Dagur - 12.08.1988, Side 3
12. ágúst 1988 - DAGUR - 3
Ræktunarsamband SkagaQarðar:
Verður það lagt niður?
- verið að kanna stofnun nýs ræktunarsambands
Miklir fjárhagsörðugleikar
steðja að Ræktunarsambandi
Skagafjarðar og fékk sam-
bandið greiðslustöðvun í júní
sem stendur fram í miðjan
september. Hugmyndir eru
uppi um að leggja Ræktunar-
sambandið niður í núverandi
mynd og stofna nýtt hluta-
félag. Verið er að kanna söfn-
un á hlutafé á meðal búnaðar-
félaganna í sýslunni og eru
góðir möguleikar á að af stofn-
un nýs ræktunarsambands
verði í haust, þar sem menn
hafa tekið því jákvætt að
leggja til nýtt hlutafé.
„Þetta er nú hlutur sem
helgast af þessum mikla sam-
drætti í landbúnaðinum, það
stendur enginn í að rækta neitt,
þannig að verkefni eru mjög lítil,
nánast engin. Það var engin
ástæða til að halda úti þessum
vélaflota að öllu óbreyttu. Þetta
hefur tekið svona þrjú ár á niður-
leið með verkefni og á sama tíma
hafa vextir farið mjög hátt upp,
þannig að greiðslubyrðin hefur
verið mjög erfið,“ sagði Þórarinn
Sólmundarson ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Skagafjarðar,
aðspurður um ástæðuna fyrir
vanda Ræktunarsambandsins, en
það hefur einnig verið á könnu
ráðunauta hjá Búnaðarsamband-
inu. Sameiginleg stjórn er fyrir
bæði samböndin og senda búnað-
arfélögin fulltrúa á aðalfund
Ræktunar- og Búnaðarsambands-
ins.
Vélastofn Ræktunarsambands-
ins var í fyrra 2 gröfur og 3 ýtur
og er verið að skera hann niður.
Með væntanlegri stofnun nýs
hlutafélags hafa menn sýnt því
áhuga að halda úti einni gröfu og
einni ýtu og myndi hlutaféð snú-
ast í kringum þær vélar. Sem fyrr
segir er verið að kanna söfnun á
hlutafé, en söfnun þess hefur
ekki hafist og fengust ekki frekari
upplýsingar um framvindu þessa
máls. Menn verða að bíða og sjá
hvað setur, Ræktunarsambandið
hefur 3ja mánaða greiðslustöðv-
un, sem rennur út sem fyrr segir
um miðjan september. -bjb
Kjúklingabændur:
Samstarf við stjómvöld
- í framhaldi af skýrslu um salmonellasýkillinn
Fyrir nokkru var sagt frá
skýrslu um útbreiðslu salmon-
ellasýkilsins sem nefnd skipuð
af fyrrverandi heilbrigðisráð-
herra, Ragnhildi Helgadóttur,
sendi frá sér. í henni kom m.a.
fram að sambandsleysi væri á
milli kjúklingabænda, neyt-
enda og stjórnvalda.
Jónas Halldórsson formaður
Félags kjúklingabænda sagði að
margt ágætt kæmi fram í skýrsl-
unni en best væri þó að í fram-
haldi af henni væri verið að til-
nefna menn frá heilbrigðis- og
landbúnaðarráðuneytinu ásamt
fulltrúa frá kjúklingabændum í
starfshóp um salmonellasýkilinn.
Hann sagði að kjúklingabænd-
ur væru ánægðir með að þetta
yrði skoðað í sameiningu. Gott
samstarf hefði verið milli fram-
leiðenda, yfirdýralæknis og land-
búnaðarráðuneytisins en við heil-
brigðisráðuneytið og hollustu-
nefnd ríkisins hefði ekki verið
um neitt samstarf að ræða.
„Mér finnst þessi skýrsla hafa
verið helst til lengi í vinnslu en er
ánægður með að hún skuli vera
komin út núna,“ sagði Jónas.
KR
Sparifjár-
eigendur
Hjá okkur fást nánast öll
verðbréf sem bjóðast
á verðbréfamarkaði
á hverjum tíma.
Vextir umfram
Tegund bréfs verðtryggingu
Einingabréf 1,2 og 3 ........ 10,0-13,0%
Bréf stærri fyrirtækja ...... 10,5-11,5%
Bréf banka og sparisjóða ... 9,5-10,0%
Spariskírteini ríkissjóðs . 7,2- 8,5%
Skammtímabréf ............. 7,0- 8,0%
Hlutabréf ............................. ?
Verðbréf er eign
sem ber arð.
éél KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700
og svo eru það efnahagsmálin .
Mynd: GB
"Kaffisopinn er góður"
þar til...
vetð'
D>Svr.
ítam*fta
S
VISA
Koiid^ og
<rerið
íóð
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Opiö laugardag 10-12