Dagur - 11.11.1988, Síða 11

Dagur - 11.11.1988, Síða 11
10 - DAGUR -11. nóvember 1988 11. nóvember 1988 - DAGUR - 11 Laus staða Staöa lektors í tölvufræöi viö rekstrardeild Háskólans á Akureyri er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíöar og rannsóknir, svo og um náms- feril og fyrri störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember nk. Menntamálaráðuneytið, 4. nóvember 1988. Vistheimilið Sólborg Starfsmaður óskast til vinnu í eldhúsi, tíma- bundið vegna veikinda. Unnið er í 2-3 daga og síðan frí í jafn langan tíma. 10 tíma vaktir. Frí aðra hvora helgi. Laun samkvæmt kjarasamningum. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni eða hjá matráðs- manni í síma 21755 milli kl. 10 og 16. Bókari Óskum að ráða bókara til starfa á skrifstof- um okkar á Dalvík. Nánari upplýsingar veita skrifstofustjóri í síma 96-61200 og starfsmannastjóri í síma 96-21400. Kaupfélag Eyfirðinga. Nauðungaruppboð Laugardaginn 19. nóvember 1988, verður haldið nauð- ungaruppboð á lausafé, sem hefst við lögreglustöðina v/Þórunnarstræti á Akureyri kl. 14.00. Selt verður væntanlega, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, skiptaréttar Akureyrar og ýmissa lögmanna, lausafé sem hér greinir: Bifreiöarnar: A-820, A-825, A-902, A-904, A-1186, A-1205, A-1309, A-1649, A-1949, A-1953, A-2732, A-2852, A-3143, A-3302, A-3426, A-3438, A-3440, A-3512, A-3856, A-4003, A-4058, A-4532, A-4564, A-4570, A-4595, A-4956, A-5115, A-5116, A-5223, A-5307, A-5334, A-5470, A-5499, A-5641, A-5975, A-5996, A-6051, A-6087, A-6188, A-6405, A-6440, A-6506, A-6582, A-6693, A-6987, A-7241, A-7330, A-7378, A-7381, A-7387, A-7501, A-7517, A-7582, A-7756, A-7883, A-8181, A-8184, A-8590, A-8635, A-8663, A-8683, A-8826, A-9042, A-9119, A-9242, A-9287, A-9417, A-10079, A-10118, A-10148, A-10217, A-10372, A-10453, A-10513, A-10570, A-10647, A-10755, A-10852, A-10877, A-10919, A-10959, A-11003, A-11202, A-11203, A-11397, A-11466, A-11638, A-11640, A-11748, A-11751, A-11762, A-11960, A-11963, A-11964, A-12137, A-12251, A-12266, A-12311, A-12389, A-12637, A-12667, E-2989, G-5585, P-2433, R-39001, R-57296, R-72432, U-4723, Y-14047, Þ-3157, Þ-3833, Ö-6236. Ýmislegt lausafé m.a. sjónvörp, myndbandstæki, hljómflutningstæki, myndlykill, stofuklukka, sófasett, hillusamstæður, borðstofuborð og stólar, ísskápar, þvottavélar og frystikistur. Óskráður plastbátur ca. 1,5 tonn, tengivagn, JCB-beltagrafa, jarðýta IHC-TD20, MF-skurðgrafa, dráttarvél Ford árg. 1984, fjórhjól Pol- aris, hjólhýsi af gerðinni 4-40GT. Prentvél af gerðinni Planeta 74x52 árg. 1968, trésmíðavélar af gerðinni Scheppach og Sicma, Kathrein sjónvarpsmagnari og tíðnibreytir, píanó Yamaha. Steikarofn, kaffivél, kæli- og frystiskápur fyrir veitingahús. Skjóttur hestur 7 vetra. Einnig ýmiss konar ótollafgreiddur varningur m.a. fatnaður, óskilamunir o.fl. Ávísanir eru ekki teknar gildar sem greiðsla, nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá uppboðshaldara. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, 9. nóvember 1988, Arnar Sigfússon, fulltrúi. - stöðnun eða framtíðarvon ✓ / Ymsar blikur eru á lofti í byggingariðnaðinum á Akureyri. I bænum starfa nokkur allstór verktakafyrirtæki sem hafa undanfarin ár skipt á milli sín þeirri köku sem markaðurinn býður upp á. Sú kaka hefur reyndar farið rýrnandi því nú er svo komið að lítil sem engin eftirspurn er eftir nýjum íbúðum á frjálsum markaði. Verkamannabústaðakerfið hefur verið hornsteinn bygginga- framkvæmda í bænum allt þetta ár. Án þeirra 40 íbúða sem samið hefur verið um fyrir verkamannabústaði væri lítið líf í byggingariðnaði á Akureyri. Verk- takar á Akureyri standa nú margir frammi fyrir miklum vanda. Þeir munu eiga í umtalsverðum erfiðleikum með að selja íbúðir sem þegar eru langt komnar í byggingu á frjálsum markaði. Orsökin er sú að fáir virðast vera með lánsloforð á reiðum höndum. Fjármagnskostnaðurinn hefur einnig reynst byggingaverk- tökum þungur í skauti. Rætt var viö nokkra bygginga- verktaka á Akureyri um stöðu mála og reynt var að spá lítillega í framtíðina. Fyrstur varð Heimir Rögnvaldsson hjá SS Byggi sf. fyrir svörum. Heimir Rögnvaldsson - SS Byggir hf. - Hvernig er staða framkvæmda hjá ykkur, Heimir? „Við erum með 22 íbúða kjarna í byggingu og búnir að steypa kjallara undir aðrar 12. Við reynum að selja á frjálsum markaði en það virðist vera mjög lítið af lánsloforðum í gangi. Það virðist vera lítið að gera á frjáls- um markaði og verkamannabú- staðakerfið er búið að bjarga því sem bjargað verður og halda byggingariðnaði uppi í bænum allt þetta ár. Þó að við séum að reyna frjálsa markaðinn er nær ógerlegt að selja nema kaupend- urnir eigi aðra eign fyrir sem þeir geta selt. Það er svo löng bið eftir lánum að ógerlegt er að selja því í mörgum tilvikum er of langt að bíða eftir lánunum.“ - Hefur ykkur þá ekki tekist að selja íbúðir á frjálsum mark- aði? „Við seldum verkamannabú- stöðum 10 íbúðir í þessum 22 íbúða kjarna. Þá erum við búnir að selja 6 íbúðir á frjálsum mark- aði en það er bara sá galli á því að langt er að bíða lánanna til þeirra frá Húsnæðisstofnun ríkis- ins.“ - Er ekki geysilega dýrt fyrir verktakann að brúa bilið í slíkum tilvikum? „Það er svo dýrt að okkur líst ekki á það. Ekkert fyrirtæki get- ur fjármagnað slíka bið eftir greiðslu í tvö til þrjú ár og ekki Heimir Rögnvaldsson. kemur til greina að slá fyrir slíku í bönkum, vaxtakostnaðurinn er allt of mikill til þess að slíkt beri sig, nema menn sætti sig við að fjármagnskostnaður sé hátt upp í íbúðarverðið.“ - Hvernig leggst næsta ár og veturinn í ykkur hjá SS Byggi? „Veturinn leggst ekki illa í okkur þannig séð. Við erum með næg verkefni en verðum að selja meira til að ástandið verði þolan- legt. Við þurfum auðvitað að vinna við þær 16 íbúðir sem eru farnar. Hins vegar má segja að við höfum tekið á okkur að bíða allt of lengi eftir lánunum á þeim 6 íbúðum sem við seldum á frjáls- um markaði.“ - Nú berast greiðslur verka- mannabústaðakerfisins á mánað- argrundvelli fyrir þær íbúðir sem þið byggið fyrir þá. „Já, það er rétt, þær greiðslur koma mánaðarlega, en það hefur verið unnið í því að stytta tímann úr 16 mánuðum í 12. Ég get ekki annað en hrósað því hvernig staðið hefur verið að þeim mála- flokki hér í bænum." - Þú minntist á að þið hefðuð steypt upp kjallara fyrir 12 íbúða kjarna í viðbót. Hvernig gengur að selja þær íbúðir? „Við erum búnir að selja eina íbúð af þeim en það væri hrylli- legt að þurfa að stoppa þetta dæmi án þess að geta selt meira. Við erum búnir að fjármagna kjallarann, þ.e. bílgeymsluna, sjálfir, svo dæmi sé tekið. Það hefur dálítið verið spurt um íbúð- ir en fólk virðist ekki átta sig á hversu seinvirkt húsnæðiskerfið er. Mér finnst að það ætti að hvetja fólk til að sækja miklu fyrr um því það tekur þrjú ár nú orðið að fá lánið. Ég hef margoft orðið var við að fólk er allt of seint á ferðinni með umsóknirnar.“ Haraldur Júlíusson - Haraldur og Guðlaugur sf. Næstur varð Haraldur Júi- íusson hjá Haraldi og Guð- laugi sf. fyrir svörum, en hann rekur fyrirtækið ásamt Guð- laugi Arasyni. - Þið lukuð nýlega smíði blokkar fyrir verkamannabú- staði? „Já, það er blokkin í Keilusíðu 11. Þar eru 12 íbúðir. Þessa dag- ana erum við að vinna í Melasíðu 8, en þar eru 15 íbúðir, þar af 7 óseldar. Við munum selja þær íbúðir sem ennþá eru óseldar annaðhvort gegnum verka- mannabústaði eða á almennum markaði. Þá eigum við raðhús við Múlasíðu, þar erum við búnir að selja fjórar íbúðir af fimm sem við byggðum.“ - Hvernig heldur þú að gangi að selja þær 7 íbúðir sem ennþá eru óseldar við Melasíðu? „Það er hrikalega dauft yfir markaðinum hér í bænum. Við höfum allir haft nóg að gera, þessir verktakar, en maður finn- ur að eftirspurn almennings fer sífellt minnkandi og svo virðist sem lítið sé af fólki með lánslof- orð, hvernig sem á því stendur. Verkamannabústaðakerfið er búið með sinn kvóta í ár en stað- reyndin er sú að bænum voru út- hlutaðar 15 íbúðir í kaupleigu- kerfinu nýja. Yfirvöld bæjarins eru þó ekki líflegri en svo að þau eru varla farin að hugsa um þessi mál. Þeir sóttu um og fengu svar en staðreyndin er sú að ef þeir fara ekki að drífa í því að auglýsa þá missa þeir þessar íbúðir. Okk- ur þykir þetta alveg kostulegt.“ - En verkamannabústaðir, þeir hafa verið grundvöllur fram- kvæmda í bænum. „Jú, það er rétt, en þessi bless- uð kerfi eru öll svo seint á ferð- SS Byggir hefur staðið í umsvifamiklum framkvæmdum við Hjallalund. í þessum húsum var í fyrsta sinn boðið upp á bílgeymslur í kjallara fjölbýlis- húss á Akureyri. Myndir: GB Haraldur og Guðlaugur. inni. Það var t.d. ekki farið að ræða um íbúðir sent átti að byggja á þessu ári fyrr en í vor, þá var gengið frá kaupum á þeim. Það grunaði engan okkar að þetta myndi dragast svo lengi. Sannleikurinn er sá að okkur grunaði ekki heldur að frjálsi markaðurinn yrði svona stein- dauður og nær engir á ferðinni með lánsloforð." - Gæti þróunin orðið sú að menn færu að bjóða íbúðaverðið niður hver fyrir öðrum? „Ég trúi því ekki. Þó svo við sitjum uppi með þetta þá trúi ég ekki að nokkur verktaki fari að halda útsölu á íbúðum. Ég veit að það verður litið illu auga ef menn ætla að fara að byrja á þessu aftur. Það er ekki til neins að standa í framkvæmdum ef menn ætla svo að fara að selja á slikk, slíkt er engum til góðs. Við höfum t.d. flestir verið að byggja fyrir verkamannabústaði en það væri í hæsta máta óeðlilegt að ætla síðan að fara að selja ein- hverjum öðrum sambærilegar eða eins íbúðir á lægra verði.“ - Þær raddir hafa heyrst að menn væru hræddir við að verka- mannabústaðir færu hugsanlega að draga saman seglin. Sá mögu- leiki hefur alla vega verið nefndur. Hvaða áhrif hefði slíkt á afkomu verktaka hér í bæ? „Þeir keyptu liðlega 40 íbúðir í ár og ég trúi ekki öðru en að sama tala verði keypt næstu eitt til tvö árin. En ég er líka þeirrar skoðunar að verktakar verði að ræða meira saman um framtíðina og hvað sé á döfinni í byggingar- iðnaði. Það gengur ekki að við séum allir að byrja á stórum blokkum án þess að vita neitt um það hvort við getum selt.“ - Verktakar hafa gagnrýnt lóðaúthlutanir á Akureyri og kvartað yfir því að ekki hafi verið veitt leyfi til að byggja einnar hæðar raðhús á vissum svæðum í bænum. Hvert er álit þitt á lóða- úthlutunum og skipulagsmálum? „Þetta er annað mál sem þarf að taka á. Ef þú ætlar t.d. að fara að byggja þá ætla einhverjir kerf- iskarlar að ákveða fyrir þig hvernig hús þú mátt byggja. Þetta er náttúrlega alveg út í hött, menn verða að fara eftir markaðslögmálunum í þessum efnum. Það eru mörg ár síðan við vorum að berjast um að fá til- tekna lóð fyrir einnar hæðar rað- hús en við urðum undir í keppn- inni. Þá var okkur úthlutað einn- ar hæðar raðhúsi með risi. Það hefur verið vitað mál í mörg ár að menn hafa ekki viljað byggja tveggja hæða raðhús. Stærð slíkra húsa er meiri en svo að fólk vilji kaupa þau. Þetta vita þeir sem ráða en þeir vilja ekki kyngja því. Varðandi kaupleiguíbúðirnar 15 vil ég aðeins benda á að þar er ekki unt að ræða hagsmuni fyrir neinn tiltekinn hóp. Við erum að tala um 60 til 70 milljónir króna sem koma hingað í bæinn. Það er aðalatriðið að margir aðilar njóta góðs af því fé því það dreifist í fyrirtækin í bænum.“ - En gengur það til eilífðar að verkamannabústaðir og kaup- leigukerfið eigi að halda uppi byggingariðnaðinum? „Nei, það er hverju orði sann- ara að það gengur ekki upp til lengdar. En við verðum að lifa á því sem býðst hverju sinni. Skoð- un mín er sú að ekkert réttlæti sé í því að á meðan einn er að flytja inn í fullbúna kaupleiguíbúð skuli annar vera að drukkna í skuldum í 10 til 15 ár við að reyna að koma yfir sig þakinu. Fram- tíðin hlýtur að vera sú að allt húsnæðiskerfið verði í svipúðu formi og kaupleigukerfið þótt það heiti eitthvað annað." Hörður Tulinius - Híbýli hf. Híbýli hf. á Akureyri hefur sérstöðu meðal byggingaverk- taka í bænum vegna þess að fyrirtækið hefur ekki byggt á vegum verkamannabústaða undanfarin ár. Híbýlismenn hafa langa reynslu á sínu sviði og hafa þeir stundum haft mik- ið umleikis, t.d. þegar þeir byggðu stórhýsi fyrir Lands- virkjun við Glerárgötu. Auk þess hafa mörg fjölbýlishús verið byggð á þeirra vegum, síðast fyrir framkvæmdanefnd um íbúðabyggingar fyrir aldr- aða við Víðilund. Hörður Tul- iníus, framkvæmdastjóri, varð fyrir svörum. - Þið eigið tilbúinn grunn að liúsinu Helgamagrastræti 53. Er ætlunin að byggja félagslegar íbúðir að meirihluta í því húsi? „Það er hugmyndin, já, en ég get ekkert ákveðið sagt á þessari stundu. Frjálsi markaðurinn er svo hættulegur því lánsloforð geta teygt sig allt upp í þrjú ár. Við höfum ekki bolmagn til að Fyrri hluti fjármagna framkvænrdir svo lengi.“ - Hvernig breyting hefur orð- ið á markaðinum undanfarin tíu ár? „Nú hugsa rnenn áður en þeir kaupa. Áður var keypt fyrst og hugsað á eftir. Þetta er mesta breytingin, að mínum dómi." - Hvað viltu segja um húsnæð- iskerfið. Hefur það brugðist? „Mér finnst það hafa brugðist, já. En ástæðan er fyrst og frentst fjárskortur hjá Húsnæðisstofn- un.“ - Ýmsir hafa talað um ótryggt atvinnuástand í byggingariönaði í vetur og verktakar segjast ekki geta selt allar sínar íbúðir á frjálsum markaði. Hafa menn farið of geyst í frarr.kvæmdir? „Já, það vil ég meina. Þetta er ekki neitt nýtt og hefur gerst áður. Við skulum taka dæmi. Það opnaðist glufa í kerfiö fyrir tveimur árum og þá gusu verk- takar upp eins og gorkúlur. Þá segi ég - því ég tel mig vera einn af þeim eldri á þessu sviði hér í bænum, fyrir hönd þeirra sem gátu þolað raunir mögru áranna og héldum uppi atvinnu á erfiðu tímunum, - að okkur er brigslað um að vera of háir í tilboðum og að við þurfum svo mikið til okk- ar. Þetta er sagt á sarna tírna og við erurn innan velsæntis með okkar tilboð, eins og þar stendur. Þetta finnst mér óréttlátur dómur.“ - Þið hjá Híbýli munið tímana tvenna. Hvernig hafa sveiflurnar milli ára komið út hjá fyrirtæk- inu? „Við getum sagt um magra tímabilið, þetta fimrn ára erfiða tímabil frá 1981 til 1986, að það trúði því enginn að það yrði svona langt. Við sögðum senr svo að við skyldum gera því skóna að þetta gæti staðið í tvö ár. Þegar ekkert hafði lagast eftir tvö ár trúðum við ekki öðru en að þetta Hörður Tulinius. næði botninum á þriðja ári. En að það yrðu finmi ár, því heföi enginn trúað, og við átum nánast skóna okkar fyrir.“ - Hvað álítur þú að Akurcyri bcri mörg byggingafyrirtæki? Á Akureyri hal'a starfað hefó- bundin fyrirtæki á þessu sviði í langan tíma. Ég vil nefna fyrir- tæki eins og Aðalgeir og Viðar, sem nú heitir Aðalgeir Finnsson hf., en það fyrirtæki hefur starfað síðan 1964. Híbýli hf. hefurstarf- að síðan 1970. Ég vil segja að ef við erum að ræða unr fyrirtæki af þessari stærðargráöu þá ber bær- inn að hámarki þrjú slík fyrir- tæki. Fimm er of mikið, þá förum við að éta hver af öðrum, saman- ber þaö sent gerðist í síöasta til- boði á vegum framkvæmda- nefndar aldraðra. Það þarf enginn að segja mér að þetta sé hægt, ég er orðinn of gamall í faginu til þess að ég láti segja mér að ég geti ekki látið gera hlutina sómasamlega. Þegar menn eru komnir svona langt niður eru þeir að framleiða undir kostnaðarverði." - Hvaða afleiðingar hefur slíkt fyrir verktaka almennt séð ef undirboð fara að tíðkast? „Við étum hver annan upp þangað til enginn verður eftir. í versta falli getur farið svo að eng- inn akureyrskur verktaki sjái sér fært að starfa hérna lengur og við verðurn að leita til Reykjavíkur eftir verktökum. Þá kemur ein- hver stór sem gleypir allt saman. Þá verður ekki um neinn verð- samanburð að ræða því þá koma fyrirtæki sem rnunar ekkert um að vera meö gengi hér sem getur fullnægt markaðinum. Þá verö- unr við ekki samkeppnisfærir lengur. En ég stend við þaö hve- nær sem er að það er fljótfærni og ungæðisháttur að bjóða í verk langt innan viö kostnað. Það eiga allir rétt á að spreyta sig en mér finnst ekki eðlilegt að byrja á að éta sjálfan sig innan frá.“ - Þið eigið tilbúinn grunn, cins og viö minntumst á áðan. Hve- nær ætíjð þið aö hefja fram- kvæmdir? „Ég ætla að vona að það gerist innan tveggja mánaða, jafnvel fyrr. En við förum í bygginguna, það er ekki spurning. Ég er ckki hræddur við að þurfa að selja eitthvað af þessum 22 íbúðum á frjálsum markaði því staðurinn býður upp á meira en mörg önn- ur húsastæði í bænum. Ég myndi þó ekki vilja vera með allt húsið á frjálsum markaði, það er á hreinu.“ - Hvernig leggst veturinn í Þ'g/. „Ég held að það eigi eitthvað eftir að gerast í þessunt málum á næsta ári. Þaö gengur ekki að hér séu fimm stór verktakafyrirtæki, það verður cinhver að draga sam- an seglin. Viö skulunt athuga að allmargir verktakar hafa hætt undanfarin ár: Ýr, Sntárinn og Barð hafa alveg horfið. Börkur er nánast alveg kominn út úr byggingastarfsemi og Konráð Árnason sem rekur Fagverk hf. er farinn að framleiða einangrun- arplast. Þessir aðilar hættu að standa í húsbyggingum og það var skynsamleg ákvörðun, en það komu aðrir í staðinn." pBí°.E Jtt □ ffl □3 ffl □ n. ~[jq □ m m ft □ C0 Ú3 Helgamagrastræti 53 veröur næsta verkefni hjá Híbýli hf.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.