Dagur - 12.08.1988, Side 16
rnam
Akureyri, föstudagur Í2. ágúst 1988
Trefjaplast:
Vonast til
að ná
markaði á
Grænlandi
- samdráttur í
verkefnum og mikill
fjármagnsskortur
Helgarseðill Smiðjunnar
Karrýlöguð laxasúpa
Grafinn lax með sinnepssósu
Smjörsteiktur skötuselur með hvítlauk
og ólífum
Ofnsteikt pekingönd með appelsínusósu
Glóðarsteikt nautabuff með bakaðri
kartöflu og gráðostsósu
Perusorbed með ferskum ávöxtum
Lítil verkefni eru framundan
hjá Trefjaplasti hf. og er rekst-
ur fyrirtækisins í verulegri
lægð eins og reyndar hjá flest-
um fyrirtækjum í iðnaði um
þessar mundir. Trefjaplast sit-
ur nú uppi með 17 tonna plast-
bát óseldan og er verðmæti
hans um 12,5 milljónir.
Eggert ísberg, framkvæmda-
stjóri Trefjaplasts, var nýverið á
Grænlandi þar sem hann var að
kynna framleiðslu Trefjaplasts og
reyna að afla markaðar fyrir þá
báta sem fyrirtækið hefur fram-
leitt að undanförnu.
Menn frá Grænlandi hafa kom-
ið og skoðað bátana og að sögn
Eggerts eru þessir bátar einmitt
þeirrar gerðar sem Grænlending-
ar eru að leita að. Þá er spurning-
in hvort íslensku fyrirtækin
standist verðsamanburð við fyrir-
tæki í sama iðnaði á hinum
Norðurlöndunum en svipaðir
bátar eru einnig framleiddir í
Noregi og Danmörku. Eggert
kvaðst ekki óttast samanburð í
vörugæðum en verð íslensku bát-
anna væri í efri kantinum.
Eggert kvaðst vonast til að ná
einhverjum markaði í Grænlandi
en það væri ekkert sem gerðist á
nokkrum dögum en hann vonað-
ist til að þetta færi eitthvað að
skýrast í kringum áramótin. Nú
eru starfsmenn Trefjaplasts ekki
nema fimm en þegar best lætur
hafa allt að 10 menn verið þar í
vinnu.
„Stjórnvöld eru hreinlega að
drepa okkur og allan iðnað í
landinu með þessum voðalega
fjármagnskostnaði og sífelldum
kollsteypum. Þeir geta kannski
bjargað útflutningsiðnaðinum
eitthvað í bili með gengisfelling-
um en ég sé ekki hvað verður
gert fyrir okkur hina sem fram-
leiðum aðallega fyrir innanlands-
markað. Þó að vextir verði lækk-
aðir fer það ekki að skila sér fyrr
en eftir langan tíma,“ sagði
Eggert ísberg að lokum. fh
Útsala, útsala, útsala. Nánar er fjallað um þær í máli og myndum á bls. 8 og 9.
Mynd: GB
Fiskeldi á íslandi:
Ójöfa samkeppni við
erlend fyrirtæki
„Það er hrikalegt hvernig búið
er að fara með þessa atvinnu-
grein. Fyrirtækjunum hefur
verið úthlutað framkvæmda-
lánum sem eru bara Vi af því
sem þau þurfa og síðan eru þau
skilin eftir,“ sagði Markús
Stefánsson, sem á sæti í stjórn
Arlax á Kópaskeri og vara-
stjórn Óslax í Ólafsflrði. Vandi
fiskeldisstöðva er nú mjög í
sviðsljósinu eftir að „svört“
skýrsla þar að lútandi var rædd
í ríkisstjórn sl. þriðjudag.
Markús sagði að ef byggð væri
fiskeldisstöð fyrir 100 milljónir
þyrfti hún 200 milljónir í rekstr-
arlán fyrstu tvö árin og hún fengi
engan arð fyrr en eftir þrjú ár.
Erlendis væri þetta hins vegar
tekið inn í stofnframkvæmdirnar
fyrstu þrjú árin, auk þess sem
stöðvarnar þar fengju 25-30%
ríkisstyrki, niðurgreidda vexti
o.fl.
„Þar að auki eigum við að
borga 6% fjárfestingarskatt á öll
lán á þessu ári. Þetta þekkist ekki
erlendis og síðan eigum við að
keppa við þessi fyrirtæki á mark-
aðinum með sama verð. Það er út
í hött að þetta geti gengið upp,“
sagði Markús.
Hann taldi að ef almennilega
væri staðið að fiskeldinu á fslandi
gæti það orðið einn stærsti
atvinnuvegurinn á landinu innan
örfárra ára og hugsanlegt að hægt
yrði að framleiða 10-12 þúsund
tonn á árinu 1990, sem þýddi út-
flutning upp á 3-4 milljarða
króna.
Þá sagði Markús að heims-
markaðsverð væri hátt núna og
eftirspurn mikil, og á íslandi
væru aðstæður til fiskeldis betri
en víðast hvar; ómengað vatn og
loft og greiður aðgangur að heitu
vatni og sjó, eins og t.d. á Kópa-
skeri. Hann sagði að fyrir lands-
byggðina gæti fiskeldið þýtt
spurningu upp á líf eða dauða og
því þyrfti að standa vel að þess-
um málum. SS
Skagafjörður:
Bflvelta skammt
firá Hofsósi
Bílvelta varð aðfaranótt
fímmtudags á Siglufjarðarvegi,
skammt frá Hofsósi, við bæinn
Litlu-Brekku. Bfllinn hafnaði í
Urriðalæknum og er gjörónýt-
Bæjarfógetaembættið á Akureyri:
r Tíu eignir seldar
á nauðungaruppboði
- gjaldþrotabeiðnum hefur fækkað verulega
Tíu eignir hafa verið seldar á
nauðungaruppboði hjá bæjar-
fógetanum á Akureyri það sem
af er þessu ári. Allt árið í fyrra
voru seldar níu eignir, átta
fasteignir og eitt skip. Fyrstu
sjö mánuði þessa árs höfðu
28 gjaldþrotabeiðnir borist inn
á borð til bæjarfógeta, en voru
44 fyrir sama tíma í fyrra.
Elías I. Elíasson bæjarfógeti á
Akureyri sagði að þó fleiri sölur
hafi farið fram nú í ár, væri ekki
hægt að spá fyrir um hvort aukn-
ingin yrði veruleg. Ekki hafði
Elías haldbærar tölur varðandi
uppboðsbeiðnir, en taldi þó að
þeim hefði heldur fækkað.
Það sem af er árinu hafa bæjar-
fógetaembættinu borist 28 gjald-
þrotabeiðnir, en þær voru 44 yfir
sama tíma á síðasta ári. Allt árið
Kjöt
Akureyri:
af sumarslátruöu
Sumarslátrun er hafln hjá Slát-
urhúsi KEA á Akureyri og er
þetta annað sumarið sem þessi
tilraun er gerð. Að sögn Óla
Valdimarssonar sláturhús-
stjóra var 54 lömbum slátrað í
fyrstu slátrun og 44 sl. mið-
vikudag og verður slátrað
vikulega.
Óli sagði að hér væri ekki um
nein „léttlömb" að ræða heldur
væru þau hin ákjósanlegustu í
alla staði, 12-14 kíló. Hann
kvaðst ekki hafa heyrt annað en
að neytendur tækju nýja lamba-
kjötínu vel og er áætlað að slátra
um 50 lömbum á viku. Kjötið fer
aðallega í verslanir á Akureyri,
en einstaka skrokkar eru sendir í
n ágrannabyggðarlögin.
Nýja kjötið er töluvert dýrara
en það frosna vegna söluskattsins
og á það sérstaklega við um
niðursneitt og pakkað kjöt. Heil-
ir skrokkar frá fyrstu slátrun eru
20% dýrari í heildsölu, að sögn
Óla, en heildsöluverðið lækkar
síðan um 2,5% á viku.
SS
í fyrra bárust 63 gjaldþrotabeiðn-
ir til bæjarfógeta og hafa aldrei
verið svo margar, að sögn Arnars
Sigfússonar fulltrúa hjá bæjar-
fógetaembættinu. Á árunum
1980-84 bárust að jafnaði um 20
slíkar beiðnir til embættisins, en
árið 1985 rauk talan upp í 55. Ári
síðar voru þær 54 og í fyrra voru
þær 63, sem fyrr segir.
„Það má segja að stökkbreyt-
ing hafi orðið hvað þetta varðar á
árinu 1985, en þá fjölgaði gjald-
þrotabeiðnum mjög,“ sagði Arnar
og sýndist honum sem allt stefndi
í að jafnvægi væri aftur að kom-
ast á þar sem beiðnum hefði
fækkað mjög. Arnar sagði varð-
andi gjaldþrotabeiðnirnar að þar
væri nánast eingöngu um ein-
staklinga að ræða. Örfá hluta-
félög væru þó inni í myndinni, en
þau væru smá og hefðu ekki haft
verulega starfsemi.
Merkjanleg fækkun hefur orð-
ið á nauðungaruppboðum á
lausafé, en í ár hafa borist um
200 siíkar beiðnir, en voru 32
fleiri á sama tíma í fyrra. mþþ
ur eftir veltuna. Ökumaður
bflsins slasaðist mikið og var
sendur suður á Borgarspítal-
ann í gærmorgun með sjúkra-
flugi. Hann er ekki talinn í lífs-
hættu.
Ökumaður sat fastur í bílnum
eftir veltuna og þurfti að skera
flakið til að losa ökumanninn.
Tveir farþegar voru í bílnum og
voru sendir á sjúkrahúsið á Sauð-
árkróki. Annar fékk að fara heim
í gær með lítil meiðsli, en hinn
var lagður inn með beinbrot og
fær að fara heim í dag eða á
morgun.
Við bæinn Fremri-Kot í
Norðurárdal var ekið á lamb
seinni partinn í gær og ók öku-
maður burt af staðnum án þess
að tilkynna ákeyrsluna. Lambið
er illa útleikið og vildi lögreglan á
Sauðárkróki biðja þá sem eitt-
hvað skyldu vita að hafa sam-
band, því að aka burt frá svona
atviki væri ekki ökumönnum til
framdráttar. -bjb
Nýjar
kartöllur
Kjörland hf. á Svalbarðseyri
hóf að dreifa nýjum kartöflum
í gær. Fyrsti skammturinn fór í
vcrslanir á Akureyri.
Alls var dreift 250 kílóum af
kartöflum í fyrstu dreifingunni. í
fyrra voru þeir Kjörlandsmenn
hálfum mánuði fyrr á ferðinni
með nýjar íslenskar kartöflur, en
þá fór fyrsti skammtur í verslanir
þann 24. júlí. Kílóið af þessum
nýju kartöflum kostar 155
krónur. mþþ