Dagur - 12.08.1988, Síða 1
71. árgangur Akureyri, föstudagur 12. ágúst 1988 150. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKNR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
SigluQörður:
Afinælisvika
að heflast
Afmælisvika verður haldin á
Siglufirði dagana 13.-20. ágúst.
Tilefnið er að 20. maí sl. átti
Siglufjarðarkaupstaður 70 ára
kaupstaðarafmæli og 170 ára
verslunarafmæli. Ýmislegt
verður um að vera og hefur
undirbúningur verið mjög
mikill og margir lagt hönd á
plóginn.
ísak Ólafsson bæjarstjóri á
Siglufirði og formaður hátíðar-
nefndar sagði að margir góðir
gestir væru væntanlegir. Þeirra á
meðal eru frú Vigdís Finnboga-
dóttir forseti íslands, félagsmála-
ráðherra og menntamálaráð-
herra. Einnig munu allir þing-
menn Norðurlands vestra koma
svo og sérstakir gestir bæjar-
stjórnar: Fyrrverandi bæjarstjór-
ar og forsetar bæjarstjórna auk
fulltrúa úr nágrannabyggðar-
lögunum.
„Við höfum reynt að virkja öll
félög og félagasamtök til að taka
þátt í undirbúningi og allir sem
við höfum þurft að leita til hafa
tekið okkur virkilega vel,“ sagði
Isak. „Það ættu því allir að verða
ánægðir með afmælisvikuna og
það er bara óskandi að veðurguð-
irnir verði okkur hliðhollir."
Sjá dagskrá afmælisvikunnar
bls. 5. KR
Álafoss:
Reiknað með rok-
sölu til Japans
Markaðssókn Álafoss hf. er
ekki bundin við Sovétríkin því
ekkert lát virðist á áhuga Jap-
ana á íslenskum ullarvörum og
miklar vonir eru bundnar við
sölu þangað á næsta ári. Talað
er um 2Vi millj. dollara í þessu
sambandi.
í fréttabréfi Álafoss, Á prjón-
unum, kemur fram að menn
reikna með að sala á vörum fyrir-
tækisins til Japans á næsta ári geti
numið allt að tveimur og hálfri
milljón dollara, ef allt gengur eft-
ir sem nú er áformað. /
Japanskir forstjórar heimsóttu
Álafoss nýverið og var erindið að
ganga frá hönnun á fatnaði fyrir
næsta ár og í fréttabréfinu kemur
fram að það verk hafi gengið
ljómandi vel.
Á prjónunum hefur það eftir
Ármanni Sverrissyni, forstöðu-
manni fatadeildar, að Japanir
áforma að hefja sölu og kynningu
á vörunum strax í desember, sem
tveimur mánuðum fyrr
er
en
venjulega. Þetta þýðir jafnari
framleiðslu og afgreiðslu fyrir
verksmiðjuna á Akureyri. SS
Leiftursmenn féllu úr leik í Mjólkurbikarkeppninni í knattspyrnii er þeir töpuðu fyrir ÍBK í Ólafsfirði í gærkvöld.
Keflvíkingar skoruðu eina mark leiksins strax á 8. mínútu og þrátt fyrir mikla pressu náðu heimamenn ekki að svara
fyrir sig. Keflvíkingar munu mæta Valsmönnum í úrslitaleik en þeir sigruðu Víking 1:0 í gærkvöld. Mynd: tlv
Efnahagsástandið:
Gengisfelling í kjölfar
gjaldeyrisútstreymis?
Vaxtalækkun og gengisfelling
eru meðal þeirra efnahagsráð-
stafana sem búist er við að
ríkisstjórnin grípi til um næstu
mánaðamót. Landsmenn virð-
ast fullvissir um að gengisfell-
ing sé á næstu grösum því
undanfari hennar, aukið gjald-
eyrisútstreymi, er þegar nokk-
uð áberandi.
í gjaldeyrisdeild Búnaðar-
banka Islands á Akureyri fengust
þær upplýsingar að gjaldeyris-
kaup almennings hefðu aukist
verulega upp úr 5. þessa mánað-
ar. Fólk hefði komið með far-
Veðrið á Norðurlandi:
Rysjóttur júlímánuður
norðanátt með regni og kulda
Júlímánuður var ákaflega rysj-
óttur á Akureyri hvað veðurfar
snertir og reyndar víðast hvar á
Norðurlandi. Norðlægar áttir
réðu ríkjum með úrkomu og
kulda þannig að veðurfarslega
var engu Iíkara en komið væri
fram á haust. Meðalhiti á
Akureyri í júlí var 9,8 stig, sem
er hálfu stigi undir meðallagi.
Gríðarleg úrkoma hrelldi
Akureyringa í mánuðinum og
mældist hún 51 millimetri, sem er
hvorki meira né minna en 60%
yfir meðallagi, samkvæmt upp-
lýsingum frá Veðurstofu íslands.
Hins vegar fengust engar upplýs-
ingar um sólskinsstundur en geta
má nærri að þær hafi verið mun
færri en í meðalári.
Adda Bára Sigfúsdóttir veður-
fræðingur sagði að norðlægar átt-
ir hefðu verið æði tíðar og veru-
lega hvasst var 25. og 26. júlí.
Mikil úrkoma fylgdi í kjölfarið;
10 mm 26.-27. júlí og 7 mm 27.-
28. júlí, eða alls 17 millimetrar og
hafa þessir dagar því mikil áhrif á
heildarúrkomuna í mánuðinum.
Afskaplegur kuldi fylgdi þessu
norðanáhlaupi því þann 28. júlf
reyndist hámarkshiti dagsins 6,5
stig. Þegar litið er á björtu hlið-
arnar þá kemur í ljós að hæst
komst hitinn í 21,6 stig þann 16.
júlí.
„Miðað við árstíma var þetta
verulega rysjótt fyrir norðan,
víða mjög mikil úrkoma og
skriðuföll í kjölfarið,“ sagði
Adda Bára að lokum. SS
seðla og einnig kvittanir frá
ferðaskrifstofum fyrir innborgun
á utanlandsferð sem það ætlaði
að taka sér á hendur, jafnvel í
september eða október.
í gjaldeyrisdeild bankans feng-
ust einnig þær upplýsingar að nú
hefðu verið settar reglur þess efn-
is að fólk fengi ekki gjaldeyri
nema það framvísaði fullgildum
farseðlum og brottför væri innan
fjögurra vikna. Strangt er farið
eftir þessum reglum sem munu
hafa verið settar þann 9. þessa
mánaðar.
Að sögn starfsmanns gjaldeyr-
isdeildarinnar á þessi aukning á
gjaldeyriskaupum aðallega við
um einstaklinga sem hyggja á
utanlandsferð, en minna ber á
gjaldeyriskaupum fyrirtækja enn
sem komið er.
Þegar leitað var upplýsinga í
gjaldeyrisdeild Landsbanka
Islands á Akureyri kvað við ann-
an tón því þar höfðu menn ekki
orðið varir við óvenju mikla
ásókn í gjaldeyri. Þar töldu menn
hins vegar að aukið gjaldeyris-
útstreymi væri meira áberandi í
Reykjavík, hvað svo sem síðar
yrði uppi á teningnum. SS
Akureyri:
Fékk golfkúlu
í höfuðið
Hann hefur líklcga ekki farið
holu í höggi, golfleikarinn sem
var að leika á 18. braut golf-
vallarins að Jaðri við Akureyri
í fyrradag. Golfkúla hans lenti
í höfði pilts sem starfar á golf-
vellinum.
Pilturinn var að vinna við slátt
á vellinum þegar atburður þessi
gerðist. Var hann fluttur á
sjúkrahús, en meiðsli hans voru
lítilsháttar, kúla á höfði. Árni
Jónsson framkvæmdastjóri Golf-
klúbbs Akureyrar sagði atburð
sem þennan vera næsta fátíðan.
mþþ