Dagur - 28.10.1988, Side 8

Dagur - 28.10.1988, Side 8
8 - DAGUR - 28. október 1988 4-, •>♦ /yv v+-4v' ♦ .. ♦> /> ^ spurning vikunnar Ert þú farin/n að huga að jólunum? Spurt á Akureyri Pálína Björnsdóttir: Nei, ég er það nú ekki. Ég er nýflutt hingað og er svona rétt að koma mér fyrir. En ætli ég byrji ekki í nóvember. Birgitta Sæmundsdóttir: Já, ég er komin með öll föt á börnin og sjálfa mig. Svo eru hreingerningarnar byrjaðar og venjulega byrja ég að kaupa jólagjafirnar í september til þess að vera tímanlega í því. Næst er það svo baksturinn, annars hef ég aldrei veriö eins róleg í þessu og nú. Erna Bjarnadóttir: Nei, alls ekki. Ég er með svo lít- ið heimili að ég þarf ekkert að fara að huga að þeim. Hjá mér eru jólagjafakaup með fyrstu verkum og ég er reyndar búin að kaupa eina. Kristján Ármannsson: Nei, ég er ekki farinn að hugsa um þau. Fyrstu jólaverkin hjá mér verða líklega jólakortin. Ragnhildur Vestmann: Nei frekar lítið, það eru aðal- lega fötin sem ég er farin að hugsa um og ætli jólagjafirnar séu ekki næstar. Annars eru þetta engin jól vegna þess hve fríið er lítið. Miklar viðgerðir fara fram á stíflugarði Skeiðsfossvirkjunar - komið við hjá virkjuninni í Fljótum og rætt við stöðvarstjórann, Heiðar Albertsson Skeiðsfossvirkjun í Fljótum, í eigu Rafveitu Siglufjarðar, var tekin í notkun árið 1946 og var ein af fyrstu vatnsfallsvirkjun- um landsins. Framkvæmdir hófust á síðustu árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Komið hafa í Ijós miklar alkalí- skemmdir í stíflugarðinum og hafa viðgerðir á honum staðið yfir í tvö ár. Fara þær fram á vori hverju og standa yfir í 2 mánuði í senn. Stefnt er að því að klára verkið vorið 1990. Sams konar skemmdir komu fram á stöðvarhúsi virkjunar- innar og er búið að gera við þær. Heiðar Albertsson stöðv- arstjóri segir okkur hvernig viðgerðin á stíflugarðinum fer fram: „Framkvæmdin er þannig að fyrst er skemmdin tekin og brotin upp. Svo er steypt utan á 12 cm þykkt lag. Við breikkum garðinn að ofanverðu um metra, þannig að planið sjálft stækkar, og þá verður hægt að aka út á stíflu- garðinn, sem ekki var hægt áður. Viðgerðin á garðinum nær yfir 9 metra niður, en neðsti hlutinn á honum, sem hefur verið meira undir vatni heldur en efri hlutinn er aftur á móti mun betur farinn. Virk fallhæð er 13 metrar, en ég er ekki alveg klár á hvað garður- inn er hár, niður í botnioku." Rafmagn keypt af Landsvirkjun til að halda lóninu fullu Þegar vinnu við garðinn að innanverðu verður lokið vorið ’90, er stefnt á að lagfæra hann að utanverðu einnig. Orsakir fyrir þessum alkalískemmdum sagði Heiðar vera að þegar stöðvarhús- ið og stíflugarðurinn voru byggð á sínum tíma voru sandur og möl úr Haganesvíkinni notuð í steypuna. „Þaðan kemur selta í steypuna og þá bullandi alkalí á ferðinni," sagði Heiðar. Frá upphafi hefur Skeiðsfoss- virkjun séð Siglfirðingum og Fljótamönnum fyrir rafmagni, og seinna bættust Ólafsfirðingar við. „Núna erum við í samtengingu við Landsvirkjun. Keyrslan er sú að við reynum að halda lóninu nánast fullu, eitthvað fram eftir vetri, og þá eigum við ákveðið varaafl sem við getum notað. Meðan við erum að því þá þurf- um við að kaupa frá Landsvirkj- un í gegnum línu sem liggur frá Dalvík, yfir til Ólafsfjarðar og síðan hingað yfir í Fljót um Lág- heiði. Núna kaupum við af Landsvirkjun og framleiðum lítið til að halda lóninu fullu. Ef eitthvað kemur fyrir þessa svo- kölluðu Drangalínu, sem hefur verið svolítið erfið, en hún liggur á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, þá eigum við þó nokkuð mikið varaafl til að útvega Ólafsfirðing- um rafmagn. Það er mikið atriði núna, ef eitthvað kemur fyrir, vegna framkvæmdanna við jarð- göngin,“ sagði Heiðar. Virkjunin getur framleitt tæp 5 megavött Skeiðsfossvirkjun getur framleitt 4,9 megavött, sem er algjör toppur. Núna er verið að fram- leiða um 2 megavött, á meðan verið er að spara vatnið í lóninu. Heiðar segist halda lóninu fullu með því að kaupa rafmagn á dag- inn og senda síðan á nóttunni. Þannig næst að halda sama vatns- magni fram eftir vetri. Látum Heiðar Albertsson stöðvarstjóri við stjórntækin í stöðvarhúsinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.