Dagur - 13.08.1988, Page 9
8 - DAGUR - 13. ágúst 1988
13. ágúst 1988 - DAGUR - 9
Við Eyjafjörð vestanverðan
stendur Hjalteyri u.þ.b. 20 km
norðan við Akureyri. Undir lok
síðustu aldar hafði þar risið lítið
þorp undir brekkunni fyrir ofan
eyrina og varð það lögskipaður
verslunarstaður um aldamótin.
Skömmu seinna hófu Svíar og
Norðmenn útgerð frá Hjalteyri,
aðallega síldveiðar. Þorpið tók
stakkaskiptum á fáeinum árum,
fátækt og umkomuleysi sem
þarna hafði ríkt hvarf eins og
dögg fyrir sólu. Vegna heims-
styrjaldarinnar fyrri lagðist
athafnalíf niður í plássinu, en
nokkrum árum seinna tók
fyrirtæki Thors Jensen,
Kveldúlfur hf., Hjalteyri á leigu
og hóf útgerð, einkum
síldveiðar og söltun. Þessi
starfsemi hélst óslitin fram á
þriðja tug aldarinnar, en þá
skall heimskreppan á og við tók
ördeyða og atvinnuleysi á
Hjalteyri.
Á Hjalteyri reis síðan síldar-
bræðsla árið 1937 og þá hófst nýtt
tímabil í sögu staðarins. íbúum
fjölgaði og margt aðkomufólk
leitaði þar atvinnu á sumrum,
þegar síldarvertíð stóð sem hæst.
Síldarverksmiðjan á Hjalteyri
var síðan starfrækt óslitið til árs-
ins 1966, er dró úr síldarafla við
ísland. Þegar síldarstofninn
hrundi lagðist verksmiðjan niður.
Fólk fluttist í burtu og dauft hef-
ur verið yfir athafnalífi þar síðan.
Mannvirki hafa staðið þar lengi
auð og í lítilli umhirðu og beðið
þess að eitthvað kæmi til sem
gæti hleypt nýju blóði í athafnalíf
staðarins.
Nú eru hins vegar teikn á lofti
sem benda til þess að hjólin geti
aftur farið að snúast á Hjalteyri
og er það með talsvert öðrum
hætti en áður, en þó tengt sjávar-
útvegi. Nýstárlegar tilraunir fara
þar nú fram og það er Fiskeldi
Eyjafjarðar hf. sem var stofnað í
fyrra sem stendur fyrir tilraunum
á lúðueldi. Tilraunirnar lofa góðu
og nú er ákveðið að hefja upp-
byggingu á hinum gömlu mann-
virkjum síldarverksmiðjunnar
sem þá fengju nýtt hlutverk, að
hýsa þessa merku starfsemi. Ef til
vill eru nýir uppgangstímar í
vændum á Hjalteyri.
Ólafur Halldórsson fiski-
fræðingur er verkefnisstjóri
Fiskeldis Eyjafjarðar hf. og
frumkvöðull að þessum tilraun-
um. Ólafur er í helgarviðtali
Dags að þessu sinni, en hann er
Akureyringur og lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á
Akureyri árið 1974.
Hafði lengi haft áhuga
á fiskifræði
Við byrjuðum á að inna Ólaf
eftir, af hverju fiskifræðin hafi
orðið fyrir valinu hjá honum á
tímum þegar fólk sótti frekar í
húmanísk fög, eða þá að
menn stúderuðu heimspeki og
jafnvel félagsvísindi.
„Að loknu stúdentsprófi hafði
ég svo gott sem ákveðið að fara í
fiskifræði, ég hafði fengið áhuga
á þessari grein nokkrum árum
áður, hafði verið til sjós á togur-
um í sumarfríum á menntaskóla-
árunum. Ég hafði fyrst í huga að
læra í Þýskalandi en það breytt-
ist, Jakob Jakobsson núverandi
forstjóri Hafrannsóknastofnunar
ráðlagði mér að fara til Bergen í
Noregi. Ég hóf þó nám í Háskóla
íslands, en entist ekki nema einn
Fiskeldi Eyjafjarðar hf. á Hjalteyri:
ÞAÐSTONDAR
ENGINN
RANNSÓKNIR
FYRIR OKKUR
- Ólafur Halldórsson fiskifræðingur í helgarviðtali
Ólafur Halldórsson fískifræðingur.
Hjalteyri.
mánuð, leiddist skólinn og fór á
sjó. Ég fékk síðan pláss á rann-
sóknaskipi Hafrannsóknastofn-
unar, Árna Friðrikssyni og var
þar veturinn ’74 til ’75. Síðan lá
leiðin til Bergen haustið 1975 þar
sem ég hóf nám við háskólann og
byrjaði þá í almennri líffræði.
Ég nefndi að Jakob Jakobsson
hefði ráðlagt mér að fara til
Bergen. Áður en ég lauk
Menntaskólanum fór ég suður og
ræddi við Jakob um nám í fiski-
fræði. Hann ráðlagði mér að fara
til Noregs því hann þekkti til
námsins þar. Jakob hafði og hef-
ur enn mikinn áhuga á bergmáls-
mælingum, en það er ein áreið-
anlegasta aðferðin sem til er við
beinar stofnstærðarmælingar á
fiskistofnum, og þá sérstaklega á
uppsjávarfiskum. Jakob byrjaði
að nota þessa aðferð á síldar-
stofninn hér við land upp úr 1970
og líklega er íslenski síldarstofn-
inn með fyrstu fiskistofnum sem
þessi aðferð er reynd á. Jakob er
því frumkvöðull að því leyti, þótt
sjálf aðferðin hafi að langmestu
leyti verið þróuð í Noregi. Um
1975 var stofnuð fiskifræðideild
við háskólann í Bergen og Olav
Dragesund varð þá prófessor
þar, en hann vann við síldarrann-
sóknir á síldarárunum. Þarna var
mikill áhugi á bergmálsmæling-
um sem ekki var í Kiel í Þýska-
landi, en þangað hafði ég upphaf-
lega hugsað mér að fara.
Ég tók allt námið í Noregi,
fyrstu fjögur árin voru almenns
eðlis, grunnfög s.s. líffræði,
stærðfræði og þ.u.l. Framhalds-
nám í fiskifræði hóf ég síðan
haustið 1979. Aðalverkefni mitt
þar fjallaði um bergmálsmæling-
ar og möguleika á mælingum á
smásíld hér við ísland, þ.e. mæl-
ingum á ungviði sumargotssíldar-
innar. Það verkefni tók um tvö
ár.
Það var gott að dvelja
í Noregi
Árin í Bergen voru lærdómsrík
og mér líkaði mjög vel í Noregi.
Mikil tengsl eru á milli háskólans
og hafrannsóknastofnunar í
Bergen, þannig að stúdentar
kynntust starfsemi hafrannsókna-
stofnunar vel. Öll þessi reynsla
var góður undirbúningur fyrir að
hefja störf á Hafrannsóknastofn-
un hér heima.
Náminu lauk ég síðan vorið
1982 og byrjaði að vinna á Haf-
rannsóknastofnun um haustið og
þá aðallega við síldarrannsókn-
ir.“
- Hvers vegna tókstu síld fyrir
sem sérsvið? Hafði síldarstofninn
ekki hrunið allnokkru áður vegna
rányrkju?
„Það er rétt að stofnarnir voru
æði litlir, en íslenska sumargots-
síldin var þá í örum vexti sem
rekja má beint til skynsamlegrar
veiðistjórnunar á þessum tíma.
Tillögum Hafrannsóknastofnun-
ar hafði þá verið fylgt um stund
og stofninn var í örum vexti á
þessum árum. Jakob Jakobsson
hafði notað bergmálsmælingar til
að fylgjast með vexti stofnsins og
fullorðnu síldinni. Litlar athug-
anir höfðu verið gerðar á smá-
síldinni, dreifingu hennar og
árgangastærð. Það var mjög
aðkallandi að gera athuganir á
þessu og eðlilegast var að reyna
að nota bergmálsmælingar við
þetta verkefni.
Vinna við bergmálsmælingar
er fyrst og fremst vinna til sjós og
krefst þekkingar á göngum fiski-
stofnanna og þeirra hegðunar-
mynstri, það er afar mikilvægt að
þekkja það og vita hvar fiski-
stofninn er á hverjum tíma. Á
síldajárunum aflaðist óhemju
mikil vitneskja um göngur og
hegðun síldarinnar, en skipulögð
síldarleit hafði verið stunduð í
mörg ár. Bergmálsmælingar nú á
dögum njóta góðs af þeirri þekk-
ingu sem þá var aflað. Það sama
gildir um mælingar á loðnustofn-
inum þar sem skipulögð loðnuleit
hafði verið stunduð í mörg ár
áður en það var farið að mæla
stofnstærð hans með bergmáls-
mælingum.“
Hafrannsóknastofnun á
gott samstarf við sjómenn
- Er samvinna á milli fiskifræð-
inga og sjómanna á fiskiskipa-
flotanum við þessar rannsóknir?
„Já, áður en farið er í leiðang-
ur, leita menn sér upplýsinga
um dreifinguna og hvar fiskurinn
er, eftir því sem kostur er, ef það
eru skip á sjó. Á meðan á mæl-
ingum stendur er alltaf haft sam-
band við fiskiskipin og eftir því
sem ég þekki til hefur verið mjög
gott samband þar á rnilli."
- Hvernig var að hefja störf
hjá Hafrannsóknastofnun á þess-
um tíma?
„Það var mjög gott. Ég kunni
mjög vel við mig á Hafrannsókna-
stofnun, það er góður mannskap-
ur sem þar vinnur og mér fannst
mjög áhugavert að vinna þarna.
Ég hef áhuga á sjávarútvegi og
öllum samskiptum við sjómenn
og þau samskipti hafa að mínu
mati aukist verulega á síðustu
árum á Hafrannsóknastofnun.
Ýmis samstarfsverkefni hafa ver-
ið sett á fót, þar má nefna togara-
rallið sem sjómenn tóku þátt í
að skipuleggja. Eins má nefna
leiðangur sem var farinn á Bjarna
Sæmundssyni þar sem togara-
skipstjórar fyrir vestan voru
skipstjórar á skipinu og tóku þátt
í því að skipuleggja leiðangur-
inn.“
- Hér áður var mikill ágrein-
ingur um fiskveiðistjórnunina og
sjómenn og stjórnmálamenn
gagnrýndu stofnunina. Svarta
skýrslan svonefnda var t.d. mjög
umdeild á sínum tíma. Þessar
gagnrýnisraddir virðast hafa
hljóðnað. Telur þú að viðhorf til
stofnunarinnar hafi breyst?
„Menn eru sjálfsagt aldrei
ánægðir þegar á að fara að draga
saman veiðar, þetta er okkar lifi-
brauð og eðlilegt að viðbrögð
verði mikil við samdrætti.
Það hefur nú komið í ljós að
svarta skýrslan var rétt í megin-
atriðum. Ég held að ástæðan fyrir
gagnrýni sjómanna og útgerð-
armanna hafi verið fyrst og
fremst sú að það var byggður hér
upp stór fiskiskipafloti sem
afkastar meiru en ráðlegt er að
veiða. Menn vildu halda því fram
að meira væri af fiski í sjónum en
Hafrannsóknastofnun taldi.
Reynslan af síldinni sýnir okkur
að það er hægt að byggja upp
fiskistofna með skynsamlegri
stjórnun og þar hefur tillögum
Hafrannsóknastofnunar verið
fylgt eftir. Okkur hefur tekist
nokkuð vel til með loðnuna, að
vísu varð mikil sveifla í eitt til tvö
ár, en stofninn náðist upp aftur
með veiðibanni og ég held nú að
menn séu að átta sig á því að það
þarf stjórnun við veiðar. Við sjá-
um aldurssamsetninguna í þorsk-
stofninum um þessar mundir, við
erum að veiða allt of smáan fisk.
Þetta sjá sjómenn og útgerðar-
menn, við getum ekki gengið um
þessa fiskistofna eins og okkur
sýnist og veitt eins mikið og við
getum.
Menn verða að átta sig á að
afkastageta flotans hefur aukist
gríðarlega síðustu árin.“
Sóknin í fiskistofnana
er vanmetin
- Dró þá ekkert úr sókninni eftir
1975, eftir útfærsluna í 200
mílur?
„Jú, væntanlega hefur það
gerst, en ég tel að okkar nýtísku
skip vegi það fyllilega upp og
kannski höfum við vanmetið
sóknina, þetta er nokkuð sem
afar erfitt er að meta, en ég hef
verið á þeirri skoðun að sóknin
nú sé mikil og hafi aukist veru-
lega samhliða tækninýjungum og
endurnýjun veiðiflotans. Það má
kannski orða það þannig að við
séum farnir að geta haldið uppi
hættulega miklum afla úr litlum
stofni, vegna þess hve skipin eru
orðin öflug.“
- Hvaða áhrif getur þetta haft
til lengri tíma?
„Það hlýtur að hafa þau áhrif -
að stofninn fer minnkandi ef
nýliðunin verður ekki þeim mun
betri. Ég tel að það sé búið að
sýna fram á að það er hægt að
geyma fiskinn í sjónum, og ég tel
að hægt sé að byggja upp fiski-
stofna með skynsamlegri stjórn-
un og ég get ekki séð hvaða aðrar
meginreglur gilda fyrir þorsk-
stofninn en t.d. síldarstofninn.
Það sem var gert með sumargots-
síldina, var að það var algjört
veiðibann í nokkur ár og það var
bannað að veiða smásíld og eftir
að veiðar voru leyfðar á ný hefur
verið kvóti á veiðunum. Frá 1970
hefur stofninn vaxið og þetta er
með fyrstu síldarstofnum í N.-
Atlantshafi sem nær fyrri stærð
fyrst og fremst vegna þessarar
veiðistjórnunar. Nú erum við
með stofn sem er byggður upp af
mörgum árgöngum, við getum
þolað einn til tvo lélega árganga
án þess að þurfa að draga veru-
lega úr veiðum. Veiðin er þá ekki
háð þeim árgöngum sem eru að
koma inn í stofninn. Þannig
þurfa fiskistofnar að vera byggðir
upp, þ.e. að við getum haft
marga árganga í veiðinni. Ef vel
á að vera, þarf að byggja þorsk-
stofninn upp á svipaðan hátt.“
- Hvernig er ástand nú á Haf-
rannsóknastofnun, þ.e. hvað
með endurnýjun á skipum og
mannafla?
„Ég held því miður að það séu
mjög fáir að læra fiskifræði um
þessar mundir Það eru miklar
framfarir sem eiga sér stað í fiski-
fræði sem öðrum fræðigreinum.
Það er nauðsynlegt fyrir stofnun
sem Hafrannsóknastofnun að fá
inn menn, fá inn nýtt blóð, en
einhverra hluta vegna hefur
áhugi fyrir þessari grein líf-
fræðinnar þ.e.a.s. fiskifræðinni
ekki verið mjög mikill undan-
farin ár. Ég veit ekki gjörla um
ástæðuna en á sama tíma hefur
verið mikill áhugi á háskólanum í
Tromsö í Noregi, á sjávarútvegs-
fræðum þar. Það er bráðnauð-
synlegt fyrir okkur að fá þannig
menntun inn í landið en að mínu
mati er jafn nauðsynlegt að fá inn
vel menntaða fiskifræðinga og
það þyrfti að gera eitthvað í því
til að það fari fleiri núna og læri
fiskifræði. Það segir sig sjálft að
við verðum að búa í haginn fyrir
fólk sem vill stunda rannsóknir á
þessu sviði, við verðum að hugsa
um fiskistofnana og að þeir verði
nýttir á sem skynsamlegastan
hátt í framtíðinni, það er ekkert
sem kemur í staðinn fyrir þá. Við
verðum að reka mjög öfluga Haf-
rannsóknastofnun hér í þessu
landi og kannski mun öflugn en
aðrar þjóðir einfaldlega vegna
þess að fiskveiðar skipta okkur
öllu.“
Við verðum að líta til
nýrra tegunda í fiskeldi
- En hvað kemur þá til að fiski-
fræðingurinn hættir hjá stofnun-
inni og fer að hætta sér út í til-
raunastarfsemi í rústum gamallar
síldarverksmiðju norður í Eyja-
firði?
„Það er nú fyrst og fremst
vegna áhuga á fiskeldi og sérstak-
lega sjávarfiskum. Laxeldi hefur
gjarnan verið eins og samnefnari
fyrir fiskeldi. Hér höfum við lagt
áherslu á seiðaeldi og sölu á seið-
um og uppbyggingin hefur verið
það hröð að matfiskeldið fylgir
því engan veginn eftir. Nú er svo
kornið að við erum í vandræðum
með okkar seiði og það er verið
að redda hlutunum fyrir horn
með að fara út í mjög öra upp-
byggingu í matfiskeldi til þess að
þurfa ekki hreinlega að henda
seiðum. Á sama tíma hefur fram-
leiðsla aukist gífurlega í Noregi
og öðrum löndum og menn farnir
að sjá fram á að það geti orðið
verðfall á eldislaxi. Vegna þess-
arar aukningar hefur áhugi á öðr-
um tegundum vaxið mikið og þá
fyrst og fremst á sjávarfiskum og
alls kyns krabbadýrum, dýrum
tegundum sem hafa hátt mark-
aðsverð.
Ég fékk mikinn áhuga á lúðu-
eldi fyrir nokkrum árum og var
etta mikið rætt í kunningjahópi.
árslok 1986 fór Hafrannsókna-
stofnun ásamt íslandslaxi í
Grindavík út í lúðueldistilraunir.
Smálúða var veidd í Faxaflóa og
er verið að gera tilraunir varð-
andi fóðrun, vöxt o.fl. Ég kynnti
mér þetta mál í Noregi og hef
fylgst með því sem þar er að
gerast. Þar er fyrst og fremst lögð
áhersla á klak og Norðmenn
veita í þetta miklu fjármagni, því
klakið er flöskuhálsinn í lúðueld-
inu í dag.
Ég vissi af Hjalteyri hérna fyrir
norðan og síldarmjölsverksmiðj-
unni og þeim mannvirkjum sem
henni tengjast. Það varð síðan
úr, að seint á árinu 1986 hafði ég
samband við Inga Björnsson þá-
verandi framkvæmdastjóra Iðn-
þróunarfélags Eyjafjarðar hf. og
kannaði hvaða möguleikar væru
á að fara út í rannsóknaverkefni
hér fyrir norðan með lúðueldi að
markmiði. Hann tók þessu mjög
vel og leist vel á að fara út í þess-
ar athuganir. Það gerðist síðan
að í lok maí 1987 var Fiskeldi
Eyjafjarðar hf. stofnað með um
þrjátíu hluthöfum.“
- Er það þá fyrir þitt frum-
kvæði og áhuga að þetta verður
að veruleika?
„Já, og þegar það var ljóst að
áhugi var fyrir hendi að hefja
þessar athuganir, ræddi ég við
Erlend Jónsson líffræðing hjá
Hafrannsóknastofnun. Hann var
til í að koma norður og höfum
við unnið tveir að þessum rann-
sóknum.
Okkar athuganir urðu síðan
einkum þríþættar; umhverfis-
rannsóknir í Eyjafirði, ásamt til-
raunaeldi á lúðu og úttekt á
mannvirkjum og staðháttum á
Hjalteyri og hvernig þau megi
nýtast í fiskeldi. Fiskeldi Eyja-
fjarðar hefur eingöngu verið fjá.-
magnað af hlutafé og mér er ekki
kunnugt um annað fyrirtæki hér á
landi sem hefur sett eins mikið
eigið fé í hreinar grunnrannsókn-
ir og þetta.
Varðandi fiskeldi og uppbygg-
inguna hér á landi, þá er staðan
sú að við erum talsvert á eftir
nágrannalöndunum í laxeldi.
Miklum fjármunum hefur verið
veitt í fiskeldi og ég tel ntjög
mikilvægt að líta nú til nýrra teg-
unda.
Við verðum að ganga
út frá íslenskum aðstæðum
Við verðum að reyna að vera
þar með frá byrjun og þróa
aðferðir hér sem henta íslenskum
aðstæðum, því það er mjög vafa-
samt að bíða eftir að Norðmenn
nái tökum á lúðueldinu og ætla
sér þá að fara að yfirfæra aðferðir
frá Noregi hingað til lands, þar
sem aðstæður hér eru aðrar. Ef
við ætlum að verða a.m.k. sam-
stíga Norðmönnum í lúðueldinu,
verðum við að hefjast handa
strax og setja fjárntagn í grunn-
rannsóknir.
Ég vil undirstrika það að
undirtektir Eyfirðinga voru mjög
góðar, að vilja fara út í svona
verkefni finnst rnér sýna mikla
framsýni."
- En af hverju varð Hjalteyri
fyrir valinu?
„Það eru nú ýmsar ástæður fyr-
ir því t.d. þessi miklu mannvirki
sem þarna eru, gamla síldar-
bræðslan og stórir steyptir
tankar, eins er þarna tjörn, sjáv-
arlón sem mætti breyta og nýta í
fiskeldi en tjarnir svipaðar þess-
ari hafa verið notaðar í Noregi
við framleiðslu þorskseiða. Síðan
er mjög aðdjúpt þarna og staður-
inn mjög vel í sveit settur hvað
varðar samgöngur og almenna
þjónustu sem er nauðsynleg fyrir-
tæki sem þessu. Hjalteyri hefur
ákaflega margt sér til ágætis þeg-
ar um er að ræða eldi á sjávar-
fiskuni.
Við höfum kannað lífríki sjáv-
’arins hér í kring, við fórum í
fyrrahaust og veiddum lúðu í
Breiðafirði sent við fluttum hing-
að til Hjalteyrar og höfum síðan
fylgst með vexti hennar og því
hvernig lúðan dafnar við þau skil-
yrði sem hér eru. Við erum
ánægðir með útkomuna og nú
höfum við gert úttekt á mann-
virkjum hér með það fyrir augum
að nýta þau við áframhaldandi
uppbyggingu fyrir fiskeldi á
Hjalteyri. Það er ekkert sem
okkur finnst mæla gegn því að
það sé haldið áfram við að byggja
upp aðstöðu fyrir lúðueldi hér.
Þá höfum við fyrst og fremst klak
í huga, því það er mikilvægt að
átta sig á því að lúðueldi sem
atvinnuvegur verður aldrei
stundað hér á landi nema við
náum tökum á klakinu.Við verð-
um að leggja alla áherslu á það
nú.
Fyrstu tilraunirnar með það
hefjum við væntanlega næsta vor,
síðan stéfnum við á að hafa nægj-
anlega marga fiska tilbúna til
hrygningar árið 1990. Þá ætlum
við að klakstarfsemin geti hafist
fyrir alvöru.“
- Ert þú bjartsýnn á framhald-
ið?
„Já, ég er það. Ég efast ekki
um að lúðueldi verður veruleiki
innan fárra ára. En ég tel að það
sé mikilvægt að átta sig á að það
þýðir ekki að bíða eftir niður-
stöðum annarra. Norðmenn eru
t.d. ekki að stunda rannsóknir
fyrir okkur, þeir eru að gera
þetta sjálfra sín vegna og miða að
sjálfsögðu uppbyggingu þar í
landi við aðstæður þar. Þær eru
aðrar en hér og ef við ætlum okk-
ur einhvern hlut í þessu fiskeldi í
framtíðinni þá verðum við að
vinna þróunarstarfið sjálfir. Það
er því alveg ástæðulaust að bíða
með hendur í skauti og láta síðan
söguna með laxeldið endurtaka
sig.“ kjó