Dagur - 13.10.1988, Side 16

Dagur - 13.10.1988, Side 16
TEKJUBREF• KJARABREF ®L FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR rFjÁRFESnNGARFÉLAGID Ráðhústorgi 3, Akureyri Sláturhús KS: Sauðfjárslátrun lýkur í dag - fallþungi dilka svipaður og í fyrra Sauðfjárslátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga lykur í dag, fimmtudag. Sláturtíð gekk mjög vel og var um 33 þúsund dilkum slátrað, full- orðið í kringum 2 þúsund Norðurland vestra: Kennarar þinga á Siglufirði Haustþing og aðalfundur KSNV, Kennarasambands Norðurlands vestra, hefst á Siglufirði í dag, fimmtudag, og lýkur á morgun. Auk aðal- fundarstarfa, verður meginmál þingsins kynning á nýju aðal- námsskránni sem námsstjórar menntamálaráöuneytisins munu sjá um. Búist er við mjög góðri þátttöku á þingið og hafa rúmlega 200 kennarar skráð sig. Frí verður gefíð í öll- um grunnskólum kjördæmisins þá tvo daga sem þingið stendur yfír. Kynning á nýju aðalnáms- skránni verður meginefni fyrri daginn og seinni daginn munu námsstjórar vera með umfjöllun, hver í sínu fagi. Geta kennarar valið á milli hópa, eftir því hvaða aðal fag þeir kenna, og verður úr nógu að velja. Árshátíð KSNV verður svo haldin að kvöldi fimmtudagsins. Haustþingið er árviss viðburð- ur og er haldið í samvinnu KSNV og Fræðsluskrifstofu Norður- lands vestra á Blönduósi. -bjb rollur. Meðalfallþungi dilka var um 14,4 kg, sem er svipað og í fyrra. I úrvalsflokk, sem er nýr flokkur, fóru rúmlega 9% dilkanna. Nýjung Sláturhúss KS í tækni- búnaði, vélmennið fræga frá Nor- egi, sem fengið var í fláninguna reyndist víst ekki eins og best var á kosið. „Við vitum ekki ennþá hvað við gerum við það, hvort við sendum það til baka eða not- um það aftur næsta ár. Menn vissu ekkert út í hvað þeir voru að fara þegar vélmennið var fengið. Ég held að sé allt í lagi með það, en það kom það seint inn í sláturtíðina að við gátum farið að nota það að fullu. Við vorum líka það vel mannaðir, það var hörku starfsfólk hérna,“ sagði Árni. Slátursala hjá Sláturhúsi KS gekk mjög vel, eins og víðast hvar annars staðar. „F>að var topp slátursala, og við höfum ekkert þurft að hlaupa í önnur sláturhús til fá slátur, við höfum getað framleitt ofan í okkur sjálf,“ sagði Árni ennfremur. Slátrun hjá Slátursamlagi Skagfirðinga lýkur að öllum lík- indum nk. þriðjudag, en þar hef- ur sláturtíð gengið vel að sögn Smára Borgarssonar sláturhús- stjóra. -bjb Uppistöður handriðsins austan við sundlaugarbygginguna eru að tærast í sundur og á innfclldu myndinni má sjá að það er komið í sundur og er svo á a.m.k. þremur stöðum. Myndir: gb Slysagildra við Andapollinn - handrið að niðurlotum komið Gestir sundlaugarinnar á Akureyri og velunnarar AndapoIIsins hafa vafalítið tekið eftir því, að handrið meðfram gangstétt austan við sundlaugarbygginguna er í bagalegu ástandi. Uppistöður eru tærðar í sundur á a.m.k. þremur stöðum auk þess sem þær eru ilia farnar víðar. Kunnugir segja að þarna sé komin hin versta slysagildra, þar sem það gæti hæglega látið undan fólki sem hallar sér upp að því t.d. þegar öndunum er gefið. Nú sé svo komið að tveir menn gætu hæglega hrist hand- riðið niður. Dagur hafði samband við Stefán Stefánsson bæjarverk- fræðing og sagði hann það liggja fyrir að gera þarf við handriðið. í skoðun væri hvort ekki sé til- tækt að gera það og hvernig það verði gert. „Væntanlega verður það lagfært á þessu stigi en ekki sett nýtt strax. Það er alveg ljóst að bæta þarf úr þessu sem allra fyrst, a.m.k. til bráðabirgða.“ Áðspurður um hvort vænta mætti viðgerða fljótlega, sagðist hann vona að svo yrði. VG Akureyri: Vesælt atvinnuástand í iðnaði „vona að botninum sé náð,“ segir formaður Iðju Ef fram fer sem horfír, mun iðnaðarbærinn Akureyri ekki lengi rísa undir nafni. Atvinnu- ástand er víða slæmt og horfur ekki góðar. Hjá Iðju félagi verksmiðjufólks eru nú rúm- lega 20 manns á atvinnuleysis- skrá og félagsmönnum hefur , Lítur Listaháskóli Islands dagsins ljós? - vinnuhópur skipaður er samræma skal frumvörp um háskóla í listgreinum í eitt Um nokkurt skeið hafa frum- vörp um háskóla í myndlist, tónlist og leiklist verið að velkjast um í kerfínu. Eitt þeirra, frumvarp um Tónlistar- háskóla íslands, var lagt fram á Alþingi síðastliðið vor. Nú hef- ur verið ákveðið í mennta- málaráðuneytinu að vinna þessi frumvörp saman með hliðsjón af því að stofnaður verði Listaháskóii Islands og verði áðurnefndar greinar þar meginstoðirnar í upphafí. „Að mínu áliti getur verið já- kvætt að hafa vissa samræmingu þarna á miili greina þannig að réttur nemenda í þessum list- greinum sé tryggður og viss sam- ræming sé á milli viðurkenningar á þeim prófum sem slíkur skóli mundi veita. Þess vegna er ég alls ekki frá því að slíkur skóli geti átt rétt á sér, sérstaklega þegar við horfum til smæðar okkar þjóðfé- lags. Skólar sem þessir eru algeng- ir erlendis og margir mjög virtar stofnanir,“ segir Jón Hlöðver Áskelsson, skólastjóri Tónlistar- skólans á Akureyri, um hug- myndina að Listaháskóla íslands. Skipaður hefur verið vinnu- hópur sem fjalla á um málið og eiga sæti í honum þrír fyrrver- andi menntamálaráðherrar. Þeir eru Gylfi Þ. Gíslason, Ingvar Gíslason og Ragnar Arnalds sem jafnframt er formaður nefndar- JÓH mnar. fækkað þar um rúmlega 150 frá því þegar best lét. „Ég myndi segja að ástandið væri vesælt þessa stundina en er þó að halda í þá von að botninum sé náð,“ sagði Kristín Hjálmars- dóttir formaður Iðju í samtali við blaðið. Hún sagði að starfsfólki hafi fækkað mikið í skinnaiðnaðin- um, en þar hafði verið fjölgað mikið um tíma. í ullariðnaðinum hefur sömuleiðis orðið mikil fækkun starfsfólks. „Ég vona að ný stjórnvöld skoði þessi mál því iðnaðurinn hefur oftast setið á hakanum. Svo er það eitt sem lít- ið hefur verið rætt um en er alvarlegt mál og það er staðan á Bjargi. Þar er mjög lítið um verk- efni fyrir fatlaða fólkið og þó nokkrir aðilar hafa misst vinnu. Þetta fólk gengur ekki í hvaða vinnu sem er.“ Hún sagði mál Bjargs spurningu um stjórnvalds- aðgerðir varðandi tollamál og annað, til þess að iðnin verði á ný samkeppnishæf. Mál iðnaðarins verði að skoða, ekki bara á Akureyri heldur um land allt. Saumastofur hafi verið lagðar niður um allt land og væri það stór blóðtaka fyrir sveitarfélög. „Ef við stöndum frammi fyrir því innan tíðar að geta ekki framleitt eina einustu flík og þurfum að flytja allt inn, er ástandið slæmt.“ VG Núpur ÞH seldur frá Grenivík Línubáturinn Núpur ÞH 3 hef- ur verið seldur frá Grenivík. Báturinn var seldur vegna erf- iðrar lausafjárstöðu Kaldbaks hf. á Grenivík, en að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins hefur mestallt eigið fé fyrir- tækisins étist upp frá áramót- um. Kaupandi Núpsins er Ingvar Gunnarsson, útgerðarmaður á Eskifirði, en hann átti áður bát- inn Vött SU. Vöttur var seldur Eldey hf. fyrr á þessu ári. Jóhann Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks hf., sagði að forsvarsmenn fyrirtækisins væru nú að svipast um eftir öðru skipi í stað Núpsins, en með Núpnum fór 630 tonna kvóti. Ekki er hægt að greina frá sölu- verði skipsins að svo stöddu. Jóhann sagði að hráefnis til frystihússins á staðnum yrði aflað með heimabátunum á Grenivík. „Við förum að skoða ódýrara dæmi, við erum með ákveðið skip í sigtinu en skýrum ekki nán- ar frá því í bili,“ sagði hann. Núpur ÞH 3 er um 30 metra langur og 182 brúttólestir, smíð- aður í Póllandi árið 1976. Hann var fyrstur íslenskra skipa útbú- inn með línubeitningarsamstæðu að færeyskri fyrirmynd. EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.