Dagur - 28.10.1988, Blaðsíða 4
4 - HKSÓH = MPól<tölíer ?9ͧ
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRjMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Hámark
hræsninnar
Með sameiginlegu átaki tókst stórveldunum
tveimur, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum að
bjarga tveimur hvölum, sem innlyksa höfðu
orðið í ís við strendur Alaska. Ef marka má
fréttir, fylgdist bandaríska þjóðin spennt með
framvindu mála og hvalirnir áttu óskerta
samúð hennar. Sama var uppi á teningnum í
fleiri menningarlöndum, fréttir af hvölunum
tveimur skipuðu veglegan sess í öllum helstu
fréttamiðlum. Svo langt gekk þessi enda-
leysa, að Reagan Bandaríkjaforseti fann hjá
sér þörf til að hafa bein afskipti af þessu
afkáralega hvalamáh, - ekki einu sinni, heldur
tvisvar.
Allt umstangið vegna björgunar hvalanna
tveggja leiðir hugann að því hvernig komið er
fyrir mörgum þessara svokölluðu menningar-
þjóða. Með markvissri áróðurstækni virðist
hægt að svipta fólk rökhugsun og telja því trú
um nánast hvað sem er. Þannig virðast er-
lendir sjónvarpsáhorfendur trúa því statt og
stöðugt að stórveldin tvö séu svo umhverf-
isverndarsinnuð að þau séu tilbúin til að
leggja í stórfelldan kostnað til að bjarga
tveimur hvölum frá dauða. Kostnaðurinn við
fyrrnefndar björgunaraðgerðir nemur nú þeg-
ar a.m.k. 47 milljónum íslenskra króna. Hvaða
umhverfisverndarsinni sem er hlýtur að
viðurkenna að þarna er um að ræða óafsakan-
lega sóun á almannafé. Þessi sameiginlega
björgunaraðgerð stórveldanna er svívirðilegt
dæmi um hræsni og sýndarmennsku. Erlend-
ar sjónvarpsstöðvar hafa væntanlega ekki
getið þess að sandlægjurnar tvær - en það er
tegundaheiti hvalanna - eru einungis einn
hundraðshluti þess magns sandlægja, sem
Sovétmenn veiða á ári hverju. Væntanlega
hefur ekki heldur verið vakin athygli á því að
stórveldin tvö losa stórkostlegt magn geisla-
virkra úrgangsefna í sjó á ári hverju, og eru
beinlínis ábyrg fyrir ýmsum öðrum athöfnum,
sem beinlínis gagna í berhögg við stefnumið
umhverfisverndarsinna. Væntanlega hafa fáir
séð samhengið milli beinna afskipta Ronalds
Reagans af þessu máli og þeirri staðreynd að
forsetakosningar í Bandaríkjunum eru á
næsta leyti. Með framferði sínu hefur Reagan
eflaust útvegað Rebúblikönum ódýra og
áhrifaríka auglýsingu á bandarískan mæli-
kvarða - með umhverfisvernd að yfirskini.
Hvernig sem á mál þetta er litið er það
dæmi um hversu langt er hægt að ganga í
hræsni og tvískinnungshætti. BB.
á góðum degi
Fréttamenn nútímans njóta mikillar hylli almennings, ekki síður en fyrirrennarar þeirra.
Fjölmiðlar fyrr og nú
Undanfarnir dagar hafa ein-
kennst af þvílíkri veðurblíðu hér
á Akureyri, að ætla mætti að um
vorkomu en ekki vetur væri að
ræða. Þessi fallegi bær hér úti við
hið nyrsta haf skartar fallegum
haustlitunum í logni og geislum
sólar. Á sama tíma heyrum við af
enn einum fellibylnum sem æðir
yfir höf og lönd úti í hinum stóra
heimi. Jóhanna, en það hafa
menn nefnt þennan ógnvald, sem
æðir áfram með allt að 200 km
hraða á klst., skilur eftir sig eyði-
leggingu og jafnvel dauða á þeim
svæðum sem hann nær að fara
yfir með fullum krafti. Áður hétu
þessir fellibylir alltaf kven-
mannsnöfnum, en nú hefur jafn-
réttisbaráttan náð til þeirra líka
svo að þeir bera nú einnig karla-
nöfn.
Á þessum haustmánuðum er
mikið rætt um að farið sé að
harðna á dalnum, atvinnutæki-
færum fækki og sumir tala jafnvel
um kreppuástand. Frá Reykjavík
berast einnig þær fréttir að eftir-
spurn eftir íbúðarhúsnæði hafi
minnkað verulega og að í kjölfar
þess gæti verð á íbúðum þar
e.t.v. lækkað. Ég gerði mér það
til gamans eitt kvöldið að hlusta
nokkuð gaumgæfilega á þrjá
fréttatíma sem koma hver á eftir
öðrum. Hinn fyrsti var Ríkis-
útvarpið kl. 19 með 16 frétta-
atriði, síðan Stöð 2 með 12 atriði
+ fréttaskýringar í 19.19 og að
lokum Sjónvarpið með 15 atriði.
Það merkilegasta við þessa litlu
könnun mína fannst mér vera,
hve frábrugðnar fréttirnar voru
og misjafnlega tilreiddar á þess-
um stöðum. Eina máiið sem allar
stöðvarnar lögðu mikla áherslu á,
og var reyndar númer eitt á þeim
öllum, var hvalamálið svokall-
aða: Hvort láta eigi undan þrýst-
ingi að utan og hætta hvalveiðum
eða ekki. Svo ég taki dæmi um
áherslur á hinar ýmsu fréttir, þá
kom í ljós að Ríkisútvarpið var
með tap íslendinga gegn A.-
Þjóðverjum í knattspyrnu sem
sína 13. frétt, en Sjónvarpið með
þessa sömu frétt númer 4. Að
öðru leyti voru fréttirnar mjög
ólíkar á þessum stöðvum og
hvergi nærri þær sömu á þeim
öllum. Þetta sannar það hve ólíkt
gildismat okkar er á því hvað
okkur þykir fréttnæmt. Það sem
einkennir hinar erlendu fréttir
mest í dag, er hve fljótt þær ber-
ast okkur, stundum það fljótt að
fréttamönnum vinnst ekki tími til
Auðunn
Blöndal
skrifar
að setja íslenskan texta við þær
áður en þær eru sendar út á öld-
um ljósvakans.
Hér áður fyrr fékk fólk ekki
fréttir af stórviðburðum fyrr en
kannski vikum eða jafnvel mán-
uðum eftir að tíðindin gerðust.
Oft var þá eini fréttamiðillinn
gestur eða jafnvel einhver
umrenningurinn sem flæktist um
landið. Margir þeirra voru hinir
mestu aufúsugestir, sérstaklega
ef þeir gátu kveðið rímur, spilað
á langspil eða höfðu frá einhverju
fréttnæmu að segja. Þetta fólk
var þá bæði skemmtikraftar og
fréttamenn þessa tíma. Ekki
þótti amalegt ef slíkan gest bar
að garði á kvöldvökunum, þá var
oft setið í gömlu baðstofunum
við grútarlampa og meðan ull var
kembd og spunnin, hlustuðu allir
á aðkomumann ef hann hafði frá
einhverju að segja, ekki ósvipuð
stemmning og þegar við í dag
sitjum stjörf framan við sjón-
varpstækin og njótum þess sem
þar fer fram.
Sumar þær sögur sem sagðar
voru á kvöldum þessum lifa enn í
dag, svo sem sögur af „Mórum og
Skottum" og alls kyns kynja-
kvikindum. A öndverðri 18. öld
var þessi frásögn höfð eftir Þor-
láki Markússyni sýslumanni: „í
því fljóti, Lagarfljóti, segja menn
vera skuli þrjú vatnsskrímsli, sem
er einn ormur, tveggja og hálfrar
mílu langur, og hafa sannorðir
menn á þessum dögum sagt sig
hafa séð hann grannt, þó í
bugtum, en ekki höfuð né sporð.
Hann skal sig ekki láta sjá, nema
fyrir stórum fyrirburðum, mikl-
um sjúkdómum, landplágum,
stórherradauða eður þvílíku.
Annað er ein skata með níu
hölum. Hún lætur sig ekki oft sjá,
heldur liggur við grunnið, utan
það merki nokkuð sérlegt. Það
þriðja er einn hræðilega stór
selur, sem heldur sig undir einum
fossi og sést sjaldan sem skatan.
Hann skal hafa millum sinna augna
einn búsk, sem er einn skógar-
búskur eða lyng. Hvaða slags
svoddan skepnur eru, vita menn
ekki, en geta þó til, að eigi for-
giftug séu.“
Sumir þessara áðurnefndu
gesta fluttu stundum fréttir sem
heyrðu undir „nýjustu tækni og
vísindi“ þessa tíma. Um líkt leyti
og yfirlýsing sýslumannsins um
Lagarfljótsskrímslin barst um
sveitir kom frétt héðan úr Eyja-
firði um nýstárlegt farartæki sem
maður nokkur héðan úr sýslunni
hafði hannað og smíðað. Sumir
nefndu þetta skip, sem var þó
frábrugðið öðrum skipum að því
leyti, að því var siglt á þurru
landi, þetta var því í rauninni
seglsleði með sætum fyrir þrjá til
fjóra menn.
Misjafnir voru fréttamenn
þessir, bæði hvað skemmtilegheit
og áreiðanleika fréttaflutningsins
varðaði, líkt og er hjá hinum
ýmsu fjölmiðlum í dag. Oft
spunnu þeir upp sögur sjálfir eða
höfðu eftir öðrum sem fóru óvar-
lega með sannleikann.
Eftirfarandi frásögn er höfð
eftir Luðvík Holberg:
„Menn, er koma af löngum
ferðum, fyrirverða sig ekki fyrir
að segja hinar ótrúlegustu skrök-
sögur, og ef menn andæfa þeim,
segjast þeir geta svarið, að þetta
sé dagsatt. Einu sinni sagði mér
kaupmaður, sem verslaði á ís-
landi, að hann hefði séð íslending
taka af sér skóna og stýfa þá úr
hnefa eins og pönnuköku. Ég
hristi höfuðið til merkis um, að
ég tryði þessu ekki, en hann lagði
eið út á það, að sagan væri sönn.
Þá varð ég að þagna.“
Margar þessar sagnir sem
gengu manna á milli á þessum
árum eru þó sannar og eru varð-
veittar í annálum. Sumar fjalla
um fádæma karlmennsku og
mannraunir. Rétt eftir árið 1700,
fór fátækur maður héðan úr
Eyjafirði og ætlaði heiðar, suður
í Borgarfjörð. Maðurinn villtist á
leiðinni og lá úti í tuttugu og fjög-
ur dægur. Komst að lyktum til
byggða austur í Skaftártungu,
kalinn og máttfarinn af hungri og
vosbúð, en lifði af þvílíka ferð.
Já margt var skrafað á kvöld-
vökunum í gamla daga og fólk
þyrst í fréttir og tilbreytingu. Við
sjáum á skoðanakönnunum í dag
að eðlið í okkur er hið sama,
fréttatímar útvarps og sjónvarps
eru vinsælasta dagskrárefnið
ásamt íslensku skemmtiefni.