Dagur


Dagur - 12.08.1988, Qupperneq 4

Dagur - 12.08.1988, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 12. ágúst 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Skíðasvæðið í Illíðarfjalli Eitt besta skíða- og útivistarsvæði landsins er í Hlíðarfjalli. Til bæjarins hafa á umliðnum árum komið þúsundir ferðamanna og lagt leið sína í „Fjallið" og notið þar ánægjulegra stunda. Akureyrarbær hefur lagt mikið fé í mannvirki í Hlíðarfjalli og má með sanni segja að sú fjárfest- ing hafi borgað sig á margvíslegan hátt. Skíða- svæðið í Hlíðarfjalli hefur mikið aðdráttarafl sem sést best á því að sama fólkið kemur ár eftir ár til bæjarins og fer á skíði. Margir sjá ofsjónum yfir því fjármagni sem veitt hefur verið í uppbygginguna í Hlíðarfjalli - telja að þar sé verið að kasta fé á glæ. Því er til að svara að aldrei verður of miklu fé varið til málaflokks sem þess sem hér um ræðir. Því má halda fram - og styðja með rökum - að verði meiru til kostað muni það skila sér á tiltölulega fáum árum. Eitt brýnasta verkefnið framundan er endurbygging skíðahótelsins sem raunar er nánast ónýtt. Slík endurbygging myndi t.d. gera það að verkum að hægt yrði að nota hótelið allt árið, en án efa eru til fjölmargir ferðamenn sem gætu vel hugsað sér að búa í því á sumrin, auk þess sem enginn vafi leikur á að það yrði nánast fullt yfir „skíðavertíðina". Vinna þarf að því hörðum höndum að lengja ferðamannatímann á Akureyri og gæti endur- byggt hótel í Hlíðarfjalli átt þar stóran leik. Hótel af þeirri stærð og gerð sem hér um ræðir býður upp á möguleika sem annars eru ekki fyr- ir hendi á Akureyri. En þegar rætt er um leng- ingu á ferðamannatímanum kemur einnig í hug- ann sú staðreynd að aðilar í ferðaþjónustu 1 bænum þurfa að stórauka samstarf sín á milli Án samvinnu t.d. leikhúss, veitingahúsa og hótela bæjarins er illt að lengja umræddan tíma í báða enda. Hótel í Hlíðarfjalli er aðeins hlekkur í keðju. Fólk sem kemur til að stunda útiveru utan hins hefðbundna ferðamannatíma vill hafa eitthvað við að vera á kvöldin - ef svo illa vill til að vitlaust veður kemur í veg fyrir skíða- eða gönguferð. Eins og málum er háttað í dag virðist slík samvinna þeirra sem hagsmuna eiga að gæta vera afar lítil. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er perla sem bæjar- búar - bæjaryfirvöld - verða að sinna meira í komandi framtíð. Vissulega hefur bæjarfélagið í mörg horn að líta og aðkallandi verkefni bíða. En því verður tæpast á móti mælt að skipulögð uppbygging í Hlíðarfjalli og aukin samvinna þeirra sem í ferðaþjónustu starfa mun færa bæjarfélaginu auknar tekjur á mörgum sviðum. Davíð og Doddi versla nokkuð oft í nestinu. „Hvað ætlar þú að fá?“ „Súkkulaðíhúðaðan Winston, takk“ - Esso við Leiruveg heimsótt Það var einn „góðviðrismorg- uninn“ sem við ákveðið var að heimsækja Esso nestið við Leiruveg og fá að fylgjast með því sem þar fór fram. Ekki var mjög mikið að gera þegar Ijósmyndara og blaðamann bar að enda ekki komið að ham- borgaratímanum í hádeginu. „Hvað ætlar þú að fá?“ er það sem heyrist oftast þegar verslað er í sjoppu. En hvað skyldi vera algengasta svarið? Fanney Jóns- dóttir afgreiðslustúlka í nestinu sagðist halda að það væri kók og prins. „Það er alltaf jafn vinsælt,“ sagði hún. En eitthvað annað hlýtur fólk nú að biðja um. Okkur var sagt að einu sinni hefði verið beðið um súkkulaðihúðan Winston. Afgreiðslustúlkan sem lenti í þeirri pöntun var aldeilis ekki lengi að redda málunum. Hún greip pakkann, dýfði honum í súkkulaðidýfu fyrir ís, bætti síð- an verðinu á dýfunni við verð pakkans og rétti viðkomandi. Já, það er gott að geta svarað fyrir sig. Afgreiðslustúlkurnar í Esso nestinu þurfa að gera ýmislegt annað en afgreiða. Hverri vakt fylgja sérstök verkefni sem þarf að framfylgja. Pau eru til dæmis að þrífa hillur og annað slíkt. Síðan þarf auðvitað líka að skipta um fitu í pottum, fylla á hillur, búa til sósur og skera lauk. Mestur undirbúningur er þó fyrir helgar því opið er til kl. 4 aðfara- nótt laugardags og sunnudags. „Það er stundum geðveikt að gera um helgar," sagði Hanna Magnúsdóttir okkur. „Þá er mik- ið keypt af hamborgurum og öðru slíku.“ Núna kemur aðvífandi rauður bíll og í honum eru tveir piltar sem segjast heita Davíð og Doddi. „Eina pylsu takk,“ segir annar þeirra. „Það eru alveg ágætis pylsur hérna enda komum við nokkuð oft,“ sögðu þeir aðspurðir. Lára Magnúsdóttir var að ljúka við að afgreiða og snéri sér þá að því að bæta gosdósum í kælikistuna. „Það er ágætt að vinna hérna,“ sagði hún. Uppi í hillu voru ýmiss konar matvörur og lék okkur forvitni á að vita hvort hinn almenni við- skiptavinur vissi yfirleitt af því að þetta fengist hér. Lára sagðist halda ekki því það væru yfirleitt ferðamenn sem bæðu um þennan varning. Á efri hæð nestisins er veitinga- staðurinn Lindin, þar sem hægt er að fá ýmsa fljótgerða rétti. Kokkurinn, Karl Freyr Jónsson, sagði staðinn vel sóttan. „Það er mest að gera á matmálstímum og stundum er líka ágætt í kaffitím- um,“ sagði hann. Það var kominn tími fyrir okk- ur að halda heim á leið því komið Lára sctur á eina með öllu. var framundir hádegi. Framundan var hins vegar mikill annatími hjá starfsfólki nestisins því algengt er að fólk fái sér sjoppufæði í gogg- inn á þessum tíma. KR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.