Dagur


Dagur - 13.10.1988, Qupperneq 15

Dagur - 13.10.1988, Qupperneq 15
íþróttir 13. október 1988 - DAGUR - 15 í — f Knattspyrnuþj álfaramál: Þórsarar ræða við Júgóslava - virtur og reyndur þjálfari í sigtinu Halldór kom inn á fyrir Pétur og átti tvö ágæt marktækifæri. Handknattleiksdeild KA gerir samning við NIKE og Sportbúðina Handknattleiksdeild KA, Sportbúðin Sunnuhlíð og Austurbakki hf. hafa gert með sér samning um að leikmenn KA leika í NIKE-skóm í handboltanum í vetur. Hér sjást Garðar Einarsson frá Austurbakka hf., umboðsaðila NIKE á íslandi, Gunnar Eiríksson frá Sportbúðinni og Jóhann Karl Sigurðsson frá handknattleiksdeild KA undirrita samninginn. Knattspyrnudeild Þórs er um þessar mundir að leita að þjálf- ara fyrir meistaraflokk félags- ins fyrir næsta keppnistímabil, í stað Jóhannesar Atlasonar sem hefur tekið við liði Stjörn- unnar í Garðabæ. Sigurður Arnórsson formaður deildarinnar var erlendis fyrir skömmu, þar sem hann athugaði með möguleika á að fá erlendan þjálfara til félagsins. Hann fór m.a. til Júgóslavíu þar sem hann ræddi við þjálfara sem hugsanlegt væri að fá til Akureyrar. Á meðal þeirra var Milan Djuricic sem í dag þjálfar 2. deildarlið í Júgóslavíu í bæ sem heitir Osijek í austurhluta landsins. Djuricic sem er 35 ára gamall hefur stundað þjálfun í rúm 10 ár með góðum árangri. Hann mun væntanlegar til Akur- eyrar í þessum mánuði, að skoða aðstæður hjá Pór og í framhaldi að því kemur í ljós hvort af ráðn- Landsleikur: íslendingar geta verið ánægðir með jafnteflið - Friðrik varði vítaspyrnu Islendingar og Tyrkir skildu jafnir 1:1 í landsleik í Tyrk- landi í gær. Guðmundur Torfason skoraði mark íslend- inga á 18. mínútu síðari hálf- leiks eftir góðan undirbúning Olafs Þórðarsonar. Tyrkir jöfnuðu fimmtán mínútum síð- ar og geta Islendingar verið ánægðir að hafa náð jafntefli á útivelli. íslenska liðið virkaði hálf- taugaóstyrkt í byrjun leiksins. Liðið lék aftarlega á vellinum og gaf Tyrkjum frið til að spila vel yfir miðju vallarins. Þegar okkar menn fengu boltann var honum í mesta lagi spilað til eins samherja eða þá að kýlt var langt fram á völlinn. Til allrar lukku spiluðu heima- menn mjög heimskulegan bolta gegn stórum og stæðilegum varn- armönnum íslands. Þegar Tyrk- irnir komust yfir miðju kýldu þeir yfirleitt háum boltum inn að víta- teig þar sem Atli, Sævar og Guðni ríktu sem kóngar í ríki sínu. Eftir rúmt kortér höfðu íslend- ingar varla ógnað marki Tyrkja, en á sama tíma höfðu þeir ekki heldur átt neitt sérstakt mark- tækifæri. Hins vegar var sókn Tyrkja þung og fór um margan landann, sem var að stelast úr vinnunni að horfa á leikinn í beinni útsendingu. íslendingar fóru nú að koma meira inn í leikinn og áttu þeir tvö ágæt marktækifæri fyrir leikhlé; það fyrra kom eftir að Ólafur Þórðarson sendi góðan bolta á Pétur Arnþórsson sem skaut að marki, en tyrkneski markvörðurinn varði vel. Síðan átti Ómar Torfason góðan skalla að marki eftir sendingu Arnórs, en aftur varði sá tyrkneski vel. Þegar sjónvarpsgláparar voru farnir að tygja sig til salernisferð- ar var dæmd réttilega vítaspyrna á íslenska liðið eftir að besti leikmaður Tyrkja, Savaz, var felldur inni í vítateig. En Friðrik Friðriksson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna. Þetta virkaði vel á íslensku leikmennina og í síðari hálfleik léku þeir af mun meira öryggi og héldu boltanum lengur. Tyrkirnir féllu hins vegar í sömu gryfju og í fyrri hálfleik og sendu háa bolta að vítateignum sem Guðni og Atli hirtu af öryggi. Úr einni af skyndisóknum íslend- inga kom síðan markið og átti Ólafur Þórðarson allan heiður af því marki. Hann fékk stungu- sendingu inn í hornið og í kapp- hlaupi um boltann féllu tyrkneski varnarmaðurinn og Ólafur kylli- flatir. Þegar síðan annar varnar- maður kom aðvífandi, spratt Skagamaðurinn upp sem fjöður og skildi báða Tyrkina eftir, en tók tuðruna með sér. Þegar að vítateigslínu kom sendi hann fastan boltann fyrir þar sem Guð- mundur Torfason þrumaði síðan knettinum í netið. Að vísu kom markmaðurinn við knöttinn en skotið var fast og markið var staðreynd. Eftir markið þyngdist sókn Tyrkja til muna og sluppum við oft með skrekkinn. En þar kom að því að heimamenn jöfnuðu og átti Friðrik ekki möguleika að koma í veg fyrir það mark. Eitthvað sljákkaði í Tyrkjum við markið, en þeir reyndu þó ítrekað að knýja fram sigur. íslendingar fengu þó tvö ágæt marktækifæri áður en yfir lauk. Þar var á ferðinni Halldór Áskelsson, sem kom inn á sem varamaður fyrir Pétur Arnþórs- son. En knötturinn vildi ekki inn, hvorugum megin, og jafntefli var staðreynd. Á heildina litið geta íslendingar verið ánægðir með þau úrslit. Ekki verður það af Tyrkjunum skafið að þeir spila léttan og leik- andi bolta, en sú aðferð gekk ekki upp gegn íslendingum. Þeir treysta of mikið á sinn besta leikmann, Savaz, því þótt hann sé góður er hann enginn Mara- dona. Vörnin var aðall íslenska liðs- ins að þessu sinni. Sævar, Atli og Guðni mynduðu brynju sem Tyrkjunum tókst ekki að brjóta og átti t.d. Guðni varla feilspor í þessum leik. Ólafur Þórðarson barðist vel í leiknum og dreif félaga sína áfram. Ekki bar mikið á Gunnari Gíslasyni eða Arnóri Guðjohnsen í leiknum, en þeir skiluðu þó hlutverki sínu ágæt- lega. Halldór Áskelsson lék síð- ustu tíu mínúturnar og með smá heppni hefði hann getað skorað eitt mark. íslendingarnir halda nú til Berlínar þar sem þeir mæta A.- Þjóðverjum eftir viku í næsta leik í heimsmeistarakeppninni. ingu hans verður. Sem fyrr sagði ræddi Sigurður við fleiri snjalla þjálfara og ef fer sem horfir munu Þórsarar mæta til leiks að vori með erlendan þjálfara við stjórnvölinn. -KK Einar Arason hefur lýst því yfir aö hann sé hættur. E.t.v. skiptir hunn um skoðun ef Þórsarar fá júgóslavneskan þjálfara. Ætíum að hefna l'yrir tapið 66 - segir Gunnar Gíslason Gunnar Gíslason landsliðs- maður var ánægður með jafn- teflið gegn Tyrkjum þegar Dagur sló á þráðinn til hans til Tyrklands í gær. „Þeir hafa unnið Grikki og A.-Þjóðverja 3:1 í síðustu leikjum, þannig að við getum verið sáttir við þessi úrslit,“ sagði Gunnar þreyttur en ánægður eftir leik- inn. Gunnar sagði að góð stemmning væri í liðinu fyrir leikinn gegn A.-Þjóðverjum. „Við ætlunr að hefna fyrir 6:0 tapið í seinasta leik gegn þeim. Við ætlum að spila varnarleik og treysta á skyndisóknir, enda sýndi það sig í þessum leik gegn Tyrkjum að það er okkar sterkasta hlið,“ sagði Gunnar í samtali við blaðið. í blaðinu á morgun verður viðtal við Gunnar þar sem hann segir frá samningi sínum við 1. deildarliðið Heken í Svíþjóð, en hann mun spila með þeim á næsta ári.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.