Dagur - 03.11.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 03.11.1988, Blaðsíða 11
hér & þar 3. nóvember 1988 - DAGUR - 11 l Dallasleikari gengst undir bakaðgerð - Pamela hefur þjáðst um langa hríð, en hyggst leita sér lækninga Victoria Principal sem við þekkj- um eflaust betur sem Pamelu í Dallas hefur átt við mikla bak- veiki að stríða um árabil. Er nú svo komið eftir áralanga kvöl og pínu að hún hyggst gangast undir aðgerð svo læknast megi bak- verkurinn. Talið er að Victoria þurfi um sex mánuði til að jafna sig eftir aðgerðina og er hún nokkuð uggandi um að frami hennar sé í hættu rétt á meðan hún hvílist. „Ég hef stöðuga verki og svo mikla að ég græt iðulega, bæði um daga og nætur,“ hefur náinn vinur leikkonunnar eftir henni. Pær stundir hafa jafnvel komið í lífi ungu konunnar að hún hefur eigi um annað getað hugsað en kvalir sínar. En kvalirnar eru ekki eingöngu á líkamlega svið- inu, hið andlega hefur ekki farið varhluta af veikindunum. Svo örvæntingarfull er Victoría vegna starfsframa síns og hugsanlegrar hröpunar út af sjónvarpsskermin- um að hún hefur dregið úr hömlu að leita sér lækninga vegna veik- indanna. „Ég get ekki horfið algjörlega af skerminum í sex mánuði, en ég get heldur'ekki unnið eins og ég er á mig komin. Ég er engin manneskja til þess,“ segir hún og vinir sem rætt hafa málið við blaðamenn segja hana rífa í hár sitt, jafnframt því sem hún engist af kvölum. Bakverkur konunnar á rót sína að rekja til brjóskloss og er talið að hún hafi fyrst kennt meinsins þá er hún lenti í árekstri á menntaskólaárum sínum. Hefur verkurinn ágerst í gegnum tíðina og eins og fyrr hefur verið sagt er spurning hvort Pam þolir lengur við. Fyrir hefur komið að leik- konan hafi þurft að fresta tökum á hinum geysivinsæla sjónvarps- þætti, Dallas. Og hefur Sáðfork fjölskyldan tekið því með jafnað- argeði eins og reyndar hún er þekkt fyrir og hefur hún dyggi- lega stutt við bak eiginkonu Bobbys. En eftir stendur ein spurning og hún ekki lítil. Hvern- ig verður skyndilegt brotthvarf eiginkonunnar (sem nýlega er komin heima á óðalið öðru sinni eftir hjónabandsvandræði) skýrt fyrir áhorfendum. Slettist enn á ný upp á vinskapinn? Þarf hún að bregða sér í verslunarferð til Glasgow? Gerast hjúkrunarkona í þriðja heiminum? Eða hvað? Victoria Principal, Pamela Ewing í Dallas hefur lengi kvalist af bakveiki, en nú mun verða ráðin á því bót. Enda hefur hún iðulega grátið vegna verkjar- ins. ri dagskrá fjölmiðla SJONVARPIÐ FIMMTUDAGUR 3. nóvember 18.00 Heida (18). 18.25 Stundin okkar - Endursýning. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Kandís. (Brown Sugar.) Bandarískur heimildamyndaflokkur um frægar blökkukonur á leiksviði. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Bein útsending frá Alþingi. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana. 23.55 Seinni fréttir. 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. SJONVARP AKUREYRI FIMMTUDAGUR 3. nóvember 16.00 Grái fiðringurinn. (The Seven Year Itch.) Gamanmynd um grasekkjumann sem hittir draumadísina sína. Gallinn er bara sá að hann er ekki draumaprinsinn hennar. Aðalhlutverk: Marlyn Monroe og Tom Ewell. 17.45 Blómasögur. 18.00 Selurinn Snorri. 18.15 Þrumufuglarnir. 18.40 Handbolti. Handbolti verður nú á dagskrá vikulega og verður sýnt frá helstu leikjum íslenska handboltans hverju sinni. Annan hvem laugardag má svo vænta keppnismanna handboltans í spurningakeppni þar sem þeir verða spurðir í þaula um sögu íþrótt- anna. 19.19 19.19. 20.55 Dómarinn. 21.25 Bláa þruman.# (Blue Thunder.) 23.10 Svívirtu börnin. Endursýnd mynd frá sl. sunnudegi. Neyðarsímar Rauðakrossins eru 91-26722 og 91-622266. 00.00 í skugga nætur. (Nightside.) Spennumynd í gamansömum dúr sem fjallar um hressar löggur á næturvakt í Los Angeles. Ekki við hæfi barna. 01.20 Dagskrárlok. # táknar frumsýningu á Stöð 2. & FIMMTUDAGUR 3. nóvember 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri.) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. Svívirtu börnin Myndin, Svívirtu börnin, sem Stöð 2 sýndi sl. sunnudag hefur vakið gífurlega athygli. Margir notfærðu sér einnig neyðarsíma Rauða krossins og sögðu frá reynslu sinni í sambandi við þessi mál. Þar sem myndin var í læstri dagskrá á sunnudaginn hefur verið ákveðið að endursýna hana í kvöld, í opinni dagskrá. Sýning hennar hefst kl. 23.10. Neyðarsímar Rauða krossins verða einnig opnir, símanúmerin eru 91-26722 og 91-622266. 12.45 Iundralandi með Lísu Páls. 14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. 20.30 Útvarp unga fólksins - Kappar og kjarnakonur. 21.30 Fræðsluvarp: Lærum ensku. 22.07 Sperrið eyrun. - Anna Björk Birgisdóttir kynnir þunga- rokk á ellefta tímanum. 01.10 Vökulögin. Fréttir eru sagðar kl. 2,4, 7, 7.30, 8,8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. 0 RAS 1 FIMMTUDAGUR 3. nóvember 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Valdimar Gunnarsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Fúfú og fjaflakrílin" eftir Iðunni Steins- dóttur. Höfundur les. (3) 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 9.40 Landpósturinn frá Norðurlandi. Umsjón: Pálmi Matthíasson. 10.00 Fróttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fróttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. 13.35 Miðdegissagan: „Bless Kólumbus" eftir Philiph Roth. (9) 14.00 Fróttir • Tilkynningar. 14.05 Fimmtudagssyrpa Magnúsar Einarssonar. 15.00 Fróttir. 15.03 Samantekt um Evrópubandalagið í tilefni breytinganna í árslok 1992. . Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Meðal efnis er spjall Eyvindar Eiríkssonar um íslenska tungu. Umsjón: Sigurlaug Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Ungir norrænir einleikarar: Tónleikar í Háskólabíói 29. þ.m. Síðari hluti. 18.00 Fréttir. 18.05 Að utan. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tiikynningar. 19.35 Kviksjá. Þáttur um menningarmál í umsjá Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 19.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Úr tónkverinu - Sönglagið. 20.30 Útvarp frá Alþingi - Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana. 24.00 Fréttir. RlKJSUIVARPfÐ ÁAKUREYRI4 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. FIMMTUDAGUR 3. nóvember 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Mjóðbylgjan FM 101,8 FIMMTUDAGUR 3. nóvember 07.00 Kjartan Pálmarsson er fyrstur á fætur og hjálpar Norðlending- um að taka fyrstu skref dagsins. 09.00 Pétur Guðjónsson mætir á svæðið, hress og kátur. 12.00 Ókynnt hádegistónlist, fín með matnum. 13.00 Snorri Sturluson, líf og fjör, enda pilturinn kátur með afbrigðum. 17.00 Kjartan Pálmarsson. Klukkan 17.30 er timi tækifæranna. Kjörið tækifæri til að selja eða kaupa ykkur að kostnaðarlausu. 19.00 Tónlist með kvöldmatnum, ókynnt. 20.00 Tónlist á fimmtudagskvöldi. Hljóðbylgjutónlist eins og hún gerist best. 24.00 Dagskrárlok. FM 104 FIMMTUDAGUR 3. nóvember 07.00 Árni Magnússon. Lífleg og þægileg tónlist. Fréttir kl. 8. 09.00 Morgunvaktin. Sigurður Hlöðversson og seinni hluti morgunvaktar. Fréttir kl. 10 og 12. 12.30 Helgi Rúnar Óskarsson. Öll nýjustu lögin ásamt blöndu af þeim gömlu og góðu. Fréttir kl. 14 og 16. 16.10 Þorgeirs þáttur Ástvaldssonar. Fréttir kl. 18. 18.00 íslenskir tónar. 19.00 Síðkvöid á Stjörnunni. 22.00 Oddur Magnús á ljúfum nótum. 01.00-07.00 Stjörnuvaktin. 989 BYLGJAN\ FIMMTUDAGUR 3. nóvember 08.00 Páll Þorsteinsson - þægilegt rabb í morgunsárið. Fréttir kl. 8 og Potturinn, þessi heiti kl. 9. 10.00 Anna Þorlóks. Aðalfréttimar M. 12 og fréttayfirlit kl. 13. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn ómiss- andi kl. 15 og 17. 18.00 Fréttir á Bylgjunni. 18.10 Hallgrímur Thorsteinsson i Reykjavík siðdegis. 19.05 Meiri músík - minna mas. Tónlistin þín á Bylgjunni. 22.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson og tónlist fyrir svefninn. 02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.