Dagur - 28.10.1988, Side 5

Dagur - 28.10.1988, Side 5
28. október 1988 - DAGUR - 5 Hvoð er að gerost Aðalfundur norrænna búvísindamanna: Félagið 70 ára í ár Dagana 29. og 30. okt. nk. verð- ur haldinn að Flúðum í Hruna- mannahreppi aðalfundur Félags norrænna búvísindamanna (Nord- iske jordbruksforskeres forening - NJF). Félag norrænna búvís- indamanna (NJF) er stofnað 1918 og er því sjötíu ára gamalt á þessu ári. Þetta félag eru elstu samtök vísindamanna á Norður- löndum. Einn megintilgangur þessara samtaka er að greiða fyr- ir því að þeir menn er að búvís- indum vinna í þessum löndum geti hist og skipst á skoðunum eða stofnað til samvinnu um verkefni eða áhugamál er uppi eru á hverjum tíma. Þessum til- gangi hefur verið reynt að ná með námskeiðum, fræðslufund- um og með því að halda á fjög- urra ára fresti stóra ráðstefnu - til skiptis í löndum. Þessum sam- tökum búvísindamanna á Norðurlöndum er þannig stýrt að hvert land hefur sína heimadeild með heimastjórn en formenn heimastjórna mynda heildarstjóm samtakanna. Aðalskrifstofa sam- takanna er nú í Ósló og fram- Tónleikar með Síðan skein sól - í Möðruvallakjallara f kvöld klukkan 21.00 verður sá merki tónlistarviðburður á Akur- eyri að ein af allra fremstu hljóm- sveitum íslendinga um þessar mundir, Síðan skein sól, heldur tónleika. Tónleikar þessir verða í Möðruvallakjallara og er brýn ástæða til að hvetja alla til að mæta og berja hljómsveitina aug- um, með eyrun opin að sjálf- sögðu. Það eru Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri og Félag áhugamanna um tónlist (Tónlistarfélag VMA) sem standa fyrir tónleikunum, sem hefjast eins og áður sagði, kl. 21.00 í kvöld. kvæmdastjóri þeirra er norskur. Þar sem búfræði spannar mjög vítt svið hefur þessi félagsskapur einnig verið fagdeildaskiptur og er nú greindur þannig í 13 deildir eða skorir eins og það er nú kall- að hér til lands. Af þessum skor- um má nefna ræktun plantna, garðrækt, búfjárrækt, um vélar og byggingar, hagfræði, um kennslu og ráðgjöf og umhverf- isvernd. Hver skor hefur sína sérstöku stjórn með fulltrúa frá hverju landi. Aðalfundur samtakanna sem nú verður haldinn hér á landi að Flúðum er æðsta vald í sam- tökunum og er fulltrúafundur þar sem sæti eiga stjórn samtakanna, formenn skora og kosinn fulltrúi frá hverju aðildarlandi. Auk venjulegra aðalfundarstarfa er ætlunin að minnast á einhvern hátt að þessi samtök eru nú sjött'u ára gömul og að loknum fundi verður fundargestum boðið í kynnisferð um Suðurland. í íslandsdeild samtakanna eru nú um 160 meðlimir. íslands- deildin var stofnuð 1927 og strax á fyrsta ári urðu félagar röskir þrjátíu. Enn eru tveir á lífi af þessum stofnfélögum, þeir Gunnar Árnason fyrrverandi skrifstofustjóri Búnaðarfélags íslands og Guðmundur Jónsson fyrrverandi skólastjóri á Hvann- eyri. Núverandi formaður íslandsdeildar er Magnús B. Jónsson kennari á Hvanneyri. Myndlist: Aðalsteinn Svanur sýnir í Ðynheimum Dagana 29. og 30. október mun Aðalsteinn Svanur Sigfússon halda málverkasýningu í Dyn- heimum. Opið verður báða dag- ana frá kl. 2-8 eftir hádegi og aðgangur er ókeypis. Þetta er þriðja einkasýning Aðalsteins á Ákureyri auk kynn- ingar á verkum hans í Alþýðu- bankanum síðasta vetur. Hann hefur einnig tekið þátt í allmörg- um samsýningum. Aðalsteinn nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla íslands árin 1982-1986 og útskrif- aðist úr málunardeild MHÍ. Á sýningunni í Dynheimum um helgina verður margt að skoða. Þar verða m.a. sýndar landslagsmyndir, mannamyndir af þekktu fólki og óþekktu, dýra- myndir, biblíumyndir, kyrralífs- myndir og fantasíur. Listaverkin verða til sölu. Athugið að sýning- in stendur aðeins þessa tvo daga. SS Leikfélag Akureyrar: Síðustu sýningar á Skjaldbökunni Nú um helgina verða allra síð- ustu sýningar hjá Leikfélagi Akureyrar á leikritinu Skjald- bakan kemst þangað líka. Það er Náttúrufræðistofnun Norðurlands: Opið hús í tileftii af norrænu tækniári Sunnudaginn 30. október verður opið hús á Náttúrufræðistofnun Norðurlands að Hafnarstræti 81a frá kl. 1-5 eftir hádegi. Aðgangur er ókeypis þennan dag að sýning- arsalnum á neðstu hæð. Þar verð- ur í gangi litskyggnusýning af íslenskum sveppum, mosum, fléttum og blómplöntum. Á efstu hæð verða vinnustofur opnar svo og bókasafnið. Starfs- fólk stofnunarinnar verður á staðnum til að kynna starfsemi hennar. Þar verður kynnt vetrar- starf við Lystigarð Akureyrar, en það er m.a. fólgið í plöntuskrán- ingum, plöntugreiningum, fræ- hreinsun, gerð frælista og skilta- gerð. Kynntar verða rannsóknir á útbreiðslu plantna á íslandi og sýnd nýleg útbreiðslukort. Þá munu liggja frammi ýmsir gripir úr geymslusöfnum, sem annars eru ekki til sýnis. Smásjár verða uppstilltar, og geta menn fengið að skoða í þeim lífverur. Rit stofnunarinnar munu liggja frammi til kynningar. Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir, og eru þeir jafn- framt beðnir velvirðingar á óþægindum, sem þeir kunna að verða fyrir vegna þrengsla á stofnuninni. full ástæða til að minna á það og hvetja fólk til að láta þetta ágæta verk ekki fram hjá sér fara. Höfundur leikritsins er Árni Ibsen og leikstjóri Viðar Eggerts- son. Tveir af burðarásum Leik- félags Akureyrar, Þráinn Karls- son og Theodór Júlíusson, fara með titilhlutverkin í verkinu. Guðrún Svava Svavarsdóttir hannaði leikmynd og búninga, Lárus H. Grímsson annast tón- listarflutning og Ingvar Björns- son er ljósameistari. Skjaldbakan kemst þangað líka verður sýnd á föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. SS FELAG MALMIÐNAÐARMANNA AKUREYRI Bifvélavirkjar Akureyri og nágrenni Eftirmenntunarnámskeið fyrir bifvélavirkja verður haldið dagana 3.-5. nóv. nk. Námsefni verður rafkerfi 3 og hleðslukerfi farartækja. Námskeiðsgjald er kr. 4000 fyrir hvern þátttakanda. Þátttaka tilkynnist í síma 26800 milli kl. 9. og 12 fyrir 2. nóv. nk. Allar nánari upplýsingar í sama síma. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri. Sparifjár- eigendur Hjá okkur fást nánast öll örugg verðbréf sem bjóðast á verðbréfamarkaði á hverjurin tíma. Vextir umfram Tegund bréfs verðtryggingu Einingabréf 1, 2 og 3 .. ... 10,0-13,0% Bréf stærri fyrirtækja ... ... 10,5-11,5% Bréf banka og sparisjóða 9,0- 9,5% Spariskírteini ríkissjóðs ... 7,0- 8,0% Skammtímabréf ... 7,0- 8,0% Hlutabréf t Verðbréf er Gign sem ber arð. Gengi Einingabréfa 28. október 1988 Einingabréf 1 3.338,- Einingabréf 2 1.904,- Einingabréf 3 2.161,- Lífeyrisbréf 1.678,- Skammtímabréf 1,170 éá f KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700 Dansleikur laugardagskvöld Hin frábæra hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00. Fjölskyldutilboð Blomkalssupa- Londonlamb með rjómasveppasósu Verð aðeins kr. 750,- Frítt fyrir börn 0-6 ára, V2 gjald fyrir 6-12 ára Bordapantanir í sima 22200

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.