Dagur - 11.11.1988, Page 7

Dagur - 11.11.1988, Page 7
W ‘hövémberi 98Ö - 'ÖAGUR - *t Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra: Fjölga þarf hjúkrunarfræðing- um um 100 á ári næstu árin til að bæta upp hjúkrunarfræðingaskortinn. - Frá ráðstefhu Norðurlandsdeildar eystri innan Hjúkrunarfélags Islands Texti: mþþ - Myndir: GB Fyrir skömmu gekkst Norðurlandsdeild eystri innan Hjúkrunar- félags íslands fyrir ráðstefnu sem bar yfirskriftina Hjúkrun sem fræðigrein og starfsgrein. Ráðstefnan var haldin í Alþýðuhúsinu á Akureyri og sóttu hana um 70 manns. Ráðstefnan stóð í tvo daga og í tengslum við hana var efnt til kynningar á hjúkrunarvörum og einnig fóru þátttakendur í kynnisferðir á heilbrigðisstofnananir á Akureyri og í nágrenni. Tilefni þess að ráðist var í að halda svo viðamikla ráðstefnu var 25 ára afmæli félagsstarfs hjúkrunarfræðinga á svæðinu, en félagið var stofnað í nóvember árið 1963. Þóra G. Sigurðardóttir for- maður Norðurlandsdeildarinnar setti ráðstefnuna og sagði að við hæfi hefði þótt að minnast þess- ara tímamóta á einhvern hátt og því hefði verið ákveðið að efna til ráðstefnu um hjúkrun, bæði sem starfsgrein og sem fræðigrein. Er Þóra hafði sett ráðstefnuna tók Guðmundur Bjarnason heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra til máls og lét hann í ljós ánægju sína með að fá áfram tæki- færi til að takast á við þann málaflokk sem heilbrigðismálin væru. Hann sagði að íslensk heil- brigðisáætlun yrði lögð fram fljótlega og ljóst væri að hlutverk hjúkrunarfræðinga væri mikið í þeirri áætlun. í hinni nýju heil- brigðisáætlun yrði mikil áhersla lögð á forvarnir, fá yrði einstakl- inginn til að viðurkenna eigin ábyrgð á heilsu sinni, hann yrði að velja og hafna og ef nauðsyn krefði að breyta um lífsstíl. Yfírgripsmikið starf Guðmundur talaði um æ yfir- gripsmeira starf sem hjúkrunar- fræðingar inntu af hendi, þeir störfuðu jafnt við hjúkrun og scm stjórnendur við sérhæfð störf. „Með aukinni menntun og auk- inni þörf í þjóðfélaginu hafa hjúkrunarfærðingar fært út starfssvið sitt. Þeir sinna heilsu- gæslu og fræðslustarfsemi ýmiss konar, stjórnunarstörf hafa farið vaxandi og æ fleiri hjúkrunar- fræðingar eru starfandi á því sviði. Nýjar greinar innan læknis- fræðinnar krefjast meiri þekking- ar þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á sérdeildum og hjúkrun aldraðra krefst æ meiri tíma. Allt hefur þetta breytt mjög áherslum og störfum þeim sem hjúkrunar- fræðingar sinna í dag samanborið við starfið áður fyrr." Efnishyggjan ríkjandi Guðmundur vék í erindi stnu að menntunarmálum hjúkrunar- fræðinga, en 15 áreru nú liðin frá því námsbraut í hjúkrunarfræði var stofnuð við Háskóla íslands. Hann sagði að þá hefði veriö mikill skortur á kennurum til að kenna hjúkrunarfræði og einnig hefði verið erfitt að fá hjúkrun- arfræðinga til að taka að sér stjórnunarstöður. Árangurinn af aukinni menntun sagði hann augljósan hvað þetta varðaði, en því miður væri enn skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa við almenna hjúkrun og ylli það áhyggjum. Samkvæmt skýrslu samstarfsnefndar sjúkrahúsa er talið að fjölga þurfi hjúkrunar- fræðingum um 100 á ári næstu árin til að vinna þar bót á. „Efnishyggja hvers konar hef- ur verið mjög ríkjandi í þjóðfé- laginu á undanförnum árum. Ungt fólk hefur laðast að störfum á sviði viöskipta og fjármála meira heldur en á þeim sviðum er varða hjúkrun og aðhlynningu," sagði Guðmundur, en bætti við að sér virtist sem breyting væri að verða á þessu. Samstarfshópur um hjúkrunarmál hefur lagt mik- ið af mörkum til að efla áhuga á hjúkrunarnámi og -störfum og virðist það hafa borið ávöxt því nú í haust voru innritaðir um 100 nemendur í hjúkrunarfræði í HÍ. Heilbrigðisráðherra ræddi málefni Háskólans á Akureyri og sagði hann gegna mikilvægu hlut- verki varðandi menntun hjúkrun- arfræðinga og væri það öllum til heilla. Mikil uppbygging á Norðurlandi eystra Uppbygging á sviði heilbrigðis- mála hefur veriö mikil í kjör- dæminu, sem og annars staðar frá því lög um hcilbrigðismál tóku gildi árið 1974. Guðmundurgerði lítillega grein fyrir þcirri upp- byggingu, en byggðar hafa verið heilsugæslustöðvar í Ólafsfirði og á Dalvík og brátt verður ný heilsu- gæslustöð tekin í notkun á Þórshöfn. Endurbætur hafa fariö fram á húsnæöi heilsugæslu- stöðva á Akureyri, Kópaskeri, Raufarhöfn og á Grenivík og nýtt húsnæði hefur verið tekið í notk- un í Mývatnssveit. Þá er hafin bygging á nýju húsnæði fyrir heilsugæslustöð á Húsavík. Á Laugum og Stórutjörnum er nýleg aðstaða fyrir heilsugæsiu fyrir hendi. Á FSA hefur líka verið mikil uppbygging á sviði sjúkraþjónustu, en ný geðdeild og bæklunardeild hafa tekið til starfa. Þá er skurðdeildin með þeim fullkomnustu á landinu og þegar nýtt húnæöi röntgendeildar verður tekið í notkun sagði Guð- mundur að hún yröi með ein- hverja bestu starfsaðstöðu sem þekktist á landinu. íslensk hjúkrunarstétt ávallt verið kvennastétt Að loknu erindi heilbrigðisráð- herra tók Sigþrúður Ingimundar- dóttir formaður Hjúkrunarfélags Sjá næstu opnu. Hjúkrunarfræðin hefur ávallt verið kvennastétt, sagði Sigþrúður Ingimundardóttir formaður HFÍ í erindi sínu. Langstærsti hluti ráðstefnugesta voru konur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.