Dagur - 03.11.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 03.11.1988, Blaðsíða 13
3. nóvember 1988 - DAGUR - 13 JóhannesarguðspjaJl er perla Nýja testamentisins - segir Björgvin Jörgensson en hann mun halda biblíulestra um Jóhannesarguðspjall í kapellu Akureyrarkirkju í vetur Björgvin Jörgensson mun halda biblíulestra í kapellu Akureyrarkirkju á mánudags- kvöldum í vetur um Jóhannes- arguðspjall. Björgvin hefur tekið saman stórt ritverk um þetta guðspjall en það er, eins og hann orðar það, án efa ein dýrmætasta bók Biblíunnar en um leið vandmeðfarið efni. Björgvin hélt biblíulestra í Akureyrarkirkju síðasta vetur um boðorðin tíu, og voru þeir vel rómaðir og féllu í góðan jarðveg. Hugmyndina að því að fjalla um Jóhannesarguðspjall á líkan hátt kviknaði, að sögn Björgvins, í tengslum við fundina um boðorð- in tíu. Mikið undirbúningsstarf liggur hér til grundvallar því Björgvin hefur tekið saman rit um Jóhann- esarguðspjall sem er um 180 síður. Ritverkið er í senn skýring á guðspjallinu ásamt umfjöllun um aðalatriði þess og spurningar sem Björgvin mun beina til fund- armanna til umræðu og umfjöllunar. - En hvers vegna er Jóhannes- arguðspjall svona mikilvægt? „Jóhannesarguðspjall er greinileg sú bók Biblíunnar sem sýnir best guðdóm Jesú Krists. Hún hefur líka verið kölluð perla Nýja testamentisins og hefur ver- ið líkt við málverk á móti því að hin guðspjöllin séu eins og ljós- myndir. Jóhannesarguðspjall er 21 kapíluli og ég reyni að fylgja þeirri reglu að taka einn kafla fyrir í hverjum lestri. Stundum er þetta allt of mikið þannig að ég hef orðið að skipta þeim viða- mestu í tvennt, miðað við að hver lestur taki einn til einn og hálfan tíma. Björgvin Jörgensson. Ég hef hugsað mér að stað- næmast við aðalatriði hvers kafla og ræða málið við þá sem hlusta á og gefa fólki tækifæri til að spyrj- ast fyrir urn meira. Þetta tekur allt sinn tíma og ég get ekki sagt fyrir um hvort mér tekst að ljúka lestrunum öllunt á einum vetri.“ - Viltu taka dæmi um eitt slíkt lykilatriði sem þú fjallar um? „Þessir biblíulestrar, eða réttara sagt guðspjallið, byggir á ákveðnu þema sem er tekið fyrir þegar í upphafi, en það er þema um setninguna: „Vér sáum dýrð hans.“ Raunverulega snúast allir lestrarnir unt að það ljúkist upp fyrir fólkinu að sjá þessa dýrð. Ég álít að þetta höfði til allra sem eru leitandi eftir sálarfriði og fullvissu um hvað er raunveru- lega rétt og rangt í sambandi við sína persónu eða trú. Verkið byrjar á kynningu á guðspjallinu og til að vinna það hef ég notað ýmsar grunnheimildir. Tvö fyrstu versin í guðspjallinu eru gegnum gangandi um það allt og ég mun nota þau til að staðnæmast við og spyrja spurninga. Þeir sem koma á biblíulestrana eiga helst að hafa með sér Biblíu eða Nýja testa- menti til að styðjast við en það vakna margar spurningar við lest- ur þessa efnis." - Þart' fólk að vera vel að sér í Biblíunni til að geta notfært sér þessa biblíulestra? „Ég reyni að hafa þetta svo einfalt að unglingur setn er að Ijúka barnaskóla ætti að geta fylgst með. Skýringarnar eru nákvæmar en þó á einföldu máli en þar sem ég er barnakcnnari er ég vanur að tala þannig að ég sé skilinn. Þannig á hver einasti maður að gcta skiliö hvað er hér á ferðinni." - Á þetta efni erindi til nútíma- fólks? „Ég álít aö hver nútímamaður og reyndar fólk á öllum tímum álít ég að einmitt Jóhannesar- guðspjall höfði til þeirra sem eru uðspjall höfði til þeirra sem eru leitandi. En þetta er ekki síður fyrir þá sem þekkja guðspjöllin vel en hina. Ég tel það mikinn styrk bæði fyrir mig og aðra sem þarna verða að hafa sóknarprest- ana með á biblíulestrunum, en prestarnir hafa yfirgripsmikla fræðilega þekkingu á þessum efnum.“ Þess skal að lokum getið að efni hvers biblíulcstrar verður dreift meðal fundarmanna í hvert sinn. Síðar verður hægt að fá rit- verk Björgvins kcypt í heilu lagi. Fundirnir hefjast kl. 20.30. Þeir eru ókeypis og eru allir velkomn- ir. " EHB Nýtt af nálinni í október: Hausttískan handa ungum sem eldri Haust- og vetrartíska fyrir unga sem eldri er meginefni í október- útgáfu Nýs af nálinni sem send var áskrifendum fyrir skömmu. Skólafatnaður fyrir börnin er þar ofarlega á blaði, peysur, buxur, pils og fleira, jafnt á stelpur og stráka. Nýtt af nálinni er nýstárlegt rit í eins konar lausblaðaformi sem Vaka-Helgafell gefur út en kaup- endur flokka síðan efnið í sér- hannaðar möppur. Meðal annars efnis október- sendingarinnar má nefna snið að kápum og kjólum, buxur í stór- um númerum, herra- og dömu- peysur, ýmislegt til skrauts og gagns á heimilum, ásamt leið- beiningum um hvernig skal máta föt þegar verið er að sauma. Allt er þetta útfært á vönduðum lit- myndum og kapp lagt á að allar leiðbeiningar séu sem aðgengi- legastar. Nýtt af nálinni kemur út mán- aðarlega og er eingöngu selt til áskrifenda sem eiga það sameig- inlegt að hafa áhuga á tísku, fata- saum og hannyrðum ýmiss kon- ar. í hverjum mánuði fá þeir sendar uppskriftir og tilbúnar sníðaarkir fyrir þær flíkur sem valdar eru hverju sinni, ásamt nákvæmum leiðbeiningum og ráðgjöf um hvernig hentugast sé að vinna hverja flík. Að jafnaði eru um 16 uppskriftir og snið hverri sendingu. Sérstakt klúbb- fréttablað fylgir hverri útgáfu af Nýju af nálinni. Nýtt af nálinni býður klúbbfé- lögum jafnan valdar vörur á til- boðsverði, hefur staðið fyrir sauma- og sníðanámskeiðum, prjónanámskeiðum og ókeypis býður faglega ráðgjöf um allt sem lýtur að saumaskap og hannyrð- um. Klúbburinn hefur frá upp- hafi notið vinsælda, en hann hef- ur nú verið starfræktur í hálft annað ár. Ritstjóri Nýs af nálinni er Ragna Þórhallsdóttir. 33. kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið að Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit dagana 4.-5. nóvember n.k. Þingiö hefst kl. 20.00 á föstudagskvöld. Sérmál þingsins: Áhrif efnahagsstjórnunar á þróun byggðar. Erindi flytja: Ásgeir Daníelsson, hagfræöingur Pjóöhagsstofnunar. Erna Indriöadóttir, deildarstjóri RÚVAK. Valur Arnþórssson, kaupfélagsstjóri. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráös íslands. t ’lftT Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson, forsætisráöherra. Þórdís Bergsdóttir, L.F.K. Kristinn Halldórsson, S.U.F. Þinginu lýkur með samkvæmi á vegum Framsóknarfélags Mývatnssveitar. Kvöldveröur, skemmtiatriöi og dans. Miðaverð er kr. 2.200.- Allir velunnarar Framsóknarflokksins velkomnir. Þátttaka tilkynnist í síma 44170, Hótel Reynihlíð fyrir fimmtudagskvöld. Skrifstofa sambandsins að Hafnarstræti 90, Akur- eyri er opin frá kl. 15-18 virka daga. Sími 21180. Stjórn KFNE. Dags.: SVARSEÐILL Beiðni um millifærslu áskriftargjalds □ Er áskrifandi □ Nýr áskrifandi Undirritaöur óskar þess aö áskriftargjald Dags veröi framvegis skuldfært mánaöarlega á greiöslukort mitt. Kortnr.: Gildir út: Nafnnr.: ÁSKRIFANDI: HEIMILI: PÓSTNR.-STAÐUR: SIMI:........... Strandgötu 31 Sími 96-24222 UNDIRSKRIFT.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.