Dagur - 03.12.1988, Qupperneq 3
3.mi8®fíÍtóÍD^ÍMíÍ3,J
Saga K A að koma út
- spjallað við Svavar Ottesen
Saga Knattspyrnufélags Akur-
eyrar, K.A., kemur út um
miðjan desember. I tilefni af
útgáfu bókarinnar ræddi blaða-
maður við Svavar Ottesen, en
hann hefur starfað mikið að
útgáfunni ásamt fleirum. Saga
K.A. er rituð af Jóni Hjalta-
syni, sagnfræðingi.
- Hvenær var ákveðið að rita
sögu Knattspyrnufélags Akur-
eyrar?
„Það var í byrjun árs 1987 en
þá ákvað stjórn K.A. að gefin
skyldi út saga félagsins í máli og
myndum. Jón Hjaltason, sagn-
fræðingur, sem þá var að ljúka
námi við Háskóla íslands, var
ráðinn söguritari og hófst hann
þegar handa. Nú vinnur Jón við
ritun sögu Akureyrar sem starfs-
maður Akureyrarbæjar, og er
það mikið verk og vandasamt.
Á stjórnarfundi 8. janúar á síð-
asta ári var ákveðið að skipa sér-
staka ritnefnd til að sjá um útgáfu
sögunnar, velja myndir í bókina
o.s.frv. í ritnefndinni eiga sæti
þeir Hermann Sigtryggsson og
Haraldur Sigurðsson, auk mín. Á
fyrsta fundi nefndarinnar upp-
lýsti Haraldur að hann væri að
vinna að stóru verkefni, sögu
leiklistar á Akureyri og nágrenni
og gæti hann því ekki notað mik-
ið af frítíma sínum okkur Her-
manni til aðstoðar við ritun sögu
K.A. Málin þróuðust því þannig
að við Hermann vorum að rniklu
leyti tveir einir við þetta verk.
Við söfnuðum myndum, sömd-
um myndatexta og röðuðum efn-
inu upp. í fullri hreinskilni vil ég
segja að þetta var miklu tíma-
frekarara og vandasamara verk
en okkur hafði nokkurn tíma
grunað þegar við hófumst handa
á síðasta ári.“
- Hafið þið ekki fengið
aðstoð?
„Jú, mjög margir K. A.- félagar
hafa komið okkur til aðstoðar á
lokastiginu við undirbúning
bókarinnar, aðallega í sambandi
við samningu myndatexta. Þá vil
ég geta þess að Haraldur Sigurðs-
son tók með okkur góðan enda-
sprett þegar bókin var komin til
vinnslu í prentsmiðju.
Vinna við bókina er komin á
lokastig og ætti hún að geta kom-
ið út um miðjan desember.“
- Hvernig bók er þetta?
„í sögu K. A. eru yfir 400 svart/
hvítar myndir og 48 litmyndir.
Bókin verður um 270 bls. í stóru
broti, þ.e. sama broti og Saga
Menntaskólans á Akureyri. Bók-
in skiptist í eftirfarandi kafla:
1. Undir Straumhvörfum. 2.
Knattspyrnan í K.A. 3. „Hin
hvíta list.“ 4. Frjálsar íþróttir. 5.
Handknattleikur. 6. íþróttamenn
í sókn 7. Það sem einu sinni var.
Þá eru í bókinni viðtöl við sex
K.A. menn, þá Tómas Stein-
grímsson, Pál Línberg, Þormóð
Einarsson, Hermann Sigtryggs-
son, Harald Sigurðsson og Þor-
leif Ananíasson. Jón Hjaltason
söguritari ræddi einnig við 20-30
K.A.-félaga meðan á söguritun-
inni stóð. Rætt er við Stefán
Gunnlaugsson um byggingu
K.A.-heimilisins og Björg Finn-
bogadóttir ritar sjálf um skíða-
ferðir í Ásgarð. Fremst í bókinni
er ávarp forseta Í.S.Í., Sveins
Björnssonar, ásamt ávörpum
bæjarstjóra, formanns K.A. og
ritnefndar. í bókinni er einnig
Tabula gratulatoria með liðlega
250 nöfnum."
Ritstjórn og söguritari K.A.-bókarinnar. F.v.: Hermann Sigtryggsson, Svav-
ar Ottesen, ritstjóri bókarinnar, Jón Hjaltason, söguritari og Haraldur Sig-
urðsson. Mynd: I'LV
Þeir eru glaöbeittir á svipinn, Svav-
ar Ottesen, ritstjóri K.A.-bókarinn-
ar t.v. og Guðjón H. Sigurðsson
prentsmiðjustjóri í Dagsprenti,
enda eru þeir að ljúka við setningu
hátt á fímmta hundrað myndatexta,
sem eru í bókinni. Mynd: gb
„Hún er prentuð í litlu upplagi
og henni verður ekki dreift í
bókabúðir. Ég vil því hvetja alla
K.A.-menn til að tryggja sér ein-
tak í tíma með því að hafa sam-
band við einhvern í stjórn félags-
ins eða stjórnum deilda. Einnig
er hægt að panta bókina í K.A.
heimilinu.“
- Var þetta erfitt verk?
„Til marks um umfang verks-
ins vil ég geta þess að setning
myndatexta í bókina tók milli 40
og 50 klukkustundir. Ég veit ekki
hversu nöfnin eru mörg undir
myndunum en þau eru áreiðan-
lega ekki færri en eitt þúsund, en
mörg nöfnin koma fyrir oftar en
eins og ég sagði í upphafi. Þá vil
ég geta þess að Dagsprent hf.
annaðist setningu, umbrot og
filmuvinnu bókarinnar en prent-
un og bókband fer fram í Reykja-
vík.“ EHB
HALCYON hágœðadýnur
Munið 10%
jólaafsláltinn
Nykomnar 3 gerðir af úlpum á fullorðna
Verð frá kr. 1.990.-
Dömugallabuxur
St. 36-44. Verð kr. 1.220.-
Prjónaðar peysur fjórar gerðir
Verð frá kr. 1.540.-
Ullarfmtte nærfatnaður
á dömur og herra í miklu úrvali
Varmalökin vinsælu komin
Verð kr. 2.220.-
Herrafrakkar
St. 50-56. Verð aðeins kr. 4.500.-
Opið í dag frá kl. 10.00-16.00.
• m
111EYFJORÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
m
Hafnarfjörður
Svæöisstjórn málefna fatlaöra á Reykjanessvæöi
leitar eftir hentugu 250-300 fermetra húsnæöi fyrir
dagvist fatlaöra í Hafnarfirði.
Æskileg staðsetning er í nálægð viö miðbæinn.
Tilboö óskast send eignadeild fjármálaráðuneytis-
ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 12. desember
1988.
Fjármálaráðuneytið, 29. nóvember 1988.
Þetta
VATM5RÚM
og mörg
fleiri í
- í hversu stóru upplagi er
saga K.A. gefin út?