Dagur - 13.10.1988, Síða 4

Dagur - 13.10.1988, Síða 4
4' - DAGUR - 13. óktöber 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vandi atvimrn- fyrirtækja Það fer ekkert á milli mála að mikill vandi steðjar að atvinnufyrirtækjum um land allt, og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þessir erfiðleikar koma ljóslega fram í mikilli aukn- ingu gjaldþrotamála og uppsögnum starfs- fólks í framhaldi af þeim. Samkvæmt upplýs- ingum Vinnumálastofnunar félagsmálaráðu- neytisins voru tilkynntar uppsagnir til þeirra 533 talsins á þriggja mánaða tímabili, í júlí, ágúst og september á þessu ári. Á sama tímabili í fyrra voru uppsagnir sex sinnum færri, eða 74 talsins. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því samkvæmt lögum er fyrirtækjum einungis skylt að tilkynna upp- sagnir til Vinnumálastofnunar félagsmálaráð- uneytisins, ef fjórum eða fleiri er sagt upp störfum samtímis. Fjöldi þeirra sem misst hafa atvinnuna á þessu ári vegna rekstrarörð- ugleika fyrirtækja er því örugglega mun meiri en ofangreindar tölur gefa til kynna. Hvað fjölda gjaldþrotamála varðar, segir það sína sögu að ríkisábyrgðir vegna gjald- þrota fyrirtækja og einstaklinga á þessu ári nema þegar 600-700 milljónum króna. Allt árið í fyrra þurfti ríkissjóður að greiða um 74 milljónir króna vegna ríkisábyrgða af þessum sökum. Aukningin milli ára er þegar orðin tíföld, þótt enn sé tæpur fjórðungur eftir af árinu. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumála- stofnun félagsmálaráðuneytisins halda til- kynningar um uppsagnir áfram að streyma inn og á hverjum degi flytja dagblöðin okkur fréttir af fyrirtækjum sem tekin eru til gjald- þrotaskipta ellegar óska eftir greiðslustöðvun til að freista þess að endurskipuleggja rekst- urinn. Af þessu má ljóst vera að frásagnir af slæmri stöðu atvinnufyrirtækja eru ekki ýktar. Stjórnvöld hafa þegar hafist handa við að búa fyrirtækjum í landinu vænlegri rekstr- arskilyrði. Ljóst er að sumum fyrirtækjum verður ekki bjargað. Til þess eru þau of langt leidd. Öðrum má bjarga með því að bregðast skjótt við. í því sambandi er mjög mikilvægt að fjármagnskostnaður verði lækkaður en hann er nú hærri en dæmi eru um áður. Fyrir fáum árum hefði það flokkast undir okur að lána peninga með þeim kjörum sem nú tíðkast. Þessu þarf að breyta án tafar ef tak- ast á að koma fyrirtækjarekstri í landinu á réttan kjöl. BB. viðtal dagsins Krakkamir eru duglegir og góðir unglingar í aíla staði - segir Hörður Ríkharðsson nýráðinn æskulýðsfulltrúi á Blönduósi -tftf*?'**** *•>■ -i *>.<■> >v->'t’».<yí.« y ' >*j * * v*', <?**%*&* « » »v,,<w ’ *"»«'> * * » ■ .* * Í * ♦> '<><>>«>><# * 2 * « ♦< • ,5 »—' .... *'*'**•*«*«**«* >****«**** >(WHÍ' Át ?~**vw**** * Zlz* ' - 'f*f * * * ********** 3S8SSSSP* IIM »•*•««<«< ♦ * « * * *■»«•♦<«»»„:♦ Hörður Ríkharðsson. Hörður Ríkharðsson hefur verið ráðinn æskulýðsfulltrúi á Blönduósi og mun hann annast skipulagningu og umsjón unglingastarfsins í Skjólinu í vetur. Hann er 25 ára gamall, fæddur í Reykjavík og er í námi í þjóðfélagsfræði við Háskóla Islands með stjórn- málafræði sem aðalgrein. Dag- ur tók Hörð tali og spjallaði við hann um vetrarstarfið með krökkunum í Skjólinu. Æskulýðsstarfið - Hvernig verður starfið í Skjól- inu í vetur? „I>að sem er búið að fastsetja núna er þannig ef ég lýsi nú bara hvernig vikan gengur fyrir sig í Skjólinu, sem er félagsmiðstöðin hérna, þá er skólinn með mánu- dagana fyrir bekkjarkvöld og bekkjardaga. Yngri bekkirnir eru þá þar síðdegis og eldri bekkirnir á kvöldin ásamt kennurum sínum. Síðdegis á þriðjudögum eru skákæfingar og -kennsla. Yngstu krakkarnir og byrjendur mæta klukkan fjögur en þeir eldri og lengra komnir mæta klukkan hálf sex og eru alveg til hálf átta. Á þriðjudagskvöldum er opið hús frá klukkan átta og fram um ellefu. Þá erum við með borð- tennisborðið uppi og spil, bobb, og sjónvarp. Það er á dagskrá hjá framkvæmdanefnd staðarins að cignast sjónvarp. Fyrst ég minn- ist á framkvæmdanefndina er rétt að geta þess að það var eitt af mínum fyrstu verkum að láta unglinga í 7., 8. og 9. bekk kjósa sér fjögurra manna framkvæmda- nefnd til að starfa með mér við að koma því í framkvæmd sem ég ákveð og eins að taka við hug- myndum frá krökkunum sjálfum. Réttara sagt þá er þetta þannig að nefndin fær hugmyndir hjá krökkunum og vinnur sjálf úr þeim. Það eru fjórir krakkar í nefnd- inni og ég sá fimmti sem odda- maður og ég hef verið svolítið ráðríkur og ræð því sem ég vil, svona í upphafi. Hugsunin á bak við þetta er sú að það færist með tímanum meira yfir á krakkana að móta starfið og koma því í framkvæmd. Ég treysti mér ekki út í að vinna þetta svona á meðan ég er að kynnast krökkunum betur og þau eru kannski ekki vön því að hafa húsnæði, tíma og peninga til ráðstöfunar fyrir sig sjálf. í framtíðinni væri auðvitað æski- legast að þau gætu sem mest unn- ið þetta sjálf. Heilbrigð dægrastytting Svo ég haldi nú áfram með dagskrá vikunnar þá er þarna opið hús á þriðjudögum og það er ekki ætlast til þess að þar verði tónlist og dans allsráðandi. Held- ur að það verði róleg tónlist svona í bakgrunninum en afþrey- ingin verði spil og annað þess háttar. Heilbrigð dægrastytting, ef svo má að orði komast, ekki spilakassar eða neitt þess háttar. Það er skákin, borðtennis, bobb, sjónvarpsgláp og svo bara að sitja og spjalla saman. Seinnipartinn á miðvikudögum er hugmyndin að ljósmynda- klúbbur verði þarna með starf- semi þegar ég er búinn að fá þann hluta hússins sem ég ætla undir þá starfsemi og er vonast til að það verði á næstu dögum. Það er reiknað með að ljósmyndaklúbb- ur og dansklúbbur verði í Skjól- inu seinni partinn á miðvikudög- um. Miðvikudagskvöldunum verð- ur ráðstafað til annarra félaga. Vantar ekki hugmyndir hjá krökkunum Það er ekki búið að ráðstafa seinni hluta fimmtudaganna enda er ég tiltölulega nýbyrjaður í starfinu, er búinn að vinna við þetta í hálfan mánuð og þar af leiðandi ýmsir endar lausir ennþá en það verður ekkert vandamál því ekki vantar hugmyndirnar hjá krökkunum. Á fimmtudagskvöldum hef ég gert ráð fyrir að borðtennis- klúbbarnir verði í Skjólinu en það er ekki vitað hvað þeir verða margir eða hvað þeir þurfa þá mikinn tíma. Það er skólahljómsveit í gangi og henni er ætlaður tími síðdegis á föstudögum og á föstudags- kvöldum verður til skiptis opið hús með svipuðu sniði og er á þriðjudögum og framkvæmda- nefndin verður þá með fundar- tíma. Annað hvert föstudags- kvöld verður diskótek og dans og hljómlist allsráðandi. Þá verður reynt eftir megni að hafa ein- hverjar uppákomur eða eitthvað svona sérstakt. Það verður t.d. furðufataball á föstudaginn og svo er verið að reyna að fastsetja dagskrá sem er að fara af stað og er enn í mótun. Við erum nú að vinna að því að skipuleggja þetta lengra fram í tímann með tilliti til þess sem er að gerast í skólanum á hverjum tíma. Það verður ræðukeppni í skólanum sem JC Húnabyggð stendur væntanlega fyrir og Jiað er verið að athuga með tímasetn- ingu á því. Það þarf að þjálfa lið- ið og finna tíma sem ekki rekst á eitthvað annað. Borgnesingar eru væntanlegir til að keppa í íþróttum við skól- ann hérna og við erum að skipu- leggja þetta í sameiningu til að öruggt sé að ekkert verði um að vera í Skjólinu þegar eitthvað sérstakt er að gerast í skólanum. Það er auðvelt að skipuleggja þetta því allt eru það sömu krakkarnir sem skipuleggja þetta á vegum skólans.“ - En hvað með helgarnar er ekki mikið um að vera þá? „Það verður að líkindum ekk- ert fyrir krakkana á laugardags- kvöldum í Skjólinu. Á sunnudög- um verða skátarnir sennilega og laugardagskvöldunum er óráð- stafað enda eru þá oft böll í Fé- lagsheimilinu og allt er þetta nú í sama húsinu. Þetta er líka bara hálf staða hjá mér og það hefur ekki reynst mikill vandi að fylla inn í þann tíma með því sem komið er og alltaf er talsvert snatt í kringum þetta, sérstaklega á meðan það er að fara í gang.“ - Eru krakkarnir sem starfa með þér í nefndinni úr efstu bekkjunum? „Þau eru 2 úr 9. bekk, eitt úr 8. og eitt úr 7. bekk. Svo er í deigl- unni að stækka nefndina og fá þar inn tengiliði úr nemendaráði skólans til að tryggja að við verð- um örugglega samstiga því sem er að gerast í skólanum.“ - Finnst þér krakkarnir hafa mikið hugmyndaflug? „Já töluvert og þá fyrst og fremst áhuga á því að eitthvað verði gert þarna og þau hafa áhuga á því að gera eitthvað sjálf. Það verður a.m.k. ekki hægt að kenna þeim um ef illa tekst til. Mér sýnist þau vera dug- leg og áhugasöm og reglulega góðir unglingar í alla staði.“ fh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.