágúst 1988. Gunnar lauk prófi í þjóðhags- kjarna frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1976 og mastersgráðu í þjóðhagfræði frá Uppsalaháskóla 1981. Hann var kennari í þjóð- hagfræði og stærðfræði við Versl- unarskóla Islands 1976-1978. Að loknu námi í Svíþjóð hóf hann störf sem sérfræðingur lijá Fjár- laga- og hagsýslustofnun í ágúst 1981, var skrifstofustjóri þar frá síðla árs 1983 til ársloka 1987 og settur hagsýslustjóri frá ársbyrj- un 1988. Gunnar var í stjórn Skipaútgerðar ríkisins frá sept- ember 1982 og hefur verið í stjórn Norræna hágrannsóknar- ráðsins frá því á árinu 1986. Eiginkona Gunnars er Sigur- veig Alfreðsdóttir hjúkrunar- fræðingur og eiga þau þrjú börn. Iðunn hefur gefið út nýja ljóða- bók eftir Valgarð Egilsson, og nefnist hún Dúnhárs kvæði. Valgarður er áður að góðu kunnur fyrir leikrit sitt, Dags hríðar spor, sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1980, Útgefandi kynnir bók Valgarðs, Dúnhárs kvæði, svo á bókarkápu: „Lyftir sér - einstöku sinnum / ljóð / úr röstum / lýstur þar sam- an strengjum . . . Og svo sannar- lega lýstur saman strengjum í Dúnhárs kvæðum. Sumir eru svo persónulegir og einlægir að les- endanum finnst hann kominn að innstu hjartarótum skáldsins. Aðrir strengir hríslast um íslenska jörð. Þar vefur hann saman þætti úr fornum sögum, kvæðum og náttúru. Hann sækir óhikað í smiðju hinna gömlu meistara um ytri búnað, en yrkis- efnin standa nálægt okkur. Af þrótti sem agaður er „við stuðl- anna þrískipt grein“ yrkir Val- garður Egilsson um ógnir sem steðja að nútímamanninum. En jafnframt kveður við í ljóðum hans þann tón sem ekki er bund- inn neinu tímabili í sögu mannsins: Komdu með mér Skarphugi / í Skynheim og Hryn- heim. / Eg fer miklu hægar / en hljóðið." Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ ANNA PÉTURSDÓTTIR JENSEN frá Eskifirði, sem lést þann 30. júlí sl., verður jarðsungin frá Eskifjarðar- kirkju laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00. Arnþór Jensen, Gauti Arnþórsson, Sólrún Sveinsdóttir, Valur Arnþórsson, Sigríður Ólafsdóttir, Hlíf Arnþórsdóttir, Bent Christensen, Guðný Anna Arnþórsdóttir, Hjálmar Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR HULD JÓHANNESDÓTTIR, Hafnarstræti 97, Akureyri, andaðist sunnudaginn 31. júlí á Kristnesspítala. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Sveinbjörn Vigfússon, Guðbjörg Baldursdóttir, Jóhannes Vigfússon, Barbara Vigfúsdóttir, Sævar Vigfússon, Hrafnhildur Ingvadóttir, og börn. Er ekki kominn tími til að hreyfa sig? Opnum aftur eftir sumarfrí 8. ágúst. Við byrjum á 2ja vikna námskeiði í hressri leik- fimi. Tímar þrisvar í viku. Kennari Alice Jóhanns. Innritun í síma 24979 milli kl. 17 og 19. 'ricmsstudwl Wnhrr h Sími 24979’ Tryggvabraut 22 Akureyri Leikskólastarf Leikskólann Brúsabæ að Hólum í Hjaltadal vant- ar fóstru eða starfsmann með reynslu frá 1. sept. Húsnæði og mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar í síma 95-6601 og 95-6594. Lagermaður Heildverslun óskar að ráða mann til afgreiðslu- og lagerstarfa sem fyrst. Framtíðarstarf. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 15. ágúst merkt „Lager“. Or5sending til sparifjáreigenda / \ 12-13% vextir umfram verðtryggingu Einingabréf ★ Gefa góða ávöxtun ★ Eru örugg ★ Eru alltaf laus Einingabréf eru vörn í verðbólgu. Gengi Einingabréfa 5. ágúst 1 988 Einingabréf 1 3.174.- Einingabréf2 ............................... 1.824,- Einingabréf 3 .............................. 2.025,- Lífeyrisbréf ............................. 1.596.- Skammtímabréf ............................ 1,122 éá% KAUEMNG _ NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.