Dagur - 13.10.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 13.10.1988, Blaðsíða 2
r- . nont 2 - DAGUR - 13. október Frá stofnfundi Héraðsnefndar Skagfírðinga í Safnahúsinu sl. mánudagskvöid. Heimshlaupið ’88: Fjórar milljónir króna söfnuðust - 15 þúsund íslendingar tóku þátt Alls tóku 130 þjóðir þátt í Heimshlaupinu ’88 þann 11. september sl. og voru þátttak- endur allt að 50 milljónum. Hér á landi gengu, skokkuðu eða hlupu um 15.000 manns á 36 stöðum um allt land. Veður var mjög óhagstætt víða norð- an og austan lands en fólk lét það ekki á sig fá og var þátt- taka mjög góð og framar öllum vonum. Best var þátttakan á Fáskrúðsfirði þar sem meira en helmingur íbúanna var með í hlaupinu. Alls söfnuðust um 4 milljónir króna með sölu þátt- tökunúmera og gjafafé. 80% af því fé sem safnaðist hér á landi, eða um 3,2 milljónir króna, renna til „Child alive“ sem er verkefni Alþjóða Rauða krossins. Þetta verkefni miðar að Stofnfundur Héraðsnefndar Skagfirðinga: Nefndin tekur við af sýslu nefiid um næstu áramót Stofnfundur Héraðsncfndar Skagtirðinga var haldinn sl. mánudagskvöld í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Þar var sam- þykkt samhljóða frumvarp til samþykkta héraðsnefndar, eft- ir að breytingartillögur höfðu verið samþykktar. Aðild að héraðsnefndinni eiga öll sveit- arfélög Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstaður, og kemur hún í stað sýslunefndar, sem mun láta af störfum um næstu áramót. Mun þá héraðs- nefndin formlega taka við. Stofnfundi héraðsnefndarinnar verður framhaldið föstudaginn 21. októbernk. í Safnahúsinu. Þá verður kosið í héraðsráð og emb- ætti oddvita nefndarinnar og varaoddvita. Á fundinum á mánudagskvöld voru fulltrúar sveitarfélaganna sem kosnir hafa verið í héraðsnefndina, nema hvað ekki er búið að kjósa full- trúa fyrir Sauðárkrók, en bæjar- stjórn Sauðárkróks mætti á fundinn. Á framhaldsfundinum í næstu viku verður héraðsnefndin fullskipuð. Miklar breytingar munu eiga sér stað í ýmsum málaflokkum þegar héraðsnefndin tekur við af gömlu sýslunefndinni. Að sögn Atvinnutryggingasjóðurútflutningsgreina: Tveir stjómarmenn frá Norðurlandi Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra hefur skipað nýstofnuðum Atvinnutrygg- ingasjóði útflutningsgreina stjórn eftir ákvæði bráða- birgðalaga. Stjórnin er skipuð flmm mönnum og tilnefnir forsætisráðherra formann en aðrir stjórnarmenn eru skipað- ir af iðnaðar-, fjármála-, sjáv- arútvegs- og viðskiptaráð- herra. Sem kunnugt er verður Gunn- ar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn formaður stjórnar- innar. Kristján Skarphéðinsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, er skipaður af Halldóri Ásgrímssyni í nefndina, Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða, er tilnefndur af Jóni Sigurðssyni viðskiptaráð- herra og Jóhann Antonsson við- skiptafræðingur á Dalvík er skipaður af Olafi Ragnari Gríms- syni fjármálaráðherra. Fimmti stjórnarmaðurinn er Björn Björnsson, bankastjóri Alþýðu- bankans, tilnefndur af iðnaðar- ráðherra. JÓH Gunnar Hilmarsson formaður atvinnutryggingasjóös. Halldórs Þ. Jónssonar sýslu- manns Skagafjarðarsýslu hefur undirbúningur ^jjyrir stofnun héraðsnefndar staðið yfir í hálft annað ár og kostað mikla vinnu. Samkvæmt nýju sveitarstjórnar- lögunum eiga héraðsnefndir að koma í öllum sýslum landsins, í staðinn fyrir sýslunefndir sem fyrir eru. Einungis í tveim sýslum hefur héraðsnefndum verið kom- ið á, en búast má við því að þær verði komnar víðast hvar fyrir áramót. „Það eru í rauninni eng- in lög um hvernig þessar héraðs- nefndir eiga að vera, þær verða að skipuleggja sig sjálfar. Verk- efnin eru að sjálfsögðu ákaflega mismunandi, og verkefni Hér- aðsnefndar Skagfirðinga verða mörg og stór,“ sagði Halldór. Verkefni héraðsnefndar er skipt upp í 13 málaflokka og eru þeir eftirtaldir: 1. Verkefni þau sem sýslunefnd eru nú falin með lögum. 2. Verkefni þau sem sýslunefnd eru falin í skipulags- skrám og samþykktum sjóða og stofnana, þ.á m. yfirstjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð. 3. Uppbygging og rekstur sjúkrastofnana og heilsu- gæslustöðva. 4. Heilbrigðiseftir- lit. 5. Uppbygging og rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila fyrir aldraða og íbúða fyrir aldraða. 6. Almannavarnir og öryggismál. 7. Eldvarnir og eldvarnaeftirlit. 8. Framhaldsskólar í Skagafirði. 9. Skipulags- og byggingamál, þ.á m. framkvæmd byggingalaga og byggingaeftirlit. 10. Rekstur héraðsbókasafns, héraðsskjala- safns, listasafns, náttúrugripa- safns, Byggðasafnsins í Glaum- bæ, muna- og minjasafns og ann- arra safna, sem ákveðið kann að verða að koma upp. 11. Sveitar- stjórnarmál sem varða héraðið sem heild, svo og tillögur um hvað eina sem verða má héraðinu til gagns eða til að afstýra atvinnuleysi og bjargarskorti. 12. Verkefni sem varða héraðið sem heild eða hluta þess og sveitar- stjórnir, sem aðild eiga að hér- aðsnefnd samþykkja að fela hér- aðsnefndinni. 13. Verkefni sem héraðsnefndum kunna að verða falin með lögum. Framhaldsstofnfundi héraðs- nefndarinnar verða gerð skil í blaðinu að honum loknum, og þá ætti að koma mynd af nýrri Hér- aðsnefnd Skagfirðinga. -bjb því að útrýma barnasjúkdómum og barnadauða í heiminum. Að þessu sinni mun fénu verða varið til kaupa á sérstökum A vítamín töflum og er þeim ætlað að koma í veg fyrir niðurgang sem orsakar blindu hjá börnum. Töflu- skammtarnir verða sendir til Bangladesh þar sem mikil þörf er á slíkri aðstoð eftir flóðin þar í síðasta mánuði. Sérstakur hópur lækna og hjúkrunarfólks sem þar vinnur á vegum Alþjóða Rauða krossins mun fylgja okkar fram- lagi eftir og koma vítamíninu til þurfandi barna. 20% af söfnunarfénu, eða um 800.000 krónur, renna til Rauða kross hússins í Tjarnar- götu 35 í Reykjavík. Fénu verður varið til framleiðslu á fræðsluefni um einstaka þætti er varða börn og unglinga sem eiga við erfið- leika að etja s.s. stríðni, einelti, aðlögunarvanda, skilnað for- eldra, börn alkóhólista o.fl. Þannig er ætlunin að þetta fjár- magn fari ekki í rekstur hússins heldur til sérstakra fyrirbyggj- andi verkefna. Rauði kross íslands og Frjáls- íþróttasamband íslands vilja þakka öllum þeim sem aðstoð- uðu við undirbúning og fram- kvæmd Heimshlaupsins ’88. Margir lögðu hönd á plóginn, en mestu munaði þó um framlag Reykjavíkurborgar og einstakra skemmtikráfta sem gáfu vinnu sína, en alls unnu um 250 manns að undirbúningi hlaupsins með einum eða öðrum hætti. Ferðamála- ráðsteftian 1988 Ferðamálaráðstefna, sú 19. í röðinni, verður haldin á Hótel KEA á Akureyri dagana 3. og 4. nóvember nk. Á ráðstefnunni verða flutt framsöguerindi um skattlagningu ferðaþjónustunnar, gengismál, verðlagningu íslandsferða, verð- lagsþróun og stöðu ferðaþjónust- unnar í þjóðarbúskap íslendinga. í stað hefðbundinna nefndar- starfa verður rúmur tími til almennra umræðna um þessa málaflokka. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra mun ávarpa ráð- stefnuna. Húsavík: Endurskoðun fjárhags- áætlunar í biðstöðu Endurskoðun fjárhagsáætlun- ar bæjarsjóðs Húsavíkur og bæjarfyrirtækja var lögð fram til kynningar í bæjarstjórn sl. þriðjudag. En afgreiðslu máls- ins var frestað þar til nánari upplýsingar liggja fyrir um hlut útsvars í staðgreiðslu skatta, reiknað er með þessum upplýs- ingar um miðjan mánuðinn. „Meðan við höfum ekki þessar forsendur getum við ekki lokið endurskoðun fjárhagsáætlunar- innar. Við verðum að standa fast á bremsunni og eyða sem minnstu fé,“ sagði Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri er Dagur spurðist fyrir um málið. Bjarni sagði að ljóst væri að miðað við gefnar forsendur héldi rekstrar- áætlun hvað varðaði laun og láns- kjaravísitölu. Tekjuáætlun héldi nokkurn veginn, aftur á móti væru veruleg vanhöld á að það fé fengist sem reiknað var með vegna íþróttamannvirkja. Sagði Bjarni að einstaka liður færi fram úr áætlun eins og oft vildi verða, sumir af óviðráðan- legum utanaðkomandi ástæðum en fyrir kæmi að ekki væri fylgst nógu vel með hlutunum á fram- kvæmdastigi og erfitt að hætta við hálfklárað verk. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.