Dagur - 11.11.1988, Page 20

Dagur - 11.11.1988, Page 20
Akureyri, föstudagur 11. nóvember 1988 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Álafoss hf.: Vinnuvikan stytt niður í þijá daga - í prjóna- og saumadeildum fyrirtækisins Ákveðið hefur verið að stytta vinnuviku starfsmanna í prjóna- og saumadeildum verksmiðja Alafoss hf. niður í þrjá daga í viku fyrst um sinn. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða starfsfólkinu bætur Akureyri: Margir þjást af magakveisu Ekki hefur farið framhjá mörgum, að magakveisa hefur hrjáð íbúa Akureyrar og ná- grennis að undanförnu og hafa fréttir sama efnis borist víðar af landinu. Skýrsla Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri um smitsjúk- dóma í október kont því ekki mjög á óvart, því þar eru 120 ein- staklingar skráðir með maga- kveisu en þeir voru 56 í septem- ber. Auk þessa voru 15 með lungnabólgu, 240 kvef og háls- bólgu, 17 slæma hálsbólgu, 5 með eitlafár, 7 hlaupabólu og eitt til- felli urn hettusótt er á skrá. Þá fengu 5 kláðamaur og einn flat- lús. Upplýsingarnar ber að taka með fyrirvara uin misjafnt mat lækna á því hvenær og hvort skrá skal einstök tilfelli. VG fyrir þá tvo daga sem falla nið- ur í viku hverri. Birgir Marinósson, starfs- mannastjóri, sagði að menn hefðu neyðst til að grípa til þess ráðs að stytta vinnuvikuna vegna verkefnaskorts. Ráðstöfun þessi gengur í gildi þegar í næstu viku hvað hluta starfsmanna varðar. Eins og málin standa í dag er ekki útlit fyrir annað en vinnu- vika um hundrað starfsmanna fyrirtækisins á Akureyri verði þrír dagar, jafnvel eitthvað fram yfir áramót. bað sama gildir um starfsmenn prjóna- og sauma- deildar Álafoss í Mosfellsbæ. „Eins og staðan er núna verður þetta svona eitthvað fram yfir áramót en ekki mikið. Margt af þessu starfsfólki hefur undanfar- ið orðið að vinna aukavinnu til að við geturn staðið við pantanir sem ekki var hægt að bíða með en nú liggur ekkert sérstakt fyrir,“ sagði Birgir, en minnti um leið á að Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri er í Sovétríkj- unum þessa dagana að leita samninga. Eins og margsinnis hefur kom- ið fram undanfarna mánuði hefur ullariðnaður mjög átt undir högg að sækja eins og aðrar útflutn- ingsgreinar. Allnokkuð mun vanta upp á að Sovétmenn hafi keypt eins rnikið af ullarvörum af íslendingum og rammasamning- ur þjóðanna kveður á um. EHB Saniversmennirnir Bjarni Hafþór Hclgasun og Þórarinn Agústsson vinna af kappi við undirbúning myndvikunnar sem verður í næstu viku á Akureyri. Hér sjást þeir ásamt „guðföðurnum“ Eðvarði Sigurgeirssyni, Ijósmyndara og kvikmyndatökumanni, við að undirbúa sjónvarpsþátt sem sýndur verður í Sjónvarp Akurcyri á sunnudaginn. Mynd: TLV Myndvika í Borgarbíói: Saga íslenskrar kvikmyndagerðar - í skugga hrafnsins sýnd 12 sinnum Myndvika, í tilefni af áttræöis- afmæli Eðvarðs Sigurgeirsson- ar Ijósmyndara á síðastliðnu ári, verður haldin í Borgarbíói í næstu viku, 12.-20. nóvem- ber. í fréttatilkynningu frá undirbúningsnefnd kemur fram að myndvikan leggur megin áherslu á sögu og þróun íslenskrar kvikmyndagerðar og verða því sýndar íslenskar myndir frá mismunandi tíma- Skýrsla Orkustofnunar: HalVeita Akureyrar með lægsta orkuverðið ef húshitunartaxtar eru undanskildir Samkvæmt könnun sem Orku- pegar heimilistaxtinn er stofnun gerði eru heimilis- og skoðaður kemur í ljós að Raf- iðnaðartaxtar Rafveitu Akur- veita Akureyrar býður langsam- lega lægsta taxtann; kr. 5,15 pr. kílóvattstund. I Reykjavík kostar sama orkueining kr. 5,38, í Hveragerði kr. 7,22, á Húsavík kr. 5,88 og hjá RARIK kr. 7,13. eyrar þeir lægstu á landinu. Raforka til húshitunar er hins vegar í hærri kantinum miðað við orkuverð hjá sumum öðr- um rafveitum. vMþýðubandalagið: Framtíð Norður- lands óráðin Norðurland, málgagn Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi eystra, kom út hálfsmánaöar- lega síðastliðinn vetur undir ritstjórn Yngva Kjartanssonar. Útgáfa blaðsins hefur legið niðri í sumar og liggur reyndar niðri enn og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um framtíð blaðsins. Á kjördæmisþingi Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi eystra nýverið var kosin útgáfu- stjórn sem á að kanna möguleika á útgáfu Norðurlands. Yngvi Kjartansson er nú við fjölmiðla- nám í Noregi og ekki hefur verið ráðinn maður í hans stað til að stýra blaðinu. Að sögn Páls Hlöðvessonar var höfuðstóll Norðurlands nánast búinn eftir síðasta útgáfuár, en blaðið var þó réttum megin við núllið þegar dæmið var gert upp. Hann bjóst við að útgáfa Norður- lands yrði stopul, a.nt.k. til að byrja með. SS Húshitunartaxtinn er hæstur hjá Rafveitu Borgarness, 2 krón- ur pr. kílóvattstund. í Reykjavík kostar kílóvattstundin kr. 1,71, á Akureyri kr. 1,84, í Vestmanna- eyjuin kr. 1,40 og hjá RARIK kr. 1,70. Iðnaðartaxtinn er langsamlega lægstur á Akureyri. Þar er málið þó ekki eins einfalt og á sumum öðrum stöðum því verksmiðjum Sambandsins og Álafossi er seld raforka á sérstökum taxta vegna gufuframleiðslu með rafskauts- kötluin, en sá taxti er nokkuð lægri en almennur iðnaðartaxti hjá veitunni. Pegar raforkuverð er reiknað út samkvæmt meöal- tali þessara tveggja taxta kemur í Ijós að hver kílóvattstund kostar kr. 3,58. Ef ekki er tekið tillit til sölu raforku til rafskautskatlanna verður útkoman nokkuð hærri eða kr. 4,10. Til samanburðar má geta þess að raforka til iðnaðar kostar kr. 3,90 pr. kílóvattstund hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, kr. 5,67 hjá Orkubúi Vestfjarða og kr. 5,67 hjá RARIK. EHB bilum í vikunni. Myndvikan hefst laugardaginn 12. nóvember kl. 16 með opnun- arhátíð fyrir boðsgesti. Þar verð- ur m.a. sýnd syrpa af myndum Eðvarðs og einnig myndir úr samkeppni sem var í gangi sl. sumar. Þá verða tilkynnt úrslit í þeirri samkeppni og afhentar viðurkenningar. Þessar sömu myndir verða sýndar fyrir almenning á sunnu- daginn, að loknu erindi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerð- armanns um sögu og þróun íslenskrar kvikmyndagerðar. í skugga hrafnsins, nýjasta mynd Hrafns Gunnlaugssonar, verður frumsýnd á Akureyri á laugardagskvöldið. Myndin verð- ur síðan sýnd út alla vikuna, eða 12 sýningar alls. Þær íslensku myndir sem endursýndar verða á myndvik- unni eru: Útlaginn, 79 af stöð- inni, Land og synir, Stella í orlofi, Húsið, Á hjara veraldar, Með allt á hreinu, Punktur, punktur, komma, strik, Foxtrot, Síðasti bærinn í dalnum, Skamm- degi og Jón Oddur og Jón Bjarni. Þá verður Eyfirska sjónvarps- félagið með dagskrá, tengda myndvikunni, sunnudaginn 13. nóvember kl. 17.15. Að lokum má geta þess að myndsyrpa Eðvarðs verður einnig sýnd í dvalarheimilum og framhalds- skólum meðan á myndvikunni stendur. Aðstandendur myndvikunnar vilja hvetja Akureyringa og aðra Eyfirðinga til að notfæra sér þetta tækifæri til að kynna sér íslenska kvikmyndagerð og stöðu hennar. SS Búseti gerir víðreist um Norðurland - samstarf við sveitarfélög um byggingu kaupleiguíbúða litið hýru auga Landssamband Búseta stendur fyrir fjórum fundum á Norð- urlandi um helgina, en um síð- ustu helgi voru haldnir fundir á Austurlandi þar sem hvarvetna var hafist handa við stofnun búsetafélaga. Fundirnir verða á Húsavík á föstudag, í Ólafs- firði og á Dalvík á laugardag og á Akureyri á sunnudag, í samvinnu við Búseta á Akur- eyri, en meiningin er að endur- lífga það félag. Reynir Ingibjartsson, starfs- maður Búseta í Reykjavík, og Guðni Jóhannesson, formaður landssambandsins, munu kynna starfsemi Búseta á þessum fund- um og kanna grundvöll fyrir stofnun félaga á hverjum stað. Þeir vonast til að bæjaryfirvöld sýni þessum fundum áhuga, m.a. með tilliti til kaupleiguíbúða. „Búseti á Akureyri er með gilda umsókn fyrir 12 íbúðum. Húsnæðismálastjórn hefur ekki ennþá afgreitt umsóknir fyrir næsta ár, þannig að formlega séð er félaginu ekkert að vanbúnaði að fylgja þeirri umsókn eftir og byrja að byggja á næsta ári,“ sagði Reynir Ingibjartsson. Reynir sagði að Búseti væri með lánsrétt undir lögum um kaupleiguíbúðir og ef viðkom- andi sveitarfélag vildi ekki standa sjálft í byggingaframkvæmdum væri ekkert því til fyrirstöðu að Búseti kæmi inn í það dæmi. Einnig gæti félagið á hverjum stað beitt sér fyrir því að leysa húsnæðisvanda ýmissa hópa; aldraðra, öryrkja eða náms- manna. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.