Dagur - 28.10.1988, Page 6
6- DAGÖR - 28: ökfóber 1ð88
GEmim
Aðalfundur
framsóknarfélaganna í Öngulsstaða-, Saur-
bæjar- og Hrafnagilshreppi verður að
Laugarborg sunnudaginn 31. okt. kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
Kosning fulltrúa á flokksþing.
Önnur mál.
Guðmundur Bjarnason og Valgerður Sverrisdóttir
mæta á fundinn.
Stjórnir féiaganna.
„Um mánaðamótin maí/júní
hóf'st vinna í trjáræktinni í
Skarðdal með unglingavinnu í
vinnuskóla Siglufjarðarbæjar.
Áður höfðu nokkrar dagstund-
ir farið í eftirlit og lagfæringu á
girðingum.
Fyrstu dagar unglingavinnunn-
ar fóru í frekari lagfæringar og
endurbætur á girðingum, ásamt
undirbúningi að gróðursetningu.
Vinnan skiptist þannig:
1. Gróðursetning og undirbún-
ingur: 29 dagsverk (22 ungl. -
7 fullorðins.)
2. Umhirða ungplantna og
hreinsun: 36 dagsverk (26
ungl. - 10 fullorðins.)
3. Grisjun, klipping og hreinsun
eldri trjáa: 46 dagsverk (34
rm m l/r- A VeldubérGEMINImeðframhjóladrifi.
jjjjll veiaaeila f\C/\__________________________3jaeða4radyra, með 1.3lítraeða 1.5 Iftra vél
ÓSEYRI 2, SÍMI 22997
GEmini
Verðið er frábært, frá aðeins kr. 495.000,- staðgreitt.
Bfla- og vélaeigendur
Hreinsum og stillum
eldsneytiskerfi díselbíla.
DIESEL-VERK »?!
VÉLASTÍLUNGAR OG ViÐGERÐiR
DRAUPNISGÖTU 3 ■ 600 AKUREYRI SlMI (96)25700
Skotveiðimenn
Vorum að fá byssupoka ★ Byssutöskur ★
Byssuólar ★ Rjúpnavesti ★ Skotabelti
að ógleymdum öllum rjúpnaskotunum.
W
• •
EYFJORÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
VtSA
Skógræktarfélag Sigluijarðar:
ungl. - 12 fullorðins.)
4. Viðhald og endurbætur girð-
inga: 22 dagsverk (17 ungl. -5
fullorðins.)
5. Önnur störf: 38 dagsverk (31
ungl. - 7 fullorðins.)
Alls eru þétta 161 dagsverk
(120 ungl. - 41 fullorðins), sem
tilheyra unglingavinnunni og eru
hluti af Vinnuskóla Siglufjarðar-
bæjar og greidd af bænum. Vinn-
an fór fram í júní og júlí og fyrstu
vikuna í ágúst.
Gróðursetning fór frarn 10.-16.
júní, eða á sama tíma og í fyrra.
Gróðursettar voru 500 blágreni-
plöntur, 400 birkiplöntur, og í
reiti voru settar til geymslu 300
þingvíðisplöntur og 200 viðju-
plöntur. Allar komu þessar
plöntur frá Vöglum. Ekki fékkst
sitkagreni, bastarður né hvít-
greni. Er það þriðja árið sem
slíkt gerist. Næsta vor verður að
bæta úr því.
Að þessu sinni voru það 15
piltar og 5 stúlkur sem unnu í
skógræktinni. Þar af hafa aðeins
6 unnið við þessi störf áður. Allir
unglingarnir eru á aldrinum 12-14
ára. Þetta er 38. sumarið sem
unglingarnir vinna við gróður-
setningu í Skarðdalslandi, alltaf
undir verkstjórn sama manns.
Við grisjun voru felld 50 tré af
ýmsum stærðum, mest 2ja-3ja
metra há. Sum voru allsver
neðst, eða um 20-25 sentimetrar í
þvermál, enda 15-25 ára gömul.
Þar af höfðu sum brotnað og
misst topp oftar en einu sinni.
Mest var þetta sitkagreni og
nokkur blágreni. Auk þessa var
fura grisjuð og klippt og um 35
tré aflimuð og flutt af svæðinu.
Þar á meðal voru 3ja og 4ra
metra tré, sem nota má til staura-
gerðar og flcira. Þyrfti að grisja
mun meira á vissunt svæðum.
Mikið þurfti að vökva í júní og
fyrrihluta júlí. Þá var grasklipp-
ing mikil í lok júlí og ágúst.
Ýmislegt varðandi
skógræktina 1988
Blágrenið sem sett var niður í
fyrra, hefur ekkert vaxið í sumar
og því enn spurning hvort það
kemur yfirleitt til. Er þetta
undarlegt og andstætt öllu því
blágreni, sem sett hefur verið
niður á undanförnum árum. Aðr-
ar ungplöntur komu vel undan
vetri og hafa vaxið vel í sumar.
Óvenjuleg snjóalög á vissum
svæðum brutu topp af l-2ja
metra trjám, sem uxu mikið í
fyrra. Var þar að verki blautur
snjór fyrri hluta vetrar. Annars
voru óvenjumiklir snjóskaflar
víða í apríl og fram í maí, svo 2ja
metra tré voru á kafi í snjó fyrri-
hluta maímánaðar, en af því
hlutust litlar skemmdir.
Vöxtur trjágróðurs er með því
mesta sem hér gerist. Má víða sjá
35-45 sentimetra nýsprota á
sitkagreni og hvítgreni, 20-25
sentimetra á blágreni og góðan
vöxt á lerki og stafafuru. Birkið
er sæmilegt, enda var allur trjá-
gróður vel í stakk búinn frá sumr-
inu 1987.
í stórum dráttum má segja að
veðurfar, það sem af er þessu ári,
sé endurtekning frá því í fyrra.
Snjólétt var fyrstu mánuði ársins
með nokkrum hitasveiflum og
hlákublotum, en aldrei urðu mik-
il frost. Snjókoma og stormar
voru meiri í apríl, svo snjór var
mun meiri í apríl-maí. Maí-júní
úrkoma var lítil en sæmilega
hlýtt. Úrkoma óx seinni hluta
júlímánaðar og í ágúst. Vöxtur
trjáa var mjög ör. Síðustu daga
júlí var mesta úrkoma hér í Siglu-
firði sem komið hefur um árabil.
80 millimetrar féllu á 36 klukku-
stundum. í september kom varla
þurr dagur. Fyrstu dagana í sept-
ember féllu aurskriður í fjalls-
hlíðinni sunnan Leyningsár, þar
af ein alveg niður að skeiðvelli
hestamanna. Tvær eða þrjár aur-
skriður féllu sunnar og ein fyrir
ofan Hól, allt á stöðum þar sem
gróður var fyrir og ekkert hefur
skeð þessu líkt í 30-40 ár. Um
miðjan september hafði trjágróð-
ur fengið nægan vaxtartíma og
enn ekki komið frost á láglendi.
Að vísu var hitastig við núllið
eina nótt.“
Sett á blað í september 1988.
Jóhann Þorvaldsson.
ISUZU GEMIIMI#
er sannkallaður kostagripur - ekki
of lítill og ekki of stór, búlnn þelm
fylgihlutum sem fæstir sambæri-
legir bflar státa af, svo sem 5 gíra
eða sjálfskiptingu, aflstýri, útvarpi
m/segulbandl, góðri hljóð-
elnangrun og traustum undfrvagni.
tt
3EMIIMI FRA FYRSTA
MLEIÐANDA
ISUZU GEMIIMI •
er stolt feðra slnna - hannaður
með tilllti tll formfegurðar og
margra ára endlngar. f margendur-
teknum rannsóknum hefur
GEMIIMI reynst einnsterkbyggðastl
og öruggasti smábíll gagnvart
slysum og hvers kyns óhöppum.
ISUZU GEMIIMItt
býður uppá meira innanrýml og
þægindi en nokkur annar
sambærllegur blll. Þægileg
framsætl með margvíslegum
stilllmögulelkum - aftursæti sem
má leggja niður til áð auka
farangursiýml og rúmgóðri
farangursgeymslu með viðri og
aðgengilegrl opnun.
Vinna í Skarðdals-
girðingum sumarið 1988