Dagur - 11.11.1988, Side 8

Dagur - 11.11.1988, Side 8
*® íjéyssrtsss1??8 íslands til máls. Hún fjallaði um þróun hjúkrunarmála og hinn félagslega þátt í þeim. „Það hefur verið sagt að hjúkrunarfræðin sé elsta listgreinin í heiminum, en yngsta fræðigreinin," sagði Sig- þrúður. Hjúkrunarfræðina sagði hún að mestu hafa verið starfs- grein kvenna í aldanna rás og að störf þeirra hefðu ekki verið met- in að verðleikum. Brautryðjend- ur, þá er ruddu brautina sagði hún að væru margir innan íslenskrar hjúkrunarsögu, en hún rakti þá sögu í erindi sínu. Rekja má þróun hjúkrunarfræða á Is- landi til aldamóta, en Hjúkrunar- félag Reykjavíkur var stofnað árið 1902 og árið 1919 var Félag íslenskra hjúkrunarkvenna stofnað, en markmið þess var m.a. að aðstoða ungar stúlkur til hjúkrunarnáms þar sem mikil nauðsyn var á að fá vel menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa. „ís- lensk hjúkrunarstétt hefur ávallt verið kvennastétt,“ sagði Sig- þrúður, en árið 1960 settist fyrsti karlmaðurinn í Hjúkrunarkvenna- skóla íslands og fljótlega eftir það var nafni hans breytt í Hjúkrunarskóla íslands. Sigþrúður sagði að ávallt hefði verið haft að leiðarljósi að veita þá bestu menntun sem völ væri á og ræddi hún nokkuð um ýmsar þær sérgreinar sem hjúkrunar- fræðingum stendur til boða eftir að grunnnámi lýkur. Hún ræddi einnig ábyrgðarhlutverk hjúkr- unarfræðinga og þær breytingar sem orðið hafa á starfi þeirra í gegnum árin. Hún talaði um bar- áttuna við smitsjúkdóma sem borið hefði góðan árangur og ekki komið upp smitsjúkdómur um langan tíma fyrr en sjúkdóm- urinn eyðni kom til sögunnar. Þá sagði hún að slysum hefði fjölgað og að öldrunarþjónusta færi sívaxandi og að hraði nútíma- þjóðfélaga væri slíkur að hann leiddi gjarnan af sér geðveilu. Þannig hefðu miklar breytingar átt sér stað varðandi störf hjúkr- unarfræðinga. Beint frá prófborðinu Ingibjörg R. Magnúsdóttir deild- arstjóri í heilbrigðisráðuneytinu skyggndist inn í fortíðina í erindi sínu. Ingibjörg var fyrsti formað- ur deildarinnar á Akureyri og hún var um árabil hjúkrunarfor- stjóri á FSA. Sagðist hún hafa komið beint frá prófborðinu til að taka að sér þetta vandasama starf og það hefði af sumum verið álitið mikið áræði og jafnvel glópska að taka við stöðunni. Á þessum tíma fyrir 27 árum, sagði Ingibjörg að nær ógjörningur hefði verið að fá hjúkrunarfræð- inga til að taka að sér stjórnunar- stöður og að skortur hefði verið á hjúkrunarfræðingum til starfa, en á þeim tíma unnu einungis 12 hjúkrunarfræðingar við sjúkra- húsið. Sagði hún að það erfiðasta við starf sitt hefði verið að fá hjúkrunarfræðinga til starfa og oft hefði þurft að hringja í konur með ung börn um miðja nótt til að biðja þær að koma til vinnu. Ómetanlegt hefði verið að fá nema úr Hjúkrunarskólanum inn á sjúkrahúsið. Sjúkraliðar ekki til Á þessum fyrstu árum Ingibjarg- ar sem hjúkrunarforstjóra voru sjúkraliðar ekki til sem starfsstétt, en hún sagðist hafa kynnst stéttinni er hún hélt til námsdvalar til Danmerkur árið 1964. Er hún kom aftur til íslands hefði hún rætt um að mennta þyrfti sjúkraliða, en í fyrstu hafi það ekki hlotið mikinn hljóm- grunn. Draumur hennar varð þó að veruleika því árið 1966 voru fyrstu sjúkraliðarnir útskrifaðir bæði á Akureyri og í Reykjavík. Ingibjörg rifjaði í erindi sínu upp er hjúkrunarfræðingar á Akureyri stofnuðu deildina fyrir 25 árum. Sagði hún að þeir hefðu gjarnan viljað hittast utan vinnunnar og ræða sín mál og því hefði deildin verið stofnuð. í fystu hafi Hjúkrunarfélag íslands ekki verið hrifið af hugmyndinni og jafnvel talið að um klofning væri að ræða, en það hafi verið ástæðulaust. Pá talaði Ingibjörg um breytingar sem gerðar hafa verið á FSA og sagði aðstöðu alla hafa breyst til batnaðar. Hún tal- aði líka um starfið á sjúkrahúsun- um, en þar skiptast á sorg og gleði, sigrar og ósigrar, líf og dauði. Ekkert einnota Eftir kaffihlé ræddu þær Rósa Gunnarsdóttir og Auður Eiríks- dóttir um hjúkrun sem starfs- grein fyrir 25 árum. rifjuðu þær upp ýmislegt sem upp á hafði komið og gerðu grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á starfinu. Rósa sagði frá því að fyrir 25 árum hefðu einnota vörur ekki verið til og sagði að ef til vill mætti tala um margnota tímabil- ið, því reynt hefði verið að nota hlutina svo lengi sem þeir entust. Plast hafi heldur ekki sést og því mikið verið um gúmmídúka- þvotta í baðkörum. Pá vék Rósa að sjúkrahúslegu og sagði hana hafa verið mun lengri á árum áður og meðferð sjúklinganna einnig. Rósa sagði margt hafa breyst og framfarir orðið á öllum sviðum, þekkingin væri meiri, fleiri lyf og hjálpar- tæki til og gerði það aðhlynning- una markvissari og betri. Að bæta árum við lífið og lífi við árin Að lokinni upprifjun á starfinu fyrir 25 árum voru málefni hjúkr- unar sem starfsgreinar árið 1988 tekin fyrir og voru flutt fjögur erindi þar um. Konný Kristjánsdóttir hjúkr- unarforstjóri á Heilsugæslustöð Akureyrar fjallaði í sínu erindi um heilsugæsluhjúkrun og gerði grein fyrir störfum hjúkrunar- fræðings á heilsugæslustöð. Hún sagði að lög um heilbrigðisþjón- ustu hefðu skipt sköpum í sambandi við að koma upp nútímalegri heilbrigðisþjónustu hér á Iandi með aukinni áherslu á heilbrigðisþjónustu utan stofnun- ar og með fyrirbyggjandi þjón- ustu. í fyrsta markmiði að íslenskri heilbrigðisáætlun segir að skapa skuli heilsufarslegl jafn- rétti og stuðlað skuli að því að bæta heilbrigði einstaklingsins; að bæta árum við lífið og lífi við árin. Konny gerði grein fyrir mark- miðum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar um heilbrigði fyr- ir alla árið 2000, en þar segir að stuðlað skuli að heilbrigðu líferni, að draga úr hættum sem valda heilsutjóni og að reka skuli heilbrigðiskerfi sem þjóni fólk- inu. í markmiði hinnar íslensku heilbrigðisáætlunar segir að stefnt skuli að því að heilsugæslu- stöðvar verði hornsteinar heilsu- gæslunnar, hver á sínu starfs- svæði í samvinnu við göngudeild- ir sjúkrahúsa og sérhæfðra stofn- ana. Félagslegur vandi bitnar bæði á sál og líkama „Pað er óhætt að fullyrða að ein- mitt þessi markmið eru rauði þráðurinn í störfum hjúkrunar- fræðings á heilsugæslustöð. Hvar sem hjúkrunarfræðingurinn mæt- ir skjólstæðingi sínum, mætir hann honum með hvatningu um að bæta heilbrigði og veitir hon- um heilbrigðisfræðslu," sagði Konny í erindi sínu. Hún sagði einnig að heilsan væri ekki aðeins líkamleg heldur einnig sálræn og félagsleg. Allir þessir þættir væru samofnir og yrðu ekki aðgreind- ir, öll alvarleg veikindi hefðu í för með sér sálrænar og félagsleg- ar afleiðingar. „Sálrænir erfið- leikar birtast oft í líkamlegum einkennum og félagslegur vandi bitnar bæði á sál og líkama. Til að ná árangri þarf heilsugæslu- hjúkrunarfræðingurinn að horfa á heildina, en ekki afmarka sig við ákveðna þætti og horfa fram hjá öðrum. Áð þessu leyti hefur starf við heilsugæslu nokkra sér- stöðu, því hinir sérhæfðu þættir heilbrigðisþjónustu fást við afmörkuð sérsvið og hafa ekki sömu möguleika til þeirrar heild- ar yfirsýnar sem heilsugæslan hefur. Líðan einstaklingsins inn- an fjölskyldunnar og fjölskyldan sem heild er leiðarljósið í allri þjónustu á heilsugæslustöð.“ Leita þarf nýrra Ieiða Rannveig Guðnadóttir fræðslu- fulltrúi á FSA fjallaði um hjúkr- un aldraðra og sagði þá grein hjúkrunar fara vaxandi með hverju árinu sem liði. „Einmitt þess vegna er það mikilvægt að við sameinum krafta okkar um að stefna markvisst í ákveðna átt. Pað er mikill þrýstingur á hjúkr- unarfræðinga í dag að koma með einhverja raunhæfa lausn á þeim mikla vanda sem er varðandi gamalt lasburða fólk,“ sagði hún. Rannveig sagði þróunina í þessum málum hina sömu í svo- kölluðum menningarlöndum, eldra fólki fjölgaði og það lifði lengur en áður. Þjóðfélagsbreyt- ingar hafa orsakað breytta stöðu aldraðra í fjölskyldu- og atvinnu- lífi. „Það hefur sýnt sig að þau úrræði sem þjónuðu eldra fólki fyrir 20 árum duga ekki í dag, hvorki hvað varðar umönnun eða félagslegar aðstæður," sagði Rannveig. Hún sagði félagslegar forsendur hafa breyst og fjár- magn hins opinbera hrykki ekki til. Nýrra leiða þyrfti að leita varðandi úrlausn á málefnum aldraðra, heilsufarslegum, fjár- hagslegum og félagslegum. Hjúkrun aldraðra marg- þætt og gefandi starf Hjúkrun aldraðra nær yfir þjón- ustu við mjög breiðan hóp fólks, hóp sem hefur mismunandi þarfir fyrir hjúkrun. Pó svo að einstakl- ingur hafi náð 67 ára aldri og njóti þjónustu heilbrigðis- kerfisins þarf ekki að vera að sá hinn sami þurfi á öldrunarhjúkr- un að halda. Rannveig sagði að hjúkrunarfræðingur er starfaði við hjúkrun aldraðra væri í marg- þættu og gefandi starfi og fór hún yfir skilgreiningu Hjúkrunarfé- lags íslands á starfssviði þeirra. Þar segir um hjúkrunarþáttinn, að veita skuli umönnun er miði að því að lina þjáningar og hjálpa til sjálfsbjargar eða stuðla að friðsælum dauðdaga. Komið sé til móts við andlega og líkamlega þörf skjólstæðinga út frá víðtækri upplýsingaöflun í samstarfi við hann og aðstandendur. Að skipu- „Röntgendeild FSA veröur með einhverja bestu starfsaöstöðu sem þekkist á landinu,“ sagði Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sigþrúður Ingimundardóttir for- maður Hjúkrunarfélags íslands: Það hefur verið sagt að hjúkrunar- fræðin sé elsta listgreinin í heimin- um, en yngsta fræðigreinin. Konny K. Kristjánsdóttir hjúkrun- arforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri: Sálrænir erfíðleikar birtast oft í líkamlegum einkennum og félagslegur vandi bitnar bæði á sál og líkama. leggja hjúkrun, fylgjast með framkvæmd, meta árangur og geta á þeim grundvelli tekið þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru hverju sinni. Hjúkrun aldraðra fer fram víða og má þar nefna á öldrunar- lækningadeildum, hjúkrunarheim- ilum, elliheimilum á dagdeildum og dagspítölum með heimahjúkr- un og í hvíldarinnlögnum. Veiga- miklir þættir í hjúkrun aldraðra er m.a. að gera þeim kleift að búa sjálfstætt á eigin heimili sem lengst og að hafa að leiðarljósi sjálfsákvörðunarrétt einstakl- ingsins og reisn hans. Einnig er mikilvægt að líta á einstaklinginn út frá heildarsjónarmiði, þ.e. heilsufarslegu, félags- og andlegu ástandi hans. Hjúkrunin miðist að hjálp til sjálfsbjargar og einnig að sjá til þess að hinn aldraði haldi reisn sinni til hinstu stundar. Hjúkrunin miðast einnig að því að hjálpa hinum öldruðu að öðlast annað verðmætamat á hvað er gott líf og þeir hjúkrun- arfræðingar sem stunda hjúkrun aldraðra þurfa að hafa sérstakt verðmætamat á hvað telst til gleðigjafa og árangurs í meðferð. Ingibjörg R. Magnúsdóttir dcildar- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu: Á sjúkrahúsum skiptast á sorg og gleði, sigrar og ósigrar, líf og dauði. Valgerður Valgarðsdóttir deildar- stjóri á Barnadeild FSA: Hjúkrun barna er áhugavert, skemmtilegt og gefandi, en jafnframt krefjandi starf. Margrét Tómasdóttir forstöðumað- ur heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri: Námsbraut í hjúkrunar- fræði er að verða, ef hún er ekki orðin það nú þegar, eyðieyja í hjúkrunarstéttinni. Barnadeild FSA eina barnadeildin á landsbyggðinni Valgerður Valgarðsdóttir deild- arstjóri fjallaði um hjúkrun á barnadeild í erindi sínu, en Barna- deild FSA er eina barnadeild

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.