Dagur - 12.08.1988, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 12. ágúst 1988
12. ágúst 1988 - DAGUR - 9
spurning vikunnar
Hefurðu farið
Hilmar Harðarson:
Nei ekki nýlega því það fást
yfirleitt bara tískuföt á þeim. Ég
kaupi þau eiginlega aldrei því
þau fara svo fljótt úr tísku.
Valgerður Jónsdóttir:
Já, ég keypti einar flottar buxur.
Annars kaupi ég lítið á útsölum.
Jón Baldur Hauksson:
Já, og mér leist mjög vel á enda
keypti ég mér buxur, peysu og
skó á mjög góðu verði.
á útsölurnar?
Linda Sævarsdóttir:
Já, nokkrar. Mér leist ágætlega
á fötin en keypti ekki neitt. Ætla
frekar að geyma peningana.
Halldóra Sveinsdóttir:
Nei, ég fer kannski núna á eftir.
Ég veit samt ekki hvort ég kaupi
nokkuð.
Útsölur eru víða í fullum
gangi þessa dagana og fólk
flykkist inn í verslanir að
gera góð kaup. Sumir skoða
vandlega það sem á boðstól-
um er og velta fyrir sér
hversu hagkvæm kaupin eru,
aðrir tína niður af rekkum
nánast hvað sem á vegi
þeirra verður, að því er virð-
ist án umhugsunar. Sögur
ganga af fólki sem fer á
útsölur og kaupir grimmt,
jafnvel hluti sem það aldrei
kemur til með að hafa not
fyrir. Þannig á einn útsölu-
glaður að hafa í stundargeðs-
hræringu yfir góðu verði
keypt skó sem báðir voru
upp á sama fótinn! Hvað
sem því líður brugðum við
okkur útsölurúnt upp í
miðbæ Akureyrar og kíktum
á nokkrar útsölur.
Hvad ætli þessar buxur kosti?
„Þessir skór kosta bara 300 kall, ég ætla sko að kaupa þá.“
Alvöru útsala
„Þetta er alvöru útsala,“ sagði
Ragnar Sverrisson eigandi JMJ á
Akureyri þegar við komum þar
við. Og hvað kallar maðurinn
alvöru útsölu? Jú, peysa sem
kostaði 4500 krónur fer á 1900, er
eitt lítið dæmi. Fyrir utan versl-
unina mátti sjá fólk í ákafri
skyrtuleit, enda stykkið á litlar
200 krónur.
„Já þakka þér fyrir,“ segir
Ragnar skælbrosandi þegar hann
er spurður hvort mikið hafi verið
að gera frá því útsalan hófst.
Stanslaus straumur og fólkið
kemur víða að. Átta manns vinna
í búðinni meðan á útsölunni
stendur, eða helmingi fleiri en
vant er. Allir voru innanbúðar-
mennirnir á þönum fram og
aftur, sýndu buxur, vesti, brók og
skó.
„Það var hérna fólk að sunnan
og var himinlifandi. Ég var
spurður hvort ég færi ekki með
þetta suður til Reykjavíkur, en
ég hef hugsað mér að láta Akur-
eyringa og nærsveitamenn njóta
útsölunnar,“ sagði hann jafn
himinlifandi og sá að sunnan.
Útsalan í JMJ stendur út vik-
una og bjóst Ragnar við að búðin
yrði nánast tóm eftir. Ekki sagð-
ist hann vera vanur að bjóða vör-
ur sínar á útsölu og sagði aldrjúg-
ur að ekki hefði verið útsala í
versluninni í tíu ár, þar til í
febrúar á þessu ári. „Þá var alveg
dúndur traffík og það sama gerist
núna,“ sagði Ragnar.
Röð fyrir utan
Það var líka margt um manninn í
Sporthúsinu, en þar hófst árleg
útsala á mánudagsmorgun. „Það
var þokkaleg röð fyrir utan búð-
ina klukkan níu morguninn sem
við byrjuðum,“ sögðu þeir
Leonard og Svanur.
Þegar klukkan var rétt yfir níu
voru þrjátíu manns í búðinni.
Félagarnir sögðu marga hafa
komið á útsöluna og gert hin
prýðilegustu kaup. Enda væri
þessi útsala ekki af verri endan-
um, yfirleitt 40-50% afsláttur og
viðskiptavinir því ánægðir.
„Það er mjög gaman að þessu.
Verulega skemmtilegt að vinna
hérna þegar er útsala. Allir svo
ánægðir,“ sögðu þeir ennfremur.
Útsalan á að standa til laugar-
dags, „ef eitthvað verður eftir,“
Það var fjöldi fólks á útsölu hjá JMJ.
og sýndist bara ánægður með kaupin,
eins og þeir sögðu þegar þeir litu
yfir verslunina, en þar voru farn-
ar að myndast talsverðar eyður í
nokkra rekka.
Þeir sögðu mikið um að fólk af
öllu Eyjafjarðarsvæðinu kæmi á
útsöluna og væru Ólafsfirðingar
og Dalvíkingar áberandi. Þá væri
líka talsvert um að útlendingar
rækju inn nefið, en þeir versluðu
að öllu jöfnu ekki mikið af sport-
fatnaði.
Rétt í þann mund sem við voru
að yfirgefa verslunina var hún
Súsanna að festa kaup á striga-
skóm sem kostuðu 300 krónur á
útsölunni, sem fyrir útsölu kost-
uðu 1800 kónur. „Þarna græðir
Þessi var að kaupa sitt lítið af hverju
þú 1500 kónur,“ voru lokaorð
hinna útsölureyndu pilta.
Þaö sofnar enginn á útsölu
Útsalan í Akurliljunni hófst í síð-
ustu viku og sagði Ragnhildur
Thoroddsen að mikið hefði verið
að gera í versluninni frá því hún
byrjaði. „Það hefur verið virki-
lega mikið að gera hjá okkur
undanfarna daga og sumir rekk-
arnir eru hálftómir," sagði Ragn-
hildur.
Þegar útsalan hófst var komin
röð fyrir utan búðina og þyrptist
fólkið inn á slaginu níu. „Það var
sannkölluð útsölustemmning
Hér er hægt að gera góð kaup!
hérna hjá okkur,“ sagði hún.
„Fólk er aðallega að huga að hag-
kvæmum kaupum. Sumir eru að
kaupa sér föt fyrir næsta sumar,
aðrir eru á leið til sólarlanda og
eru þá að leita að sumarfötum
fyrir ferðina," sagði Ragnhildur
og bætti við að boðið væri upp á
ríflega helmingsafslátt á vörun-
um.
Þar sem Akurliljan er einkum
verslun með kvenmannsföt eru
það einkum konur sem þar
versla. Þó kemur það fyrir að eig-
inmennirnir fylgi konunum í
verslunarleiðangurinn, „og það
er ákaflega gaman þegar herrarn-
ir koma með,“ sagði Ragnhildur
og Hanna sem einnig vinnur í
versluninni tók undir það. Þær
sögðu að oft létu herrarnir ekki
uppi skoðun sína á þeim kjólum
sem verið væri að máta, „en þeir
hafa sína skoðun engu að síður.
Það er bara oft djúpt á henni.
Við erum samt vanar að fiska
upp úr þeim hvað þeim finnst.“
Éinhverju sinni mætti eigin-
maður með konu sinni og fylgdist
með er hún mátaði hvern kjólinn
á fætur öðrum. Þar kom þó að
sögu að athyglisgáfan dvínaði og
fór svo að lokum að maðurinn
leið út af - steinsofnaði í sófa sem
var í versluninni. „En það sofnar
enginn á útsölu,“ fullyrtu þær
Hanna og Ragnhildur og það eru
líklega orð að sönnu.
Fólkið vill helmingsafslátt
„Við höfum aldrei boðið upp á
svona mikinn afslátt áður,“ sagði
Jón Lárusson deildarstjóri í
Herradeild KEA, en þar hófst
útsala í fyrradag og er afsláttur á
vörum yfirleitt ekki undir 50% og
fer upp í 70%. Útsalan nær til
fatadeilda, skódeildar og einnig
er útsala á hljómplötum og leik-
föngum.
„Tískuvöruverslanir geta leyft
sér að slá verulega af fatnaði á
útsölu, þar sem við teljum að
álagningin sé talsvert há hjá
þeim. Við getum ekki verið eftir-
bátar þeirra og verðum því að
bjóða upp á góða útsölu. Fólkið
vill helmingsafslátt," sagði Jón.
Hann sagði að fjöldi fólks
hefði komið að versla útsöludag-
ana og verslunin „vel lifandi
eins og hann orðaði það. „Við
erum mjög ánægðir með viðtök-
urnar,“ sagði hann og bætti við
að vissulega væri afslátturinn
hressilegur í mörgum tilvikum,
„en það er dýrt að liggja með
lager, vextirnir eru orðnir svo
háir og því betra að bjóða vör-
urnar á svona góðu verði.“
í lok þessa mánaðar verður
efnt til svokallaðra skóladaga í
Vöruhúsinu og þar verður hægt
að gera góð kaup á ýmsum skóla-
vörum og fatnaði, eins og til að
mynda úlpum. mþþ
Aldrei jafn góður afsláttur á útsölu í Vöruhúsinu. Myndir: gb
Suður-Þingeyingar
Húsvíkingar
Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga
efnir til skógardags.
Byrjað verður á að skoða skógrækt Húsvíkinga undir
leiðsögn Hjartar Tryggvasonar og síðan farið í
Fosssel þar sem Friðgeir Jónsson leiðbeinir hópnum.
Mætid galvösk í skrúðgarðinn á Húsavík
kl. 10.00 sunnudaginn 14. ágúst.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
V_______________________________/
Nýkomnar fallegar
reykjarpípur
á góöu veröi
Gos ★ Sælgæti ★ Pylsur ★ fs
Opið alla daga til kl. 23.30.
Verslunin Ksja
Norðurgötu 8, sími 22676.
*------------------------*
Hugsum fram
á veginn!
Blindhæð
framundan.
Við vitum ekki hvað
leynist handan við
hana. Ökum eins
langt til hægri og
kostur er og drögum
úr hraða.
Tökum aldrei
áhættu!