Dagur - 03.11.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 03.11.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 3. nóvember 1988 r v Spilakvöld verður haldið að Freyjulundi föstud. 4. nóvember. Annað kvöldið af þremur. Spilamennskan hefst kl. 21.00. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Sjómenn athugið! Ávallt til línuefni og ábót. Setjum upp línu. Ennfremur flestar aðrar útgerðarvörur SANDFELL HF v/Laufásgötu • Akureyri • s. 26120 ^AMOR Loöfóöraöir leðurhanskar Þykkar sokkabuxur í svörtu og fjólubláu Treflar og vettlingar í stíl Stakir jakkar á dömur og herra Dömuúlpur — Klútar, sjöl og margt fleira Ath! Opið laugardaga 10-12 #AM0R I iskuvetslun Hafnarstræti 88, sími 26728 A J Bœkurnar sem beðið er eftir Sjúkrahúsið í liumskóginum Síðasla bónin Fast í bókabúöum og blaösölum um allt land o SNORRAHÚS Strandgötu 31 • Akureyri Sími 96-24222 Skagaströnd: Dvalarheimili aldraðra var vígt fyrsta vetrardag Fyrsta vetrardag var vígt nýtt dvalarheimili fyrir aldraða á Skagaströnd. Húsið er 732 fm að grunnfleti. I húsinu eru fjórar hjónaíbúðir og sjö ein- staklingsíbúðir. Áður höfðu verið byggðar þarna fjórar hjónaíbúðir og íbúar þeirra munu njóta sömu þjónustu í sambandi við fæði og þjónustu og íbúar nýja hússins. Auk þess er í húsinu eldhús, borð- salur, föndurherbergi, sólstofa og heitur pottur. Arkitektarnir Sigurður Guðmundsson og Sigurður Kristjánsson teikn- uðu húsið en Eðvarð Hall- grímsson húsasmíðamcistari á Skagaströnd annaðist bygg- ingu þess. Kostnaður við bygg- ingu hússins varð um 60 millj- ónir króna með fullfrágenginni lóð framreiknað til verðlags nú í haust. Það er 96% áætlaðs kostnaðar við bygginguna. Óskað var eftir tillögum um nafn á húsið. Fjölmargar til- lögur bárust en nafnið Sæborg var valið þar sem það minnir á sjóinn sem Skagstrendingar hafa byggt afkomu sína á og Spákonufellsborgina sem er fallegt fjall fyrir ofan Skaga- strönd. Vígsluathöfnin hófst með því að tónlistarkennararnir á Skaga- strönd, hjónin Rosemary og Juli- an Hewlett léku á þverflautu og orgel. Jón ísberg, formaður byggingarnefndar bauð gesti vel- komna og rakti nokkuð þróun heilbrigðisþjónustunnar í hérað- inu. Hann gat þess sérstaklega að Lárus Guðmundsson, sem kenndur var við Herðubreið á Skagaströnd hefði verið mikill baráttumaður fyrir því að dvalar- heimili yrði byggt fyrir aldraða á Skagaströnd og árið 1974 gaf Lárus eina milljón króna til bygg- ingar þess húss sem var verið að vígja þennan dag. Eðvarð Hallgrímsson, húsa- smíðameistari, lýsti húsinu og byggingarsögu þess og þakkaði undirverktökum og öðrum þeim sem með honum unnu við bygg- inguna gott samstarf. Soffía Lárusdóttir, dóttir Lár- usar frá Herðubreið, afhenti hús- inu að gjöf fána og fánastöng frá börnum Lárusar sem eru auk Soffíu, Guðmundur, Sigurbjörg og Ingibjörg. Jón Ingi Ingvarsson afhenti einnar milljónar króna gjöf frá útgerðarfélaginu Skag- strendingi og Lárus Ægir Guð- mundsson þakkaði þeim sem höfðu gert það að veruleika að dvalarheimilið væri risið og sér- staklega þakkaði hann Jóni ís- berg, formanni byggingarnefnd- ar. Hann sagði að þetta væri stór dagur í litlu samfélagi. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra var viðstaddur vígslu Sæborgar, ásamt fríðu föruneyti frá heilbrigðisráðuneyt- inu og sagði hann að starfsfólkið notaði einn haustdag ár hvert til að ferðast um og kynna sér starf- semi sjúkrahúsa úti á landi og nú hefði það einmitt hitt á þennan dag. Ráðherrann sagði að Sæ- borg væri fagurt vitni og taldi vel til þess vandað í alla staði. Hann sagði að mikið væri enn óunnið Jón ísberg, formaður byggingar- nefndar bauð gesti velkomna. varðandi heilbrigðis- og öldrun- arþjónustuna í landinu þótt mik- ið hefði þegar verið gert. Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri ræddi um væntanleg- an rekstur dvalarheimilisins og skýrði frá því að Pétur Eggerts- son hefði verið ráðinn fram- kvæmdastjóri þess og matráðs- kona yrði Sigríður Ólafsdóttir. Athöfninni lauk með því að Ægir Sigurgeirsson, sóknarprest- ur á Skagaströnd hafði helgistund og kirkjukór Skagastrandar söng við undirleik Julian Hewlett. fh Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og fylgdarlið hans ganga að hús- inu. lesendahornið ..— Klám á almannafæri Óánægður lesandi hringdi og vildi koma með innlegg í umræðuna í Degi á dögunum, um andlitslyftingu á Sjallanum. „Það er nú meiri andlitslyftingin, því nú eru þeir búnir að hengja klámmyndir utan á veggi hússins fyrir augum almennings. Þetta er í formi auglýsingar og nær frá þaki niður á jörð. Mér þykir Unnur Þorsteinsdóttir hringdi á ritsjórn og var ekki ánægð með háttalag margra öku- manna á Akureyri. Unnur sagðist iðulega fara út í gönguferðir með sjóndapran mann og fannst henni tillitsleysi margra ökumanna með endem- um. Helsti þröskuldurinn á gönguferðunum væri nefnilega sá að bílum væri í allt of mörgum til- fellum lagt upp á gangstéttir og væru þær því erfiðar yfirferðar. „Það er nóg pláss fyrir bílana við götubrúnina, en það er eins og menn vilji hafa bifreiðar sínar þetta dálítið skrýtið. Það er oft reynt að ganga fram af fólki á margan hátt, en þetta er full langt gengið. Ég vona að ég hafi ekki það saurugan hugsunarhátt að vera einn um að skilja myndina á þennan hátt, en ég benti tveimur vegfarendum á þetta, þeir ráku bara upp ógurlegan hlátur.“ ýmist allar eða hálfar uppi á gang- stéttinni. Það er afar slæmt, enda eru gangstéttir ekki ætlaðar fyrir bíla, heldur gangandi vegfarend- ur,“ sagði Unnur. Þá nefndi hún einnig að trjá- greinar víða um bæinn slúttu yfir girðingar manna og yfir á gang- stéttar. Þó svo menn tækju almennt ekki eftir því, þá væri það slæmt þegar um væri að ræða sjóndapurt fólk á gönguför. Þeir ökumenn sem helst vilja leggja bílum sínum uppi á gang- stéttum ættu að taka orð Unnar til sín og hugsa sig um tvisvar áður en þeir gera slíkt. Umrædd auglýsing á meðan hún hékk utan á Sjallanum, en hún hef- ur nú verið fjarlægð. Mynd: gb Góð þjónusta Karlmaður á Kópaskeri hringdi og vildi geta um góða þjónustu hjá fyrirtækinu Kjarna- fæði á Akureyri. „Ég lenti í því að kaupa hjá þeim vöru sem ekki var ýkja góð og kvartaði. Ég fékk reyndar fullnægjandi skýringar á því hvernig á þessu stóð og síðan bættu þeir mér þetta upp með myndarlegum hætti. Þetta voru mannleg mistök og þeir báðust innilega afsökunar á þessu. Ég vil koma á framfæri þakklæti fyrir drengileg viðbrögð.“ Ökumenn: Leggið ekki bflum upp á gangstéttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.