Dagur - 13.10.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 13.10.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 13. október 1988 ri spuming vikunnar Hefur þú tekið slátur í haust? Margrét Skúladóttir: Nei ekki ennþá, en ég tek mikið af slátri á næstu dögum. Dísa Þórðardóttir: Nei ég hef ekki nennt því, en mér finnst slátur gott og borða það heima hjá mömmu. Herdís Eliertsdóttir: Já mikið af slátri, öllum sortum. Ég á eftir að fá mér hrútspunga til að súrsa, þeir eru nauðsyn- legir á kvöldmatarborðið. Bessi Þorsteinsson: Nei en það er verið að velta þessu fyrir sér og verður senni- lega gert. Hlynur Tryggvason: Nei ekki ég. En konan er búin að taka slátur og ég nýt góðs af því. Flugbjörgunarsveitin á Akur- eyri er að hefja vetrarstarf sitt þessa dagana. Sveitin ieggur áherslu á að fá nýliða til starfa á hverju hausti og er þjálfun þeirra skipulögð í upphali starfsársins. Blaðamaður ræddi við Tryggva Svein- björnsson, formann Flugbjörg- unarsveitarinnar, um starfsem- ina, og við þá Baldur Sigurðs- son og Rúnar Jónsson um þjálfun nýliða. Auk þeirra sjá þeir Jón Gudmund Knutsen og Aðalsteinn Arnason um þjálf- unina. - Hvað fer fram á kynningar- fundum ykkar? „Við leggjum fram dagskrá vetrarins og kynnum starf sveit- arinnar. Þar er rætt um æfingar á vegum björgunarsveitarinnar, mönnum er sýnt húsnæðið og tæki. Síðan fara fram æfingar og námskeið allan veturinn á hverju fimmtudagskvöldi. Auk þess verður farið í ferðir utanhúss einu sinni í mánuði, um helgar." - Baldur, þú sérð einnig um nýliðaþjálfun? „Já, ég sé um hiuta hennar en við erum reyndar þrír sem vinn- um mest við hana, auk skyndi- hjálparkennarans. Af þeim nýlið- um sem byrja hérna heldur um það bil helmingurinn áfram störf- um í sveitinni og lýkur þjálfun.“ * Ahuginn skiptir mestu máli - Er þetta starf eingöngu fyrir karlmenn? „Nei, þetta er öllum opið. Áhuginn skiptir öllu máli. Við setjum ekki önnur skilyrði en þau að viðkomandi verður að vera orðinn 16 ára að aldri og hann eða hún verður líka að hafa óskiptan áhuga á þessu starfi.“ - Að hvaða gagni kemur þjálf- unin hérna, burtséð frá starfi sveitarinnar? „Ef maður lítur á það sem kemur fólki almennt að gagni í þjóðfélaginu þá er t.d. farið mjög ítarlega í skyndihjálp. Við kenn- um fólki að nota áttavita og kort, hvernig það eigi að búa sig á ferðalögum og hvað beri að varast. Við kennum grundvallar- atriði í meðferð búnaðar og hvernig beri að bregðast við ef eitthvað óvænt kemur fyrir.“ - Þurfa umsækjendur að vera í toppformi til að ná árangri hér? Baldur: „Nei, það held ég ekki. Fólk fær þá þjálfun sem það þarf og við gerum ekki meiri kröfur um líkamshreysti en eðli- legt getur talist.“ - Ég sé að þið kennið leitar- tækni. Hvað er það? „Leitartækni er skipulag leita, hvernig beri að haga leit og undirbúningi hennar og hvernig eigi að bregðast við útkalli. Við kennum undirbúning leitar, en það er mismunandi eftir því hvernig leit við erum að tala um. Framkvæmdin er misjöfn eftir aðstæðum. Stundum er leitað á bílum og eftir leitarlínum, þá eru til s.n. breiðleitir o.fl.“ Kennsla í leit og björgunaraðgerðum - Þessi sveit er flugbjörgunar- sveit en þið undirbúið fólk undir fleiri greinar björgunar en björg- un úr flugslysum? „Jú, við sinnum öllum þeim beiðnum sem til okkar koma um aðstoð, hvort sem það er flugslys eða eitthvað annað. Ég hef ekki orðið var við að fólk misskilji til- gang sveitarinnar og það veit oft talsvert um hana þegar það byrj- ar þjálfun á vegum hennar. Við reynum þó að sérhæfa okkur í flugslysum, því þau eru uppruna- legur tilgangur okkar." - Ég sé að þið kennið nýliðum um snjóflóð. í hverju felst sú kennsla? „Bóklegi hlutinn er eitt kvöld þar sem farið er í grundvallar- hugtök um snjóflóð. Þá fer fram sýnikennsla innivið. Síðan er far- ið út og leitað bæði með ýlum og snjóflóðaleitarstöngum. Við finnum okkur snjóskafl og gröf- um eitthvað í hann sem síðan er leitað að með stöngunum." - Hvað er ýla? „Ýla er lítið tæki sem er bæði sendi- og móttökutæki. Það fæst í flestum útilífsverslunum og er mjög mikið öryggistæki fyrir þá sem fara til fjalla á vetrum. Það er þeim eiginleikum búið að það er stillt á ákveðna senditíðni. Þegar maður lendir í snjóflóði sendir tækið frá sér ákveðið merki. Ef nokkrir menn eru með slík tæki á sér og einn þeirra lendir í snjóflóði geta hinir mennirnir stillt tæki sín á mót- töku og fundið þann sem týndur er. Nýlega vorum við að fá send- ar svonefndar Reccodíóður til að nota við leit að fólki í snjóflóð- um.“ - Hvaða búnaður er það? „Nýlega komu á markaðinn ný tæki til snjóflóðaleitar og Flug- björgunarsveit Reykjavíkur keypt móttökutæki af þeirri gerð. Það tæki er hið eina sinnar teg-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.