Dagur


Dagur - 06.10.1988, Qupperneq 3

Dagur - 06.10.1988, Qupperneq 3
6. október 1988 - DAGUR - 3 Bandalag kennarafélaga: Mótmælir reglum sem skerða bamsburðarleyfi félaga Þegar sett voru ný lög um barnsburðarleyfi, fylgdi í kjöl- farið reglugerð um barnsburð- arleyfi opinberra starfsmanna þar sem var kveðið á um að barnsburðarleyfi kennara skuli skert, hafi fæðing átt sér stað á vori eða sumarmánuðum. Kennarar hafa átt erfitt með að sætta sig við þetta og hafa full- trúar kennarasamtakanna ítrek- að farið þess á leit við fjármála- ráðuneytið að gengið verði frá viðunandi reglum um barnsburð- arleyfi kennara. í fréttabréfi BK um þessi mál segir: „Frá næstu áramótum á barnsburðarleyfi að vera fimm mánuðir. Fulltrúar kennara hafa lagt fram hugmyndir að mjög ein- földum reglum, sem tryggja öll- um konum fullt fæðingarorlof með börnum sínum. Fulltrúi fjármálaráðuneytisins heldur fast við hugmyndir um að skerða barnsburðarleyfi kennara, nú ekki eingöngu þegar það skarar sumarmánuði, heldur hafa verið lagðar fram af hálfu ráðuneytis- ins hugmyndir um að kennarar fái einum mánuði styttra barns- Húsavík: KÞ selur Hruna- búðarhúsnæðið Kaupfélag Þingeyinga hefur selt Verkalýðsfélagi Húsavíkur neðri hæð húseignarinnar að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Þann 10. sept. var helming- ur húsnæðisins afhentur, sá hluti sem Hrunabúð var í áður. Ekki er búið að ganga endan- lega frá eignaskiptasamningi en væntanlega verða hinir nýju eig- endur húseignarinnar fjögur stéttarfélög, Lífeyrissjóðurinn Björg og Alþýðubankinn. Þessir aðilar hafa nú aðstöðu sem þeir leigja í Félagsheimili Húsavíkur en hafa undanfarna mánuði leit- að að framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi sína. Heildarstærð hæðarinnar að Garðarsbraut 26 er 460 fm en aðeins helmingur hennar verður afhentur strax. Kári Örn Kárason, verkalýðs- skrifstofunni sagðist reikna með að öll starfsemi sem verið hefði á skrifstofunni í félagsheimilinu yrði flutt í nýkeypta húsnæðið en eftir væri að skipuleggja það og innrétta. IM 'ourðarleyfi en landslög segja til um, hvenær ársins sem fæðing á sér stað. Fulltrúar kennarasam- takanna geta alls ekki sætt sig við slíkar reglur, enda verður á eng- an hátt skilið af hverju kennarar og börn þeirra eiga ekki að njóta Hvað kjósa karlar? Hvað kjósa konur? Er fylgi Kvenna- listans allt komið frá konum? Sé litiö á niðurstöður athugana Hagvangs á fylgi stjórnmála- tlokkanna eftir kyni og reiknað út frá þeim einstaklingum sem tóku afstöðu kemur í Ijós að um 16% íslenskra karlmanna kjósa Kvennalistann. Eins og við var að búast eru tæp 33% kvenna fylgjandi Kvennalist- anum. Hlutfallslega fleiri karlar styðja hina flokkana en konur. Þar er átt við þá flokka eingöngu sem mælast með yfir 3% fylgi. Hlutfallslega minnstur munur er á fylgi kynja við Borgara- og Framsóknarflokk sem teljast Nú fækkar óðum þeim mönn- um sem eru á virkjunarsvæði Blöndu og eru tveir verktak- anna þegar farnir af svæðinu en eftir eru nokkrir menn frá Krafttaki hf. og mannskapur Landsvirkjunar. Reiknað er með að svæðið verði orðið mannlaust fyrir næstu mánaðamót en það hefur ekki áður gerst síðan framkvæmdir hófust við virkjunina. „Það er kærkomið hjá okkur flestum að fá frí frá þessu ein- hverja mánuði," sagði Sveinn Þorgrímsson, staðarverkfræðing- ur, í samtali við Dag. Framkvæmdir hefjast aftur á virkjunarsvæðinu upp úr páskun- um og þetta verður þá keyrt áfram með talsverðum krafti. þess réttar sem felst í lögum um fæðingarorlof." Ekki er enn séð fyrir hver málalok verða, en ráðgert er að fulltrúar BK fundi með fulltrúum fjármálaráðuneytisins í næstu iviku. VG verður styrkur flokkanna. Hlut- fallslega meiri munur er á fylgi kynjanna við Sjálfstæðisflokk og A-flokkana. 10% karla fylgja Alþýðu- bandalagi en 6,5% kvenna. Fylgi Alþýðuflokks hjá körlum mælist 13,4% en 9,1% kvenna fylgja flokknum. Fylgi Framsóknar- flokks meðal karla og kvenna er mjög áþekkt, 21,8% karla fylgja flokknum en 20,8% kvenna styðja hann. Um þriðjungur karla fylgja Sjálfstæðisflokknum eða 32,2%. Hjá konunum er hlutfallið lægra, 27,7% íslenskra kvenna styðja flokkinn. Borgaraflokkurinn nýt- ur hylli 3% kvenna en 3,4% karla eru fylgismenn Alberts og félaga. JOH Sennilega verða um 400 manns við vinnu á virkjunarsvæðinu á komandi sumri. fh Útlit fyrir mikið af ijúpu Senn líður að því leyfílegt er að hefja rjúpnaveiði. Kunnugir telja allt útlit fyrir að mikið verði um rjúpu í ár á Norður- landi. Samkvæmt reglunni, átti rjúpnastofninn að vera í hámarki síðustu tvö ár, en þar sem sést hefur til fuglsins, virðist ætla að verða óvenju mikið um hann í ár. Þá hafa ungar komist vel upp í sumar og því engin lægð fram- undan. VG Kvennalistakonur ná eyrum fólks af báðum kynjum: 16% íslenskra karla styðja Kvennalistann Blönduvirkjun: Svæðinu lokað í vetur - í fyrsta sinn síðan framkvæmdir hófust Melasíða - Fjölbýli Til sölu eru nokkrar 2ja og 3ja herb. íbúðir I fjöl- býlishúsi við Melasíðu. íbúðirnar seljast full- frágengnar. Upplýsingar gefur Fasteignasalan Brekkugötu 4, Akureyri, sími 21744. Hárlos - Blettaskalli Skalli - Líflaust hár Erum með árangursríka og viðurkennda með- ferð við þessum vandamálum. Verðum á Akureyri dagana 8. og 9. október. Upplýsingar og tímapantanir í síma 91 38100 til kl. 12.00 á föstudag og í síma 96 27106 um helgar. Hár og heilsa, sími 9138ioo. Flauelsbuxur bama Stærðir 116-146. Verð kr. 1.420,- Flauelsbuxur barna Stærðir 110-152. Verk kr. 795,- Flauelssmekkbuxur barna Stærðir 92-110. Verð kr. 680,- EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Stórútsala Hin árlega stórútsala á pottaplöntum hefst í dag. 20-50% afsláttur Opið laugard. 8. okt. og siuinud. 9. okt. frá kl. 10-16. 08lomalití()i)t t3t AKUHar Kaupangi. Sími 96-24800 og 96-24830. Helgarfer5ir til Reykjavíkur! Verð frá kr. 7.807,- FERÐASKRIFSTOFA AKURFYRAR RAÐHUSTORGI 3 • SIMI 25000. FLUGLEIDIR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.